Fréttablaðið - 26.09.2008, Síða 54

Fréttablaðið - 26.09.2008, Síða 54
34 26. september 2008 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is Bjartmar Þórðarson þreytti frumraun sína sem leik- stjóri í verki sem frumsýnt var í London í gær. „Ég og félagi minn erum að setja upp tvær sýningar með hléi á milli, sem við leikstýrum hvor í sínu lagi,“ segir Bjartmar Þórð- arson leikari, sem leikstýrir verkinu Mr. Kolpert í Greenwich Playhouse í London. Leik- ritið var frumsýnt í gær og er frum- raun Bjartmars í leikstjórn. Hann útskrifaðist sem leikari árið 2004, en er nú að ljúka mastersnámi í leikstjórn frá Rose Brui- ford-leiklistar- skólanum. „Ég og Ryland Alexander, félagi minn, feng- um svokallaðan „career develop- ment“-styrk sem við ákváðum að nota til að leigja leik- hús. Ry land setti upp ein- leik en fimm leikarar eru í sýningunni minni, sem er bæði lokaverk- efni og fyrsta sýn- ing eftir nám. Ég réði leikarana eftir pruf- ur sem ég hélt úti í ágúst, en nokkra þekkti ég frá því að ég var í Webber-Douglas-leiklistar- skólanum,“ útskýrir Bjartmar, sem hefur verið búsettur í Lond- on undan farið ár. Aðspurður segist hann stefna á að flytja aftur til Íslands að námi loknu. „Ég er að fara í smá leik- stjórnarverkefni á Íslandi í októ- ber, en annars er ég bara að leita að verkefnum, hvort sem er á Íslandi eða erlendis. Það sem heillar mig mest er að geta starfað bæði við leikstjórn og leiklist, svo maður fái örugglega ekki leiða á öðru hvoru. Það væri drauma- staðan,“ segir Bjartmar. alma@frettabladid.is „Við eigum von á því að í hópinn bætist félagar úr sambærilegum samtökum á Norðurlöndum og Breiðavíkursamtökin eru hér,“ segir Ari Alexander kvikmynda- gerðarmaður. Á laugardag verður kvikmynda- hátíðin Nordisk Panorama haldin í Malmö en þar er keppt í flokki stuttmynda og heimildarmynda þar sem tvær myndir verða sýnd- ar, Kjötborgin og svo Syndir feðr- anna eftir Bergstein Björgúlfsson og Ara. Þeir fylgja mynd sinni eftir sem og Bárður Ragnar Jóns- son, formaður Breiðavíkursam- takanna, og Georg Viðar Björns- son. Í flokknum eru ellefu norrænar heimildarmyndir og Ari, sem nú er í stjórn Breiðavík- ursamtakanna, gerir sér vonir um að nokkurt hópefli myndist þegar „Breiðavíkurdrengir“ frá Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, mæta á stað- inn. „Við ætlum að nota tækifærið og vekja athygli á málstað sam- takanna. Nei, Syndir feðranna er ekki áróðursmynd. En áður en ég vissi var ég farinn að standa með drengjunum og vil fylgja þessu máli eftir,“ segir Ari. Hann vinnur nú að framhaldi myndarinnar, segir ekki annað hægt en fylgja þessu eftir. „Ég mun fylgja þessu eftir þar til málinu er lokið með bótum eða skaðabótamáli gegn ríkinu.“ - jbg Breiðavíkurdrengir á kvikmyndahátíð FÁ FLUGMIÐA FRÁ ICELAND EXPRESS Kvikmyndahátíðin í Malmö verður vett- vangur baráttu norrænna „Breiðavíkur- drengja“ ef Ari fær að ráða. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Meistari Rúnar Júl hefur frá árinu 1965 gefið út plötur með nýju efni. Í ár verður breyting á. Í stað hefðbundins nýmetis kemur út þrefaldi safndiskur- inn Sögur um lífið. „Það verður stiklað á virkilega stóru alveg frá 1965 til 2008, einhver 70-80 lög,“ segir Rúnar. „Ég fékk heiðursverðlaun ÍTV í vor og ákvað að staldra aðeins við í ár. Ég kem svo fílefldur til leiks á næsta ári með nýja plötu.“ Rúnar man auðvitað tímana tvenna, ef ekki þrenna. „Í gamla daga var maður alveg einn á plötumarkaðinum, kannski með Fóstbræðrum. Þá var þetta aðeins rólegra. En ég hef samt alltaf komið með eitthvað nýtt á hverju ári. Nema reyndar árið 1973. Það var magurt ár.“ - glh Þrefaldur Rúnar Júl Félagarnir Dabbi T, Emmsjé Gauti og Nagmús hafa stofnað rappsveit- ina 32C og er fyrsta lag hennar, É É É É, á leið í útvarpsspilun. Að sögn Dabba T hafði umboðs- maðurinn Ómar Ómar samband við hann og Gauta með það í huga að þeir myndu stofna nýja hljómsveit. „Hann hafði lengi langað til að taka einhverja hljómveit og gera að ein- hverri alvöru. Hann sagði að það eina sem sér kæmi til hugar væri að ég og Gauti værum í henni,“ segir Dabbi T. „Við höfðum sam- band við Magga (Nagmús) og hann sló til og ákvað að vera með.“ Dabbi T og Emmsjé Gauti hafa reynslu frá sólóferli sínum og gaf Dabbi til að mynda út sína fyrstu plötu á síðasta ári, Óheflað málfar. Dabbi ætlar að gefa út tvö sólólög áður en 32C fer í gang en eftir það mun hann einbeita sér að nýju sveitinni. Íslenskt rapp hefur lítið verið í umræðunni að undanförnu og vilja Dabbi og félagar ráða bót á því. Hann játar að rappið hafi á sínum tíma verið að lognast út af en síðan lifnaði það aftur við. „Núna er aftur komin lægð í þetta og við ætlum að breyta því, það þýðir ekkert annað.“ - fb 32C kemur rappinu á kortið 32C Rappararnir í 32C ætla að láta að sér kveða á næstunni. MYND/REBEKKA LÝKUR MASTERSNÁMI Í LEIK- STJÓRN Mr. Kolpert verður sýnt frá 1. til 12. október í Greenwich Playhouse í London, en verkið er frumraun Bjartmars í leikstjórn. Bjartmar leigir leikhús í London > ÆTTLEIÐA AFTUR? Brad Pitt og Angeline Jolie eru sögð vera að íhuga að ættleiða annað barn. Fyrir eiga þau soninn Maddox sjö ára, Pax fjögurra ára, Zahöru þriggja ára, Shiloh tveggja ára og tvíburana Leon og Vivienne Marcheline sem fæddust fyrir tveimur mánuðum. Brad og Angelina er nú sögð vilja ætt- leiða barn frá Namibíu, Bólivíu eða Paragvæ, en Angelina vill ættleiða frá Suður-Ameríku til þess að vekja athygli á börnum í neyð í þeim heimshluta. STALDRAR VIÐ Rúnar Júl segir „Sögur um lífið“. Pabbi hennar Emelíu er sterkur eins og skógarbjörn og fyndinn eins og trúður. En þegar hann verður lasinn eins og lítil mús verður Emelía að vera stór og sterk. Ný bók eftir verðlaunahöfundinn Björk Bjarkadóttur – ómissandi fyrir allar pabbastelpur og pabbastráka. besti pabbi í heimi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.