Fréttablaðið - 29.09.2008, Blaðsíða 6
6 29. september 2008 MÁNUDAGUR
Loksins á Íslandi
Alvöru
orkudrykkur
BANDARÍKIN, AP Samkomulag um
meginatriði björgunaráætlunar
Bandaríkjastjórnar fyrir fjár-
málakerfi landsins tókst í fyrri-
nótt á maraþonfundi forystu-
manna úr báðum deildum
Bandaríkjaþings með Henry Paul-
son fjármálaráðherra og fleiri
fulltrúum ríkisstjórnar George W.
Bush forseta.
Áætlunin kveður á um heimildir
til stjórnvalda til að kaupa
„frosnar“ kröfur og „eitraða“
skuldabréfavafninga fjármála-
fyrirtækja fyrir sem nemur allt að
700 milljörðun dala, andvirði
65.000 milljarða króna á núver-
andi gengi, í því skyni að stöðva
kreppuna sem fjármálakerfið er
komið í. Hún er talin sú versta
sem yfir bandarískt efnahagslíf
hefur riðið síðan í kreppunni miklu
á fjórða áratugnum.
Þingmenn sem voru á samn-
ingafundinum sögðust vonast til
að fulltrúadeildin myndi sam-
þykkja áætlunina í dag, mánudag,
og öldungadeildin á morgun. For-
setaframbjóðendur beggja stóru
flokkanna, repúblikaninn John
McCain og demókratinn Barack
Obama sem báðir eiga sæti í öld-
ungadeildinni, sögðust báðir senni-
lega myndu styðja afgreiðslu
áætlunarinnar.
Meðal síðustu atriðanna sem
samdist um var að demókratar
féllust á kröfu þingmanna úr
röðum repúblikana um að í frum-
varpinu yrði ríkissjóði frekar gert
að bjóða tryggingar fyrir föllnum
fasteignaveðlánum frekar en að
hann keypti þau. Með þessari ráð-
stöfun á útgjaldaaukning sam-
bandsríkissjóðsins af þessum
völdum að haldast innan marka.
Annað atriði sem braut ísinn í
samningaviðræðunum og er talið
mikilvægt til að tryggja stuðning
miðjuþingmanna í báðum flokkum
er að ríkisstjórninni beri eftir
fimm ár að leggja áætlun fyrir
þingið um það hvernig endur-
heimta mætti eitthvað af töpuðu
fé úr „björgunaraðgerðunum“.
Málamiðlunin kveður ennfrem-
ur á um að þingið hafi meira að
segja um eftirlit með því hvernig
björgunaraðgerða-fénu er varið
en Bush-stjórnin vildi að það hefði.
Samkvæmt þessu mun þingið
fyrst heimila stjórninni að nota
250 milljarða dala, síðan 100 millj-
arða til viðbótar ef forsetinn færði
sönnur á að það væri nauðsynlegt,
og síðustu 350 milljarðana yrði
þingið líka að samþykkja sérstak-
lega.
audunn@frettabladid.is
ÁFANGI Henry Paulson fjármálaráðherra ávarpar fréttamenn eftir fundinn í Washington í fyrrinótt. Honum til sinnar hvorrar
handar standa Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Harry Reid, forseti öldungadeildarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Samkomulagi náð
um björgunaráætlun
Maraþonsamningafundi forystumanna Bandaríkjaþings með fulltrúum ríkisstjórn-
ar George W. Bush forseta lyktaði í fyrrinótt með grundvallarsamkomulagi um
að þingið samþykkti björgunaráætlun stórnarinnar fyrir fjármálakerfi landsins.
„...fyrst á visir.is“
...ég sá það á visir.is
LÖGREGLUMÁL Engin ákvörðun
hefur enn verið tekin um hvort
ákæra verði gefin út á hendur
manni sem stóð fyrir pókermóti í
júní í fyrra.
Sveinn Andri Sveinsson,
lögmaður mannsins, segir að svo
virðist sem lögregla viti ekki
hvernig eigi að snúa sér í málinu.
Auk þess sé greinilega mikið að
gera hjá saksóknara embættis-
ins.
Rúmlega fimmtán mánuðir
eru frá því lögregla stöðvaði opið
pókermót í Reykjavík. Lögreglan
lagði hald á verðlaunafé og búnað
til spilamennsku, og hefur það
verið í vörslu lögreglu síðan. - bj
Pókermót enn hjá lögreglu:
Engin ákvörð-
un um ákæru
EFNAHAGSMÁL Spurningin um Evr-
ópusambandsaðild er ekki dæmd
til að bíða næsta kjörtímabils því
aðstæður þjóðarinnar hafa gjör-
breyst síðan stjórnarsáttmálinn
var gerður milli Samfylkingar og
Sjálfstæðisflokks, segir Ágúst
Ólafur Ágústsson, formaður Evr-
ópunefndarinnar og varaformaður
Samfylkingar.
Hann telur að stjórnmálamenn
hljóti að taka mið af þessu, enda
megi þeir ekki lifa í tómarúmi.
Afstaða til aðildar að Evrópu-
sambandi og
evru eigi ekki
að vera eins og
trúarbrögð,
hvort sem menn
eru með eða á
mót, heldur eigi
að fara fram
kalt hagsmuna-
mat.
„Það þarf að
meta hvað
þjónar íslenskum hagsmunum
best, „hagsmunamat“ er orðið sem
forsætisráðherra hefur alltaf
notað. Við hljótum að fara í gegn-
um þá vinnu,“ segir Ágúst Ólafur.
Þetta sé einmitt hlutverk stjórn-
málamanna.
„En staðan er auðvitað sú að
fjórir af fimm flokkum vilja ekki
ganga í ESB og það er erfitt að
fara þarna inn, meðan svo er.“
Þangað til sé til lítils að vonast
eftir erlendri fjárfestingu í öðru
en álverum eða í gegnum fjárfest-
ingarsjóði í íslenskri eigu.
- kóþ
Formaður Evrópunefndarinnar segir stjórnmálamenn ekki mega lifa í tómarúmi:
Allt mögulegt á kjörtímabilinu
ÁGÚST ÓLAFUR
ÁGÚSTSSON
FINNLAND, AP Finnar söfnuðust
saman í kirkjum landsins í gær
til að minnast fórnarlamba fjölda-
morðsins í Kauhajoki. Í safnaðar-
kirkju Kauhajoki-bæjar fór fram
opinber minningarathöfn að við-
stöddum Törju Halonen forseta,
ráðherrum og fleiri fyrirmenn-
um finnsks samfélags. Athöfn-
inni var útvarpað og sjónvarpað
beint um allt landið.
„Sorg hefur gripið okkur öll.
Það er kominn tími til alvarlegr-
ar sjálfsgagnrýninnar íhugunar,“
sagði Simo Peura biskup, sem
stýrði athöfninni.
Það var í iðnskóla í þessum
friðsæla bæ í suðvesturhluta
Finnlands sem hinn 22 ára Matti
Saari skaut níu samnema sína og
einn kennara, kveikti í og skaut
sig síðan sjálfur síðastliðinn
þriðjudag. Þetta var önnur skóla-
skotárásin í Finnlandi á innan við
ári.
Stjórnmálamenn, félagsmála-
starfsfólk og kirkjunnar menn
hafa kallað eftir strangari regl-
um um byssueign og að vökulla
eftirlit verði haft með netsíðum
sem ungmenni sækja í. Báðir
byssumennirnir sem frömdu
skólaárásirnar tvær birtu á
YouTube-síðunni myndband af
sér skjótandi af byssum áður en
þeir létu til skarar skríða. - aa
SORG Kerti fyrir utan iðnskólann í Kau-
hajoki til minningar um fórnarlömbin.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Minningarathafnir í Finnlandi um fórnarlömb fjöldamorðsins í Kauhajoki:
Finnar hvattir til sjálfsgagnrýni
KJÖRKASSINN
Á að setja framkvæmdirnar á
Kársnesi í umhverfismat?
Já 70%
Nei 30%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Telur þú sigur FH í Landsbanka-
deildinni vera verð skuldaðan?
Segðu skoðun þína á vísir.is