Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 2008næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Fréttablaðið - 29.09.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 29.09.2008, Blaðsíða 6
6 29. september 2008 MÁNUDAGUR Loksins á Íslandi Alvöru orkudrykkur BANDARÍKIN, AP Samkomulag um meginatriði björgunaráætlunar Bandaríkjastjórnar fyrir fjár- málakerfi landsins tókst í fyrri- nótt á maraþonfundi forystu- manna úr báðum deildum Bandaríkjaþings með Henry Paul- son fjármálaráðherra og fleiri fulltrúum ríkisstjórnar George W. Bush forseta. Áætlunin kveður á um heimildir til stjórnvalda til að kaupa „frosnar“ kröfur og „eitraða“ skuldabréfavafninga fjármála- fyrirtækja fyrir sem nemur allt að 700 milljörðun dala, andvirði 65.000 milljarða króna á núver- andi gengi, í því skyni að stöðva kreppuna sem fjármálakerfið er komið í. Hún er talin sú versta sem yfir bandarískt efnahagslíf hefur riðið síðan í kreppunni miklu á fjórða áratugnum. Þingmenn sem voru á samn- ingafundinum sögðust vonast til að fulltrúadeildin myndi sam- þykkja áætlunina í dag, mánudag, og öldungadeildin á morgun. For- setaframbjóðendur beggja stóru flokkanna, repúblikaninn John McCain og demókratinn Barack Obama sem báðir eiga sæti í öld- ungadeildinni, sögðust báðir senni- lega myndu styðja afgreiðslu áætlunarinnar. Meðal síðustu atriðanna sem samdist um var að demókratar féllust á kröfu þingmanna úr röðum repúblikana um að í frum- varpinu yrði ríkissjóði frekar gert að bjóða tryggingar fyrir föllnum fasteignaveðlánum frekar en að hann keypti þau. Með þessari ráð- stöfun á útgjaldaaukning sam- bandsríkissjóðsins af þessum völdum að haldast innan marka. Annað atriði sem braut ísinn í samningaviðræðunum og er talið mikilvægt til að tryggja stuðning miðjuþingmanna í báðum flokkum er að ríkisstjórninni beri eftir fimm ár að leggja áætlun fyrir þingið um það hvernig endur- heimta mætti eitthvað af töpuðu fé úr „björgunaraðgerðunum“. Málamiðlunin kveður ennfrem- ur á um að þingið hafi meira að segja um eftirlit með því hvernig björgunaraðgerða-fénu er varið en Bush-stjórnin vildi að það hefði. Samkvæmt þessu mun þingið fyrst heimila stjórninni að nota 250 milljarða dala, síðan 100 millj- arða til viðbótar ef forsetinn færði sönnur á að það væri nauðsynlegt, og síðustu 350 milljarðana yrði þingið líka að samþykkja sérstak- lega. audunn@frettabladid.is ÁFANGI Henry Paulson fjármálaráðherra ávarpar fréttamenn eftir fundinn í Washington í fyrrinótt. Honum til sinnar hvorrar handar standa Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Harry Reid, forseti öldungadeildarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Samkomulagi náð um björgunaráætlun Maraþonsamningafundi forystumanna Bandaríkjaþings með fulltrúum ríkisstjórn- ar George W. Bush forseta lyktaði í fyrrinótt með grundvallarsamkomulagi um að þingið samþykkti björgunaráætlun stórnarinnar fyrir fjármálakerfi landsins. „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is LÖGREGLUMÁL Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort ákæra verði gefin út á hendur manni sem stóð fyrir pókermóti í júní í fyrra. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður mannsins, segir að svo virðist sem lögregla viti ekki hvernig eigi að snúa sér í málinu. Auk þess sé greinilega mikið að gera hjá saksóknara embættis- ins. Rúmlega fimmtán mánuðir eru frá því lögregla stöðvaði opið pókermót í Reykjavík. Lögreglan lagði hald á verðlaunafé og búnað til spilamennsku, og hefur það verið í vörslu lögreglu síðan. - bj Pókermót enn hjá lögreglu: Engin ákvörð- un um ákæru EFNAHAGSMÁL Spurningin um Evr- ópusambandsaðild er ekki dæmd til að bíða næsta kjörtímabils því aðstæður þjóðarinnar hafa gjör- breyst síðan stjórnarsáttmálinn var gerður milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður Evr- ópunefndarinnar og varaformaður Samfylkingar. Hann telur að stjórnmálamenn hljóti að taka mið af þessu, enda megi þeir ekki lifa í tómarúmi. Afstaða til aðildar að Evrópu- sambandi og evru eigi ekki að vera eins og trúarbrögð, hvort sem menn eru með eða á mót, heldur eigi að fara fram kalt hagsmuna- mat. „Það þarf að meta hvað þjónar íslenskum hagsmunum best, „hagsmunamat“ er orðið sem forsætisráðherra hefur alltaf notað. Við hljótum að fara í gegn- um þá vinnu,“ segir Ágúst Ólafur. Þetta sé einmitt hlutverk stjórn- málamanna. „En staðan er auðvitað sú að fjórir af fimm flokkum vilja ekki ganga í ESB og það er erfitt að fara þarna inn, meðan svo er.“ Þangað til sé til lítils að vonast eftir erlendri fjárfestingu í öðru en álverum eða í gegnum fjárfest- ingarsjóði í íslenskri eigu. - kóþ Formaður Evrópunefndarinnar segir stjórnmálamenn ekki mega lifa í tómarúmi: Allt mögulegt á kjörtímabilinu ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON FINNLAND, AP Finnar söfnuðust saman í kirkjum landsins í gær til að minnast fórnarlamba fjölda- morðsins í Kauhajoki. Í safnaðar- kirkju Kauhajoki-bæjar fór fram opinber minningarathöfn að við- stöddum Törju Halonen forseta, ráðherrum og fleiri fyrirmenn- um finnsks samfélags. Athöfn- inni var útvarpað og sjónvarpað beint um allt landið. „Sorg hefur gripið okkur öll. Það er kominn tími til alvarlegr- ar sjálfsgagnrýninnar íhugunar,“ sagði Simo Peura biskup, sem stýrði athöfninni. Það var í iðnskóla í þessum friðsæla bæ í suðvesturhluta Finnlands sem hinn 22 ára Matti Saari skaut níu samnema sína og einn kennara, kveikti í og skaut sig síðan sjálfur síðastliðinn þriðjudag. Þetta var önnur skóla- skotárásin í Finnlandi á innan við ári. Stjórnmálamenn, félagsmála- starfsfólk og kirkjunnar menn hafa kallað eftir strangari regl- um um byssueign og að vökulla eftirlit verði haft með netsíðum sem ungmenni sækja í. Báðir byssumennirnir sem frömdu skólaárásirnar tvær birtu á YouTube-síðunni myndband af sér skjótandi af byssum áður en þeir létu til skarar skríða. - aa SORG Kerti fyrir utan iðnskólann í Kau- hajoki til minningar um fórnarlömbin. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Minningarathafnir í Finnlandi um fórnarlömb fjöldamorðsins í Kauhajoki: Finnar hvattir til sjálfsgagnrýni KJÖRKASSINN Á að setja framkvæmdirnar á Kársnesi í umhverfismat? Já 70% Nei 30% SPURNING DAGSINS Í DAG Telur þú sigur FH í Landsbanka- deildinni vera verð skuldaðan? Segðu skoðun þína á vísir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 265. tölublað (29.09.2008)
https://timarit.is/issue/278420

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

265. tölublað (29.09.2008)

Aðgerðir: