Fréttablaðið - 29.09.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 29.09.2008, Blaðsíða 10
10 29. september 2008 MÁNUDAGUR VEIÐI Aldrei hafa veiðst eins marg- ir laxar á stöng í íslenskum ám og í sumar. Heildarveiðin stefnir í að verða rúmlega 60.000 laxar og margar ár hafa gefið töluvert betri veiði en áður hefur þekkst. Móðir allra meta virðist hafa verið sett í Ytri-Rangá þar sem veiðin stefnir hraðbyri í 14.000 laxa. Veiðin í Rangánum tveim slagar hátt upp í heildarveiði fyrri ára. Góðum aðstæðum í hafinu er þakkað auknum laxagöngum. Veiðisumrinu er lokið í mörgum ám og aðrar eru við það að hætta. Ljóst er að veiðin er best á sunn- an- og vestanverðu landinu og stórlax hefur skilað sér í auknum mæli, sérstaklega fyrir austan og norðan. Í Borgarfirði og á Mýrum hefur hver áin á fætur annarri slegið fyrri veiðimet, sum áratuga gömul. Þórólfur Antonsson, fiskifræð- ingur hjá Veiðimálastofnun, segir að þegar veiðitölur ársins séu skoðaðar verði að hafa í huga að sleppingar hafi aukist í ám sem leyfa aðeins flugu sem agn, og þeir fiskar veiðist í einhverjum mæli aftur. Eins skekki myndina í samanburði við fyrri tíð hin gríðar- lega veiði í ám þar sem sleppt er gönguseiðum. „Það er viðbót en aðalástæðan er góðar endurheimt- ur sem benda til þess að aðstæður í hafinu séu góðar víðast hvar þar sem laxinn elst upp. Seiðabúskap- ur hefur verið góður undanfarin ár svo aðstæðum í hafinu er lík- lega um að þakka að svo vel veiðist.“ Hann segir að áratuga- gömul met í fjölmörgum laxveiði- ám renni frekari stoðum undir að ástandið sé gott, óháð þeim breyt- ingum sem hafa orðið í veiðinni sjálfri á síðasta áratug. Ytri- og Eystri-Rangá gefa áber- andi mesta veiði í sumar eins og undanfarin ár en þar er sleppt miklu magni gönguseiða þar sem áin fóstrar ekki sinn eigin laxa- stofn. Þegar þetta er skrifað stefn- ir Ytri-Rangá hraðbyri í þrettán þúsund laxa veiði og lokatölur gætu jafnvel náð fjórtán þúsund laxa markinu ef aðstæður verða hagstæðar. Eystri áin hefur gefið á áttunda þúsund laxa og því hafa þessar ár nú þegar gefið veiði sem slagar hátt í heildarlaxveiði á Íslandi árið 2000 þegar rúmlega 27 þúsund laxar veiddust. Þá ríkti mikil svartsýni um stöðu laxa- stofnanna. Guðmundur Stefán Maríasson, formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur, segir veiði í Norðurá í Borgarfirði góðan mælikvarða á aukna veiði. Þar sé enn eitt metið fallið sem er langt yfir meðalveiði árinnar í sögulegu ljósi. „Svo virðist sem svartsýni manna með ástand laxastofnanna hafi verið ástæðulaus.“ svavar@frettabladid.is Metveiðisumar allra tíma Heildarveiði á stangveiddum laxi stefnir í rúmlega 60 þúsund fiska. Gömul met eru fallin víða, sérstaklega á sunnan- og vestanverðu landinu. Rangárnar munu gefa veiði sem er hátt í heildarveiði ársins 2000. FRÁ LAXÁ Í KJÓS Góð veiði hefur verið í Kjósinni og mikil bæting frá 2007. Metið er þó ekki í hættu þetta sumarið. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ZUMA Í ZÚLÚDANSI Jacob Zuma, formaður Afríska þjóðarráðsins, stjórnarflokks Suður-Afríku, stígur dans í hefðbundnum klæðum Zúlúmanna á „arfleifðarhátíð“ í bænum Stanger. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ár Skráð sleppt sleppt% 2000 27.257 2.918 10,7 2001 29.943 3.611 12,1 2002 33.767 5.985 17,7 2003 34.111 5.361 15,7 2004 45.831 7.362 16,1 2005 55.168 9.224 16,7 2006 45.545 8.735 19,2 2007 53.703 9.691 18,0 Heimild: Veiðimálastofnun ÞRÓUN Í LAXVEIÐI 2000-2007 2008 2007 Metveiði Ytri-Rangá 12.237 6.377 6.377 Eystri-Rangá 6.467 7.497 7.497 Norðurá 3.308 1.447 3.138 Langá 2.962 1.456 2.405 Þverá/Kjarrá 2.840 2.404 4.165 Grímsá/Tunguá 2.200 1.110 2.116 Selá 2.025 2.227 2.726 Haffjarðará 2.011 1.079 1.290 Laxá í Dölum 1.841 1.145 2.385 Miðfjarðará 1.716 1.131 2.581 *Miðað við 24. sept. Heimild angling.is TÍU AFLAHÆSTU ÁRNAR ÁRIÐ 2008* DR. GUNNI neytendur@frettabladid.is Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Ekki verða tafir á sértækum hjartaaðgerðum á Landspítalanum, eins og útlit var fyrir nú í sumarlok. Heilbrigðis- ráðherra ákvað að veita viðbótar- fjármagni til þeirra, þannig að unnt verður að halda þeim áfram í haust. Um svokallaðar brennsluaðgerðir er að ræða, sem lækna eiga gáttatif í hjarta. Að sögn Helga Más Arthúrs sonar, upplýsingafulltrúa heilbrigðisráðuneytis, eru veittar um fjórar milljónir af sérstökum lið í aðgerðirnar. Fyrir þetta fé átti að þjóna tilteknum fjölda sjúk- linga. Landspítalinn tvöfaldaði fjölda þeirra sem þjónustunnar nutu með þessari fjárveitingu. Þegar ljóst varð að eftirspurn eftir að gera enn fleiri aðgerðir kom fram gerði stjórn Landspítala ráðuneytinu grein fyrir málinu. Heilbrigðisráðherra ákvað þá að veita átta milljónum til viðbótar í þessar aðgerðir, þar sem helmingi kostnaðarsamara er að gera þær í útlöndum og kostnaður félli þá á Tryggingastofnun. Landspítala var tilkynnt þetta þremur dögum eftir að ráðuneytið fékk málið inn á borð til sín. „LSH hefur þegar gert stjórnendum á viðkomandi sviði grein fyrir ákvörðuninni og beðið um að fleiri aðgerðir verði undir- búnar,“ segir Helgi Már. - jss AÐGERÐIR Svokallölluðum brennslu- aðgerðum gegn gáttatifi í hjarta verður fram haldið. Viðbótarfjármagn í sértækar hjartaaðgerðir á Landspítala: Kleift að halda aðgerðum áfram FUNDIR Fræðimenn munu kynna það nýjasta í samskiptafræðum, um samspil erfða og aðstæðna, á málþingi sem Heilsugæslustöð Akureyrar efnir til í tilefni tuttugu ára afmælis fjölskyldu- ráðgjafar HAK. Meðal annars verður fjallað um tengslamyndun á þverfagleg- an hátt, en rannsóknir sýna fram á mikilvægi umhyggju og ástar í upphafi æviskeiðs fyrir þroska miðtaugakerfisins. Góð tengsla- myndun byggist á getu foreldra til að mæta erfiðum tilfinningum á heilnæman hátt, en rannsóknir benda til að heilbrigð og ástrík tilfinningatengsl virki líkt og bólusetning gegn sálrænum erfiðleikum síðar á lífsleiðinni. Málþingið fer fram á Hótel KEA 3. október næstkomandi og er ætlað er fagfólki og stjórnend- um á heilbrigðis- og félagssviði. - ag Fræðimenn halda málþing: Samspil erfða og aðstæðna ÚKRAÍNA, AP Júlía Tymosjenkó, forsætisráðherra Úkraínu, segir að valdatogstreita hennar og Viktors Jústsjenkós forseta kunni að leiða til þess að boðað verði til kosninga í landinu fyrr en síðar. Í viðtali við erlenda fréttamenn á föstudag sagðist Tymosjenkó vonast til að geta í samstarfi við Jústsjenkó endurreist hina klofnu fylkingu umbótasinna sem vilja halda í stjórnarstefnu sem færir landið nær Vesturlöndum. Gangi það ekki muni hún freista þess að mynda stjórn með hinni Moskvu- hollu stjórnarandstöðu. Gangi það heldur ekki verði boðað til bæði þing- og forsetakosninga. - aa Stjórnarkreppa í Úkraínu: Segir kosningar koma til greina Björgunarþyrla hrapar Þyrla sem var að flytja slasað fólk af vettvangi umferðarslyss í útjaðri Washingtonborgar hrapaði í illviðri í gær, með þeim afleiðingum að fjórir menn fórust af þeim fimm sem um borð voru. Átján ára stúlka, sem var önnur hinna slösuðu úr umferðarslys- inu, var sú eina sem komst lífs af, en er alvarlega slösuð. BANDARÍKIN Stelpur vilja dúkkur, strákar bíla. Eða hvað? Kristín Þórarins- dóttir skrifar: „Ég gekk nýlega fram á stand með glæsilegum dótaflutningaubílum í Fjarðar- kaupum. Efst á standinum gat að líta skilaboð: „Finndu bíl með þínu nafni!“. Þar sem ég átti nokkra flotta leikfangabíla þegar ég var lítil kom nostalgían yfir mig, og ég fór ósjálfrátt að skima eftir bíl með mínu nafni. En viti menn – aðeins reyndust í stand- inum bílar með karlkynsnöfnum! Fremur hvumpin benti ég næsta starfsmanni á þetta. Hann virtist ekkert hafa leitt hugann að því að einhverjir kynnu að vilja kaupa flottan bíl handa dóttur sinni eða ann- arri lítilli dömu. Ég get raunar vel trúað að sala „strákabíla“ sé meiri en „stelpu- bíla“, væru þeir til, en að draga svona skýra línu milli hvaða dót „passar“ hvoru kyni finnst mér heldur gamaldags. Það var því móðguð kona sem hélt burt úr versluninni þennan dag.“ Dótabílar með nöfnum fást í fjölmörgum verslunum. Bílarnir koma frá Könnur ehf. „Það er ný sending á leiðinni núna og við ætlum að taka inn bíla með 20-30 algengustu kvenmannsnöfnun- um,“ segir Karólína hjá Könn- um. „Ég bendi líka á að það er hægt að sérpanta hvaða nafn sem er, það tekur 2-3 vikur og slóðin er nafn.is.“ Jafnréttisbaráttan í Fjarðarkaupum: Eru dótabílar bara fyrir stráka?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.