Fréttablaðið - 29.09.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 29.09.2008, Blaðsíða 12
12 29. september 2008 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki UMRÆÐAN Andrés Pétursson skrifar um Evrópu- mál Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, fer mikinn í Fréttablaðinu 22. september og ásakar okkur Evrópusinna um að gefa í skyn að til sé eitthvað sem nefnist heiðursaðild að Evrópusambandinu. Ég hef ekki heyrt nokkurn tala um þess konar aðild enda er hún ekki til. Þjóðir ganga í ESB af því að þær telja að hagsmunum sínum sé betur borgið innan þess en utan. Þetta snýst því ekki um heiður heldur hagsmuni. Hins vegar rembast margir andstæðingar aðildar að ESB við að finna leið til að taka upp evruna eftir aðildarlausum krókaleiðum. Það má því færa góð rök fyrir því að það séu einmitt andstæðingar aðildar Íslands að ESB sem séu að „slá ryki í augu fólks“, svo notuð séu orð þingmannsins. Árni heldur því fram að allar samþykktir og sáttmálar um aðild liggi fyrir og að öll aðildarríki verði að beygja sig undanbragðalaust undir þá skilmála. En af hverju eru þá Danir, Svíar og Bretar ekki í myntbandalaginu? Af hverju eru Danir með undanþágur frá Maastricht-samkomulaginu í utanríkis- og varnarmálum? Af hverju semja ný aðildarlönd um aðild sína að Evrópusambandinu ef allir sáttmálar og samþykktir ESB eru jafn niðurnjörvaðir og Árni heldur fram? Geta þessi ríki ekki einfaldlega kvittað undir staðlaðan samn- ing? Staðreyndin er sú að öll lönd sem sótt hafa um aðild að ESB hafa fengið aðlögun að reglum sambandsins. Sem dæmi má nefna undanþágu sem Danir fengu á kaupum erlendra aðila á sumarbústaðalandi í Danmörku, sérákvæði varðandi sjávarútvegsstefnuna í land- helgi Möltu, sérákvæði um heimskautalandbúnað í Svíþjóð og Finnlandi og þannig mætti lengi telja. Það sem kemur mér mest á óvart er að Árni dvaldi á kostnað Sambands íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar í hálft ár í Brussel til að kynna sér starfsemi ESB. Annað hvort hefur Árni slugsað í lærdómnum eða að pólitísk stefna flokks hans kallar á að þingmaðurinn beri svona málflutning á borð fyrir þjóðina. Höfundur er formaður Evrópusamtakanna. Hvað lærði Árni í Brussel? ANDRÉS PÉTURSSON Ísland farsælda frón Oft hefur okkar farsælda frón fengið að kenna á því hversu margt er í heiminum hverfult. Það sést afar vel þegar umræða síðustu daga er borin saman við þá er fram fór fyrir örfáum árum. Árið 2006 viðraði Pétur Blöndal þær hugmyndir að gera Ísland að fjármálamiðstöð. Í dag er hins vegar sóknarleik af þessu tagi lokið og nýj- ustu hugmyndir Péturs fjalla um það hvernig megi koma skuldur- um til aðstoðar og jafnvel draga þá til ábyrgðar sem hvatt hafa fólk til að taka áhættu með lánum í erlendri mynt, til dæmis fasteigna- sala og banka- starfsmenn. Og hagsælda hrímhvíta móðir Oftast voru stjórnmálamenn gagn- rýndir fyrir að vera of mikið erlendis og skeyta minna um það sem var að gerast hér heima fyrir. Fékk til dæmis Halldór Ásgrímsson oft að heyra slík- ar pillur. En einnig þetta virðist hafa breyst því nú þegar Geir H. Haarde brá sér til New York til að ávarpa Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna þá bíður Gísli Tryggva- son, talmaður neytenda, hann um að koma ekki heim. Geir lét þó ekki segjast. Hvar er þín fornaldar frægð? Það sem fyrir Gísla vakti var að Geir kæmi ekki heim fyrr en hann næði samningum við Bandaríkjamenn, sem kæmu þá okkur til bjargar í lausafjárkreppunni sem við eigum við að etja. Gísli segir á bloggsíðu sinni: „Ekki koma heim, Geir - fyrr en þú hefur samið við vini okkar í Bandaríkjunum (við erum með varnarsamning við þá), helst fyrir opnun markaða á mánudags- morgun (í dag).“ Þetta er líka tónn sem heyrðist ekki fyrir nokkrum árum; hvað þá þegar Bandaríkin voru til umræðu. jse@frettabladid.is Helsti gallinn við ráðherradóm Björns Bjarnasonar er að hann er enn ráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Og einn helsti gallinn við þjóðlífið almennt er að ríkisstjórn Davíðs Oddssonar skuli enn vera að störfum. Hvað eru þeir búnir að ríkja lengi? Er þetta ekki svolítið sambærilegt við það að Ellert Schram og Hermann Gunnarsson væru enn í landsliðinu í fótbolta? Hefðu neitað að víkja og enginn kæmi sér að því að biðja þá að hætta... Þeir Ellert og Hermann fundu sér nýjan vettvang þegar nóg var sparkað þar sem þeir gátu þróað gáfur sínar – Hermann í fjölmiðl- um sem allsherjar gleðipinni og ljósgjafi og Ellert réttsýnn og einarður í pólitíkinni. Yfir-ráðherrann Stundum er sagt um okkur sem ósammála erum Davíð í pólitíkinni að við elskum að hata hann. Ég er ekki viss um að það sé alveg rétt. Ég held að nær væri að segja að við hötum að elska hann. Þegar sá gállinn er á honum er hann manna snjallastur í tilsvörum, sjarmer- andi og fyndinn og eldsnöggur að bregða háðslegu ljósi á andstæð- ingana. En Seðlabankastjóri... ég veit það ekki. Vera má að Davíð Oddsson sé einhvers konar hagstjórnarsnill- ingur þótt sú snilli blasi kannski ekki beinlínis við um þessar mundir – en það skiptir bara engu máli. Jafnvel þótt hann væri besti og hæfasti Seðlabankastjóri allra tíma mundi það einu gilda. Hann getur hreinlega ekki verið í þessu embætti á þessum viðsjárverðu tímum vegna þess að hann hefur of lengi eldað grátt silfur við ýmsa menn í viðskiptalífinu. Ummæli hans og aðgerðir eru skoðaðar í ljósi þessara átaka. Það er eins og hann sé enn staddur í miðri rimmunni um Framkvæmdabanka atvinnulífsins, óskabarnið sem götustrákarnir hrifsuðu fyrir framan nefið á honum. Fólk hefur á tilfinningunni að afkoma þess sé á einhvern máta komin undir skapsmunum og jafnvel dyntum Davíðs Oddssonar í baráttu hans við götustrákana. Kannski er það óréttmætt. En þannig er það. Þegar maður hættir í pólitík dugir ekki að skipa sjálfan sig í embætti einhvers konar yfirráð- herra. Hundraðogellefta meðferð á þingmönnum Björn Bjarnason hefur hins vegar ennþá eiginlega ráðherranafnbót, og mun óhætt að segja að hann sitji ekki auðum höndum. Hann hefur nú afrekað að hrekja úr embætti virtan lögreglustjóra fyrir engar sakir og jafnframt staðið fyrir einhverri einkennileg- ustu sneypuför sem íslenskir þingmenn hafa farið síðan Árni frá Múla fann ekki Ameríku. Hópur íslenskra þingmanna var sendur til Brussel þeirra erinda að safna neium við þeirri uppástungu Björns að Íslendingar gætu tekið upp evru án aðildar að Evrópu- sambandinu. Svarið lá að vísu löngu fyrir en hópurinn þrammaði svipugöngin þrautseigur og ámóta gæfulegur og Njálssynir í sinni liðsbón á Alþingi – þar til meira að segja Illugi Gunnarsson lét hafa eftir sér að sennilega væri svarið nei og var vísað til 111. greinar Maastricht-sáttmálans, sem einhver fróður maður hefði nú kannski getað sagt Birni bara frá. Reyndar sagði Illugi að 111. greinin væri „túlkuð þröngt“, en við munum eftir því davíðska orðalagi í umræðunum um synjunarvald forsetans og það hvort virða beri stjórnarskrá landsins: sjálfstæðismenn tala um að eitthvað sé „túlkað þröngt“ þegar þeir vilja ekki fara að lögum. En þessa hundraðogellefta meðferð á íslenskum þingmönnum hafði það eitt í för með sér að íslenskum ráðamönnum tókst að koma því á framfæri við umheim- inn að þeir hefðu ekki trú á íslensku krónunni sjálfir. Og hún féll og hún féll og hún féll. Og féll. Var það ekki í Bréfi til Láru sem Þórbergur talaði um „baráttuna gegn veruleikanum“? Þannig virka þeir stundum á mann, Davíð-istarnir. Sjálfur neitar foringinn að horfast í augu við skipbrot peningastefnunnar í landinu og heldur áfram að hækka vexti í þeirri von að það „virki kannski núna“; Illugi Gunnarsson er sendur til að bera upp spurning- ar sem öll þjóðin veit svarið við – nema Björn Bjarnason – í þeirri von að „svarið verði annað núna“. Og á meðan lögregluembættin í raunverulega veruleikanum emja undan fjársvelti svo öryggi er ógnað telur Björn Bjarnason að næsta mál á dagskrá sé að stofna leyniþjónustu. Kannski heldur hann að Bin Laden hafist við uppi á Kili. Hann er a.m.k. í „stríðinu gegn hryðjuverkum“ og vill ólmur hlera: munum að þetta er maður- inn sem telur að réttlætanlegt hafi verið að hlera á sínum tíma símann hjá Kjartani Ólafssyni og Finnboga Rúti, Arnari og Þórhildi, Úlfi Hjörvar og öðru sómafólki – okkur er ætlað að eiga það undir dómgreind hans hvar mannrétt- indabrotin verða næst. Baráttan gegn veruleikanum GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Í DAG | Ráðherrarnir Davíð og Björn E llefu hundruð fyrirtæki verða gjaldþrota á árinu, reyn- ist spár Creditinfo réttar, sem er um 65 prósenta aukn- ing frá síðasta ári. Þá er ótalinn sá fjöldi einstaklinga sem mun ekki ráða við samdráttinn. Það er raunar svo að bjartsýnisraddirnar eru orðnar fáar og fjarlægar, og þeir sem á vormánuðum reyndu að draga í efa þungar spár Seðlabanka og fleiri um dimmar framtíðarhorfur eru nú þagn- aðir. Eins og sjá má í Fréttablaðinu í dag er almenningur mjög ugg- andi yfir ástandinu og sjá ekki hverjar aðgerðir ríkisstjórnar- innar eru til aðstoðar. Bæði forsætisráðherra og fjármála- ráðherra hafa gefið í skyn að fjárlögin, sem kynnt verða á miðvikudag, verði þannig úr garði gerð að íslenska ríki verði rekið með þó nokkrum halla, til að vega upp á móti samdrætti. Þannig verði lítið eða ekkert dregið úr opinberum framkvæmd- um, sem ætti að koma framkvæmdafyrirtækjum til góða; þeim fyrirtækjum sem eiga hvað helst undir högg að sækja nú. Það er þrennt sem þarf að hafa áhyggjur af; vextir, gengis- þróun og verðbólga. Vextir eru það háir að einstaklingar og fyrirtæki geta ekki staðið undir þeim, en verða samt sem áður að þiggja lán á þeim vöxtum sem bjóðast. Nú er það orðið að keppni við tímann að reynast nógu burðugur aðeins lengur til að hreinlega lifa af þangað til þessir háu vextir fara loks að bíta á verðbólguna, þannig að Seðlabankinn geti farið að lækka stýri- vextina. Þrátt fyrir að vextir yrðu lækkaðir hið snarasta myndi það ekki duga til fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Bankarnir þurfa að komast í þá stöðu að geta veitt lán, bæði í íslenskum krónum og erlendri mynt; vera nógu traustir til að geta verið bakhjarl- ar atvinnulífsins. Við það bætist að gjaldeyrisskortur blasir við, eins og kom fram í fréttum í gær, ef blessuð krónan fer ekki að styrkjast. Eins og langflestir hafa orðið varir við hafa lán í erlendum gjaldmiðlum hækkað mikið, enda hefur gengisvísitalan aldrei verið eins há, frá því hún var skráð 100 árið 1991. Krónan sekkur bara og sekkur og enginn virðist vita hvernig snúa eigi þeirri þróun við. Ræður forsætisráðherra og aðrar tilkynningar hafa hingað til haft skammgóðan vermi. Gengið hefur styrkst í einn dag eða tvo og svo sokkið aftur. Það þarf því að vera hreint út sagt mögnuð stefnuræða forsætisráðherra á fimmtudag til að hafa þau áhrif að krónan styrkist til langframa. Eða þá að sjá það að krónan er bara of veikur gjaldmiðill og hefja aðgerðir til að taka upp nýja mynt sem kyndir ekki verðbólgubálið þegar eitthvað bjátar á í efnahagslífinu. Forsætisráðherra sagðist reyndar í gær ekki geta svarað því hvort þyrfti sérstakar aðgerðir eða inngrip til að styrkja krónuna. Ef staða krónunnar nú og áhrif hennar gefa ekki til kynna að einhverra aðgerða sé þörf, má spyrja í hversu vond mál krónan þarf að vera komin til að forsætisráðherra telji að aðgerða sé þörf? Vextir, gengisþróun og verðbólga: Gjaldmiðill í andarslitrunum SVANBORG SIGMARSDÓTTIR SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.