Fréttablaðið - 29.09.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 29.09.2008, Blaðsíða 34
 29. SEPTEMBER 2008 MÁNUDAGUR● fréttablaðið ● útivist4 ● Haustferðir eru fyrir mörgu úti- vistarfólki nauðsynlegur þáttur í ferðaárinu. Ferðafélagið Útivist býður til dæmis upp á sérstaka haustferð 17. til 19. október þar sem farið verður í Strút á Mæli- fellssandi. Á síðu Útivistar segir að haustið sé tími uppskeru, ný- metis og villibráðar en að það sé líka notalegt að dvelja á fjöllum í haustkyrrðinni. Í haustferð Útivistar bjóðast til dæmis gönguferðir í nágrenni skálans við Strút. Þá verður haustið meginþema í fjölbreyttu hlaðborði á laugardagskvöldinu þar sem þátttakendur koma sjálfir með mat á hlaðborðið til að fagna vetrarbyrjun. Nánari upplýsingar má nálg- ast á slóðinni utivist.is. ● HÖNNUN BAKPOKA HEFUR ÞRÓAST MIKIÐ síðastliðin ár. Segja má að almennt séu bakpokar nú léttari en áður auk þess sem ýmiss konar nýjungar hafa rutt sér til rúms. Innfelldar dýnur sem teknar eru af bakpokanum og notaðar sem undirlag í tjöld eru þar á meðal. Reyndir fjallamenn leggja áherslu á að bakpokar séu sterkir og einfaldir. Aukahólf og vasar koma sér oft vel. Huga skal sérstak- lega að því að bakpokinn sé rétt stilltur fyrir not- andann. Þungi pokans á að sitja á mjöðmum göngumannsins en ekki hanga á öxlum hans. Velja þarf bakpoka sem hentar hverri ferð. Minni dagpokar eru hentugir í dagsferðir. Þá eru til bakpokar sem eru sérstaklega ætlaðir fyrir klifur. Þeir eru þannig útbúnir að þá má minnka með því að draga þá saman eða jafnvel taka af þeim efri hlutann, sem þá er stungið ofan í pokann. Til eru sérstakar regnhlífar á bak- pokana en ágæt regla er að setja alltaf það sem alls ekki má blotna í plastpoka ofan í bakpokann. Sigurður Benedikt Björnsson stöðvarstjóri hefur farið á gæs og rjúpu samfleytt í aldarfjórð- ung. Hann segist vera veiði- maður í eðli sínu. „Þetta er tímafrekt áhugamál. Það er erfitt að gera áætlan- ir fram í tímann og menn þurfa að vera reiðbúnir að stökkva til þegar tækifærið gefst,“ segir Sig- urður Benedikt Björnsson, stöðv- arstjóri hjá malbikunarstöðinni Hlaðbæ Colas í Hafnarfirði. Sig- urður hefur farið á gæsaveiðar á hverju ári síðan 1984 og segir ekk- ert vera farið að slá í brennandi áhugann. „Ég var alinn upp við veiðiskap. Faðir minn veiddi bæði á stöng og byssu, og áhuginn var því til staðar snemma í mínu til- viki. Ég er samt á þeirri skoðun að það sé ekki uppeldið sem gerir það að verkum að sumir verða að veiðimönnum og aðrir ekki. Ég held að veiðimennskan sé í blóð- inu. Eitthvert innra eðli hvers og eins ræður því hvort menn verða að veiðimönnum eða ekki,“ segir Sigurður. Gæsaveiðitímabilið hófst í lok ágúst og stendur fram í mars. Sigurður segir veðurfarið skipta gríðarlega miklu máli um afdrif heilu tímabilanna. „Mikil rigning hefur gert það að verkum að síð- ustu tvö tímabil hafa verið hund- leiðinleg fyrir veiðimenn á Suður- landi. Ástandið hefur verið skárra á Norður- og Austurlandi, og þess vegna hef ég farið í ferðir þangað til að skjóta. Veðurfarið skiptir öllu. Síðustu fimmtán árin eða svo hefur verið lítið sem ekkert nætur- frost í upphafi tímabils. Frostið sér um að halda berjunum góðum fyrir gæsirnar, og þegar þess nýtur ekki við fækkar eðlilega valkostunum.“ Sigurður segir sífellt algengara að jarðir séu leigðar út fyrir stór- fé til gæsaskyttna. „Það er orðið afar óalgengt að maður sé kannski að keyra og sjái gæs, banki upp á hjá bóndanum og fái leyfi til að skjóta. Þetta er meira og minna í útleigu. Bændurnir vilja hámarka arðinn af jörðum sínum, og ég sé svo sem ekkert að því,“ segir Sigurður. - kg Stökkva til þegar færi gefst haustferðir Sigurður segir erfitt að gera áætlanir fram í tímann þegar kemur að gæsaveiðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Skútuvogi 6 • Sími 568 6755 PORCELANOSA fl ísar fyrir vandláta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.