Fréttablaðið - 29.09.2008, Side 14

Fréttablaðið - 29.09.2008, Side 14
14 29. september 2008 MÁNUDAGUR UMRÆÐAN Ragnar H. Hall skrifar um Hafskipsmálið Í sjónvarpsþættinum Silfri Egils 21. september sl. var rætt við ungan sagnfræðing um nýút- komna samantekt sem hann nefnir Afdrif Hafskips í boði hins opinbera. Með þessu greinarkorni verður þess freistað að varpa ljósi á tvö mikilvæg atriði sem margoft hafa verið rangfærð í umræðu um gjaldþrot Hafskips hf. á undanförnum árum og enn var fjallað um á villandi hátt í nefndum sjónvarpsþætti. Var Hafskip hf. gjaldfært félag? Hafskip hf. fékk heimild til greiðslustöðvunar í þrjá mánuði 18. nóvember 1985. Viðleitni stjórnenda félagsins til að koma nýrri skipan á fjárhag þess bar ekki árangur, og óskaði stjórn félagsins eftir gjaldþrotaskiptum á búi þess 6. desember sama ár, eða þegar greiðslustöðvun hafði staðið í 18 daga. Meðan greiðslu- stöðvunin stóð hafði eitt skip félagsins verið kyrrsett í erlendri höfn og líkur voru á því að sömu örlög biðu annarra skipa þess. Stjórnendur félagsins gáfust með öðrum orðum upp á verkefninu við þessar aðstæður. Við upphaf skiptameðferðar á búinu var ekkert handbært fé hjá félaginu. Viðurkenndar kröfur á búið voru samtals að fjárhæð 1.359 milljónir króna, sem var gífurleg fjárhæð á þessum tíma, og félagið hafði hvergi aðgang að lánsfé. Að auki var félagið með dóttur félög erlendis, í Bret- landi, Hollandi, Þýskalandi, Danmörku og Banda ríkjunum og þau voru hvert á fætur öðru tekin til gjald- þrotaskipta í þessum ríkjum. Mat stjórnenda Hafskips hf. að gjald- þrotaskipti á búi félagsins væru óumflýjanleg var því augljóslega rétt. Úthlutun úr þrotabúi Hafskips hf. Ein af „röksemdum“ fyrir því að Hafskip hf. hafi alls ekki verið gjaldþrota í raun er sú að úthlut- un úr búinu hafi verið óvenjulega há – kröfuhafar hafi fengið miklu meira upp í kröfur sínar en algengt sé hér á landi. Ég tel rétt að nefna hér fáein atriði í því sambandi. Frumvarp til úthlutunar úr þrotabúi Hafskips hf. var tekið til umfjöllunar og samþykkt á skiptafundi í þrotabúinu 29. júní 1989 eða um 3½ ári eftir upphaf skipta. Úthlutun upp í kröfur var þannig: Heildarfjárhæð til úthlutunar var 899,7 m.kr. Skiptastjórn, þ. m. t. málskostn- aður og vinnulaun starfsmanna búsins, var samtals 76,1 m.kr. Upp í veðkröfur Útvegsbanka Íslands voru greiddar 251,8 m.kr. Aðrar veðkröfur sem greiddust voru samtals 3,4 m.kr. Forgangskröfur greiddust að fullu með 32,5 m.kr. Upp í almennar kröfur greidd- ust 535,9 m.kr. Viðurkenndar almennar kröfur námu samtals 1.071,3 milljónum króna. Úthlutun upp í þær varð því 50,03%. Upp í eftirstæðar kröfur, þ. e. vexti og kostnað sem fallið hefur á kröfur eftir upphafsdag skipta, greiddist ekkert. Rétt er að taka fram að á þess- um tíma átti enn eftir að inn- heimta lítið eitt af eignum bús- ins, þannig að kröfuhafar fengu lítils háttar viðbót síðar. Varðandi hátt hlutfall greiðslu upp í almennar kröfur er rétt að benda á eftirfarandi: Allar kröfur á hendur þrotabúi falla í gjalddaga á þeim tíma sem úrskurður um gjaldþrotaskipti er kveðinn upp, án tillits til umsaminna gjaldfresta. Þetta þýðir að kröfurnar bera allar dráttarvexti frá og með sama degi, en þeir vextir og kostnaður sem við bætist eftir þetta tíma- mark verða ekki hluti af almennri kröfu eða forgangskröfu við úthlutun úr búinu. Þeir verða eft- irstæðar kröfur, og upp í þær greiðist því aðeins eitthvað að allar almennar kröfur greiðist að fullu. Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar úthlutun úr þrotabúi Hafskips hf. er metin, sérstak- lega vegna þess að skiptin fóru fram á miklum verðbólgutímum hér á landi og vextir og verð- bætur voru þá til mikilla muna hærri en síðar hefur orðið. Þannig er ljóst að krafa að fjár- hæð 100 krónur á gjalddaga 6. desember 1985 (þegar bú Haf- skips hf. var tekið til gjaldþrota- skipta) hefði með dráttarvöxtum verið orðin rúmlega 300 krónur 29. júní 1989, þegar úthlutað var úr búinu. Upp í hana hefðu feng- ist 50 krónur við úthlutunina, þ. e. 1/6 hluti uppreiknaðrar kröfu. Ef sama krafa væri framreikn- uð með öðrum hætti, t. d. láns- kjaravísitölu, væri hækkun henn- ar minni – raungildi úthlut unar innar hefði þá verið rétt rúmlega 27%. Framangreint sést einnig glögglega af því, að vaxtatekjur þrotabúsins voru samtals um 240 milljón krónur – tekjur sem sköp- uðust vegna ávöxtunar á eignum búsins eftir upphaf skiptanna. Sú fjárhæð öll er hluti þess sem greitt var upp í almennar kröfur. Ef sú fjárhæð væri tekin út úr uppgjörinu hefði úthlutunin verið 27,6%. Loks ber að hafa eftirtalin atriði sérstaklega í huga, þegar úthlutunin er virt: 1. Hafskip hf. var með rekstur í mörgum dótturfélögum erlendis, sem gerð voru upp sérstaklega á hverjum stað. Kröfur sem stofn- að var til hjá þeim félögum án atbeina móðurfélagsins voru verulegar en komu ekki inn í skiptin hér á landi. 2. Margar verulega háar fjár- kröfur komust ekki að við skiptin vegna þess að þeim var lýst of seint í þrotabúið. 3. Verulegur hluti söluverðs eigna þrotabúsins hér á landi fékkst fyrir ófjárhagsleg verðmæti sem kröfuhafar hefðu aldrei getað náð fullnustu úr meðan rekstri félagsins var haldið áfram. 4. Umtalsverðar eignir voru dregnar undir skiptin með mál- sóknum skiptastjóra, sem ekki hefði náðst til með öðrum hætti en gjaldþrotaskiptum. Af framangreindu ætti að vera ljóst að gjaldþrotaskipti á búi Hafskips hf. voru óumflýjanleg og að kröfuhafar félagsins töp- uðu mjög miklum peningum vegna gjaldþrotsins. Jafnframt sakar ekki að hér komi fram, að í skýrslutökum fyrir skiptarétti Reykjavíkur um ástæður gjald- þrotsins gerðu stjórnendur Haf- skips ítarlega grein fyrir þeim erfiðleikum sem steðjað hefðu að rekstri félagsins og leiddu til stöðvunar á rekstri þess. Þar kom hins vegar aldrei fram þau við- horf að félagið hafi ekki verið gjaldþrota í reynd eða að aðrir aðilar hefðu stuðlað að gjaldþrot- inu með óeðlilegum afskiptum. Höfundur er lögmaður og fyrrverandi skiptaráðandi í Reykjavík. Þrotabú Hafskips – hvað var greitt upp í kröfur? UMRÆÐAN Özur Lárusson skrifar um endurnýjun bifreiða Danir eru farnir að kalla bílaflotann sinn, stærsta bílakirkjugarð Evr- ópu. Þá er ekki átt við að heilu akrarnir séu undir- lagðir fyrir gamla og ónýta bíla heldur eru þeir allir í umferð en bílafloti Dana hefur lengi þótt úrsérgenginn. Með nýlegum regl- um um vörugjöld og skráningar- gjöld á bílum stefnir í algjört óefni að sögn neytendafélag í Danmörku og þeirra sem starfa í bílgrein- inni. Gamlir og úr sér gengnir bílar eru alltof margir í umferðinni sem bæði skapa mikla hættu fyrir veg- farendur og þá sem í þeim ferðast þar sem allir slitfletir og öryggis- búnaður er slitinn og af skornum skammti. Þessir bílar eru með litlar sem engar mengunarvarnir og losa ótæpilega af óæskilegum lofteg- undum útí andrúmsloftið. Er tekið svo stórt til orða í danska bílablaðinu Motor magasin- et að það þurfi enginn að vera í vafa um að það stefni í algjört óefni þar sem ástand bílaflotans versni með degi hverjum og um ógn sé að ræða bæði gagnvart umhverfinu og umferðaröryggi. Danska skoðunarstöðin Applus Bilsyn gerði úttekt á 500.000 bílum sem teknir voru til skoðunar er sýndi frammá hve bilanatíðni eykst með ári hverju. Svo tekið sé dæmi af bremsukerfi samkvæmt þessari rannsókn þá bilar það í 3% tilfella í bílum undir 5 ára aldri en í 30% tilfella í bílum sem eru orðnir 10 ára. Gerðar voru athuga- semdir við burðarvirki bíla undir 5 ára aldri í 2% tilfella en í 31% tilfella í bílum sem náð höfðu 10 ára aldri. Komið hafa fram hugmyndir um að hækka þær greiðslur sem bíl- eigendur fá þegar bílnum er skil- að inn til endurvinnslu og er lagt til að sú upphæð verði ekki lægri en Dkr. 10.000. Þannig sé kominn hvati fyrir fólk að henda úr sér gengnum bílum. Þetta eru atriðið sem stjórnvöld hér á landi ættu að hafa í huga nú þegar ýmsar hugmyndir eru á lofti um breytingar á gjaldakerfi á bílum og eldsneyti. Með því að setja óhóflegar álögur á einkabílinn leiðir það til þess að fólk hefur ekki ráð á því að endurnýja fjölskyldubílinn. Þegar talað er um fjölskyldubílinn verður líka að hafa í huga að þarfir fólks eru mis- munandi, sumar fjölskyldur eru það stórar að nauðsynlegt er fyrir þær að eiga bíl sem uppfyllir kröf- ur um pláss sem og fólk í dreifbýli sem í mörgum tilfellum þarf að eiga öflugri bíla en þeir sem búa á mölinni. Með því að hækka vöru- gjöld á bílum sem fyrrgreindir hópar þurfa að eiga er verið að mismuna fólki. Einnig ber að var- ast það að hafa slík vörugjalda- kerfi í mörgum þrepum. Í dag eru meginflokkarnir tveir þ.e. 30 og 45% vörugjöld sem leggjast ofan á innkaupsverð bifreiðar. Þrátt fyrir það hafa margir séð sér leik á borði og flutt inn bíla á röngum reikningum og komist upp með það. Of margir flokkar vörugjalda og háar álögur ýta undir það að óprúttnir aðilar nýti sér göt í kerf- inu, ásamt því að skapa óþarfa vinnu og kostnað bæði fyrir opin- berar stofnanir sem og þau fyrir- tæki sem stunda innflutning á bif- reiðum. Umbuna á fólki í þéttbýli sem ferðast innanbæjar á svokölluðum visthæfum bílum eins og Reykja- víkurborg gerir með fríum bíla- stæðum fyrir bíla sem uppfylla ákveðnar kröfur um eldneytis- eyðslu og losun á CO 2 . Slíkar bif- reiðar ættu að vera án vörugjalda en það yrði til þess að fólk í þétt- býli myndi skoða þann kost sem innanbæjarbíl eða sem annan bíl á heimili. Meðalaldur einkabílsins hér á landi er 9,5 ár sem er mikið og ekki viljum við lenda í þeirri stöðu eins og stefnir í hjá Dönum eða algjört óefni! Höfundur er framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Viljum við stærsta bíla- kirkjugarð í Evrópu? RAGNAR H HALL ÖZUR LÁRUSSON Af framangreindu ætti að vera ljóst að gjaldþrotaskipti á búi Hafskips hf. voru óumflýjanleg og að kröfuhafar félagsins töp- uðu mjög miklum peningum vegna gjaldþrotsins. Miðvikudagur 1. október kl. 11.45 Nýtum tækifærið! Þórlindur Kjartansson, formaður SUS, og Teitur Björn Einarsson, varaformaður SUS, kynna afrakstur nýliðins milliþings SUS og hugmyndir ungra sjálfstæðismanna um mál sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins ættu að setja á oddinn, á opnum fundi í Valhöll. Ungir sjálfstæðismenn halda fundinn og fundarstjóri er Sigríður Dís Guðjónsdóttir, stjórnarmaður í SUS. Miðviku- og fimmtudagur 1. og 2. okt. kl. 18-21 Stjórnmál skipta máli - Stjórnmálanámskeið fyrir ungt fólk Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ásamt nokkrum valinkunnum Heimdellingum, eru framsögumenn á stjórnmálanámskeiði fyrir ungt fólk sem haldið verður í sal 2 í Valhöll. Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokksins og Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, standa að námskeiðinu og námskeiðsstjóri er Fanney Birna Jónsdóttir, formaður Heimdallar. Áhugasamir vinsamlega skrái sig með því að senda tölvupóst á disa@xd.is Sunnudagur 5. október kl. 10.30-18.00 Haustferð reykvískra sjálf- stæðismanna að Skógum Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík efna til hinnar árlegu haustferðar sjálfstæðisfélaganna í Reykja- vík. Að þessu sinni er ferðinni heitið að Skógum. Boðið verður upp á morgunkaffi fyrir brottför en lagt verður af stað frá Valhöll. Geir H. Haarde og Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, ávarpa ferðalanga. Með í förinni verða Árni Johnsen og Kjartan Ólafsson, alþingismenn Suðurkjördæmis. Vinsamlega skráið þátttöku í síma 515 1700 fyrir kl. 17.00 næstkomandi föstudag. Allir hjartanlega velkomnir. Verð 1000 kr. Nánari upplýsingar um fundina og flokksstarfið má finna á heimasíðu flokksins, www.xd.is eða í síma 515-1700. Tölum saman Fjölmargir opnir fundir eru á vegum Sjálfstæðisflokksins í viku hverri. Á þessa fundi eru allir velkomnir.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.