Fréttablaðið - 29.09.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.09.2008, Blaðsíða 2
2 29. september 2008 MÁNUDAGUR SLYS Alvarlegt umferðarslys átti sér stað á mótum Hringbrautar og Miklubrautar klukkan hálffjögur aðfaranótt sunnudags. Karlmaður á þrítugsaldri liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans eftir slysið, en hann var farþegi í bifreið sem ekið var austur eftir Miklubraut. Maðurinn gekkst undir aðgerð stuttu eftir slysið, en er haldið sofandi í öndunarvél. Fjórir aðrir voru í bílnum og sluppu með minniháttar áverka, en ökumaður bifreiðarinnar missti stjórn á bílnum með þeim afleið- ingum að bíllinn lenti á stálgrind- verki á umferðareyju. Málið er í rannsókn, en ekki liggur fyrir hvað olli slysinu. - ag Karlmaður þungt haldinn: Alvarlegt umferðarslys LÖGGÆSLUMÁL Valgerður Sverris- dóttir, þingmaður Framsóknar- flokksins og fyrrverandi utan- ríkisráðherra, segist telja að sjálfstæðismenn hafi lengi haft áform um að bola Jóhanni R. Benediktssyni, fráfarandi lög- reglustjóra, frá embætti. Í þeim tilgangi hafi þeir látið vera að mæta fjárhagsvanda embættis- ins. Valgerður var yfirmaður Jóhanns þegar hann var sýslu- maður á Kefla- víkurflugvelli fyrir samein- ingu lögreglu- embættanna sem tók gildi 1. janúar 2007. „Þegar ég var utanríkisráð- herra var verið að ræða að fá aukafjárveit- ingu til þess að klippa á skulda- hala embættis- ins og það virt- ist vera nokkur samstaða um það,“ segir hún. „En svo allt í einu komu skilaboð að ofan, ég veit ekki alveg hvað- an, um að slíkt skyldi ekki gert. Svona eftir á að hyggja datt mér í hug að ástæðan hefði verið sú að þeir (sjálfstæðismenn) hefðu skipulagt frá upphafi að losa sig við Jóhann og þess vegna ekkert verið að bæta stöðu hans.“ Lögreglustjórafélag Íslands lýsir hins vegar yfir eindregnum og óskoruðum stuðningi við dóms- málaráðherra og starfsmenn dómsmálaráðuneytisins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í gær. Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri sendi einnig frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann undrast framgöngu Jóhanns í fjöl- miðlum síðustu daga. Enn fremur segir þar: „Skipulagsbreytingar hafa reynt á hæfni og getu yfir- manna og hafa þeir sýnt festu og áræðni til að ná settum markmið- um. Um þetta hefur verið sam- staða meðal allra lögreglustjóra. Einn úr hópnum kýs nú að fara aðra leið. Það er hans val.“ Aðspurð um viðbrögð Lögreglu- stjórafélagsins segir Valgerður: „Það er náttúrlega svo að Sjálf- stæðisflokkurinn er búinn að raða gjörsamlega inn í þetta kerfi og alveg upp í Hæstarétt, svo að menn verða náttúrlega að standa réttu megin við línuna þegar svona mál koma upp.“ „Ég skil vel þá stöðu sem þeir (lögreglustjórar) eru í og ég óska bara mínum gömlu og góðu starfs- bræðrum velfarnaðar,“ segir Jóhann um yfirlýsingu félagsins. Spurður um viðbrögð dómsmála- ráðherra í Fréttablaðinu í gær og yfirlýsingu ríkislögreglustjóra segir hann: „Ég hef útskýrt mín sjónarmið og hef engu við þau að bæta.“ jse@frettabladid.is Segir löngu áformað að losna við Jóhann Valgerður Sverrisdóttir segist telja að sjálfstæðismenn hafi áformað að koma Jó- hanni R. Benediktssyni, fyrrverandi undirmanni sínum, úr embætti. Lögreglu- stjórar styðja dómsmálaráðherra. Ríkislögreglustjóri gagnrýnir Jóhann R. HARALDUR JOHANNESSEN JÓHANN R. BENEDIKTSSON FYRRVERANDI UTANRÍKISRÁÐHERRA Valgerður Sverrisdóttir segist telja að sjálfstæðis- menn hafi lengi haft áform um að bola Jóhanni R. frá embætti. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Jóhannes, er þetta ekki skandall? „Jú, Kompás þyrfti að kanna málið.“ Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóri Kompáss, sagði frá því í viðtali við Fréttablaðið að hann hefði verið rekinn úr skóla þrettán ára. MENNING Kvikmyndaframleiðand- inn Harrison Bohrman vinnur nú að heimildamynd um Bobby Fischer þar sem meðal annars verður leitast við að svara þeirri spurningu hvar erfðaréttur eftir hann eigi að falla. „Ég tel að ýmsu sé ósvarað í þeim efnum,“ segir Bohrmann. Hann segist ekki geta sagt til um hvenær myndin verði tilbúin. „Ég er eiginlega þriðja kynslóð- in í minni ætt sem er upptekin og heilluð af Fischer,“ bætir hann við. „Faðir minn, David, fór til Íslands sem fréttamaður fyrir Channel 9 News í heimsmeistara- einvíginu við Spassky árið 1972. Stan, afi minn, var þá á sömu stöð og sagði frá einvíginu heima í Kaliforníu. Þess má til gamans geta að Fischer, sem oft kvartaði yfir óhljóðum meðan á einvíginu stóð, lét föður minn eitt skiptið heyra það þegar hann var að taka utan af sælgætismola. En afi minn fjallaði einnig um Fischer á sínum fjölmiðlaferli.“ Þess má geta að David, faðir Harrisons, er stjórnarmaður í CNN-fréttastöðinni og hefur nú umsjón með umfjöllun stöðvar- innar um forsetaslaginn þar í landi. Stan, afi Harrisons, stjórn- aði spjallþætti með Maríu Cole, ekkju Nat King Cole. Harrison kemur hingað til lands á morgun en heimildarmynd hans Bomb It verður sýnd á Kvikmyndahátíð Reykjavíkur sem nú fer fram. - jse Kvikmyndaframleiðandi af frægri fjölmiðlaætt: Gerir heimildarmynd um Fischer HARRISON BOHRMAN Faðir Harrisons fylgdist með einvíginu árið 1972 fyrir sjónvarpsstöð í Los Angeles. SLYS Kona á þrítugsaldri lenti ofan í gili eftir að hún missti stjórn á fjórhjóli sem hún ók á Nesjavallaleið í gær. Tvær konur voru á hjólinu þegar þær komu að gilsbrún í Foldadal og snögghemluðu. Við það féll önnur konan af hjólinu og rann nokkra metra ofan í gil þar sem hún skorðaðist á milli steina. Fjórhjólið valt einnig niður gilið og lenti á konunni með þeim afleiðingum að hún hlaut áverka á brjóstholi. Hin konan slapp með minniháttar meiðsl en slökkvilið var kallað til auk þess sem björgunarsveitarmenn úr Ársæli komu til aðstoðar. - ag Slys á Nesjavallaleið: Féll af fjórhjóli niður í gil SÚDAN, AP Súdanskir hermenn og átta menn frá Tsjad sem tóku þátt í að ræna hópi evrópskra ferðamanna áttu í æsilegum eltingarleik um eyðimörkina í gær sem lyktaði með skotbar- daga. Allir mannræningjarnir utan tveir voru felldir. Hinir tveir sögðu minnst 35 vopnaða menn gæta gíslanna á tilteknum stað í Tsjad. Þetta uppýsti talsmaður Súdanshers í gær. Ellefu ferðamenn og átta egypskir fylgdarmenn þeirra voru teknir til fanga af mannræn- ingjum í eyðimörkinni syðst í Egyptalandi fyrir viku. Að því er virðist var farið með þá til svæðisins þar sem landamæri Egyptalands, Súdans, Tsjad og Líbýu mætast. - aa Eltingarleikur í eyðimörkinni: Meintir mann- ræningjar felldir GÍSLATAKA Ferðamenn skoða forn- egypsk hof í Philae við Aswan í S-Egyptalandi. Evrópskum ferðamanna- hópi var rænt í eyðimörkinni fyrir viku. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, AP Þýski utanríkisráðherrann Frank-Walter Steinmeier fagnaði í gær nýrri ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um kjarnorkumál Írans og sagði hana til marks um samstöðu alþjóðasamfé- lagsins. Hann hvatti Írans- stjórn til að gefa „kjarnorku- ævintýri“ upp á bátinn. Öryggisráðið samþykkti samhljóða nýja ályktun á laugardag þar sem ákveðið er að halda áfram þeim refsiaðgerðum sem áður hafði verið komið á gagnvart Írönum fyrir að neita að hætta auðgun úrans. Auk þess er Írönum boðinn ýmis ávinningur af því að sýna fullan samstarfsvilja. Árlegt allsherjarþing SÞ stendur nú yfir í höfuðstöðvum samtakanna í New York. - aa Kjarnorkumál Írans: Samstaða um refsiaðgerðir FRANK-WALTER STEINMEIER EFNAHAGSMÁL Stærri lífeyrissjóðir á almenna markaðnum hafa nú þegar tekið stöðu með krónunni í gjaldeyrisskiptasamningum, að mati Gunnar Páls Pálssonar, for- manns stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna og stjórnarmanns í lífeyrisnefnd ASÍ. Í sama streng tekur Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Þetta hafi staðið yfir allt síðan í vor. Sjóðirnir hafi því verið „töluvert á undan þeim þingmönnum [Helga Hjörvari og Steingrími J. Sigfús- syni] sem viðrað hafa þessa skoð- un sína um tilflutning erlendra eigna,“ segir Hrafn. Gunnar Páll telur að brátt verði komið að endimörkum þessara til- flutninga. „Að því er manni skilst eru þeir meira og minna búnir að flytja fjármunina til landsins,“ segir Gunnar Páll. En geta lífeyrissjóð- irnir þá beitt sér að einhverju leyti til að bæta efnahag þjóðarinnar? „Það er ekkert annað sem okkur hefur dottið í hug, nema að þegar botninum verður náð er gott tæki- færi að kaupa hlutabréf,“ segir Gunnar Páll. Um þetta segir Hrafn: „Ein- hverntíma verður botninum náð og þá taka menn spyrnuna.“ - kóþ Lífeyrissjóðirnir bíða þess að botninum verði náð í efnahagsþrengingum: Voru á undan þingmönnum GUNNAR PÁLL PÁLSSON HRAFN MAGNÚSSON Lífeyrissjóðir hafa lánað sautján milljarða Lífeyrissjóðir lánuðu til íbúðakaupa fyrir eina sautján milljarða fyrstu sjö mánuði ársins, að sögn Hrafns Magnússonar, framkvæmdastjóra Landssam- taka lífeyrissjóða. Hann segir þessi útlán lífeyrissjóða hafa aukist mikið og jafnist þeir nú á við hálfan Íbúðalánasjóð að þessu leyti. „Það vill oft gleymast að lífeyrissjóðirnir lána alveg geysilega mikið til sjóð- félaga sinna,“ segir Hrafn. Þetta hafi eflaust haft einhver áhrif á íbúðamark- aðinn. Krefjast lausnargjalds Talsmaður sómalskra sjóræningja tjáði AP-fréttastofunni í gær að samtök hans krefðust 20 milljóna Bandaríkjadala, andvirði um 185 milljóna króna, í lausnargjald fyrir úkraínskt flutningaskip hlaðið rúss- neskum skriðdrekum sem ætlaðir voru Keníaher. Bandarískt herskip var á eftirlitssiglingu undan strönd Sómalíu í gær og rússneskt herskip er á leiðinni þangað. SÓMALÍA SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.