Fréttablaðið - 29.09.2008, Side 40
● ekvador
Jacchigua-dansflokkurinn leggur
áherslu á litríkar fjölskyldusýningar.
Félagar úr dansflokknum munu koma
fram á kynningu í Vetrargarðinum í
Smáralind. MYND/JACCHIGUA
Kynning verður haldin á menningar-
hátíðinni Ekvador: Suður-
amerísk menningarhátíð í Kópa-
vogi, í Vetrar garðinum í Smára-
lind næstkomandi sunnudag, 5.
október. Hefst kynningin klukkan
þrjú og þar koma meðal ann-
arra fram félagar úr ekvadorska
dansflokknum Jacchigua, Skóla-
kór Kársness syngur lög frá Suður-
Ameríku og Skólahljómsveit Kópa-
vogs flytur taktfasta hljóma frá
þessum heimshluta.
Kynning hátíð-
ar í Vetrargarði
Miðbaugurinn í Ekvador er kyrfilega
merktur með bautasteini.
Landið Ekvador dregur nafn sitt af
spænska orðinu yfir miðbaug, en
hann liggur um landið.
Ekvador er ríki í norðvestan-
verðri Suður-Ameríku. Hluti þess
er í Andesfjöllum og Amasónlægð-
inni. Kólumbía er í norðri, Perú
í austri og suðri og Kyrrahafið í
vestri. Galapagoseyjar tilheyra
Ekvador en þær eru rómaðar fyrir
einstakt náttúrulíf.
Landið er frekar lítið á mæli-
kvarða ríkja í Suður-Ameríku. Höf-
uðborgin er Quito í Andesfjöllum í
miðnorðurhluta landsins. Flest lönd
sem miðbaugur liggur um eru í
Afríku, alls sjö. Fjögur þeirra eru í
Asíu og þrjú eru í Suður-Ameríku.
Mun heitara er við miðbaug, eins
og við er að búast, en auk þess er
úrkoman þar töluvert meiri en hér
á Íslandi. Hitabeltisloftslag ríkir
víðast hvar og árið skiptist í regn-
og þurrkatímabil. Borgirnar Bóg-
óta og Quito skera sig þó úr en þar
er meðalhitinn 13-14 °C.
Dregur nafnið
af miðbaugi
12
ÍS
L
E
N
SK
A
S
IA
.I
S
SF
G
3
60
68
0
2/
08