Fréttablaðið - 29.09.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 29.09.2008, Blaðsíða 28
 29. SEPTEMBER 2008 MÁNUDAGUR4 ● ekvador Rafael Camino stýrir dans- flokknum Jacchigua sem teflir fram 30 dönsurum og fimm manna hljómsveit í sýningum sínum í Salnum dagana 4. til 11. október. Hann þarf að glíma við heilsutap en hann er síður en svo í kröppum dansi heldur alsæll í dansi sem færir kynslóðir og þjóðir saman. „Ég er sextugur og nær alveg blindur en ég er afar hamingju- samur og dansa af lífs og sálar kröftum,“ segir Rafael, sem er listrænn stjórnandi Jacchigua dansflokksins, Rafael glímir við sykursýki og missti nær alla sjón fyrir fjórum árum. „Dansinn ljáir mönnum frelsi, hamingju og sam- einar fjölskyldur, kynslóðir og heilu heimsálfurnar. Nú ætlum við að hnýta Ekvador og Ísland saman með dansinum. En ég hef líka ástæðu til að vera stoltur. Ég er mestísi, það er að segja ég ber blóð frumbyggja og evr- ópskra inn- flytjenda í æðum mínum. Ég er alinn upp við mikla fátækt. Mitt fólk hafði ekkert tækifæri til að mennta sig, til dæmis var móðir mín ólæs og ég var öreigi í mörg ár. En ég hef náð langt og get því verið afar stoltur.“ Hann ólst upp meðal frumbyggja í litlum fjallaþorpum og þar lærði hann mikið af þeim dönsum sem Jacchigua sýnir. En slíkir dansar þekktust varla í borgum og bæjum landsins og þegar dansflokkur- inn hóf sýningar sína fyrir sautj- án árum fyrir fullum sölum í borg- unum urðu gestir yfir sig hrifnir en spurðu sig um leið „hvaðan eru eiginlega þessir dansar?“ „Þetta er til marks um það hversu fólk var ómeðvitað um menningu eigin þjóðar,“ segir Rafael. Dansflokkurinn lætur þó ekki nægja að færa þjóð sinni aftur forna dansa heldur hefur boðið allri heimsbyggðinni upp í þann dans. Flokkurinn kom meðal ann- ars fram á opnunarhátíð heims- meistarakeppninnar í knattspyrnu sem haldin var í Þýskalandi árið 2006. Þrjátíu dansarar og fimm manna hljómsveit munu koma fram á sýningum hans í Salnum í Kópa- vogi dagana 4. til 11. október. Þar af eru tvö börn, níu og fimm ára, sem dansa með Rafael, afa sínum. „En Jacchigua er í raun margir danshópar,“ segir Rafael. „Við erum með einn hóp sem í eru að- eins börn, annan með öldruðum og einn með frumbyggjum, svo dæmi séu tekinn. Samtals eru 417 dans- arar í Jacchigua.“ Nafnið dregur flokkurinn af uppskeruhátíð sem stórbændur héldu fyrir vinnumenn sína fyrr á tímum. Þá var heill dagur undir- lagður af hátíðarhöldum á hlaðinu með tónlist, dans og venjan var að höfðingjarnir veittu vel af mat og drykk. - jse Í dansspor forfeðra með Jacchigua Hér er Rafael, afinn síungi, að dansa ásamt barnabörnum sínum og fleiri dönsurum. MYND/JACCHIGUA „Dansinn ljáir mönnum frelsi, hamingju og sameinar fjölskyldur, kynslóðir og heilu heimsálfurnar. Nú ætlum við að hnýta Ekvador og Ísland saman með dansinum,“ segir Rafael Camino, listrænn stjórnandi Jacchigua. Þrjátíu dansarar og fimm manna hljómsveit koma fram á sýningunni, sem er einstak- lega litrík og fjörug. Yngstu dansararnir eru níu og fimm ára. Rafael Camino ólst upp meðal frumbyggja í litlum fjallaþorpum og þar lærði hann mikið af þeim dönsum sem Jacchigua sýnir. Slíkir dansar þekktust varla í borgum og bæjum landsins og urðu áhorfendur yfir sig hrifnir af dansi Jacchigua. HÁR NÝ Nýbýlaveg 28 • 200 Kópavogi • S: 554-6422 • harny@simnet.is • www.harny.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.