Fréttablaðið - 29.09.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 29.09.2008, Blaðsíða 17
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég fékk þessa könnu í þrítugs- afmælisgjöf frá Degi Óskarssyni, frænda mínum og miklum vini, en við höfum alltaf átt einstakt sam- band og deilum saman vinnustofu í dag,“ segir Ingunn Fjóla Ing- þórsdóttir, myndlistarmaður og hönnuður, um einn uppáhalds hlut sinn af mörgum heima. „Dagur útskrifaðist úr Lista- háskólanum í fyrravor og fékk þar það verkefni að búa til nýjan hlut úr fundnum hlutum, en þannig varð þessi kanna til. Hún er búin til úr gamalli emaleraðri kaffikönnu frá sjöunda áratugn- um, ljósakrónu úr gleri sem býr til á hana virðulegan kraga og tappa úr gamalli glerkaröflu. Svona þrískipt kemst hún í hátíða- búning og þá getur maður notað hana fyrir rauðvín líka, vegna karöflutappans sem smellpassaði ofan í perustæði ljósakrónukrag- ans sem smellpassaði svo aftur ofan í kaffikönnuna,“ segir Ing- unn og hellir rjúkandi kaffisopa ofan í annan uppáhaldshlut, sem myndar ómótstæðilegt par við könnu Dags. „Mér finnst gaman að stilla könnunni upp með bolla Hrafn- kels Birgissonar hönnuðar, en hann notar svipaða hugsun og Dagur með gamlan kaffibolla sem hann hefur steypt á nýjan glerfót og getur því notast bæði sem kaffibolli og vínglas. Ég hef parið mest upp á punt því ég á bara einn bolla eftir Hrafnkel en þarf að eignast fleiri til að geta boðið í kaffi- eða rauðvínsboð,“ segir Ing- unn og sýpur úr bollanum við gamaldags borðstofuborð úr tekki. Yfir því hangir málverk eftir vin hennar Árna Þór Árna- son myndlistarmann, sem er í miklu dálæti hjá henni. „Heima hafa allir hlutir sögu og hver hlutur er vandlega valinn inn. Húsmunir koma margir frá foreldrum okkar og margt frá afa mannsins míns, sem var einn af fyrstu húsgagnaarkitektum Íslands,“ segir Ingunn, sem meðal annars er kunn fyrir gjóskulaga blokkir sem hún selur í söfnum, galleríum og á nýju vefsíðunni birkiland.is, sem selur íslenska hönnun. thordis@frettabladid.is Ómótstæðilegt par Nýtistefna er slagorð nútímans þegar kemur að hönnun, heimili og innbúi. Nútímamaðurinn er fjölhæfur og hlutir koma til margs gagns, eins og kaffikanna og bolli á fertugsaldri sýna þegar á veisluna reynir. Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir kát yfir fallegu pari könnu og bolla sem má nota hvort heldur fyrir kaffi eða víntár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LJÓSTÆKNIFÉLAG ÍSLANDS heldur úti heimasíðu, www. ljos.org, þar sem finna má ýmsan gagnlegan fróðleik um lýsingu. Þar er líka hægt að hlaða niður bæklingnum Góð lýsing á heimilinu sem hefur eins og heitið gefur til kynna að geyma ýmis ráð sem koma húsráðendum að góðum notum. Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Patti lagersala Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 í 4 mism unand i áklæ ðum Bjóðum 1 5 tun gusófa verð áður 139.000 kr.69.000,- á aðeins yfir 200 gerðir af sófum VERÐHRUN Alla þriðjudaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.