Fréttablaðið - 29.09.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 29.09.2008, Blaðsíða 8
8 29. september 2008 MÁNUDAGUR SJÁVARÚTVEGUR Áætlað er að útflutningsverðmæti sjávarafurða nemi 145 milljörðum króna á þessu ári. Á fyrstu sjö mánuðum ársins nam útflutningsverðmætið 89 milljörðum. Á síðasta ári var útflutningsverðmætið um 128 milljarðar. Hafði það auk- ist um þrjá milljarða frá 2006. Þetta kom fram í máli Arn- ars Sigur- mundssonar, formanns Sam- taka fisk- vinnslustöðva, á aðalfundi samtakanna á föstudag. Verðmæti flestra afurðaflokka hefur hækkað verulega á þessu ári frá því sem var í fyrra. Skýr- ist það að mestu af lækkun á gengi krónunnar, sem skilar sér í hærra skilaverði til framleið- enda. Arnar fjallaði um skuldir sjávar- útvegsins og tíundaði nýjar upp- lýsingar sem Seðlabankinn tók saman fyrir samtökin. Samkvæmt þeim er áætlað að heildar brúttó- skuldir sjávarútvegsins hafi numið 385 milljörðum króna í júnílok en talið er að þær hafi numið 309 milljörðum um síðustu áramót. Helgast hækkunin fyrst og fremst af gengislækkun krón- unnar en nánast öll bankalán sjáv- arútvegsins eru í erlendum gjald- miðlum. Arnar tók fram að á bak við þessar skuldir stæðu gríðar- legar eignir í skipum, veiðiheim- ildum, fasteignum, tækjum, birgðum og búnaði auk mikillar þekkingar og mannauðs. Störfum í fiskvinnslu hefur fækkað mjög mikið á undanförn- um árum. Er áætlað að í fisk- vinnslufyrirtækjum séu nú um 3.800 heilsdagsstörf sem er fækk- un um allt að 600 störf frá síðasta ári. Um 4.300 manns eru á sjó og því eru um 8.100 störf í sjávar- útvegi. Upplýsingar Hagstofu og Vinnumálastofnunar sýna að um 1.300 erlendir starfsmenn vinni við fiskvinnslu á Íslandi en það er um þrjátíu prósent af heildar- starfsmannafjölda. Í ræðunni upplýsti Arnar að aðeins fimm rækjuvinnslur væru starfandi í landinu. Ekki er langt síðan þær voru hátt í tuttugu. Nær öll rækja sem unnin er er innflutt iðnaðarrækja. Skilaverð rækju var um 500 krónur á kíló fram til 2001 en tók svo að lækka og var um 400 krónur um síðustu áramót. Síðan þá hefur orðið nokkur verðhækkun. bjorn@frettabladid.is Sjávarfang selt fyrir 145 milljarða á árinu Útflutningur sjávarafurða nam 89 milljörðum króna fyrstu sjö mánuði ársins. Skuldir sjávarútvegsins nema 385 milljörðum. Störfum í sjávarútvegi hefur fækkað mikið á undanförnum árum. Aðeins fimm rækjuvinnslur eru starfandi. ARNAR SIGURMUNDSSON NÝSKÖPUN Metþátttaka var í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda í ár með 3.630 innsendum hugmyndum, en lokahóf og verðlaunaafhend- ing fór fram í húsnæði Marels í gær. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hélt hátíðar- ávarp og veitti verðlaun, en hann sagði keppn- ina ekki einungis merkan þátt fyrir grunnskóla landsins heldur þjóðfélagið í heild sinni. Veitt voru verðlaun í fjórum flokkum: Orku og umhverfi, Slysavörnum, Tölvuleikjum og hugbúnaði og Almennum flokki. Stúlkur báru sigur úr býtum í öllum flokkunum og hlutu peningaverðlaun, farsíma og gjafabréf auk verðlaunagrips sem var hannaður af Atla Þór Fanndal, fyrrverandi keppanda í NKG. Hann hannaði kökuspaða fyrir rúllutertur sem klemmir sneiðina svo hún fer ekki í sundur þegar hún er færð á disk. Atli tók þátt í NKG árið 1977, þegar hann var nemandi í Folda- skóla, og segir keppnina hafa breytt lífi sínu með auknu sjálfstrausti og forðað honum frá einelti á yngri árum. Sigurður Kári Kristjánsson, formaður menntamálanefndar Alþingis, afhenti farand- bikarinn sem fer til þess skóla sem sendir inn flestar hugmyndir miðað við fjölda nemenda. Bikarinn hlaut Þjórsárskóli sem sendi inn 61 umsókn, en 56 nemendur eru í skólanum og var öllum umsóknunum skilað rafrænt. Sýning á 46 hugmyndum þeirra barna sem tóku þátt í úrslitum keppninnar var einnig opnuð í gær og verður opin næstu tvo daga. - ag Forseti Íslands afhenti verðlaun í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda: Stúlkur sigruðu í öllum flokkum FORSETINN AFHENTIR VERÐLAUN Lovísa H. Svavars- dóttir úr Grundaskóla tekur við verðlaunum fyrir Vatns- verk í flokknum Orka og umhverfi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MÜNCHEN, AP Íhaldsmenn í Bæjaralandi, sem hafa haft meirihluta á fylkisþinginu í hátt í hálfa öld, virtust ætla að tapa honum þegar fyrstu tölur voru birtar eftir kosningar þar í gær. Útlit var fyrir að CSU, systur- flokkur hins Kristilega demó- krataflokks Angelu Merkel kanslara, myndi fá 43 prósent atkvæða. Það telst mikið afhroð þar sem flokkurinn fékk 60,7 prósent í síðustu kosningum. Jafnaðarmannaflokkurinn virtist að vísu ekki ætla að fá meira en 19 prósent atkvæða, en græningjum, frjálsum demókröt- um og Frjálsum kjósendum, klofningsframboði frá CSU, var spáð samtals yfir 27 prósentum. Hugsanlegt er að jafnaðarmenn geti samið við smærri flokkana um myndun nýs meirihluta. - aa Kosið í Bæjaralandi: CSU missir meirihlutann TAP Erwin Huber og Günther Beckstein, leiðtogar CSU, niðurlútir í München í gærkvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/AP AUSTURRÍKI, AP Samkvæmt bráðabirgðaúrslitum þingkosning- anna í Austurríki í gær er Jafnaðarmannaflokkurinn áfram stærstur og heldur þar með tilkalli til að fara fyrir ríkisstjórn. Þegar flest atkvæði höfðu verið talin voru jafnaðarmenn með 29,8 prósent en hinn íhaldssami Þjóðarflokkur, ÖVP, 25,6 prósent. Þessir tveir flokkar hafa starfað saman í ríkisstjórn undanfarið kjörtímabil og það er vilji beggja að halda því áfram. Athygli vekur að báðir hægri- jaðarflokkarnir fengu góða kosningu eða samtals yfir 29 prósent; Frelsisflokkurinn 18 prósent og Bandalag um framtíð Austurríkis, BZÖ, 12 prósent. - aa Þingkosningar í Austurríki: Jafnaðarmenn með forystu HAIDER FAGNAR Jörg Haider, t.h., gleðst ásamt samherjum yfir fyrstu tölum í höfuð stöðvum BZÖ í Klagenfurt í gær- kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HAFNARFJARÐARHÖFN Um 4.300 manns eru á sjó, og í fiskvinnslufyrirtækjum eru um 3.800 störf. Alls eru því um 8.100 störf í sjávarútvegi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 1. Hvaða frægi kvikmyndaleik- ari lést í Westport í Connecticut í fyrradag? 2. Hvaða lið endaði í þriðja sæti í Landsbankadeildinni? 3. Héraðsdómur Reykja- víkur felldi nýverið úr gildi úrskurð umhverfisráðherra um Vestfjarðaveg. Hver var umhverfisráðherrann sem gaf úrskurðinn? SVÖR Á SÍÐU 30 Vildu ekki upplýsi hver ók Ekið var aftan á bíl á Akrafjallsvegi rétt eftir miðnæti aðfaranótt sunnu- dags með þeim afleiðingum að bíll- inn sem ekið var á fór út af veginum og valt. Lögreglan á Akranesi segir að í fyrstu hafi enginn af þeim fjórum sem voru í bílnum sem olli árekstr- inum viljað kannast við að hafa verið undir stýri. Það var ekki fyrr en seint í gær að einn fjórmenninganna viðurkenndi að hafa ekið. Hann getur átt yfir höfði sér ökuleyfissviptingu og háa sekt. LÖGREGLUFRÉTTIR LÖGREGLUFRÉTTIR Brotist inn í sumarhús Brotist var inn í sumarhús við Flúðir og í Vaðnesi um helgina. Málin eru bæði óupplýst. Töluvert hefur verið um innbrot í sumarbústaði að undan- förnu, að sögn lögreglunnar á Selfossi. Bílvelta á Norðfjarðarvegi Tveir voru í bíl sem valt á Norðfjarðar- vegi á þriðja tímanum í nótt. Öku- maður var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur, en farþegi bílsins slapp með minniháttar meiðsl. VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.