Fréttablaðið - 29.09.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 29.09.2008, Blaðsíða 26
 29. SEPTEMBER 2008 MÁNUDAGUR2 Menningarstofnanir Kópavogs spila stórt hlutverk á suður- amerískri menningarhátíð um Ekvador þar sem hægt verður að kynnast menningu landsins í hnotskurn. Hátíðin, sem hefst næstkomandi laugardag, fer öll fram á sama bletti, eða á menningarhæðinni, og verður dagskrá í Gerðarsafni, Mol- anum, Salnum og Safnahúsinu. „Þetta er í fimmta sinn sem við höldum hátíð af þessu tagi, en hún er haldin í samstarfi við listamenn og menningarstofnan- ir í Ekvador auk innlendra aðila. Í hvert skipti setjum við okkur inn í menningu viðkomandi lands og bjóðum Kópavogsbúum sem og landsmönnum öllum að kynn- ast henni með okkur,“ segir Linda Udengaard, deildarstjóri menn- ingarmála hjá Kópavogsbæ. Það verður hægt að gera með fjöl- breyttum hætti að þessu sinni en lista-, dans-, ljósmynda og kvik- myndasýningar verða í brenni- depli. „Í Gerðarsafni verða til dæmis sýndir munir sem við höfum feng- ið að láni frá Guayasamín-safninu í Ekvador og þar má meðal annars berja verk Oswaldo Guayasamín, eins þekktasta myndlistarmanns Suður-Ameríku, augum.“ Dansflokkurinn Jacchigua kemur svo til með að sýna dans fyrir alla fjölskylduna í Salnum en hann þykir lýsa þjóðarsál og menningu Ekvador af miklu innsæi. „Í Safna- húsinu verður svo sýning tileink- uð náttúru Galapagos og menningu frumbyggja á meginlandi Ekvador. Þar verður meðal annars hægt að skoða sýnishorn af stærstu risa- skjaldbökum heims auk þess sem leyndardómsfullur gripur verður afhjúpaður. Í bókasafninu verður svo boðið upp á kvikmyndasýning- ar og í Molanum verður hægt að kynna sér matarhefð Ekvador svo eitthvað sé nefnt.“ Linda fór sjálf ásamt Gunnari I. Birgissyni bæjarstjóra og Ara Trausta Guðmundssyni jarðfræð- ingi og rithöfundi til landsins síðast liðinn vetur og kynntist þar heillandi andstæðum. „Þar upp- lifðum við bæði sveit og borg en Ekvador er land andstæðna. Þú ert uppi í fjöllum og öðru megin við þig er Amasón-frumskógurinn en hinum megin ströndin. Landið er að vissu leyti ekki svo ólíkt Ís- landi. Þetta er bæði eldfjalla- og jarðhitaland og náttúrufegurðin mikil. Þótt þarna sé bæði að finna gríðarlegt ríkidæmi og fátækt er stjórnarfarið tiltölulega stöðugt miðað við það að landið er í Suður- Ameríku og það sést best á því að ferðamannastraumur þangað er að aukast,“ segir Linda og hvetur fólk til að koma í Kópavog og kynnast suður-amerískri menningu í hnot- skurn. - ve Land andstæðna Linda Udengaard segir Ekvador að vissu leyti ekki svo ólíkt Íslandi. Þetta er bæði eldfjalla- og jarðhitaland og náttúrufegurðin mikil. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ● ekvador Útgefandi: Kópavogsbær l Heimilisfang: Fannborg 2, 200 Kópavogi Vefsíða: www.kopavogur.is Netfang: kopavogur@kopavogur.is l Ritstjóri: Hrefna Sigurjónsdóttir l Ábyrgðarmaður: Linda Udengaard Forsíða: PORT hönnun l Auglýsingar: Fréttablaðið/Bjarni Þór Sigurðsson Sími: 512 5471. Kópavogsbær beinir sjónaukanum að Ekvador á menningarhátíð 4.– 12. október en Ekvador er stundum sagt vera Suður-Ameríka í hnot- skurn. Suður-amerísk menning og saga, þar á meðal tímabil Inkanna, er heillandi, tónlistin seiðandi og myndlist jafnt sem listiðnaður litrík og fjölskrúðug með tengsl við dulúð fortíðar og þjóðlegar hefðir, jafnvel töfra. Íbúar Ekvador hafa á sama hátt áhuga á landi okkar og þjóð. Á ferð minni um landið síðastliðið vor sagði varaforseti Ekvador að margt mætti læra af Íslendingum á sviði orkunýtingar, menningar, jarð- hita og fiskvinnslu. Menningarhátíðir í Kópavogsbæ eru skemmti- legar og fræðandi en þeim er einnig ætlað að greiða götu viðskipta og frekari samskipta Íslendinga við aðrar þjóðir. Áður hefur verið haldin spænsk, rússnesk, kanadísk og kínversk menningarhátíð í Kópavogi og þær hafa allar vakið verðskuldaða athygli. Menningarhátíðin að þessu sinni færir Íslendingum áhugaverð brot af því besta frá Ekvador. Hún opnar fjarlæga heima sem hafa gert Suður-Ameríku að draumaveröld svo margra. Aldrei fyrr hefur svo viðamikil sýning á menningu og listum frá Ekvador og jafnframt Suður-Ameríku verið sett upp hér á landi. Ekvador liggur við sjó milli Kólumbíu í norðri, Brasilíu í austri og Perú í suðri. Það nær yfir mörg loftslags- og gróðurbelti þótt það sé aðeins tveimur og hálfum sinnum stærra en Ís- land; frá Kyrrahafinu í yfir 6.000 metra hæð og niður í regnskóga Amasón hand- an þeirra. Mörg stór eldfjöll eru í Ekvador og nær tugur telst virkur. Rúmar 13 millj- ónir manna af ýmsu þjóðerni búa í Ekvador og eru indíán- ar um 40%. Á hátíðinni í Kópavogi kennir ýmissa grasa, eins og blað þetta ber glögglega með sér, til dæmis sýning hins óviðjafnanlega dansflokks Jacchigua, málverk Os- waldos Guayasamín, eins þekktasta myndlistarmanns Suður-Amer- íku, og næfar myndir indíána, náttúrulífssýning tileinkuð Galapa- gos-eyjaklasanum, Inkagull og þjóðargersemar úr kirkjum nýlendu- tímans og glæsilegur teppavefnaður. Þess má geta að elstu munirnir á sögulegri menningarsýningu frá Ekvador eru frá því um 4000 fyrir Kristsburð og hafa aldrei jafngamlir gripir verið til sýnis hér á landi. Forsmekkinn að menningarhátíðinni má fá í Vetrargarðinum í Smáralind sunnudaginn 5. október kl. 15. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Ég þakka öllum sem hafa komið að undirbúningi þessarar hátíðar um leið og ég þakka einstaklingum og fyrirtækjum fyrir að styðja við framtakið. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs Ávarp bæjarstjóra Ekvador – Suður- Ameríka í hnotskurn Hangikjötið í uppáhaldi Alex Játiva Ramos flutti til Íslands frá Ekvador þegar hann var tólf ára og hefur búið hér í fjórtán ár. Móðir hans kom á undan, en hann kláraði grunn- skólann í Ekvador áður en hann flutti á Mánagötuna í Reykjavík með móður sinni. „Mér fannst ekkert erfitt að aðlagast og ég var fljótur að læra íslenskuna. Það var erfitt fyrst í skólanum en krakkarnir voru góðir við mig. Ég tal- aði hvorki ensku né annað og varð bara að læra ís- lenskuna,“ rifjar Alex upp. í Ekvador gekk hann í kaþólskan skóla þar sem reglur kváðu á um skóla- búninga og jakkaföt á mánudögum. „Mér fannst alveg frábært að geta verið í því sem ég vildi í skólanum. Það er meiri agi úti en það er ekkert endilega betra, bara öðruvísi. En mér fannst mjög gott að vera í frelsinu í skólanum hér. Ég sakn- aði matarins mikið en það er rosalega góður matur í Ekvador og mikil fjölbreytni. Algjör matarparadís. En svo vandist ég bara matnum og þetta varð ekkert mál. Jólamaturinn er uppáhalds íslenski maturinn minn og hangikjötið er mjög gott.“ Alex segir þjóðirnar tvær ólíkar í lund en blæs á þá sögusögn að Íslendingar séu kuldaleg þjóð. Fólkið í Ekvador sé þó opnara og glaðlyndara. „Munurinn liggur helst í skapinu. Mér finnst Íslendingar hjálpa manni ef maður þarf þess. Í Ekvador er fólk glatt yfir höfuð sama hvernig ástandið er en það er líka alltaf gott veður þar,“ segir hann hlæjandi. Á miðvikudagskvöldið 8. október heldur Alex fyrir lestur á menningarkvöldi um muninn á Íslandi og Ekvador út frá sinni eigin reynslu. Hann hefur verið tengiliður bæjarstjórnarinnar við Ekvadora við undirbúning hátíðarinnar og er ánægður með framtak Kópavogsbæjar. „Mér finnst þetta frábært framtak og ég er rosa- lega stoltur af að geta kynnt land mitt og þjóð. Allt sem Ekvador er og hefur upp á að bjóða verður kynnt á þessari viku og það er tækifæri sem býðst ekki tvisvar.“ - rat Alex Játiva Ramos er ánægður með framtak Kópavogsbæjar í að kynna menningu Ekvador fyrir Íslendingum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.