Fréttablaðið - 29.09.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 29.09.2008, Blaðsíða 56
24 29. september 2008 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 F í t o n / S Í A The Race Car Show í Birmingham 9.–11. janúar 2009 Mótorsport Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting í 2 nætur með morgunverði, rúta, miði á bílasýninguna og íslensk fararstjórn. Verð á mann í tvíbýli: 69.900 kr. Stærsta sportbílasýning í heimi Fararstjóri er Kristján Einar, Formúlu 3 ökumaður. > Stefán hættur og farinn að keyra vörubíl Skagamaðurinn Stefán Þórðarson hefur lagt skóna á hilluna. „Þetta er komið gott. Ég er bara orðinn saddur,“ sagði Stefán við Fréttablaðið í gær en hann segir enga leið að snúa þessari ákvörðun sinni fyrir næsta sumar. Það breyti engu að hann hafi verið kominn í landsliðið. „Það var gaman en breytir engu. Svo hefur mikið gengið á hjá mér í sumar og meðferð sumra aðila á mér var til þess að steindrepa alla löngun hjá mér til þess að spila fótbolta.“ Stefán segir að fram undan sé bara að vinna, hann geti nú farið að vinna fullan vinnudag, en hann keyrir vörubíl á Akranesi ásamt frænda sínum, Ólafi Þórðarsyni. Enska úrvalsdeildin: PORTSMOUTH - TOTTENHAM HOTSPUR 2-0 1-0 Jermain Defoe (33.), 2-0 Peter Crouch (67.). WIGAN ATHLETIC - MANCHESTER CITY 2-1 1-0 Antonio Valencia (15.), 1-1 Vincent Kompany (21.), 2-1 Amr Zaki (33.) STAÐAN: Chelsea 6 4 2 0 12-3 14 Liverpool 6 4 2 0 7-2 14 Aston Villa 6 4 1 1 12-8 13 Arsenal 6 4 0 2 12-4 12 West Ham 6 4 0 2 13-10 12 Hull City 6 3 2 1 9-11 11 Blackburn 6 3 1 2 8-12 10 Manchester City 6 3 0 3 16-9 9 Portsmouth 6 3 0 3 7-12 9 Wigan Athletic 6 2 2 2 9-5 8 Man. United 5 2 2 1 6-4 8 WBA 6 2 1 3 6-7 7 Sunderland 6 2 1 3 6-8 7 Everton 6 2 1 3 9-13 7 Fulham 5 2 0 3 5-6 6 Middlesbrough 6 2 0 4 6-9 6 Bolton 6 1 1 4 5-9 4 Stoke City 6 1 1 4 7-12 4 Newcastle 6 1 1 4 5-11 4 Tottenham 6 0 2 4 4-9 2 ÚRSLIT HANDBOLTI Ekki liggur enn fyrir hvort Guðmundur Guðmundsson muni halda áfram þjálfun íslenska landsliðsins. Búist var við svari frá Guð- mundi í síðustu viku en þjálfarinn fékk lengri tíma til þess að ákveða sig þar sem framkvæmda- stjóri HSÍ, Einar Þorvarðarson, hefur verið í langþráðu fríi ásamt því sem hann þurfti að sitja þing út í Evrópu. Einar tjáði Fréttablaðinu í gær að væntanlega myndi draga til tíðinda í vikunni en farið er að styttast í næsta verkefni lands- liðsins. Guðmundur er eðli málsins samkvæmt fyrsti kostur hjá HSÍ og verður ekki rætt við neinn annan þar til ljóst verður hvort Guðmundur vilji halda áfram eður ei. - hbg Landsliðsþjálfaramál HSÍ: Styttist í svar frá Guðmundi FORMÚLA 1 Það var mikil stemning í Singapúr þegar keppt var í For- múlu 1 kappakstri þar í landi. Þetta var fyrsta keppnin í sögu Formúlunnar þar sem keppt er að kvöldi til og þar með í flóðljósum. Fernando Alonso kunni best við sig í flóðljósunum og kom fyrstur í mark. Annar maður sem fagnaði líka var Lewis Hamilton, sem end- aði í þriðja sæti. Hann nældi þar í mikilvæg stig á Felipe Massa í keppninni um heimsmeistaratitil- inn en Massa varð þrettándi og fékk engin stig. Hamilton hefur því sjö stiga forskot á Massa þegar aðeins þrjár keppnir eru eftir. Massa var í forystu framan af en lenti í óhappi er hann yfirgaf viðgerðarsvæðið með bensín- dæluna enn í bílnum. Hann tafðist mikið í kjölfarið og missti um leið af lestinni. Þetta var í fyrsta sinn sem Alonso kemst á pall á tímabil- inu og hann því eðlilega sáttur. „Þetta er frábært. Í fyrsta skipti á palli og það efst á pallinum. Ég trúi þessu varla ennþá. Ég þarf svona tvo daga til að átta mig á því að við gátum unnið keppni í ár því við höfum verið svo fjarri toppn- um,“ sagði Alonso og brosti allan hringinn. Hamilton var líka sáttur. „Mér fannst mjög gaman að keppa hér, naut þess og er tiltölulega sáttur. Þetta var erfið vika og gott að fá einhver stig,“ sagði Alonso en Nico Rosberg varð í öðru sæti í keppninni. - hbg Fernando Alonso vann í flóðljósunum í Singapúr í gær: Forskot Hamiltons á Massa jókst FERNANDO ALONSO Vann góðan sigur í flóðljósunum. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Tveir leikir fóru fram í enska boltanum í gær. Portsmouth byrjaði á því að leggja Tottenham, 2-0, og síðan skellti Wigan liði Man. City, 2-1. Raunir Tottenham halda því áfram en liðið situr sem fastast á botni ensku deildarinnar. Það var fyrrverandi framherji Tottenham, Jermain Defoe, sem kom Portsmouth yfir og Peter Crouch, fyrrverandi framherji Liverpool, skoraði síðan seinna markið. Hermann Hreiðarsson hóf leik og lauk honum einnig á varamannabekk Portsmouth. Það er orðið verulega heitt undir Juande Ramos, stjóra Spurs, en hann óttast ekki að verða rekinn. „Ég tel mig hafa fullan stuðning frá stjórninni,“ sagði Ramos en stuðningsmenn Spurs sungu til hans í leiknum. Textinn var ein- faldur: Þú hefur ekki hugmynd um hvað þú ert að gera. „Ég tala reglulega við stjórnina og það eru allir meðvitaðir um þessa viðkvæmu stöðu. Hvort ég lifi hana af er undir stjórninni komið. Söngurinn frá stuðnings- mönnum særði mig ekki. Að vinna ekki leiki er það sem særir mig,“ sagði Ramos. Hún var létt brúnin á Harry Redknapp, stjóra Portsmouth. „Frammistaða liðsins var stór- kostleg. Við vorum afar ákveðnir og unnum vel saman sem lið. Mér fannst við vera frábærir,“ sagði Redknapp brosandi en hann vildi lítið tjá sig um vítið sem Spurs vildi fá. „Það gat hafa verið víti. Mér fannst boltinn fara í hönd varnarmannsins en sá það ekki nógu vel. Dómarinn sagði ekkert víti þannig að það þýðir ekkert að velta sér upp úr því.“ Í síðari leik dagsins gerði Wigan sér lítið fyrir og skellti Man. City, 2-1. Antonio Valencia kom Wigan yfir með glæsilegu marki en Vinc- ent Kompany jafnaði fyrir City. Amr Zaki skoraði síðan sigur- markið fyrir Wigan. henry@frettabladid.is Það gengur hvorki né rekur hjá Tottenham Það er ekkert lát á slöku gengi Tottenham Hotspur en liðið tapaði enn einum leiknum í gær og að þessu sinni gegn Portsmouth, 2-0. Manchester City fékk síðan vænan kinnhest er liðið tapaði á útivelli gegn Wigan, 2-1. SITUR Í SJÓÐHEITU SÆTI Þegar er farið að hitna verulega undir Juande Ramos, stjóra Tottenham, og hann fékk ekki ástæðu til þess að brosa í gær frekar en fyrr á tímabilinu. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir að liðið þurfi að byggja ofan á þá frammistöðu sem það sýndi gegn Everton ef það ætli sér að berjast um meistaratitilinn í ár. Gerrard sagði það bestu frammistöðu liðsins á leiktíðinni og vill sjá meira af slíku. „Þetta var tvímælalaust okkar besti leikur. Við höfum verið að vinna leiki en síðan hrasað á köflum. Þessi sigur setur viðmiðið fyrir okkur og ef við spilum af álíka getu er ég viss um að við munum berjast á toppnum allt til enda. Við stjórnuðum leiknum allan tímann. Með því sendum við skýr skilaboð um hvað við ætlum okkur í vetur. Við stóðum saman allir sem einn, vorum þétt lið og spiluðum frábæran fótbolta á köflum. Við sýndum í þessum leik hversu pirraðir við vorum á því að fá ekki öll stigin gegn Stoke,“ sagði Gerrard ákveðinn en hann mun halda áfram að hvetja félaga sína til dáða og verka í vetur. Gerrard er enn að bíða eftir 100. marki sínu fyrir Liverpool. „Það mun koma, ég er fullviss um það. Annars skiptir liðið og að vinna öllu máli,“ sagði Gerrard að lokum. - hbg Steven Gerrard: Ætlum okkur stóra hluti STEVEN GERRARD Vill sjá árangur í ensku deildinni. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari kvennaliðs Fylkis í handbolta, og Einar Jónsson, þjálfari Fram, mættust í fyrsta sinn á laugardaginn síðan þeir félagar tókust eftirminnilega á 6. desember 2007. Aðalsteinn, sem þá þjálfari Stjörnuna, fékk tæplega tveggja mánaða keppnisbann og 50.000 króna sekt vegna ummæla sinna um tengsl Einars og dóm- ara leiks Fram og Stjörnunnar, sem Fram vann með einu marki. Þjálfararnir segjast báðir vera búnir að leggja þetta atvik til hliðar og segja það ekki hafa nein áhrif á sam- skipti sín. „Þau eru fín og hafa alltaf verið. Það hefur ekki verið neitt vandamál milli mín og Einars. Við vorum ósammála í þessum eina leik og út frá því spannst mikið fjaðrafok sem er búið. Við höfum alltaf verið góðir félagar og kunningjar og hjálpast mikið að í þessari þjálfun, þetta var frávik,“ sagði Aðalsteinn eftir að hafa séð lið sitt tapa, 29-23. „Þetta er löngu búið hvað Einar snertir. Það eru hins vegar aðrir menn sem ég hugsa þegjandi þörfina en það hefur lengri sögu,“ sagði Aðalsteinn, sem ætlar ekki að ræða um dómgæsluna í vetur. „Ég segi pass. Ég ætla ekki að tjá mig um dómgæsluna í vetur. Þeir verða að hugsa um sín störf sjálfir.“ Einar segist ekki bera neinn kala til Aðalsteins þrátt fyrir hörð ummæli þess síðarnefnda í sinn garð eftir leikinn fræga. „Samskipti okkar eru mjög góð. Við ræðumst reglulega við og vinnum eins og allir þjálfarar í deildinni að því að gera íslenskan kvenna- handbolta betri og það er okkar markmið. Við vinnum saman að því og tölumst saman. Ég man ekki til þess að við höfum rætt þennan leik eitthvað. Ég pæli ekkert í þessu. Menn takast á í þessu og kannski fóru hlutirnir eitthvað úr böndunum í þetta skiptið. Það vakti klárlega áhuga og það er kannski ágætt. Er ekki neikvæð umfjöllun betri en engin umfjöllun?“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, sem er mjög ánægður með dómgæsluna í upphafi tímabils. FORNIR FJENDUR MÆTTUST: ENDURFUNDIR EINARS JÓNSSONAR OG AÐALSTEINS EYJÓLFSSONAR Í MESTA BRÓÐERNI Þjálfararnir segjast hafa grafið stríðsöxina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.