Fréttablaðið - 29.09.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 29.09.2008, Blaðsíða 36
 29. SEPTEMBER 2008 MÁNUDAGUR Fáir Íslendingar eru fróðari um ævintýraeyjarnar Galapagos en Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Þangað hefur hann farið þrisvar á síð- ustu ellefu árum með íslenska hópa. „Lífríkið bæði á sjó og landi er það sem heillar okkur Íslend- inga mest því landslagið er minna framandi, eiginlega sambland af Vestmannaeyjum og Reykjanesi,“ segir Ari Trausti þegar hann er spurður hvað sé áhugaverðast við Galapagos. Hann hefur verið sér- stakur ráðgjafi Kópavogsbæjar um menningu Ekvador við undir- búning hátíðarinnar og er einn þeirra sem flytja erindi á sérstöku kynningarkvöldi í Salnum fimmtu- dagskvöldið 9. október. Auk þess er Ari Trausti meðhöfundur heim- ildarmyndarinnar Ævintýralandið Ekvador – náttúruparadísin Gal- apagos sem þar verður sýnd. „Ég tek eftir ákveðnum breyt- ingum á Galapagos frá því ég kom þangað fyrst árið 1997,“ segir Ari Trausti. „Mannaferðir eru mun meiri um þjóðgarðinn og sumar dýrategundir orðnar hvekktari. Kvótinn var þá sextíu þúsund manns, hann er kominn upp í átta- tíu þúsund núna. Það er alltaf verið að ýta markinu hærra vegna efnahagslegs ávinnings.“ Galpagoseyjarnar eru þúsund kílómetra undan ströndinni. Þang- að er flogið að sögn Ara Trausta. Síðan er ferðast milli eyjanna í ein- hvers konar fleytu og gist og mat- ast um borð. Í skoðunarferðum má einungis ganga um með leiðsögu- manni sem hefur sérstakt leyfi frá stjórn Ekvador. Alltaf er verið að skoða eitthvað nýtt en ekkert má taka með sér né skilja eftir. „Þessar eyjar eru ólíkar hver ann- arri, meðal annars af því að þær eru misgamlar. Hver þeirra hefur einstaklinga innan sömu dýrateg- undar sem eru samt frábrugðnir hver öðrum og sú staðreynd fékk Darwin til að huga að þróunar- kenningunni. Það var á nítjándu öld sem hann kom til Galapagos,“ útskýrir Ari Trausti. Hann segir gróðurinn á eyjunum mjög sér- stæðan, fugla- og dýralífið fjöl- skrúðugt og mikið um að vera í sjónum fyrir þá sem snorkla eða kafa. „Það sem vekur mesta athygli eru stóru dýrin, risaskjaldbök- urnar, sæljónin og eðlurnar,“ lýsir hann. „Sækembur sem synda í sjónum og líta út eins og risaeðlur en eru auðvitað litlar og svo land- eðlur í fallegum litum.“ Hann segir þetta allt hættulausar skepnur. „Þó að skjaldbökurnar séu risa- stórar eru þær jurtaætur og tann- lausar og það er ekkert vandamál að synda í návígi við sæljónin. Svo eru fuglarnir kapítuli út af fyrir sig. Margir þeirra eru mjög gæfir. Frægar finkutegundir, glæsilegir freigátufuglar og hinir stóru albatrosar sem dansa tígulega í tilhugalífinu. En skjaldbökurnar eru nú kannski það sem þekktast er af öllu og hafa líka gefið eyjun- um nafn. Galapagos þýðir ekkert annað en risaskjaldbaka.“ - gun Synt í návígi við sæ Ari Trausti er hagvanur á Galapagos. MYND/RAGNAR TH. SIGURÐSSON Að sögn Ara Trausta er ekkert mál að synda í kringum sæljónin en það sem vekur mesta athygli á Galapagos eru stóru dýrin; risaskjaldbökur, sæljón og eðlur. MYND/ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON Í Safnahúsi Kópavogs verður opnuð afar spennandi og fágæt sýning hinn 4. október. Meðal sýningargripa eru risa- skjaldbökuskildir. „Sýningin er tileinkuð menningu frumbyggja Ekvadors og nátt- úru Galapagoseyja, en eyjaklas- inn er þekktur um allan heim fyrir einstaka náttúru og fjöl- breytt lífríki,“ segir dr. Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Nátt- úrufræðistofu Kópavogs, um forvitnilega sýningu á jarðhæð Safnahússins í tilefni Ekvadors, suður-amerískrar menningar- hátíðar í Kópavogi. Á sýningunni gefst kostur á að skoða risaskjaldbökuskildi, nátt- úrulífsmyndir eftir þýska ljós- myndarann Klaus N. Haussmann og afar fágæta gripi, tól og tæki frá frumbyggjum Ekvadors. „Galapagos eyjar eru mikil náttúruparadís. Þar hafa þróast margar dýrategundir sem ekki finnast annars staðar, en Charles Darwin fór í rannsóknaleiðangra til Galapagoseyja sem höfðu mikil áhrif á hann og átti öðru fremur þátt í að hann setti fram þróunar- kenninguna,“ segir Hilmar. Á Galapagoseyjum finnast margar innlendar tegundir dýra, en það eru dýr sem finnast bara á tilteknu svæði eða landi. „Óvenju margar innlendar dýrategundir eru á Galapagos, en þær hafa þró- ast þar langt frá meginlöndum, í einangrun úti í hafi og eru því allt öðruvísi útlítandi en sambæri- leg eða skyld dýr á meginlönd- unum,“ segir Hilmar og nefnir fyrst risaskjaldbökurnar og fink- ur Darwins. „Risaskjaldbökurnar eru stærstu landskjaldbökur á jörð- inni og verða allt að 1,5 metra Risaskjaldbökur og blá- fættir fuglar frá Galapagos Dr. Hilmar J. Malmquist forstöðumaður Náttúrustofu Kópavogs er þessa dagana með dularfulla muni frá Ekvador á safni sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.