Fréttablaðið - 29.09.2008, Side 39
MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2008 ekvador ● 11
og svo tímabilið eftir sjálfstæði.
Þetta er býsna yfirgripsmikið því
við erum með muni frá tímum
Valdivia-menningarinnar sem
var við lýði frá 15.000 til 3.200
árum fyrir Krists burð.“
Verenice verður sýningarstjóri
sýningarinnar í Gerðarsafni dag-
ana 4. til 12. október. „Við komum
með tíu til fimmtán muni frá
Valdivia-tímanum en alls verða
132 munir á sýningunni og verð-
mæti þeirra er um þrjár milljónir
Bandaríkjadala,“ segir hún en það
eru um 285 milljónir íslenskra
króna. „Þeir ættu að gefa Íslend-
ingum nokkra innsýn í menningu
okkar en fjölmargir menningar-
hópar hafa haldið hér til í langri
menningarsögu landsins.“
Á sýningunni verða 31 verk
eftir Oswaldo til sýnis. „Myndir
hans sýna oft mannlega eymd
sem er afleiðing ófriðar í heimin-
um,“ segir Pablo.
„Hann var mikill friðarsinni
og lét mikið til sín taka í þjóð-
félagsumræðunni. Hann var
góður félagi helstu áhrifamanna
í stjórnmálum og menningu álf-
unnar. Má þar fremsta nefna
bræðurna Fidel og Raúl Castro
auk Felipe Gonzales, fyrrverandi
forsætisráðherra Spánar. Eins
kynntist hann lítillega Che Gue-
vara þegar hann var á ferðinni í
Havana en faðir minn ferðaðist
víða um Mið- og Suður-Ameríku.
Af listamönnum sem hann var í
félagsskap við má nefna kólumb-
íska rithöfundinn Gabriel García
Márquez og portúgalska kollega
hans José Saramago en báðir
hafa þessi höfundar fengið Nób-
elsverðlaun eins og menn vita.“ -
● ÞJÓÐLEGIR RÉTTIR FRÁ EKVADOR verða innan um
aðra á hádegisverðarhlaðborði veitingahússins Vox við Suðurlands-
braut dagana 7. til 10. október. Þar mun matreiðslumeistarinn Rol-
ando Guapisaca frá Hótel Sebastian í höfuðborginni Quito töfra
fram girnilega rétti með íslenskum kolleg-
um sínum. Þetta verða ein súpa,
tveir heitir réttir, einhver salöt
og eftirréttir. Það er alltaf
gaman að bjóða upp á
eitthvað nýtt, segir Stefán
Viðarsson yfirmatreiðslu-
maður á Vox. Hlaðborð-
ið er milli klukkan 11.30
og 14 og kostar 2.600 á
mann.
● ELSTU MANNVISTAR-
LEIFAR Í EKVADOR eru tólf
þúsund ára gamlar. Vitað er að
vísar að þremur borgum höfðu
myndast árið 500 fyrir Krist og að
íbúar þeirra versluðu meðal ann-
ars við Maja í Mexíkó. Þegar Inkar
réðust inn í Ekvador árið 1460
reyndust þrír ættbálkar nægi-
lega sterkir til að verjast. Það
voru Quito, Canari og Cara. Inkar
náðu síðar yfirráðum yfir landinu
og tungumál þeirra, Quechua,
breiddist út.
A
R
G
U
S
/
0
8-
02
56
Hin nýuppgerða Sundlaug Kópavogs er öll hin glæsilegasta og leitun að öðru
eins. Hún er búin nýjustu tækni og öryggiskerfið er það besta sem völ er á.
Í Sundlaug Kópavogs er úr nógu að velja, jafnt fyrir unga sem aldna: Frábærar
úti- og innilaugar, huggulegir heitir pottar, þægileg vaðlaug, spennandi
rennibrautir og hvers kyns önnur aðstaða til góðrar hreyfingar, slökunar og
skemmtunar.
Er hægt að hugsa sér það dásamlegra?
GLÆSILEG
SUNDLAUG!
KOMDU Í SUND!
SUNDLAUG KÓPAVOGS