Fréttablaðið - 29.09.2008, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 29.09.2008, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2008 ekvador ● 11 og svo tímabilið eftir sjálfstæði. Þetta er býsna yfirgripsmikið því við erum með muni frá tímum Valdivia-menningarinnar sem var við lýði frá 15.000 til 3.200 árum fyrir Krists burð.“ Verenice verður sýningarstjóri sýningarinnar í Gerðarsafni dag- ana 4. til 12. október. „Við komum með tíu til fimmtán muni frá Valdivia-tímanum en alls verða 132 munir á sýningunni og verð- mæti þeirra er um þrjár milljónir Bandaríkjadala,“ segir hún en það eru um 285 milljónir íslenskra króna. „Þeir ættu að gefa Íslend- ingum nokkra innsýn í menningu okkar en fjölmargir menningar- hópar hafa haldið hér til í langri menningarsögu landsins.“ Á sýningunni verða 31 verk eftir Oswaldo til sýnis. „Myndir hans sýna oft mannlega eymd sem er afleiðing ófriðar í heimin- um,“ segir Pablo. „Hann var mikill friðarsinni og lét mikið til sín taka í þjóð- félagsumræðunni. Hann var góður félagi helstu áhrifamanna í stjórnmálum og menningu álf- unnar. Má þar fremsta nefna bræðurna Fidel og Raúl Castro auk Felipe Gonzales, fyrrverandi forsætisráðherra Spánar. Eins kynntist hann lítillega Che Gue- vara þegar hann var á ferðinni í Havana en faðir minn ferðaðist víða um Mið- og Suður-Ameríku. Af listamönnum sem hann var í félagsskap við má nefna kólumb- íska rithöfundinn Gabriel García Márquez og portúgalska kollega hans José Saramago en báðir hafa þessi höfundar fengið Nób- elsverðlaun eins og menn vita.“ - ● ÞJÓÐLEGIR RÉTTIR FRÁ EKVADOR verða innan um aðra á hádegisverðarhlaðborði veitingahússins Vox við Suðurlands- braut dagana 7. til 10. október. Þar mun matreiðslumeistarinn Rol- ando Guapisaca frá Hótel Sebastian í höfuðborginni Quito töfra fram girnilega rétti með íslenskum kolleg- um sínum. Þetta verða ein súpa, tveir heitir réttir, einhver salöt og eftirréttir. Það er alltaf gaman að bjóða upp á eitthvað nýtt, segir Stefán Viðarsson yfirmatreiðslu- maður á Vox. Hlaðborð- ið er milli klukkan 11.30 og 14 og kostar 2.600 á mann. ● ELSTU MANNVISTAR- LEIFAR Í EKVADOR eru tólf þúsund ára gamlar. Vitað er að vísar að þremur borgum höfðu myndast árið 500 fyrir Krist og að íbúar þeirra versluðu meðal ann- ars við Maja í Mexíkó. Þegar Inkar réðust inn í Ekvador árið 1460 reyndust þrír ættbálkar nægi- lega sterkir til að verjast. Það voru Quito, Canari og Cara. Inkar náðu síðar yfirráðum yfir landinu og tungumál þeirra, Quechua, breiddist út. A R G U S / 0 8- 02 56 Hin nýuppgerða Sundlaug Kópavogs er öll hin glæsilegasta og leitun að öðru eins. Hún er búin nýjustu tækni og öryggiskerfið er það besta sem völ er á. Í Sundlaug Kópavogs er úr nógu að velja, jafnt fyrir unga sem aldna: Frábærar úti- og innilaugar, huggulegir heitir pottar, þægileg vaðlaug, spennandi rennibrautir og hvers kyns önnur aðstaða til góðrar hreyfingar, slökunar og skemmtunar. Er hægt að hugsa sér það dásamlegra? GLÆSILEG SUNDLAUG! KOMDU Í SUND! SUNDLAUG KÓPAVOGS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.