Fréttablaðið - 29.09.2008, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 29.09.2008, Blaðsíða 52
20 29. september 2008 MÁNUDAGUR folk@frettabladid.is > NATALIE EINHLEYP Natalie Portman og tónlistar- maðurinn skeggjaði Devendra Ban- hart eru hætt saman, en samband þeirra hófst eftir að Natalie lék í myndbandi við lag hans, Carmens- ita. Portman fluttist nýlega frá New York til Los Angeles til að vera nær kærastanum. V in n in g a r ve rð a a fh e n d ir h já B T S m á ra lin d . K ó p av o g i. M e ð þ v í a ð t a k a þ á tt e rt u k o m in n í S M S k lú b b . 1 4 9 k r/ sk e yt ið . FRUMSÝND 26 • 09 • 08 9. hver vinnur! e yt ið . FRAMTÍÐAR SPENNUTRYLLIR Í ANDA BLADE RUNNER. SENDU SMS BTC BAB Á NÚMERIÐ 1900 Vinningar eru bíómiðar, tölvuleikir, DVD myndir og margt fleira! Þegar CIA-starfsmaðurinn Osbourne Cox er rekinn vegna drykkju leggst hann í að skrifa endurminningar sínar. Geisla- diskur með þeim týnist og lendir í höndunum á tveimur starfsmönn- um líkamsræktarstöðvar, sem ákveða að kúga fé úr honum. Á meðan er kaldlynd eiginkona Cox að íhuga að yfirgefa hann fyrir viðhaldið sitt, sem er sjálfur að halda framhjá sinni konu. Gamanmyndir þeirra Coen- bræðra hafa verið æði misjafnar í gegnum tíðina og ýmist verið klassískar, líkt og The Big Lebow- ski, eða furðulega slappar, eins og The Ladykillers. Með Burn After Reading snúa þeir aftur með gaman mynd og það aðeins nokkr- um mánuðum eftir þeirra alvar- legu Óskarsverðlaunamynd No Country for Old Men. Burn After Reading er blanda af aulalegri gamanmynd og gríni að alvarleg- um njósnatryllum, þar sem allir sem koma við sögu eru annað hvort fífl eða heimskingjar sem lenda upp á kant hver við annan. Það bólar á nokkrum kostuleg- um atriðum, einu ótrúlegu ofbeldis- verki og skemmtilegum atvikum í myndinni. En hún ráfar undarlega stefnulaust um, auk þess sem það er skortur á ákveðnum alvarleika og almennilega viðkunnanlegri persónu, til samanburðar við allan fáránleikann. Mynd sem saman- stendur af einhliða fíflum er frá- hrindandi og Burn After Reading gerist sek um það. En stjörnum prýddur leikara- hópur gerir sitt gagn og gera flestir sitt besta úr sínu. John Malkovich er bráðskemmtilegur sem síblótandi drykkjumaður, ætíð á ystu nöf, og Brad Pitt er bestur sem algjör asnakjálki, og á bestu atriði myndarinnar. George Clooney reynir kannski helst til mikið að vera fyndinn, en hann fær eitt frábært atriði; Tilda Swinton á í engum vandræðum með sína köldu persónu. Frances McDormand fær, engum að óvör- um, sín bestu hlutverk í Coen- myndum og stendur sig vel hér sem miðpunktur myndarinnar. En í mynd þar sem ekkert virðist í raun skipta máli er það J.K. Simm- ons sem stelur senunni í aukahlut- verki, sem ráðvilltur yfirmaður CIA sem reynir að átta sig á stöð- unni. Einnig má minnast á tónlist Carter Burwell og kvikmynda- töku Emmanuel Lubezki, sem kaldhæðnislega gefa myndinni alvarlegt yfirbragð. En þótt Burn After Reading eigi nokkur góð andartök er hún vonbrigði frá Coen-bræðrum og langt frá þeirra bestu verkum. Loftur Ingi Bjarnason - Topp5.is Líkamsræktarfólk í njósnaleik KVIKMYNDIR Burn after Reading Leikstjórn: Coen-bræður. Aðalhlutverk: George Clooney, Frances McDormand, John Mal- kovich, Tilda Swinton, Brad Pitt, David Rasche. ★★★ Frábær leikarahópur hjálpar annars meðalgóðri Coen-mynd. Tökumaðurinn Óttar Guðnason hefur verið fenginn til að kvik- mynda framhald hasarmyndar- innar Point Break sem skartaði Patrick Swayze og Keanu Reeves í aðalhlutverkum. Óttar staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið en vildi annars ekki tjá sig um verkefnið að svo stöddu. Talið er að Hayden Christen- sen, sem sló í gegn sem Anakin í Star Wars-myndunum, verði í aðalhlutverkinu. Myndin gerist tuttugu árum á eftir þeirri fyrri og leikur Hayden brimbretta- kappa og löggu sem kemst á slóðir glæpagengis. Tökur fara að mestu leyti fram á Bali síðar á árinu. Handritshöfundur verður W. Peter Iliff, sem samdi hand- ritið að fyrri myndinni, en óvíst er hvort Swayze eða Reeves komi aftur við sögu. Leikstjóri myndarinnar, sem kallast Point Break:Indo, verður Jan De Bont sem á að baki mynd- ir á borð við Speed, Twister og Tomb Raider 2. Óttar og Jan De Bont hafa unnið töluvert saman við auglýsingagerð undanfarin ár og gerðu þeir meðal annars saman auglýsingu fyrir Goodyear-dekkjaframleiðand- ann hér á landi. Upphaflega stóð til að Óttar tæki upp hasarmyndina Stopp- ing Power í leikstjórn De Bont en henni hefur verið slegið á frest og í staðinn ætla þeir að einbeita sér að framhaldi Point Break. Óttar er einn færasti kvik- myndatökumaður Íslands. Á meðal verkefna hans í gegnum tíðina eru myndirnar A Little Trip to Heaven og Run for Her Life, báðar í leikstjórn Baltasars Kormáks. Sú síðarnefnda er væntan- leg í kvikmyndahús á næsta ári, rétt eins og Point Break:Indo. - fb Tekur upp fram- hald Point Break Hugh Hefner hefur vísað því á bug að ekki sé allt með felldu í Playboy-höllinni, en slúðursíður ytra hafa sagt frá því að tvær af þremur kærustum hans séu við- riðnar aðra menn. Holly Mad- ison, „kærasta númer eitt“ hefur ítrekað sést í fylgd töframanns- ins Criss Angel, og Kendra Wilk- inson mun eiga í sambandi við ruðningsleikmanninn Hank Baskett. Nýlega birtust svo fregnir af því að sú í miðið, ef svo mætti að orði komast, Bridget Marquardt, væri þegar gift, og þar að auki að slá sér upp með manni að nafni Nick Carp- enter, sem áður var giftur leik- konunni Marisu Tomei. Hefner segir allt í hinu besta hjá honum og kærustunum þremur, en hefur þó ýjað að því að sambandið við Holly muni ekki vara að eilífu. „Ég elska Holly mjög mikið, en hana lang- ar mikið til að gifta sig og eign- ast börn. Það er ekki á dag- skránni hjá mér. Það þarf að horfast í augu við veruleikann hérna. Og ég er viss um að sá tími mun koma þegar hún fer að hitta aðra menn,“ sagði Hugh í nýlegu viðtali. Þó að Hugh virðist þannig afar skilningsríkur gefur hann ekki mikið út á meintan kærasta Holly. „Maður vonar að þegar hún fer að hitta aðra menn muni hún hafa betri smekk,“ segir Playboy-konungurinn um Angel. Hef þvertekur fyrir vandræði ALLT Í HIMNALAGI Hugh Hefner segir ekkert ama að í sambönd- um hans við kærusturnar þrjár, þó að þær hafi allar sést með öðrum mönnum upp á síðkastið. NORDICPHOTOS/GETTY Elsa Bára Traustadóttir sálfræðingur hyggst bjóða upp á sérstök reiðistjórn- unarnámskeið á næstunni og er full þörf á að stemma stigu við reiðiköstum sem grípa mann og annan. „Já, reiðin er mitt sérsvið,“ segir Elsa Bára Traustadóttir sálfræð- ingur. Elsa Bára ætlar að bjóða upp á sérstök reiðinámskeið, eða reiði- stjórnunarnámsskeið öllu heldur, sem hefjast 6. október. „Já, hún amma horfði skeptísk á mig þegar ég var að segja henni af þessu og sagði: Kannt þú eitthvað í því? Ég varð rosalega móðguð og fór að útskýra þetta fyrir henni. Þá kom í ljós að henni hafði heyrst ég segja „reiðnámskeið“ – en það eru ýmsir í ættinni sem vita miklu meira um hesta en ég,“ segir Elsa Bára en hún er uppeldisdóttir hins fræga hestamanns og leikara, Júlí- usar Brjánssonar. Hún er létt í lund og virðist djúpt á reiðinni – segist enda vera vel þjálfuð. Vann með dönskum ofbeldis- mönnum „Ég vil ekki fá fólk á námskeiðið sem er sallarólegt alla daga en langar á námskeið. Þetta er ætlað hinum reiðu. Þeim sem eiga í erfið- leikum með að stjórna reiði sinni,“ segir Elsa Bára. Hún hefur starf- að talsvert úti í Danmörku sem sérfræðingur á þessu sviði, í lok- uðum fangelsum með ofbeldis- mönnum. Slík meðferð er tíma- frek og dýr og ekki í boði hérlendis. Nýverið kom út dönsk bók eftir blaðamanninn Jari Kickbush, Kom godt hjem, þar sem meðal annars er athyglisverður kafli sem byggir á viðtali við Elsu Báru. Hún fór í kjölfarið í viðtal við danska útvarpið þar sem hún ræddi reið- ina og það sem hún hafði lært af dönskum ofbeldismönnum. Elsa Bára er nú komin heim og starfar á geðdeild Landsspítalans auk þess sem hún rekur einkastofu – og reiðir Íslendingar fá að njóta góðs af því. Námskeiðið byggir á hugrænni atferlismeðferð sem mikið er notuð við kvíða og þung- lyndi svo eitthvað sé nefnt. Eðlilegt að reiðast „En ég hef fengið fólk hér til með- ferðar sem á við reiðivanda að stríða sem skerðir lífsgæði þeirra. Fólk sem reiðist yfir öllu og engu,“ segir Elsa Bára. Flokka má reiðina í tvennt: Það eru þeir sem eru reiðir og pirraðir allan daginn og svo þeir sem missa sig þó tilefnin séu lítil. „Einhver fer fram úr þeim í röð úti í búð, ekki er búið að búa um heima ... og svo það sem alvarlegast er þegar ofbeldi fylgir. Reyndar má færa rök fyrir því að fólk sem stöðugt er reitt beiti and- legu ofbeldi en þegar svo er fara menn að tipla á tánum í kringum slíka,“ segir Elsa Bára. Elsa Bára segir að ekkert sé eðlilegra en að reiðast – það sé hugarástand sem sé manninum mjög mikilvægt og hafi verið frá örófi alda og kemur í veg fyrir að vaðið sé yfir fólk. En mönnum hættir til að reiðast um of. „Og það hefur bæði skaðleg áhrif á þá sem líður þannig sem og þá sem í kring- um þá eru.“ jakob@frettabladid.is Reiðu týpunni hjálpað ELSA BÁRA Hún vill ekki pollrólegar týpur á námskeiðið heldur þær manngerðir sem ekki kunna að stjórna reiði sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÓTTAR GUÐNASON Einn færasti kvik- myndatökumaður landsins mun starfa við framhald hasarmyndar- innar Point Break 2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.