Fréttablaðið - 29.09.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 29.09.2008, Blaðsíða 62
30 29. september 2008 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA „Sellófon er örugglega það íslenskt leikrit sem hefur verið sett upp hvar víðast í Evrópu,“ segir Björk Jakobsdóttir sem nú leggur land undir fót til að setja á svið verk sitt Sellófon – að þessu sinni í Rúss- landi. Um fimm ár eru síðan Sellófon var sett upp á Íslandi við miklar vinsældir og nú stendur til að setja það upp í tveimur leikhúsum í Rúss- landi í vetur: Teatr Kamerny í Jar- ovslavl og Teatr New interstudio í St Pétursborg. Fyrri frumsýning er 21. nóvember og sú seinni í febrúar. Rússland er þrettánda landið í Evr- ópu til að sýna Sellófon og mun Björk sjálf leikstýra, er búin að kaupa sér hljóðbók og lærir rúss- nesku þegar færi gefst svo hún geti talað við þá leikkonu sem mun flytja einleikinn sem fjallar um stöðu konunnar í nútímasamfélagi – það álag sem því fylgir að sinna bónda, börnum, heimili, útlitsdýrk- un og vinnu, kynlífi og starfsframa. „Ég reyni að fá leikkonur sem eru mæður. Og vil að textinn komi út úr þeim eins og þær séu að tala við vinkonur sínar – að þær noti sinn orðaforða,“ segir Björk. Staðfæra þarf verkið til að það vísi beint í rússneskan veruleika. Staða kon- unnar þar er ekki sú sama og hér. Ýmislegt hefur gengið á í þau fimm ár sem markaðssetning og uppfærsla á Sellófon í Evrópu hefur staðið yfir en fimm ára planið eru svo Bretland og Ameríka. „Já, og Oprah Winfrey. Þetta hefur verið lærdómsríkt. Nú hefur til dæmis verkið verið sýnt í þrjú ár í Belgíu. Hjá Backstage Gent sem eru alger- ir mafíósar. Það hvarflar ekki að þeim að borga höfundargreiðslur eins og þeim ber lögum samkvæmt. Ég hef verið að reyna að sækja minn rétt. Þeir skulda mér ein- hverjar milljónir miðað við áætlun. En það er erfitt fyrir mig að sækja þetta og baklandið er lítið sem ekk- ert. Það kostar offjár að sækja þetta í gegnum belgíska dómstóla. Ég hafði samband við leikskálda- félagið hér og einu svörin þaðan eru þau að þetta sé bara mitt mál. Það endar með því að ég láti þetta frá mér, ég nenni ekki að eyða orku minni í þetta,“ segir Björk ósátt við getuleysi fagfélagsins. Sellófon eldist betur en Björk þorði að vona en sjálf hefur hún sett verkið upp víða um lönd. „Það er gaman að fylgja eftir eigin verki. En fjarvera frá fjölskyldu getur reynst erfið. Glamorinn er fljótur að fara af þessu og þetta getur verið einmanalegt. Við hjónin [Gunnar Helgason leikari og leik- stjóri] höfum bæði verið að leik- stýra í útlöndum og þetta tekur á. En ég ákvað að þetta væri sem hver önnur markaðsvara, ég hitti á góða vöru með Sellófon og er ákveðin að fylgja því eins vel eftir og hægt er.“ jakob@frettabladid.is BJÖRK JAKOBSDÓTTIR: MAFÍÓSAR Í BELGÍU SKULDA MÉR MILLJÓNIR Björk lærir rússnesku LÁRÉTT 2. elds, 6. frá, 8. hryggur, 9. dýrahljóð, 11. ung, 12. dul, 14. þunn- ur ís, 16. tveir eins, 17. farvegur, 18. í viðbót, 20. tvö þúsund, 21. sæla. LÓÐRÉTT 1. gaul, 3. í röð, 4. nýrækt- un lands, 5. móðuþykkni, 7. hefting, 10. kusk, 13. nálægt, 15. stefna, 16. vefnaðarvara, 19. mun. LAUSN „Í augnablikinu er ég heima- vinnandi húsmóðir og hlusta mikið á Hjaltalín þegar ég vaska upp. Með níu mánaða dóttur minni, Margréti, hlusta ég oft á barnaplöturnar Babbidíbú með Olgu Guðrúnu Árnadóttur, Engla í ullarsokkum með Hafdísi Huld og Hvað á að gera? eftir Möggu systur.“ Álfrún Örnólfsdóttir leikkona. Tískuritið Women’s Wear Daily fjallaði um nýja verslun Kisunnar í SoHo í New York í síðustu viku. Ritið er eitt það allra virtasta í tískubransanum og lesið af flest- öllum sem í honum starfa. Í grein- inni er rætt við Þórunni Anspach og Olivier Bremond, eigendur Kisunnar bæði hér heima og í New York, og lýsir blaðamaður WWD Kisunni sem blöndu af „fág- aðri Parísartísku og grófum skrautmunum og prjónavörum frá fæðingarlandi Anspach, Íslandi.“ Hjónin segja meðal annars að verslunin á Íslandi gangi vel þrátt fyrir kreppu hér á landi. „Reykja- vík er mjög lítil. Þar er færra fólk en í SoHo. Á Íslandi eru miklir fjámálaörðugleikar. Fasteigna- markaðurinn er á niðurleið og margar búðir eru að loka. Samt er Kisan alltaf troðfull,“ segir Olivier, sem býst við góðu gengi í New York líka. Hjónin segjast hefja reksturinn í New York með vörum að virði yfir 1 milljón Bandaríkjadala á lager og búast við góðu gengi. „Lúxus ætti að vera öllum aðgengi- legur,“ segir Bremond í greininni, en þar kemur fram að verð var- anna í Kisunni sé á bilinu 5-5.000 dollarar, fyrir allt frá geisladisk- um og bókum til merkjavara og húsgagna. „Þetta er mjög per- sónulegt,“ segir Þórunn. „Hug- myndin var að safna öllu því sem við elskum saman.“ Kisan er til húsa á 125 Greene Street í SoHo, en húsakynni henn- ar voru hönnuð af stofunni Work Architects, sem hönnuðu einnig verslun Diane Von Furstenberg í New York. Þar er að finna ýmsar íslenskar vörur, svo sem frá Stein- unni Sigurðardóttur, Farmer‘s Market, Aurum og 66° Norður, sem blaðamaður WWD kallar „svar Íslands við The North Face“. Kisan vekur athygli í New York Hnífur Abrahams eftir Óttar M. Norðfjörð var ein af metsölubókum síðustu jólavertíðar og seldist í sex þúsund eintökum. Nú fylgir Óttar bókinni eftir með nýrri skáldsögu, Sólkrossi. „Þessi bók gerist á Íslandi og kærasta Adams Swift, Embla Þöll, er aðalsöguhetjan þótt Adam komi líka við sögu,“ segir Óttar. „Þetta er miklu metnaðarfyllri bók. Síðast var ég að gera tilraun með að skrifa svona flugvallar- metsölubók, en þessi er rólegri og skandinavískari.“ Sólkross er byggð á róttækum kenningum Einars Pálssonar um fyrstu landnámsmennina. Lesandinn er leiddur í eltingarleik um norræna goðafræði og horfna kirkjugarða, og elsta leyndarmál þjóðarinnar er jafnvel upplýst í bókinni. „Það þekkja fáir kenningar Einars en þeir sem kynna sér þær fá þær alveg á heilann,“ segir Óttar, sem sökkti sér í fræðin. „Einar var þaggaður niður á sínum tíma af ríkjandi fræðimönnum, en er smátt og smátt að fá uppreisn æru. Það er hálfgerður neðanjarðarheimur í kringum kenningar hans. Þegar ég var að skrifa bókina fékk ég skuggalegt símtal og var spurður hvort ég væri að skrifa um Einar Pálsson.“ Óttar segist vera að brúa þennan neðanjarðarheim og koma honum til almennings í poppaðri og söluvænlegri bók. En hvað með þriðja og síðasta bindi ævisögu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar? „Úff, Hannes er algjör spennitreyja,“ stynur Óttar. „Þetta er brandari sem fór of langt en ég verð auðvitað að klára hann.“ - drg Elsta leyndarmál þjóðarinnar RÓLEGRI OG SKANDINAVÍSKARI Segir Óttar M. Norðfjörð um væntanlegan reyfara sinn, Sólkross. BJARTSÝN Þórunn Anspach og Olivier Bremond, hér með rekstrarstjóranum Lionel Guy-Bremont, segjast bjartsýn á gott gengi í New York í greinni í Women‘s Wear Daily. BJÖRK JAKOBSDÓTTIR Lærir rússnesku enda á leið til Rússland til að leikstýra tveimur uppfærslum á verki sínu Sellófon. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R LÁRÉTT: 2. báls, 6. af, 8. bak, 9. urr, 11. ný, 12. leynd, 14. skæni, 16. tt, 17. rás, 18. auk, 20. mm, 21. unun. LÓÐRÉTT: 1. baul, 3. áb, 4. landnám, 5. ský, 7. frestun, 10. ryk, 13. nær, 15. ismi, 16. tau, 19. ku. Pétur Hafstein, fyrrum forseta- frambjóðandi, vakti mikla athygli þegar hann sagði sig frá stöðu hæsta- réttardómara en þess munu fá dæmi. Pétur virð- ist ætla að helga tónlistinni líf sitt en bygg- ingarnefnd Rangárþings ytra tók vel í erindi hans og Ingu Ástu Haf- stein sem vilja breyta notagildi heyhlöðu við Stokkalæk í hús til tónlistariðkunar. Forlagsmenn eru afskaplega ánægðir með sína krimmahöf- unda. Þannig var bók Árna Þórarins- sonar, Tími nornarinnar, að koma út hjá virtu þýsku forlagi og hefur fengið lofsamlegar viðtökur. Bækur Arnaldar Indriðasonar fara jafnvel enn lengra og var Mýrin að koma út í Kína og Grafarþögn er væntanleg á markað þar innan skamms. Geir Ólafsson söngvari hefur sést í World Class í Laugum undanfar- ið við stífar æfing- ar. Einkaþjálfari fylgir honum hvert sem hann fer og að sjálf- sögðu er Geir með aðstöðu í lúxusklefunum með öðrum fyrirmennum. - jbg, hdm FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Paul Newman. 2 Fram. 3 Jónína Bjartmarz.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.