Fréttablaðið - 04.10.2008, Side 42

Fréttablaðið - 04.10.2008, Side 42
● heimili&hönnun Hlutir sem notaðir eru dag- lega, og jafnvel rusl, er efnivið- ur enska listamannsins og hönn- uðarins Stuarts Haygarth. Hann safnar þeim saman, oft í miklu magni, flokkar þá og finnur þeim nýtt hlutverk. „Stundum geri ég skúlptúr úr öllum þessum fjölda hluta eða innsetningu og stund- um bý ég til gagnlegan hlut eins og ljósakrónu. Ég tel það hlut- verk mitt að gefa þessum hlutum, sem hefur verið fleygt eða litið fram hjá, nýja merkingu,“ segir Stuart. Hlutina sem hann notar í verk sín finnur hann víða. Reglulegir göngutúrar með fram ströndinni í Kent á Englandi í rúm tvö ár skil- uðu honum efniviði í stóra ljósa- krónu og í samstarfi við skran- sala víða um heim safnaði hann gömlum gleraugum sem einn- ig fengu nýtt hlutverk sem ljósa- króna. „Hlutirnir einir og sér hafa ekkert til að bera en þegar þeir koma saman verða þeir að fallegir. Þrátt fyrir ólíka lögun mynda þeir í sameiningu heild- stætt form,“ segir Stuart. - keþ Skran gert að gulli ● Listamaðurinn Stuart Haygarth safnar hversdagslegum, verðlausum hlutum og skapar úr þeim ævintýraleg listaverk. Hann gerir ýmist skúlptúra, innsetningar eða ljósakrónur. Þúsaldarljósakrónan er samsett úr litlum svörtum plastflöskum sem margir nota sem innibombur á gamlárskvöld. Plastflösku-innibombur upplýstar í ljósakrónu eftir Stuart Haygarth. MYND/STUART HAYGARTH Hlutirnir stakir eru óspennandi en saman eru þeir fallegir að mati Stuart Haygarth. Það tók Stuart rúm tvö ár að safna hlutum í ljósakrónuna Tide- chandelier, eða sjáv- arfalla-ljósakrónuna. Hlutina tíndi hann á ströndinni við bæinn Kent á Englandi. 4. OKTÓBER 2008 LAUGARDAGUR8

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.