Fréttablaðið - 04.10.2008, Síða 44

Fréttablaðið - 04.10.2008, Síða 44
● heimili&hönnun Stál og gler einkennir byggingarlist tuttugustu aldarinnar, en nú á upphafsárum nýrrar aldar sjáum við áherslubreytingu og gras og gróður er efniviður sem mun njóta vinsælda. Græn þök, ekki grænmáluð heldur þakin gróðri, eru sett á nýjar byggingar, sérstaklega í stórborgum þar sem gróð- urmikil svæði eru af skornum skammti. Ítalski arkitekt- inn Renzo Piano fékk náttúruna til liðs við sig þegar hann hannaði grænt þak á byggingu Vísindaakademíu Kaliforníu í Golden Gate-garðinum í San Francisco. Um einni komma sjö milljónum plantna verður komið fyrir á þakinu, af níu ólík- um tegundum. Auk þess sem þakið mun verða heimili ým- issa dýrategunda, þar á meðal er San Bruno-fiðrildið sem er í útrýmingarhættu. Þakið hvílir á fjórum hæðum þar sem til stendur að skapa regnskóg. Í París hannaði Dominique Perrault bókasafn í kringum skóg og í sömu borg hafa menn gert tilraunir með að gróður- setja utan á byggingar. Í Singapúr reis nýverið listaskóli sem þakinn er grasi. Við Íslendingar ættum að þekkja vel til grasigróinna þaka, enda prýddu þau gömlu torfkofana okkar og hver veit nema nútímaleg útfærsla á þeim slái í gegn á komandi árum. - keþ Græn þök og vegggróður ● Líklega munu grasi grónar byggingar einkenna byggingarlist tuttugustu og fyrstu aldarinnar eftir að stál og gler hafa verið einkennandi fyrir byggingarlist tuttugustu aldar. Náttúran er færð í borgina. Í París hannaði Dominique Perrault bókasafn í kringum skóg og í sömu borg hafa menn gert tilraunir með að gróðursetja utan á bygg- ingar þannig að gróðurinn vaxi út úr veggnum. Á þaki vísindaakademíunnar í San Francisco verða um ein komma sjö milljónir plantna. Á þessu þaki munu villtar dýrategundir eiga heimili, meðal annars San Bruno-fiðrildið sem er í útrýmingarhættu. Þakið á ráðhúsinu í Chicago. Listaháskóli í Singapúr sem fellur inn í umhverfið með þessu sérstaka þaki sem er alsett grasi. Blómaakur á þaki í borginni Toronto í Kanada. 4. OKTÓBER 2008 LAUGARDAGUR10

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.