Fréttablaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 2
2 6. október 2008 MÁNUDAGUR Kristinn, stendur Krónan vel að vígi? „Tja, matvöruverslanir Krónunnar eru í það minnsta sterkar.“ Aðstandendur Krónunnar sjá ekki vöru- skort í kortunum eins og sumir kollegar þeirra. Kristinn Skúlason er rekstrarstjóri Krónunnar. LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja manna sem grunaðir eru um rán og grófa líkamsárás. Mennirnir eru taldir útlendingar á þrítugsaldri. Árásin átti sér stað um klukkan þrjú aðfaranótt sunnudags á Laugavegi en þá var maður á sjötugsaldri barinn og rændur í húsasundi. Annar mannanna var með ljósbláa húfu, í ljósum leðurjakka með hvítum röndum þvert yfir brjóstkassann. Hinn var í dökkum jakka með dökka prjónahúfu. Lögregla hvetur sem hafa upplýsingar að hringja í síma 444 1100. - kdk Maður barinn og rændur: Lögregla leitar tveggja manna EFNAHAGSÁSMÁL „Það er mesta kreppa á erlendum fjármálamörk- uðum sennilega síðan 1914, hún er orðin alvarlegri úti í heimi en hún var í kreppunni miklu á fjórða áratugnum,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra á blaðamanna- fundi í ráðherrabústaðnum í gær. „Það er auðvitað ekkert skrítið að það hafi sín áhrif hér á Íslandi eins og í nálægum löndum. Það eru bankar í mjög erfiðum aðstæðum úti um alla Evrópu og Bandaríkjunum og það reynir hver að bjarga sér.“ Hann sagðist ekki telja að Íslendingar væru verr staddir en aðrir í þessari kreppu. - jse Geir um efnahagsástandið: Enn verri en kreppan mikla STJÓRNMÁL Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, setti ofan í við Davíð Oddsson seðlabanka- stjóra við Ráðherrabústaðinn í gær. Davíð sagði í fyrradag að þeir sem héldu hann hafa mælt fyrir þjóð stjórn á ríkisstjórnar- fundi hefðu verið „utan við sig á fundinum“ og undraðist að ummælin hefðu lekið af fundin- um. Þorgerður hafði áður gagnrýnt Davíð fyrir ummælin. „Guð láti gott á vita ef hann ætlar að fara að gæta orða sinna, eins og hann hefur sagst ætla að gera,“ sagði Þorgerður um orð Davíðs í gær. - sh Þorgerður biður til Guðs: Gott ef Davíð gætir orða sinna VARAFORMAÐUR FER Þorgerður Katrín svaraði spurningum við Ráðherra- bústaðinn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ / VALLI EFNAHAGSMÁL Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, reiknar með að Kauphöllin verði opin í dag. Farið verði yfir það nú í morgunsárið. Íris Björk Hreins- dóttir, lögfræð- ingur hjá Fjármálaeftir- litinu, segir ákvörðun verða tekna í dag. „Það þarf mikið að gerast til að valið sé tekið af fjárfestum um að hafa viðskipti. Slíkt hefur ekki verið gert til dæmis í Bandaríkjunum þrátt fyrir að mikið hafi gengið á. Það er frekar í vanþróuðum löndum að kaup- höllum er lokað við þessar aðstæður,“ segir Þórður. Hann segir þær aðstæður þó geta komið upp að lokað verði fyrir viðskipti tiltekinna fyrir- tækja. - kóp Þórður Friðjónsson: Reiknar með op- inni Kauphöll EFNAHAGSMÁL Fleiri tugir manna funduðu um mögulegar aðgerðir til lausnar efnahagsvandanum í Ráðherrabústaðnum í gær. Snemma morguns voru þar Geir H. Haarde, Árni Mathiesen, Össur Skarphéðinsson og Björgvin G. Sigurðsson, auk þeirra Tryggva Þórs Herbertssonar, efnahagsráð- gjafa ríkisstjórnarinnar, og Jóns Sigurðssonar, fyrrverandi ráð- herra Alþýðu flokksins og seðla- bankastjóra. Hann sagðist síðar um daginn „meðal annars“ vera á staðnum sem stjórnarformaður Fjármála eftirlitsins. Aðrir fulltrúar eftirlitsins mættu einnig á staðinn upp úr hádegi og sömuleiðis Einar Karl Haraldsson og Jón Þór Sturluson, aðstoðarmenn iðnaðar- og við- skiptaráðherra. Fyrir hádegi komu forsvars- menn allra viðskiptabankanna þriggja til fundar við ráðamenn. Skömmu síðar tóku hagfræðing- ar að drífa að, meðal annars Jón Steinsson, aðstoðarprófessor við Columbia-háskóla í Bandaríkjun- um, sem var tíður gestur í Tjarnargötunni í gær. Einnig komu allir aðrir ráðherr- ar Sjálfstæðisflokks, auk Sturlu Böðvarssonar, forseta Alþingis, og þingflokksformannsins Arnbjarg- ar Sveinsdóttur. Samfylkingar- mönnum fjölgaði hins vegar ekki fyrr en í gærkvöldi, þegar Jóhanna Sigurðardóttir sat fund ráða- manna með aðilum vinnumarkað- arins. Nokkru síðar mætti þorri ríkisstjórnarinnar til fundar. - sh Nær stöðugt streymi fundargesta var inn og út úr Ráðherrabústaðnum í gær: Tugir gesta í Ráðherrabústaðnum MIKIÐ Í HÚFI Starfsmenn Fjármálaeftir- litsins mæta til fundar í gær ásamt Jóni Þór Sturlusyni, aðstoðarmanni viðskipta- ráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ / VALLI EFNAHAGSMÁL Formenn stjórnar- andstöðuflokkanna höfðu ekki verið upplýstir um ganginn í efna- hagsaðgerðum stjórnvalda á tíunda tímanum í gærkvöldi. Undruðust þeir vinnulag ríkis- stjórnarinnar. „Ég botna ekki í þessu verk- lagi,“ sagði Steingrímur J. Sigfús- son, formaður Vinstri grænna. Ráðleysið virðist algjört, það hafi sýnt sig í viðtölum við forsætis- ráðherra á sjöunda tímanum. „Ég les það þannig að enn sé allt í upp- lausn en reyni þó að halda í leif- arnar af einhverri bjartsýni. Til- finningin er þó ekki góð,“ sagði Steingrímur í gærkvöldi. „Ég held að þeir séu í rjúkandi vandræðum og að þetta sé mjög erfitt,“ sagði Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, og lýsti þungum áhyggjum ef óvissa ríkti enn í dag. Hann segir mikilvægt að ríkisstjórnin lýsi yfir að sparifé fólks í bönkum sé tryggt, orð forsætisráðherra í stefnuræðu á fimmtudagskvöldið dugi ekki til. Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, segir makalaust að ríkisstjórnin hafi ekki ráðfært sig við stjórnarand- stöðuna eða að minnsta kosti hald- ið henni upplýstri um gang mála. Þingflokkum var fyrir helgi gert viðvart um að til þingfunda gæti komið um helgina. - bþs Stjórnarandstaðan ekki höfð með í ráðum í efnahagsaðgerðum stjórnvalda: Botna ekki í þessu verklagi GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON GUÐNI ÁGÚSTSSONSTEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON EFNAHAGSMÁL Samkvæmt aðgerða- áætlun þeirri sem lífeyrissjóð- irnir lögðu fyrir ríkisstjórnina á laugardag er gert ráð fyrir að sjóðirnir selji helming eigna sinna erlendis og flytji fjármagn heim. Skilyrði er að fjármála- stofnanir selji einnig hluta eigna sinna. Þeim kröfum hafði ekki verið mætt í gær. Í júlílok námu þær eignir 493 milljörðum, en ekki er fullljóst hver sú upphæð er í dag. Ein- stakir lífeyrissjóðir hafa undan- farnar vikur selt eignir erlendis fyrir umtalsverðar fjárhæðir vegna veikingar krónunnar. Ljóst er þó að upphæðin er á bilinu 200 til 250 milljarðar. Framkvæmdastjórar og stjórn- arformenn lífeyrissjóðanna sam- þykktu aðgerðaáætlunina og síðan hefur hún verið kynnt stjórnum einstakra lífeyris- sjóða. Hrafn Magnússon, fram- kvæmdastjóri Landssamtaka líf- eyrissjóða, segir að gert sé ráð fyrir að keypt verði ríkistryggð skuldabréf fyrir upphæðina. Eitt af því sem þurfi að semja um séu á hvaða vöxtum þau bréf verði. Ekki hafi komið til umræðu að hluti fjárins fari í fjárfestingar í bönkunum. „Við þurfum að tryggja hags- muni okkar sjóðsfélaga. Lífeyr- issjóðirnir standa vel og verða að gera það áfram,“ segir Hrafn. Á hverju vori er gerð trygginga- fræðilega úttekt á sjóðunum og ef skuldbindingar eru 10 prósent umfram eignir verður að grípa til sérstakra ráðstafana. „Enginn sjóður hefur nálgast það mark og við verðum að tryggja að það gerist ekki.“ Ögmundur Jónasson, varafor- maður Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, segir að engar trygging- ar hafi fengist fyrir því að bank- arnir muni flytja eignir til lands- ins. „Það liggja engin svör fyrir frá fjármálageiranum um til hvaða ráðs hann ætlar að grípa. Þar á bæ verða menn að selja eignir og flytja til landsins og það er kýrskýrt af okkar hálfu með hvaða hætti þessum fjár- munum verður ráðstafað. Féð verður að fara í gegnum Seðla- bankann í ríkistryggð skuldabréf og Íbúðalánasjóð.“ Ekki er ljóst hvort þarf laga- breytingu þarf vegna aðgerðaá- ætlunarinnar, en hún hefur verið til skoðunar um helgina. Fulltrú- ar lífeyrissjóðanna voru tilbúnir til funda í allan gærdag en ekkert varð úr fundahöldum. Gert er ráð fyrir að þeir mæti á fund klukkan 11 í dag. kolbeinn@frettabladid.is Kröfum lífeyrissjóð- anna ekki mætt enn Aðgerðaáætlun lífeyrissjóðanna gerir ráð fyrir að helmingur eigna erlendis verði seldur. Keypt verða ríkistryggð skuldabréf og fé sett í Íbúðalánasjóð. Skil- yrðin höfðu ekki verið uppfyllt í gærkvöld. Funda á fyrir hádegi í dag. ÞÓRÐUR FRIÐJÓNSSON GENGIÐ AF FUNDI Fulltrúar lífeyrissjóðanna lögðu fram aðgerðaáætlun á laugardag. Þeir voru reiðubúnir til fundarhalda í allan gærdag en voru ekki kallaðir í Ráðherra- bústaðinn. Reiknað er með fundi í dag klukkan 11. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Við þurfum að tryggja hagsmuni okkar sjóðsfé- laga. Lífeyrissjóðirnir standa vel og verða að gera það áfram. HRAFN MAGNÚSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI LANDSSAMTAKA LÍFEYRISSJÓÐA BANDARÍKIN Barack Obama, forsetaframbjóðandi demókrata í Bandaríkjunum, nýtur stuðnings um tveggja af hverjum þremur ungum kjósendum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Gallup og blaðsins USA Today. Keppinautur Obama, John McCain, nýtur einungis stuðnings þriðjungs kjósenda undir þrítugu. Obama mælist nú með um átta prósentustiga forskot á McCain í baráttunni. - sh Ný skoðanakönnun vestra: Ungt fólk vill Barack Obama SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.