Fréttablaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 40
24 6. október 2008 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 F í t o n / S Í A Mótorsport The Race Car Show 9.–11. janúar 2009 Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting í 2 nætur með morgunverði, rúta, miði á bílasýninguna og íslensk fararstjórn. Verð á mann í tvíbýli: 69.900 kr. Stærsta sportbílasýning í heimi Fararstjóri er Kristján Einar, Formúlu 3 ökumaður. Race of the Champions 13.–15. desember Verð á mann í tvíbýli: 69.900 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting í 2 nætur með morgunverði og aðgangsmiði á Race of the Champions. Meistaradeildin í handbolta Haukar-Zaporozhye 26-25 (13-17) Mörk Hauka (skot): Freyr Brynjarsson 4 (7), Sigurbergur Sveinsson 4/2 (11/2), Elías Már Halldórsson 3 (3), Gísli Jón Þórisson 3 (6), Kári Kristján Kristjánsson 3 (6), Pétur Pálsson 2 (3), Gunnar Berg Viktorsson 2 (5), Andri Stefan 2 (7), Arnar Pétursson 1 (1), Einar Örn Jónsson 1 (3), Arnar Jón Agnarsson 1 (4), Hafsteinn Ingason (1) Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 9 (31/1 29%), Gísli Guðmundsson (3) Hraðaupphlaup: 9 (Freyr 3, Elías 2, Arnar, Sigur- bergur, Gísli, Kári) Fiskuð víti: 2 (Kári 2) Utan vallar: 10 mínútur Mörk Zaporozhye: Sergiy Onufriyenko 10/1 (15/1), Sergiy Burka 7 (14), Yevgen Gurkovsky 3 (3), Oleksandr Pedan 3 (5), Olexiy Ganchev 1 (2), Ievgen Konstantinov 1 (3), Varin skot: Soltan Majeri 14 (33/1 42,4%), Gennadiy Komok 2 (9/1 22,2%) Hraðaupphlaup: 3 (Onufriyenko 3) Fiskuð víti: 1 (Ganchev) Utan vallar: 10 mínútur ÚRSLIT HANDBOLTI Haukar unnu ótrúlegan sigur á úkraínska liðinu Zaporoz- hye í fyrsta leik sínum í Meistara- deildinni í ár, 26-25. Gestirnir voru fjórum mörkum yfir í hálf- leik og náðu mest sjö marka for- ystu en frábær endasprettur Hauka tryggði liðinu góðan sigur á brothættu liði. Haukar byrjuðu leikinn ágæt- lega. Framliggjandi vörn þeirra í upphafi gekk vel sem og sóknar- leikurinn þar sem Haukar áttu greiða leið inn á línu gegn slakri 5-1 vörn Úkraínumannanna. Haukar voru marki yfir, 9-8, þegar rúmt korter var liðið af leiknum en þá breyttu gestirnir í 6-0 vörn sem Haukar áttu fá svör við. Zaporozhye skoraði fimm mörk í röð og munaði enn fjórum mörkum á liðunum þegar flautað var til leikhlés, 13-17. Markverðir Hauka vörðu aðeins tvö skot í fyrri hálfleik og voru lengi í gang í þeim síðari en það kom ekki að sök því varnarleikur Hauka í síðari hálfleik var stór- brotinn. „Við spiluðum varnarleik sem íslensk lið eru ekki vön að leika í alþjóðlegum handbolta. Það er meiri hefð fyrir 6-0 og 5-1 vörn en við ákváðum að reyna að sprengja þetta upp. Markvarslan var lítil og þá verður maður að gera eitt- hvað annað en að bíða og leyfa þeim að skjóta,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, um varnarleik sinna manna í seinni hálfleik. Gestirnir skoruðu þrjú fyrstu mörk síðari hálfleiksins og kom- ust sjö mörkum yfir en þá hrökk varnarleikur Hauka í gang. Zapor- ozhye kom aðeins 15 skotum á mark Hauka í síðari hálfleik og skoraði fimm mörk á 27 síðustu mínútum leiksins. „Ég trúði því ekki hvernig við byrjuðum seinni hálfleikinn. Menn virtust missa trúna þegar við klikkuðum úr fyrsta færinu og því er ég mjög ánægður að ná að mynda þennan kraft. Við eigum eftir að mæta verulega sterkum liðum í þessari keppni og það þýðir ekkert að slaka á þó hin liðin skori úr hraðaupphlaupum. Maður verður að berjast allan tímann.“ Haukar jöfnuðu metin þegar 10 mínútur voru til leiksloka, 22-22. Gestirnir skoruðu tvö næstu mörk en Haukar sýndu mikinn styrk í því að brotna ekki niður og tryggðu sér góðan sigur í fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni í ár. Frábær endasprettur „Spennustigið var ívið of hátt og þess vegna vorum við á eftir bæði í vörninni og markvörslu. Það lýsir sér líka í sóknarleiknum þar sem sækjum ekki í breiddina eins og við ætluðum okkur heldur sækjum við inn á miðjuna á turnana þeirra. Það er ekki vænlegt til árangurs því þar eru þeir sterkir,“ sagði Aron. „Við gerðum okkur þetta sjálfir erfitt fyrir framan af leik en ég er mjög ánægður með kraftinn síð- ustu 20 mínúturnar þegar við spil- um mjög sterka 3-2-1 eða 3-3 vörn og eins keyrðum við þau hraðaupp- hlaup sem við ætluðum að gera allan leikinn. Menn slepptu af sér beislinu og gerðu hlutina betur og réttar,“ sagði glaðbeittur Aron í leikslok. Úkraínumenn ósáttir Vyacheslav Didushenko, þjálfari Zaporozhye, var vægast sagt svekktur yfir að hafa kastað því sem virtist ætla að vera auðveldur sigur frá sér með afleitum síðari hálfleik og þá sér í lagi á síðustu mínútunum. „Við stjórnuðum leiknum en erum með marga unga leikmenn sem hafa ekki leikið áður í Meist- aradeildinni. Okkur skorti reynslu í lokin. Haukar gerðu alla hluti rétt í lokin og því fór sem fór. Við gáfum þeim tækifæri að koma inn í leikinn með slökum sóknarleik okkar. Við áttum að klára leikinn en Haukar gerðu vel.“ - gmi Ótrúlegur varnarleikur hjá Haukum Íslandsmeistarar Hauka léku frábæran varnarleik og sýndu mikinn baráttuanda þegar þeir unnu frækinn sigur, 26-25, gegn úkraínska liðinu Zaporozhye í fyrsta leik sínum í Meistaradeild Evrópu í gær. KRAFTUR Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, hrósaði strákunum sínum sérstaklega fyrir að hafa spýtt í lófana og sett meiri kraft í leik sinn á lokakaflanum og náð þar með að innbyrða frábæran sigur í sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Gunnar Már Guðmundsson, miðjumaðurinn stóri og stæðilegi hjá Fjölni, heldur utan til Noregs í dag þar sem hann mun verða á reynslu hjá norska Íslend- ingafélaginu Lyn. Fyrir hjá Lyn eru þeir Theodór Elmar Bjarnason, Indriði Sigurðsson og Arnar Darri Pétursson. „Þetta er spennandi dæmi og ég er búinn að vita af þessu í nokkrar vikur. Ég veit í sannleika sagt ekki hvernig þetta kom til en ég frétti af þessu í gegnum umboðsmann og er að fara út til æfinga hjá Lyn á morgun [í dag] og verð þar í tæpar tvær vikur,“ segir Gunnar Már. Gunnar Már viðurkennir að hann hafi lengi stefnt að því að komast út og hann ætlar að sjá til hvað kemur út úr þessu. „Þetta skýrist allt á næstu vikum en maður verð- ur náttúrlega að standa sig vel á þessum æfingum til þess að eitthvað gerist. Annars hef ég alltaf stefnt að því að komast eitthvað út og spila og þetta er því vonandi skref í rétta átt,“ segir Gunnar Már sem staðfesti að fleiri erlend félög hefðu spurst fyrir um sig en vildi ekki fara nánar út í það að svo stöddu. Gunnar Már vakti gríðarlega athygli fyrir spilamennsku sína með spútnikliði Fjölnis í sumar og fékk til að mynda sérstakt hrós frá Ólafi Jóhannessyni, þegar landsliðsþjálfarinn var spurður út í þá leikmenn sem hefðu heillað sig í Landsbankadeildinni í sumar. Gunnar Már eða „Herra Fjölnir“ eins og hann er stundum kallaður hefur fylgt Grafarvogsfélaginu úr neðstu deild og upp í þá efstu á skömmum tíma og var í fyrrakvöld valinn besti leikmaður sumarsins á lokahófi Grafarvogsfélagsins. Nýliðar Fjölnis enduðu í sjötta sæti í Landsbankadeild- inni ásamt því að komast í úrslit VISA-bikarsins, þar sem félagið tapaði annað árið í röð. „Eftir uppganginn hjá Fjölni síðustu ár hefði vissu- lega verið gaman að enda tímabilið á bikarmeistara- titli, það hefði toppað gott sumar. En svona er þetta víst stundum, að tapa, maður verður bara að taka því,“ segir Gunnar Már. FJÖLNISMAÐURINN GUNNAR MÁR GUÐMUNDSSON: FER TIL REYNSLU TIL NORSKA FÉLAGSINS LYN Hef alltaf stefnt að því að spila erlendis FÓTBOLTI Gunnar Heiðar Þorvalds- son skoraði mark Esbjerg í 1-0 sigri félagsins gegn AGF í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Þetta var fyrsta mark Gunnars Heiðars fyrir Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni en Eyjapeyinn gekk í raðir danska félagsins á rúmar 25 milljónir króna frá Hannover í Þýskalandi. Annar Íslendingur var á skotskónum í Danaveldi í gær en Rúrik Gíslason skoraði í 1-1 jafntefli Viborgar gegn Hvidovre í dönsku 1. deildinni. - óþ Gunnar Heiðar Þorvaldsson: Á skotskónum fyrir Esbjerg FYRSTA MARKIÐ Gunnar Heiðar opnaði markareikning sinn í dönsku úrvals- deildinni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Fylkismenn gengu nýverið frá ráðningu Ólafs Þórð- arsonar sem þjálfara meistara- flokks félagsins og næsta mál á dagskrá hjá Árbæjarfélaginu er að huga að leikmannamálum, enda margir lykilmenn félagsins með lausa samninga á næstunni. Markvörðurinn Fjalar Þor- geirsson er einn þeirra lykil- manna en hann hefur sterklega verið orðaður við nýkrýnda Íslandsmeistara FH undanfarið. „Ég hef ekki heyrt frá neinum félögum enda væri það ólög- legt,“ segir Fjalar en samningur hans við Fylki rennur út í lok október og félög hafa ekki heim- ild til þess að ræða hann fyrr en eftir 15. október næstkomandi. Fjalar kvaðst vera tiltölulega óviss um framhaldið hjá sér þegar Fréttablaðið tók stöðuna á honum í gær en hann ætlar all- tént fyrst að ræða við Fylkis- menn. „Það var leikmannafundur með nýja þjálfaranum [Ólafi Þórðarsyni] í gærkvöld þar sem hann fór yfir málin og útskýrði hvernig hann vildi hafa hlutina og ég tel bara að það hafi verið farsæl lausn hjá Fylki að fá hann aftur til félagsins. Næsta skref er svo væntanlega að stjórnar- menn Fylkis ræði við þá leik- menn sem eru samningslausir á næstunni og ég á von á því að fá samningstilboð frá þeim fljót- lega. Ég mun svo bara skoða málin út frá því og sé þá til hvort að eitthvað annað sé í boði,“ segir Fjalar að lokum. - óþ Fjalar Þorgeirsson, markvörður Fylkis, er með lausan samning í lok október: Enn óviss með framhaldið ÖFLUGUR Fjalar hefur verið lykilmaður hjá Fylki undanfarin þrjú sumur en samningur hans við Árbæjarfélagið rennur fljótlega út. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN > Sænskt félag á eftir Þórði Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun sænskt úrvalsdeildarfélag hafa fylgst náið með Þórði Ingasyni, markverði Fjölnis, seinni part sumars og mun hann að öllum líkindum fara utan til reynslu á næstu vikum. Hinn tvítugi Þórður hefur átt frábært sumar með Grafarvogsfélaginu og hefur reyndar áður vakið athygli erlendra félaga, þrátt fyrir ungan aldur. En hann fór til að mynda á lánssamningi til enska úrvals- deildarfélagsins Everton þegar hann var aðeins sautján ára gamall. Þórður hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands og á þar alls fimmtán landsleiki að baki.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.