Fréttablaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 10
10 6. október 2008 MÁNUDAGUR ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Það vill oft gleymast að lífið sjálft er ekki skráð í Kauphöllinni. Skeggið á hökunni á þér vex til dæmis óháð gengi krónunnar. Það er ekki gefins að raka sig. Rakvélarblöð eru orðin svo dýr að eftir þeim þarf að spyrja sérstaklega á kössunum í Bónus. Nú þarf auðvitað að nota hvert blað til hins ýtrasta. Styrmir Sævarsson leggur til eitt sparnaðar- ráð sem hann segist hafa lært í Þýskalandi: „Notið gamlan tannbursta til þess að hreinsa drulluna af gömlum rakvélarblöðum til að lengja líf þeirra!“ Annað raksturstengt sem tekur í budduna er rakakrem til að bera á sig eftir rakstur. Sjálfur notaði ég lengi Hugo Boss aftershave, en nú er túpan komin í 5.000 krónur og því sjálfhætt með það. Í Body Shop fann ég ágætis krem sem gerir sama gagn á rúmlega þúsund kall. Svo er auðvitað inni í myndinni að hætta að raka sig og í kreppunni (má kalla þetta kreppu núna?) fjölgar væntanlega skeggjuðum mönnum. Líttu á björtu hliðarnar. Ef þú hættir að raka þig núna þá þarftu ekki að kaupa þér gerfiskegg þegar þú ferð í jólasveina- búninginn á aðfangadags- kvöld! Neytendur: Skeggtískan í kreppunni: Síð skegg það sem koma skal? RASPUTIN VAR ÞEKKTUR FYRIR MIKINN SKEGGVÖXT Og sitthvað fleira eins og Boney M sungu um. ALDRAÐIR Rýmum fyrir aldraða á dvalar- og hjúkrunarheimilum fækkaði um fimmtíu milli áranna 2006 og 2007. Dvalarrýmum fækkaði um 75 en hjúkrunarrým- um fjölgaði um 25. Þetta kom fram hjá Hagstofunni. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra segir að þetta eigi sér eðlilegar skýringar. Unnið hafi verið að því að fækka fjölbýlum og einnig dvalarrým- um. Rekstraraðilar hafi í auknum mæli gert tvíbýli að einbýli og slegið saman herbergjum. - ghs Dvalar- og hjúkrunarheimili: Fjölbýlum aldr- aðra fækkað SKIPULAGSMÁL Bæjarfulltrúar minnihlutans í Ölfusi gagnrýna að ekki er leyft að reisa alifuglabú á Hafnarsandi eins og áður var samþykkt. „Það er mjög óheppi- legt að framkvæmdaðilar séu dregnir á asnaeyrum svo mánuð- um skiptir um staðarval,“ bókaði minnihlutinn. Að sögn meirihlut- ans er stefnan sú að grófari iðnaður sé vestan við byggðina í Þorlákshöfn en fínni iðnaður upp með Hafnarsandi að vatnsverk- smiðjunni að Hlíðarenda. „Rekstur alifuglabús getur haft í för með sér lyktarmengun bæði frá fugli og úrgangi. Svæðið sem um ræðir er vatnsverndarsvæði Þorláks- hafnarbúa auk þess sem risin er vatnsverksmiðja á svæðinu.“ - gar Bæjarstjórn Ölfuss: Hættir við leyfi fyrir alifuglabú ALIFUGLAR Bæjarstjórn Ölfuss vill ekki alifugla á vatnsverndarsvæði. UMHVERFISMÁL „Ég vissi ekki af þessu en þetta hefur komið fyrir áður og þá var brugðist hratt við og hreinsað upp,“ segir Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri steypustöðvarinnar Borgar. Svo verði einnig nú. Íbúar við Hábraut í Kópavogi hafa kvartað undan því við Frétta- blaðið að steypubílar frá stöðinni keyri götuna, sem er brött, með þeim afleiðingum að steypan lekur út og á götuna. „Bílstjórum okkar hefur verið sagt að keyra ekki Hábrautina en það hafa orðið mannabreytingar hjá okkur svo ég get ekki útilokað að þetta sé eftir okkar bíla,“ segir Hermann. „Við erum allir af vilja gerðir til að bregðast við því ef eitthvað er ekki nógu gott í umgengni okkar utan athafnasvæðisins,“ segir hann. Í byrjun júlí hafi Borg einn- ig kynnt Kópavogi hugmyndir að úrbótum innan athafnasvæðisins, til að mynda um að keyra þaðan efni í landfyllinguna á Kársnesi, en því hafi enn ekki verið svarað nema með því að tillögurnar séu til skoðunar. „Það er unnið að því að koma þessu burt en bærinn hefur ekki sýnt því neinn áhuga. Við getum auðvitað ekki verið þeir einu sem eru samstarfsfúsir. Það þarf tvo til,“ segir Hermann. - kóþ Íbúar við Hábraut kvarta undan leka úr steypubílum Borgar: Borg mun bregðast hratt við HÁBRAUT Í KÓPAVOGI Íbúar við Hábraut segja þessa steypu eftir steypubíla Borg- ar, sem fari sífellt bratta brekkuna, þrátt fyrir að það leki úr bílunum. AFGANI Í KABÚL Situr á bedda og spjallar í farsímann í húsarústum í Kabúl í gær. MYND NORDICPHOTOS/AFP ORKUMÁL Orkufyrirtækið Enex, sem er hlutafélag í eigu Geysis Green Energy og Reykjavík Energy Invest, á þriðjungshlut í nýju fyrirtæki í Ungverjalandi sem hefur það að markmiði að reisa fyrstu jarðvarma- virkjun lands- ins. Ætlunin er að nýta upplýs- ingar fengnar úr gas- og olíu- borholum til að finna nægileg- an jarðvarma fyrir orkuver. Stofnkostnaður fyrirtækisins er óverulegur en fjárfestingar næstu ára munu hlaupa á milljörðum króna. Stofnun fyrirtækisins er sam- starfsverkefni Enex, ungverska gas- og olíufélagsins MOL og ástr- alska fjárfestingarsjóðsins Green Rock Energy International. Hvert um sig á þriðjungshlut og nefnist fyrirtækið Central European Geothermal Energy Ltd. (CEGE). CEGE er ætlað að verða leið- andi í nýtingu á jarðvarma í Ung- verjalandi með samvinnu eigenda þess á breiðum grundvelli. Orku- rannsóknir, þróun og rekstur jarð- varmavirkjana verða megin- hlutverk fyrirtækisins með rafmagnsframleiðslu jarðvarma- virkjana að takmarki. Christian Rigollet, forstöðu- maður verkefna í Mið- og Austur- Evrópu hjá Enex, segir að sam- starf MOL og Enex hafi hafist árið 2003 með forrannsóknum og bor- unum. Þær kostuðu um 1.600 milljónir króna og bar Enex um þriðjunginn. Stofnkostnaður nýs fyrirtækis er um tíu milljónir króna en fjárfestingar í nýjum verkefnum munu hlaupa á millj- örðum. „Það hefur tekið nokkurn tíma að fullvissa forsvarsmenn MOL um stofnun fyrirtækis með jafna eignarhlutdeild. Enex er lítið fyrirtæki en MOL gífurlega stórt og fjársterkt.“ Christian segir að þrjú til fjögur svæði í Ungverjalandi lofi mjög góðu. „Við erum að bera þessi svæði saman til að meta hvert þeirra er hentugast og líklegt til arðbærrar virkjunar.“ MOL hefur í gegnum árin safn- að upplýsingum um jarðvarma úr holum sem fyrirtækið hefur borað víðs vegar um Ungverjaland. Þessar borholur hafa verið nýttar til að eyrnamerkja líklega virkj- unarkosti. Fyrirtækin hafa öll lagt til sérfróða starfsmenn í rann- sóknum á jarðvarma og stefnt er að því að reisa fyrstu jarðvarma- virkjun Ungverjalands. Vonir standa til að bygging hennar geti hafist árið 2010 og fullbyggð virkjun verði gangsett innan þriggja ára. Fyrstu áætlanir gera ráð fyrir að hún muni framleiða allt að tíu megavött af rafmagni. CEGE einangrar starfsemi sína ekki við Ungverjaland heldur er áætlað að þróa áþekk verkefni í nágrannalöndum. svavar@frettabladid.is Nýta olíuborholur til leitar að jarðvarma fyrir orkuver Enex hefur stofnað orkufyrirtæki í Ungverjalandi í samstarfi við þarlent gas- og olíufyrirtæki og ástralskan fjárfestingarsjóð. Markmiðið er að reisa jarðvarmavirkjun innan fárra ára. CHRISTIAN RIGOLLET STJÓRNMÁL Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna átelur ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki tekið á þrengingum í efnahagslífi fyrir rúmu ári. Síðan hafi talsmenn stjórnar- flokka skellt skollaeyrum við varnaðarorðum framsóknar- manna og annarra. Ungir framsóknarmenn vilja greiða fyrir erlendri fjárfestingu, meðal annars með uppbyggingu stóriðju. Auka þurfi gjaldeyris- varasjóð þjóðarinnar verulega og hefja vaxtalækkunarferli. Heimili og fyrirtæki geti ekki staðið undir vaxtabyrðinni. - kóþ Ungir framsóknarmenn: Krefjast aðgerða og átelja stjórn Enex sérhæfir sig í þróun verkefna á sviði endurnýjanlegrar orku, sölu lausna, ráðgjöf, hönnun, byggingu, og rekstri jarðvarmavirkjana ásamt orkusölu til endursöluaðila. Félagið nýtir tækniþekkingu og reynslu íslenskra fyrirtækja á sviði jarðvarma og vatnsafls og leitar að samstarfsaðila á hverjum markaði á sviði tækni, eignarhalds og fjár- mögnunar. Starfsstöðvar félagsins eru í Reykjavík, Berlín í El Salvador, Peking í Kína, Wolfratshausen í Þýskalandi og Los Angeles í Banda- ríkjunum. Enex er í eigu Geysir Green Energy (73%) og Reykjavík Energy Invest (26%) ásamt ráðgjafarstofum í íslenska orkugeiranum. Hlutdeild- ar- og dótturfélög Enex eru IAE Inc., Enex Kína, Enex Power Germany GmbH, Enex Deutschland GmbH & Co. KG og Slovgeoterm a.s. ORKUFYRIRTÆKIÐ ENEX FORKÖNNUN Hið nýja orkufyrirtæki sem Enex á aðild að í Ungverjalandi heitir Central European Geothermal Energy Ltd. Stofnkostnaður þess er um tíu milljónir króna. Fjárfestingar í nýjum verkefnum munu hlaupa á milljörðum. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Enex er lítið fyrirtæki en MOL gífurlega stórt og fjársterkt. CHRISTIAN RIGOLLET FORSTÖÐUMAÐUR HJÁ ENEX

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.