Fréttablaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 12
12 6. október 2008 MÁNUDAGUR
Vantar þig undirbúning í stærð-,
eðlis- og efnafræði fyrir háskólanám?
Opni Háskólinn í HR
Námskeið í stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði fyrir nemendur með stúdentspróf og a.m.k. 12 einingar í
stærðfræði framhaldsskóla hefjast á vorönn 2009
Kennsla hefst 8:15 á daginn og lýkur 14:35
Námskeið 1 og 2: 12. janúar – 27. febrúar. 2009 Próf 2. – 6. mars 2009
Stærðfræði (algebra): 90 kennslustundir Efnafræði: 90 kennslustundir og verklegar æfingar
Námskeið 3: 9. mars – 30. apríl. 2009. Próf 4. maí 2009 Stærðfræði (rúmfræði): 90 kennslustundir
Námskeið 4: 9. mars – 15. maí. 2009. Próf 18. maí 2009 Eðlisfræði: 120 kennslust. og verkl. æf.
Allar nánari upplýsingar veita: Málfríður Þórarinsdóttir s. 599 6438 netfang: malfrid@ru.is
Vilborg Jónudóttir s. 599 6255 netfang vilborg@ru.is
STJÓRNMÁL Ráðherrar ríkisstjórn-
arinnar fá samtals 87 milljónir
króna til frjálsrar ráðstöfunar á
næsta ári, samkvæmt fjárlaga-
frumvarpinu,
sömu fjárhæð
og á yfirstand-
andi ári.
Menntamála-
ráðherra fær
mest fé, eða
átján milljónir,
sjávarútvegs-
og landbúnaðar-
ráðherra fá níu
milljónir,
dómsmálaráð-
herra, heilbrigðisráðherra og
iðnaðarráðherra fá átta milljónir
og fjármálaráðherra fær sex.
Þeir fimm ráðherra sem eftir
standa fá allir fimm milljónir
króna til ráðstöfunar. - bþs
Ráðstöfunarfé ráðherra:
Nemur samtals
87 milljónum
DÓMSMÁL Átján ára piltur hefur
verið dæmdur í sekt fyrir að hafa
svikið út vörur og peninga með
debetkorti annars manns.
Pilturinn var dæmdur í Héraðs-
dómi Reykjaness til að greiða 60
þúsund krónur í ríkissjóð.
Samtals sveik pilturinn út
peninga og vörur fyrir um 42
þúsund krónur á allmörgum
stöðum. Hann mætti ekki fyrir
dóm og var málið því lagt í dóm
að honum fjarstöddum.
Var talið sannað að hann hefði
svikið út umræddar upphæðir og
var hann því dæmdur til greiðslu
sektar sem fyrr segir.
- jss
Dæmdur til að greiða sekt:
Sveik út á kort
annars manns
FINNLAND Matti Juhani Saari, ungi
maðurinn sem skaut skólafélaga
sína og kennara í Kauhajoki í
Finnlandi nýverið, skaut um 200
skotum inni í skólabyggingunni.
Rannsókn lögreglu hefur einnig
sýnt að Saari talaði við vini sína
meðan á fjöldamorðinu stóð,
meðal annars hringdi fyrrverandi
kærasta í hann, að sögn dagblaðs-
ins Hufvudstadsbladet. Hann
sagðist þá vera á klósettinu.
Talið er að Saari hafi skipulagt
mun meira blóðbað en raunin
varð. Hann skaut um nokkur
hundruð skotum inni í skólanum
og var alls ekki búinn með
skotfærin þegar hann stytti sér
aldur. Þremur stúdentum tókst að
flýja en ekki hefur enn verið
hægt að yfirheyra þá. - ghs
Skólamorðið í Finnlandi:
Talaði við vini í
miðju morði
KAUHAJOKI Fórnarlambanna hefur verið
minnst með kertaljósum.
NOREGUR Íslenskur karlmaður var
nýlega dæmdur í 36 daga fangelsi
í héraðsdómi í Romsdal í Noregi
fyrir að hafa misnotað velferðar-
kerfið og tekið við barnabótum í
nokkurn tíma eftir að hann flutti
aftur heim til Íslands.
Maðurinn bjó með fjölskyldu
sinni í Molde í Noregi árin 2002-
2003 og fékk þá barnabætur fyrir
börn sín tvö. Þegar fjölskyldan
flutti til Íslands árið 2003 var ekki
látið vita af því og hélt því maður-
inn áfram að taka við greiðslum úr
velferðarkerfinu vegna barnanna.
Heildarupphæðin sem fjölskyld-
an fékk nemur tæplega 1,2 millj-
ónum íslenskra króna.
Þegar athygli mannsins var
vakin á því að hann hefði fengið
greiðslur sem hann ekki átti rétt
á endurgreiddi hann upphæðina
fyrir utan tæplega 7.800 norskar
krónur, eða rúmlega 115 þúsund
íslenskar, sem voru fyrndar, að
sögn Romsdals budstikke. Með
dómnum var hann þó dæmdur til
að greiða þá peninga líka til
baka.
Maðurinn bar fyrir rétti að
vinir hefðu sagt honum að barna-
bæturnar héldu áfram að berast í
nokkurn tíma eftir að hann flytti
heim og svo myndu greiðslurnar
sjálfkrafa hætta. Maðurinn sagð-
ist hafa tekið við greiðslunum í
góðri trú og væri því ekki sekur.
Dómarinn taldi hins vegar að
það hefði verið gróft af honum að
kynna sér ekki málið betur. - ghs
FÉKK DÓM Dómari í Noregi taldi
sakborninginn ekki eiga sér neinar
málsbætur.
Íslendingur tók við barnabótum í Noregi eftir flutning heim til Íslands:
Dæmdur í 36 daga fangelsi
BÓKAÚTGÁFA Bókaútgáfan For-
lagið, sameinuð Edda og JPV-
útgáfa, skilar miklum hagnaði í ár,
eða nálægt 120 milljónum. Þar á
bæ var eins árs starfsafmæli
fagnað um mánaðamótin.
Fyrirtækið er eitt af fáum skuld-
lausum fyrirtækjum í landinu.
„Þetta er ávöxtun upp á 300 pró-
sent af eiginfé, en það segir ekki
neitt. Fyrirtækið er vel fjármagn-
að og borgar ekki vaxtagjöld. Við
lögðum líka allt í þetta,“ segir Árni
Einarsson, stjórnarmaður í For-
laginu og formaður stjórnar Máls
og menningar.
Árni vísar þarna til þess að Mál
og menning seldi í fyrra húseign
sína að Laugavegi 18 til að kaupa
útgáfuhluta forlagsins Eddu af
Björgólfi Guðmundssyni.
Jóhann Páll Valdimarsson í JPV-
útgáfu lagði sitt fyrirtæki á móti
og úr varð Forlagið.
Árni segir ekki hægt að bera
saman rekstur Eddu og Forlags-
ins, vegna þess hve Forlagið skuldi
lítið. Einnig hafi fólkið þar á bæ
lært af reynslunni. „Þetta er hag-
kvæmur rekstur. Við vorum með
eitthvað um 26 starfsmenn í fyrra
og það er enginn flottræfilsháttur
á okkur.
Því miður féllum við í þá gryfju
[í Eddu] að eyða of miklu í samein-
ingunni. Það voru aðrir tímar. Í
staðinn fyrir sex hæðir erum við
nú á tveimur, og önnur þeirra er
kjallari,“ segir hann.
Sameiningin við JPV hafi geng-
ið vel og því sé útlit fyrir sterka
bókaútgáfu næstu árin. Fram-
leiðsla fyrirtækisins er að miklu
leyti innlend og því hefur gengi
krónu ekki úrslitaáhrif á rekstur.
Um jólaútgáfuna segir Árni að
góðir samningar hafi verið gerðir
um prentun innanlands snemma
hausts. „Og fólkið fær að njóta
þess. Við ætlum ekki að velta
öllum hækkunum út í verðlagið og
vonum að við fáum stuðning til
þess að stilla verðhækkunum í
hóf.“ klemens@frettabladid.is
Skuldlaust fyrirtæki
blómstrar í kreppu
Afkoma ársins 2007 var mjög góð hjá Forlaginu og útgáfa á árinu verður meiri
en í fyrra. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir meira lesið á samdráttartímum.
„Ætlum ekki að velta öllum hækkunum út í verðlagið,“ segir stjórnarmaður.
SJÁVARÚTVEGUR Landssamband
íslenskra útvegsmanna heiðraði á
liðinni Kristján Ragnarsson fyrir
störf hans í þágu íslensks
sjávarútvegs. Kristján var um
árabil formaður LÍÚ.
Við sama tækifæri voru
Íslensku sjávarútvegsverðlaunin
veitt. Mörg verðlaun voru veitt og
hlaut Kristbjörn Árnason,
skipstjóri á Sigurði VE-15 frá
Vestmannaeyjum, viðurkenningu
sem framúrskarandi íslenskur
skipstjóri. Þá fékk útgerðin
Bergur-Huginn í Vestmannaeyj-
um viðurkenningu og fiskvinnsl-
an Skinney-Þinganes á Höfn í
Hornafirði. - kóp
Kristján Ragnarsson:
Heiðraður fyrir
framlag sitt til
sjávarútvegs
FÉKK VIÐURKENNINGU Kristján Ragnars-
son var heiðraður fyrir störf í þágu
sjávarútvegs. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ÍSLENDINGAR LESA MEIRA Í KREPPUNNI
„Þetta er ákaflega krefjandi umhverfi en bækur hafa
alltaf selst vel á krepputímum. Íslendingar virðast
þá lesa meira,“ segir Egill Örn Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Forlagsins.
Fyrirtækið áformar að gefa út hátt í 350 titla í ár,
að kennslubókum, endurútgáfum og endurprent-
unum meðtöldum. Það mun vera heldur meira en
Edda og JPV gáfu áður út, sitt í hvoru lagi.
„Sameiningin hefur gengið vonum framar og við
horfum bjartsýn fram á veginn,“ segir Egill Örn á eins
árs afmæli fyrirtækisins.
LEIKUR MEÐ BOLTA Þessi fallegi
ísbjörn í dýragarðinum í Búdapest
í Ungverjalandi brá á leik í gær, á
alþjóðadegi dýra. MYND NORDICPHOTOS/AFP
Með stolinn sófa í eftirdragi
Þrír menn voru handteknir við
umferðareftirlit um helgina. Voru þeir
með talsvert þýfi, meðal annars sófa á
kerru. Ekki er vitað hvaðan hann kom.
Uppdópuð í bíl í borginni
Lögregla handtók fjóra aðfaranótt
sunnudags í bíl við Lágmúla. Við leit
fannst nokkuð af fíkniefnum. Ekki var
hægt að yfirheyra fólkið vegna þess í
hve annarlegu ástandi það var.
LÖGREGLUFRÉTTIR
ÞORGERÐUR
KATRÍN
GUNNARSDÓTTIR