Fréttablaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 4
4 6. október 2008 MÁNUDAGUR EFNAHAGSMÁL „Það er allt búið að vera brjálað hérna yfir helgina, eins og í öðrum Krónu- verslunum um allt land. Ég skil þetta ekki alveg, því framkvæmdastjóri Krónuverslan- anna hefur gefið það út að fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur, að ekkert breytist,“ segir Patrick Pinto, aðstoðarverslunarstjóri í versl- un Krónunnar við Granda. Guðmundur Marteinsson, framkvæmda- stjóri Bónuss, ráðlagði fólki á föstudag að birgja sig upp af vörum því búast mætti við skorti á innfluttum vörum á næstunni. Eysteinn Helgason, framkvæmdastjóri Kaupáss sem rekur Krónuna, sagði sambæri- lega stöðu ekki hafa komið upp hjá Krónunni. Að sögn Patricks hafa viðskiptavinir aðallega birgt sig upp af vörum sem endast vel, eins og hveiti, sykri, spagettíi og kotasælu. Hann merkir ekki aukningu í sölu á mjólk og svipuðum vörum. Patrick býst við svipuðum fjölda viðskiptavina fram eftir viku. Bjarni Sæmundsson, verslunarstjóri Bónuss í Kauptúni í Garðabæ, segir afar misjafnt milli viðskiptavina hversu mikið þeir hafi keypt um helgina. „Sumir eru greinilega dálítið örvæntingarfullir og birgja sig upp af innfluttum vörum eins og dósamat. Þeir virðast hafa minni áhyggjur af kjötvör- um og slíku. Aðrir eru pollrólegir yfir þessu öllu saman,“ segir Bjarni. Ragnheiður Þorsteinsdóttir, vaktstjóri hjá N1 á Hringbraut, segir ekki hafa verið óvenjumikið um að fólk tæki bensín yfir helgina, en Hermann Guðmundsson, forstjóri fyrirtækisins, sagði í Viðskiptablaðinu á föstudag að N1 ætti olíu sem myndi duga í þrjátíu til fjörutíu daga að öllu óbreyttu. „Það var mjög mikið að gera á föstudaginn, en svo róaðist þetta eftir því sem leið á helgina,“ segir Ragnheiður. Elfa Dögg Leifsdóttir, verkefnisstjóri Hjálparsíma Rauða krossins, segir mikla fjölgun hafa orðið á símtölum til hjálparlín- unnar undanfarið, eða fimmtán til tuttugu fleiri á dag. Margir séu að hringja í fyrsta skipti og flestir hafi þeir áhyggjur af lánum sínum sem séu í erlendri mynt. Hún segir suma sem hringja vera á barmi örvæntingar. „Fólk er í andlegu þroti. Flestir bera sig vel en sumir eru mjög örvilnaðir og jafnvel tilbúnir til örþrifaráða. Hins vegar fáum við reglulega þannig símtöl. Óvissan nagar fólk og sest á sálina í því,“ segir Elfa Dögg. Andrés Skúlason, oddviti á Djúpavogi, segir fólk á sínum slóðum beita æðruleysi og allir séu tilbúnir að taka því sem höndum ber. „Ég gæti trúað að erfiðleikarnir verði meiri hjá einstaklingum á þenslusvæðum heldur en í fámenni, þar sem fólk hefur skuldsett sig mikið. Á krepputímum er ákveðin tilhneiging til þess að fólk flytji út á land, og við gætum alveg eins átt von á slíku nú,“ segir Andrés. kjartan@frettabladid.is, kolbeinn@frettabladid.is Matur hamstraður og sím- tölum í hjálparsíma fjölgar Töluvert var um að fólk hamstraði matvörur í verslunum um helgina. Mikið var að gera í bensínsölu hjá N1 á föstudag. Mikil aukning hefur orðið á símtölum til hjálparsíma Rauða krossins undanfarið. Fólk er í andlegu þroti. Flestir bera sig vel en sumir eru mjög örvilnaðir og jafnvel tilbúnir til örþrifaráða.“ ELVA DÖGG LEIFSDÓTTIR HJÁLPARSÍMA RAUÐA KROSSINS ÞÝSKALAND, AP Þýska fjármálaráðu- neytið tilkynnti í gær að ríkisstjórn landsins myndi ábyrgjast allar inni- stæður á einkareikningum lands- manna, og sú trygging væri ótak- mörkuð. Einnig tilkynnti þýska stjórnin að hún myndi gera allt sem í hennar valdi stæði til að koma fasteignalánabankanum Hypo Real Estate AG til bjargar. Rekstur bank- ans stefnir í þrot, en þingmenn og leiðtogar í viðskiptalífi landsins funduðu stíft í Berlín í gær um mögulegar leiðir til þess að hindra að til gjaldþrots kæmi. Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, sagði í gær að ekki yrði leyft að láta vanda einnar fjármála- stofnunar koma hagkerfinu öllu í uppnám. Þess vegna væri mikil- vægt að tryggja áframhaldandi starfsemi Hypo Real Estate-bank- ans. Merkel sagði líka að aðilar sem yrðu uppvísir að því að taka kæru- leysislegar ákvarðanir í fjármálum yrðu látnir axla ábyrgð á þeim. Í síðustu viku náðist með herkj- um samkomulag þess efnis að veita Hypo-bankanum lán upp á 35 millj- arða evra, andvirði um 5.500 millj- arða íslenskra króna. Þýskir fjöl- miðlar hafa hins vegar gefið út að skoðun á reikningum bankans bendi til þess að lánsfjárþörfin sé mun meiri, eða allt að 50 milljarðar evra. - kg Stíft fundað í Þýskalandi vegna yfirvofandi gjaldþrots fasteignalánarisa: Ábyrgjast allar innistæður BJÖRGUNARAÐGERÐ Angela Merkel kanslari og Peer Steinbrück, fjármálaráð- herra Þýskalands, tilkynntu í gær að allt yrði gert til að koma fasteignalánabank- anum Hypo Real Estate til bjargar. NORDICPHOTOS/AFP MANNRÉTTINDI Rússneski blaða- maðurinn og umhverfissinninn Grígorí Pasko mun á morgun, þriðjudaginn 7. október, flytja erindi á opnu málþingi sem Íslandsdeild Amnesty Inter- national heldur honum til heiðurs í Norræna húsinu. Pasko hlaut alþjóðlega frægð er hann var dæmdur til margra ára vinnubúðavistar í Rússlandi eftir að hann vakti athygli á því að rúss- neski flotinn losaði kjarnorku- úrgang í Japanshaf. Málþingið, sem hefst kl. 8.30, er líka haldið til minningar um rússnesku blaðakonuna Önnu Politkovsaju, sem var myrt þann 7. október fyrir tveimur árum. - aa Opinn málfundur á morgun: Fyrrum sam- viskufangi talar SÖFNUN Um átta milljónir söfnuðust á höfuðborgarsvæðinu í söfnun Rauða krossins, Gengið til góðs, á laugardag. Enn á eftir að telja hve mikið safnaðist á landsbyggð- inni og í símasöfnun, en hún er enn í gangi. „Við fengum það góð viðbrögð frá þeim sem voru heima, menn vissu af okkur og voru reiðubúnir með fé, að við vonumst til að þeir sem ekki fengu heimsókn taki þátt í símasöfnuninni,“ segir Sólveig Ólafsdóttir, framkvæmda- stjóri Rauða kross Íslands. Féð sem safnast verður notað til að sameina fjölskyldur í Kongó. - kóp Söfnun Rauða krossins: Átta milljónir komnar í hús SÓLVEIG ÓLAFSDÓTTIR TRÚMÁL Samkvæmt ríkisreikningi fóru tæpir 5,4 milljarðar króna í liðinn „Trúmál og önnur félags- mál“ árið 2007. Fjárheimildir gerðu ráð fyrir 5,4 milljörðum þannig að liðurinn var aðeins undir áætlun. Útgjaldafrekasti liðurinn er sóknargjöld, en þau eru rétt rífir tveir milljarðar. Þá fara 1,4 milljarðar til Þjóðkirkjunnar, 360 milljónir í jöfnunarsjóð sókna, 257 í kirkjumálasjóð og 83 milljónir í Kristnisjóð. Kirkjugarðarnir fengu 787 milljónir á síðasta ári. Til samanburðar má nefna að 5,3 milljarðar króna fóru í liðinn „Flugsamgöngur“ í fyrra. - kóp Ríkisreikningur í fyrra: 5,4 milljarðar fóru í trúmál TÓMAR HILLUR Fólk flykktist í matvöruverslanir yfir helgina, margir í þeim tilgangi að hamstra matvörur. Vörur með langan endingartíma seldust best, að sögn verslunarstjóra í Bónus og Krónunni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL GENGIÐ 3.10.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 206,7204 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 112,36 112,9 198,72 199,68 155,65 156,53 20,862 20,984 18,75 18,86 16,015 16,109 1,0683 1,0745 172,37 173,39 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg Helsinki Eindhofen Amsterdam London Berlín Frankfurt Friedrichshafen París Basel Barcelona Alicante Algarve Tenerife HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 8 8 8 8 10 8 10 15 10 13 20 10 14° 14° 7° 10° 14° 9° 17° 17° 16° 14° 16° 16° 17° 19° 24° 26° 24° 21° 7 12 Á MORGUN 8-18 m/s,hvassast með norðurströndinni og á Vestfjörðum. MIÐVIKUDAGUR 5-10 m/s 6 8 10 10 9 8 4 10 8 8 8 10 7 9 7 9 1210 VINDASAMT Í dag og á morgun verður býsna hvasst á landinu. Sýnu hvassast verður í dag á sunnan- og vestan- verðu landinu og á hálendinu. Þar gæti vindur slegið í storm. Á morgun verður hins vegar hvassast á Vest- fjörðum og norðan til á landinu. Það lægir á miðvikudag. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.