Fréttablaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 14
14 6. október 2008 MÁNUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Úrelding olíunnar 4. hlutiH2 CO 2 O 2NiMH DME Li-ionC 2H 6 O T il að gera Ísland minna háð innflutningi dýrs og meng- andi jarðefnaeldsneytis er unnt - og reyndar nauðsyn- legt - að gera fleira en að flýta fyrir rafvæðingu einkabílsins. Önnur leið er að gera almenningssamgöngur skilvirkari og meira aðlaðandi svo að minni þörf skapist á akstri einka- bíla í mesta þéttbýlinu. Þá þarf að gera vöruflutninga skilvirkari og minnka þörf þeirra fyrir eldsneyti. Í ljósi þess að þriðj- ungur allrar neyzlu jarðefnaelds- neytis Íslendinga er olíueyðsla fiskiskipaflotans myndi muna mestu um að finna leiðir til að knýja skip með öðrum orkugjöfum en olíu. Um þá möguleika verður fjall- að síðar en hér verður sjónum beint að því hvað hægt er að gera til að gera aðrar landsamgöngur en einka- bílaakstur minna háðar jarðefna- eldsneyti og hvernig þær geta dreg- ið úr akstri einkabíla og þar með minnkað heildareldsneytisþörf samfélagsins. Skipulagsmál skipta líka miklu máli í þessu samhengi; væri þeirri hugsun gefið meira vægi í borgar- skipulaginu að gera íbúunum kleift að sinna daglegum nauðsynjaerind- um á borð við innkaup og ferðir til og frá vinnu eða skóla án þess að þurfa á bíl að halda myndi það hjálpa mjög til við að draga úr bíla- umferð. Ímynd og skilvirkni Megnið af daglegri bílaumferð á Íslandi fer fram á götum höfuð- borgarsvæðisins. Daglegur akstur hvers einkabíls er að jafnaði innan við 50 kílómetrar og á meirihluta heimila eru minnst tveir bílar í rekstri. Með betri almenningssam- göngum sem fleiri vildu nota væri hægt að draga verulega úr þessum akstri. Til þess að bæta almennings- samgöngur þannig að þetta mark- mið næðist þarf hins vegar að gera meira en að skipta út díselknúnum strætisvöngum fyrir metangas- vagna, svo dæmi sé nefnt um það sem verið er að gera í að uppfæra strætisvagnakerfið á höfuðborgar- svæðinu. Hugmyndir um „léttlestar- kerfi“ eru heldur ekki raunhæf leið að þessu marki; einfaldlega vegna þess hve dreifð byggðin er yrði slíkt kerfi allt of dýrt, og auk „léttlesta“ á stofnleiðum yrði hvort eð er að reka strætisvagnaleiðir út um hin dreifðu úthverfi borgarinnar. Ein meginröksemd þeirra sem styðja hugmyndir um „léttlestir“ er að þær eru rafdrifnar og hafa allt aðra og meira aðlaðandi ímynd en hefðbundnir strætisvagnar. En þessum kostum „léttlesta“ er hægt að ná með öðrum og kostnaðarminni aðferðum. Til lengri tíma litið er hægt að sjá fyrir sér raf-/metangas- drifna tvinnvagna sem væru eins og blendingur leigubíls og hefð- bundins strætisvagns. Sjá má fyrir sér að leiðakerfi þeirra væri sveigj- anlegt og stýrt af GPS-staðsetning- artækni og tengt farsímakerfinu, þannig að hver farþegi geti stigið um borð nær þeim stað sem hann er staddur á og frá borði nær áfanga- stað en hið lítt sveigjanlega leiða- kerfi nútímans býður upp á. Þæg- indi verði stóraukin og biðtími eftir fari styttur mjög. Nýjungar lofa góðu Til skemmri tíma litið lofa þær nýjungar góðu sem strætisvagna- framleiðendur eru að vinna að. Dæmi um það fékk greinarhöfund- ur að sjá í heimsókn hjá sænska vörubíla-, strætisvagna- og rútu- framleiðandanum Scania. Þar er unnið að ýmsum nýjungum, en ein sú allra áhugaverðasta er rafmagns- etanól-tvinndrifinn strætisvagn sem er byggður upp á einingum sem hægt er að raða saman eftir þörfum (sjá nánar hér að neðan). Í samanburði við díselknúinn vagn losar þessi tvinndrifs-vagn, sem er knúinn rafmagni en etanól-dísilvél sér rafmótornum fyrir raforkunni, allt að 90 prósentum minna af kol- tvísýringi og eyðir minnst fjórð- ungi minna eldsneyti. En það sem er jafnvel mikilvægara en sá útblásturs- og eldsneytissparnaður sem næst með þessari tækni þá eru líkur á því að svo nýstárlega hann- aður strætisvagn, sem býður upp á meiri þægindi og auðveldari umgengni fyrir farþegana, geti breytt ímynd strætisvagna þannig að fleira „venjulegu“ fólki, sem annars er erfitt að fá til að stíga út úr bílnum sínum upp í strætó, til að velja að ferðast með slíkum almenn- ingsvagni. Án olíu í Stokkhólmi Scania hóf strax fyrir hálfum öðrum áratug að sjá almenningssamgöngu- samlagi Stór-Stokkhólms, SL, fyrir líf-etanóldrifnum strætisvögnum. Þar með hefur safnast mikil reynsla hjá SL af rekstri lífeldsneytis-stræt- isvagna. Enginn díselknúinn strætisvagn er á götunum lengur innan miðborgar-umferðarskatts- markanna í Stokkhólmi og síðustu díselvagnarnir á Stór-Stokkhólms- svæðinu eru á útleið. Í þeirra stað koma bæði etanól- og gasdrifnir vagnar. Þá eru sorphirðubílar borg- arinnar brátt allir knúnir metangasi sem að mestu kemur úr þar til gerðri nýtingarstöð lífræns úrgangs. Og nú í vetur koma á götur Stokkhólms nokkrir tilraunavagnar frá Scania sem eru hefðbundnir útlits en útbúnir raf-etanóltvinndrifi tilraunavagnsins sem getið var hér að framan. Nú þegar eru enn fremur flestir leigubílar Stokkhólms lífeldsneyt- isbílar (knúnir E85, lífdísel eða metangasi) og borgin hefur efnt til samstarfs við orkufyrirtækið For- tum um tilraunir með tengil tvinn- bíla, en eitt af helztu markmiðum þeirrar tilraunar er að finna út úr því hvar í borgarlandslaginu hag- stæðast sé að koma upp hleðslu- stöðvum fyrir tengiltvinn- og raf- bíla. Miðborgar-umferðarskattskerf- ið, sem var fyrst komið upp í til- raunaskyni en var síðan ákveðið í almennri atkvæðagreiðslu um leið og síðustu borgarstjórnarkosning- ar fóru fram að skyldi verða varan- legt frá 1. ágúst 2007, hefur eitt og sér dregið úr umferð í miðborginni og þar með bæði mengun og umferðarteppum. Reynsla sem læra má af Allar þessar lausnir eiga þátt í að draga úr eldsneytiseyðslu en þó sérstaklega útblæstri koltvísýrings og annarra mengandi efna frá öku- tækjum og bæta þar með lífsgæði íbúanna. Ulla Hamilton, sem fer með umhverfis- og samgöngumál í borg- arstjórn Stokkhólms, segir mark- visst unnið að metnaðarfullum markmiðum á þessu sviði. Spurð hvort hún telji borg eins og Reykja- vík geta lært af reynslu Stokkhólms segir hún tvímælalaust svo vera. Almenningssamgöngur á 21. öld METNAÐUR Í STOKKHÓLMI Strætisvagn af stærri gerðinni, sem útbúinn hefur verið með etanól-raftvinndrifi Scania, á götu í Stokkhólmi. Þar í borg eru síðustu díselolíuknúnu strætisvagnarnir á útleið. LJÓSMYND/SCANIA Scania hefur þróað „strætisvagn framtíðarinnar“ sem er búinn etanól-tvinn-rafdrifi og er sam- settur úr einingum sem gerir hönnunina mjög sveigjanlega og opnar fyrir hagkvæma möguleika á klæðskerasniðnum útfærslum. Með tvinndriftækninni vinnst bæði mikill eldsneytissparnaður – hann er talinn nema minnst 25 prósentum – og með því að láta aflgjafann fyrir rafmótorinn ganga fyrir lífeldsneyti er með þessari tækni hægt að draga úr koltvísýringsútblæstri um allt að 90 prósentum, miðað við sambærilegan dísilknúinn vagn. Að sögn Nils-Gunnars Vågs- tedts, sem stýrir tvinntækni- þróuninni hjá Scania í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Södertälje suðvestur af Stokkhólmi, verður tvinndrifsbúinn strætisvagn að vera 20-30 prósentum sparneytnari en hefðbundinn til að réttlæta aukakostnað- inn við að fjárfesta í þessari dýrari tækni. Krafa sé gerð um að tvinndrifsbúnaðurinn endist eins lengi og vagninn sjálfur. Samsettur úr einingum Yfirbygging tvinndrifsvagnsins er öll úr áli og er sett saman úr fjórum höfuðein- ingum: ■ farþegaeiningunni í miðjunni þar sem engar hjólskálar spilla rýminu, ■ framendann þar sem ökumaðurinn situr fyrir miðju (líkt og í sporvagni eða jarðlest) ofan á framöxlinum, ■ afturendann þar sem allt drifkerfið er í einni einingu ofan á stýranlegum afturhjól- unum, ■ toppstykkinu þar sem pláss er fyrir orkugeymslueiningar (ofurþétta eða rafgeyma), rafmagns-loftkælingu, miðstöð og loftræstikerfi, og pláss fyrir gastanka (ef gas er valið sem orkugjafi brennsluvél- ar tvinndrifkerfisins, en það gæti einmitt hentað vel hér á landi þar sem Reykjavíkurborg á metangasið sem upp úr gömlu öskuhaugunum kemur). Um 80 prósent hlutanna sem vagninn er samsettur úr er þegar í framleiðslu í Omni-strætisvagnalínu Scania. Prófanir á tvinndrifkerfinu eru hafnar í hefðbundnum strætisvögnum á götum Stokkhólms, en að sögn Vågstedts eru enn nokkur ár í að þessi tækni verði komin á það stig að hægt verði að markaðssetja hana. Mest sparast í borgarakstri Vågstedt segir lykilforsenduna fyrir því að tvinndriftæknin verði samkeppnishæf vera orkugeymslukerfið. Í tilraunavögn- unum er notazt við ofurþétta frekar en hefðbundna rafgeyma, en ástæðan fyrir því er að hægt er að hlaða raforku mun hraðar inn á ofurþétta og sækja hana út af þeim aftur en hægt er jafnvel í nýjustu gerð liþíumrafhlaðna. Gallinn við ofur- þétta er að orkugeymslugeta þeirra er mun minni en rafhlaðna. Þar sem rafmagns- geymslutæknin sé nú í örri þróun segist Vågstedt sjá fyrir sér að tvinntækni eigi eftir að hefja innreið sína fyrir alvöru í bæði farþega- og vöruflutningabíla á næstu árum. Tvinn- tæknin bjóði upp á mestan eldsneytissparn- að í borgarakstri, þar sem oft þarf að hemla og taka af stað. Því verði „full-tvinndrif“ í strætisvögnum, sorphirðubílum, innanbæjar-vörudreifing- arbílum og fleiri slíkum vinnubílum. „Mildari“ útfærslur af tvinndrifi henti betur í langaksturs-vörubíla og rútur. Það eitt að endurvinna hemlunarorku bjóði upp á minnst 10 prósenta eldsneytissparn- að í þungum farartækjum og því muni borga sig að hafa að minnsta kosti „mildustu gerð“ slíks tvinndrifsbúnaðar í nær öllum slíkum ökutækjum. STRÆTISVAGN FRAMTÍÐARINNAR? Meðal einkenna á tvinndrifs-strætisvagni Scania er að hjólin eru út við hornin og gólfið í vagninum er slétt og lágt. LJÓSMYND/SCANIA Tvinndrifstæknin hefur innreið sína í þung farartæki TVINNDRIF Það byltingar- kennda við „framtíðar- strætó“ Scania er að allur drifbúnaðurinn rúmast í einingu ofan á stýranleg- um afturhjólunum. MYND/SCANIA FRÉTTASKÝRING AUÐUNN ARNÓRSSON audunn@frettabladid.is NILS-GUNNAR VÅGSTEDT Hægt er að gera einkabílinn óháðan jarðefnaeldsneyti með raf- og lífeldsneytisvæðingu. En almenningssamgöngur geta líka leikið hlutverk í að gera Ísland óháð innfluttu eldsneyti og í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Lausnin er þó ekki „léttlestakerfi“. FJÓRÐA GREININ AF FJÓRUM Reykja- vík gæti tvímælalaust lært af reynslu Stokkhólms af innleiðingu vistvænni sam- gangna. ULLA HAMILTON FER MEÐ UMHVERFIS- OG SAMGÖNGU- MÁL Í BORGARSTJÓRN STOKKHÓLMS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.