Fréttablaðið - 06.10.2008, Side 46

Fréttablaðið - 06.10.2008, Side 46
30 6. október 2008 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. hluta sólahrings, 6. samanburð- artenging, 8. gums, 9. kusk, 11. leita að, 12. gafl, 14. svall, 16. drykkur, 17. sauðaþari, 18. kerald, 20. bókstafur, 21. glufa. LÓÐRÉTT 1. erindi, 3. verkfæri, 4. mótrök, 5. fyr- irboði, 7. hagnýtt gildi, 10. óvild, 13. framkoma, 15. flink, 16. lögg, 19. frá. LAUSN LÁRÉTT: 2. dags, 6. en, 8. lap, 9. ryk, 11. gá, 12. stafn, 14. slark, 16. te, 17. söl, 18. áma, 20. ká, 21. rifa. LÓÐRÉTT: 1. vers, 3. al, 4. gagnrök, 5. spá, 7. nytsemi, 10. kal, 13. fas, 15. klár, 16. tár, 19. af. „Þetta stendur allt og fellur með Woyzeck hvort við förum inn eða ekki,“ segir leikstjórinn Gísli Örn Garðarsson hlæjandi. Svo getur farið að leikhópurinn Vesturport verði örlagavaldur í mögulegri inngöngu Íslands í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Hópurinn sýnir leikritið Woyzeck á New Wave-hátíðinni í Bam-leik- húsinu í New York um miðjan október, á sama tíma og öryggis- ráðið þingar í borginni. Íslenska utanríkisráðuneytið hefur fengið 45 miða á frumsýn- inguna og ætlar að bjóða meðlim- um öryggisráðsins með í von um að heilla þá upp úr skónum með íslenskri menningu eins og hún gerist hvað best. Eftir sýninguna munu ráðamennirnir og meðlimir Vesturports síðan hittast og ræða málin. „Það er spurning hvort maður verði ekki að búa til „happy end- ing“ á þetta því mér finnst hvíla svolítil ábyrgð á okkur,“ segir Gísli Örn og kímir. „Þessi sýning hefur verið okkur til sóma hingað til og ég held að þetta sé ekkert til að skammast sín fyrir. Ég hlakka bara til að hitta allt þetta fólk.“ Um þrjár sýningar verður að ræða í tvö þúsund manna sal Bam- leikhússins, sem er afar virt og er meðal annars þekkt fyrir samstarf sitt við sænska leikstjórann Ing- mar Bergman. Þetta verður í fyrsta sinn sem Vesturport sýnir í Bandaríkjunum og hlakkar Gísli mikið til. „Að fara til New York er algjörlega frá- bært. Það verður mjög gaman að prófa og sjá hvernig þetta á eftir að virka í Ameríku.“ Hann segist hafa verið nálægt því að sýna Ham- skiptin og Rómeó og Júlíu í Bandaríkjun- um en það hafi ekki gengið upp. „Við vorum komin á Broadway [með Rómeó og Júlíu] en ég hafnaði samn- ingnum því hann var svo lítið okkur í hag.“ Þrjú ár eru liðin síðan Vestur port frumsýndi Woyzeck í London. Gísli segist síður en svo vera orð- inn þreyttur á uppfærslunni. „Ég er ekki frá því að þetta sé skemmtilegasta sýningin sem við ferðumst með.“ Vesturport er í Dublin þessa dagana að sýna Hamskiptin og hafa viðtökurnar verið mjög góðar. „Við höfðum stuttan tíma til að setja upp og vorum ekki alveg til- búin en það hefur verið brjáluð stemning og alltaf uppselt.“ Þeirri sýningahrinu lýkur á sunnudag og þá hefst undirbúningur fyrir hina mikilvægu Bandaríkjaferð sem gæti skipt sköpum fyrir íslensku þjóðina. freyr@frettabladid.is GÍSLI ÖRN GARÐARSSON: VESTURPORT SÝNIR WOYZECK Í NEW YORK Innganga í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í húfi WOYZECK Meðlimir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna verða á meðal gesta í Bam- leikhúsinu í New York 15. október. GÍSLI ÖRN GARÐARS- SON Gísli Örn gerir sér grein fyrir mikil- vægi sýningarinnar í New York. Benedikt Erlingsson mun frum- sýna nýja stuttmynd sína, Nagl- ann, í bíósal Kaupþings á þriðju- dag klukkan 18. „Á meðan bankar voru enn þá að gefa listamönnum fé var ég svo heppinn að fá þrjú hundruð þús- und krónur frá Kaupþingi og ég ætla að frumsýna þarna þeim til heiðurs,“ segir Benedikt. „Þeir eru með einn flottasta bíósal sem um getur og þarna verða banka- menn, aðstandendur og vinir þeirra. Það er margt sem þeir leyfðu sér á þessum árum og salurinn er ákveðið minnismerki um það.“ Í myndinni leikur Þorsteinn Gunnarsson ráðamann þjóðar. Hann fær nagla í höfuðið og hlýtur framheilaskaða. Verður hann fyrir vikið betri leiðtogi en verri pólit- íkus. „Hún tengist svolítið eðli stjórnmálamanna og spyr spurn- inga um hvar hæfileikar þeirra liggja,“ segir Benedikt. Hann er nýkominn heim frá Svíþjóð þar sem myndin var forsýnd á kvik- myndahátíðinni Nordisk Pano- rama. „Hún fékk ægilega fín við- brögð og það var mikill söluáhugi.“ Benedikt er í fæðingarorlofi um þessar mundir en eftir að því lýkur munu hestar og Sturlunga eiga hug hans allan. „Við sjáum hvað peningaöflin segja,“ segir hann dulur, spurður nánar út í verkefnin. - fb Benedikt frumsýnir í bíósal Kaupþings „Ég hef fengið frábær viðbrögð heimamanna og ekki síst fjölmiðla og ráðamanna þessara landa,“ segir rithöfundurinn Ármann Reynisson. Og blæs á kreppuna sem má heita athyglisvert en Ármann er frumkvöðull á sviði hlutabréfaviðskipta á Íslandi. Hann hefur söðlað um og lætur ekki heimsins prjál trufla hugarró sína: Ekki er að sjá að fjármála- kreppa ætli að reynast Vinjettu- höfundinum góðkunna fjötur um fót. Ármann er í útrás og hefur nú sent frá sér tvö Vinjettusöfn sem eru jafn fjölbreytt að efni og fyrri bækur höfundar en vinjettur kall- ar hann ljóðrænar örsögur sínar: Vinjettur VIII þar sem finna má sögur frá Færeyjum og hins vegar Vestnorrænar vinjettur sem gefn- ar eru út í tilefni af 40 ára afmæli Norræna hússins í Reykjavík „Hver vinjettanna er á fjórum tungumálum það er íslensku, fær- eysku, dönsku og grænlensku. Þetta er í fyrsta skipti sem Vest- norrænu tungumálin koma saman í einni bók sem bókmenntatexti. Með þessari útgáfu vil ég opna augu nágrannaþjóðanna fyrir hvor annarri og ekki síst umheimsins á þessu áhugaverða menningar- svæði,” segir Ármann sem hefur í framhaldi af útgáfunni ferðast til Grænlands og Færeyja en á næst- unni er fyrirhuguð kynning í Kaupmannahöfn. - jbg Ármann Reynisson blæs á kreppuna NAGLINN Stuttmynd Benedikts Erlingssonar, Naglinn, verður frumsýnd í bíósal Kaup- þings á þriðjudag klukkan 18. ÁRMANN REYNISSON Tengir saman menningarsvæði og vekur athygli umheimsins á vest-norrænu menningarsvæði. „Þegar ég næ útvarpi, það er nú ekki alltaf, þá hlusta ég á Zúú- ber á FM á morgnana frá sjö til tíu. Ég fer svo yfir í geisladisk- ana til hádegis, og stilli yfir á Óla Palla á Rás 2 eftir hádegi.“ Reynir Hrafn Stefánsson, gröfu- og vörubílstjóri. 250 ÓKEYPIS KROSSGÁTUR NÝ GÁTA Í HVERRI VIKU w w w .t h is .i s /k ro s s g a tu r w w w .t h is .i s /k ro s s g a tu r VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Sjö milljarða króna. 2 J.K. Rowling. 3 Ellefu sinnum. Söngsýning Íslensku óperunnar um ævi Janis Joplin var frumsýnd á föstudagskvöldið. Ilmur Kristj- ánsdóttir þykir vinna leiksigur í hlutverki hinnar rámu og ógæfu- sömu söngkonu sem féll frá aðeins 27 ára að aldri, eins og mörg önnur þekkt rokkgoð. Í svo miklu stuði var Ilmur eftir að sýningunni lauk að hún fékk mótleikkonu sína, Bryndísi Ásmundsdótt- ur, til að taka aukalag og steig trylltan dans úti í áhorfendaskar- anum. Meðal þeirra sem klöppuðu Ilmi og Bryndísi lof í lófa má nefna Tinnu Gunnlaugsdóttur þjóðleikhússtjóra en ekki langt frá sat samstarfskona hennar og leiklistarráðunauturinn Melkorka Tekla Ólafsdóttir og eigin- maður hennar Kristján Hrafnsson. Jóhann Sigurðarson var einnig meðal gesta auk þess sem leikarinn Atli Rafn fylgdist grannt með. Jafnframt mátti sjá glitta í söngkon- una Ragnheiði Gröndal og Saga Film-fram- leiðandann Magnús Viðar Sigurðsson. Hins vegar tóku frumsýningargestir eftir því að nokkuð vantaði upp á að fullt væri í salnum sem þykir nokkuð óvenjulegt þegar um frum- sýningu í Óperunni er að ræða. Ráðamenn íslensku þjóðarinnar voru til að mynda víðsfjarri en þeir hafa jafnan látið sjá sig á slíkum sýningum. Forkólfar úr viðskipta- lífinu voru einnig víðsfjarri en meðan á góðærinu stóð flykktust þeir í óper- una. Þetta kom að sjálfsögðu engum á óvart því allir þessir hópar sátu, jú, á fundum alla helg- ina og höfðu lítinn tíma til að lyfta sér upp í dagsins önn. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.