Fréttablaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 6
6 6. október 2008 MÁNUDAGUR
Opnunartímar
á Smiðjuvegi:
Virka daga
8.00–18.00
Laugardaga
10.00–13.00
Ókeypis geymsla á
sumardekkjunum ef
keypt eru ný vetrardekk
hjá Sólningu.
Hausttilboð
til 10 október.
SÓLNING
Njarðvík, Fitjabraut 12, sími 421 1399
Selfoss, Gagnheiði 2, sími 482 2722
Skiptu á
vetrardekkin
í dag
Telur þú að í sjónmáli sé lausn
á vanda fjármálakerfisins á
Íslandi?
Já 48%
Nei 52%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Hefur þú tekið út fjármuni úr
banka að undanförnu vegna
efnahagskreppu?
Segðu þína skoðun á visir.is.
LÖGREGLUMÁL Tveir lögreglumenn
á Suðurnesjum meiddust við
hnefahögg og spörk þegar ráðist
var á þá í fyrrinótt. Tildrög
árásarinnar voru þau að á
laugardagskvöldið fóru lögreglu-
menn í fjölbýlishús í Keflavík og
hugðust handtaka þar æstan
mann.
Þrír félagar mannsins brugðust
hins vegar ókvæða við og ætluðu
að koma félaga sínum undan
lögreglu. Allt fólkið var þá
handtekið og fékk að gista
fangageymslur lögreglunnar. - kdk
Lögreglan á Suðurnesjum:
Ráðist á lög-
reglu í Keflavík
EFNAHAGSMÁL Athafnakonan Guð-
björg Matthíasdóttir seldi lungann
úr 1,71 prósents hluti sínum í Glitni
á fimmtudaginn 25. eða föstudaginn
26. september en snemma dags
mánudaginn 29. var tilkynnt um að
bankinn yrði þjóðnýttur. Þetta kom
fram í fréttum Stöðvar 2 í gær.
Guðbjörg var sú eina af tuttugu
stærstu hluthöfum bankans sem
seldi hlut sinn í vikunni áður en
ríkið yfirtók stóran hluta bankans.
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs-
son, helsti ráðgjafi Guðbjargar í
viðskiptum á undanförnum árum,
sagði að tímasetningin væri hrein
tilviljun. Gerður hefði verið sölu-
réttarsamningur um hlut hennar
sem gilti í eitt ár þegar Glitnir
keypti hlut hennar í TM í septemb-
er í fyrra. Sölurétturinn hafi aðeins
verið virkur í tvo daga þegar hann
var nýttur.
Gunnlaugur Sævar er náinn vinur
Davíðs Oddssonar Seðlabanka-
stjóra og kom fram í frétt Stöðvar 2
að hann hefði til að mynda verið
veislustjóri í fimmtugsafmæli hans.
Sonur Guðbjargar, Einar Sigurðs-
son, vinnur í Glitni. - kdk
Guðbjörg Matthíasdóttir seldi hlut sinn í Glitni rétt fyrir þjóðnýtinguna:
Einn stærstu hluthafa Glitnis slapp
GUÐBJÖRG
MATTHÍASDÓTT-
IR Guðbjörg
var sú eina af
stærstu hlut-
höfum bankans
sem seldi hlut
sinn rétt fyrir
þjóðnýtingu.
GUNNLAUGUR
SÆVAR GUNN-
LAUGSSON
Gunnlaugur
er ráðgjafi
Guðbjargar í
viðskiptum og
náinn vinur Dav-
íðs Oddssonar.
SKÁK Fyrri hluti Íslandsmóts
skákfélaga fór fram um helgina.
Eftir fjórar umferðir er Taflfélag
Bolungarvíkur í efsta sæti með
24,5 vinninga. Í öðru til þriðja
sæti eru Skákdeild Fjölnis og
Taflfélagið Hellir með 21,5
vinninga.
Alls taka 54 sveitir þátt í
mótinu í fjórum deildum sem er
metþátttaka. Keppendur eru
nærri 400, þar af um 20 stór-
meistarar.
Seinni hluti Íslandsmóts
skákfélaga verður haldinn á
Akureyri í vor. - pal
Íslandsmót skákfélaga:
Bolungarvík er
í efsta sæti
RANNSÓKN Dómar yfir kynferðis-
brotamönnum gegn börnum eru of
vægir. Þetta viðhorf kemur fram í
viðtölum Svölu Ólafsdóttur, sér-
fræðings og kennara í refsirétti við
Háskólann í Reykjavík, við sex
starfandi dómara. Viðtölin eru liður
í rannsókn sem hún vinnur að sem
hluta af meist-
araritgerð sinni
í afbrotafræði.
„Því er gjarn-
an haldið fram
að dómstólar séu
farnir að hlaupa
á eftir almenn-
ingsálitinu og
kröfum almenn-
ings um fleiri
sakfellingar og
þyngri refsingar. Engar rannsóknir
styðja þó þá fullyrðingu,“ segir
Svala.
Dómurum er oft legið á hálsi að
sinna þessum málum ekki af nægi-
legri festu og þeim brigslað um
skeytingarleysi. Svala segist ekki
hafa fundið fyrir því viðhorfi meðal
dómara og nefnir sem dæmi
ummæli eins dómarans sem séu
dæmigerð fyrir viðhorf þeirra:
„Mér finnst þessi mál og þessi brot
... það skelfilegasta sem maður
getur eiginlega hugsað út í. Og brot-
in sjálf eru alveg hræðileg og jafn-
ast á við verstu líkamsmeiðingar
eða limlestingar eða manndráp.“
Svala segir að markmiðið með
rannsókninni hafi verið að kanna
persónuleg viðhorf dómara fremur
en hrein lagaleg viðhorf þeirra.
Úrvinnslu úr viðtölunum er ekki
lokið en unnið er að henni. Í gögnun-
um komi fram „sterkar vísbending-
ar um að rótin að þessari þróun, þar
sem frásögn þolanda fær aukið
vægi, sé skýr vitund dómaranna
sjálfra um eðli og alvarleika þess-
ara brota.“
Svala telur að ekki liggi fyrir vís-
bendingar um að þrýstingur
almennings eða fjölmiðla hafi vald-
ið þeirri þróun sem birtist í að sak-
felling sé byggð á frásögn þolanda.
Hún útskýrir að aukinn skilningur á
alvarleika brotanna hafi á hinn bóg-
inn leitt til sérstakrar og aukinnar
viðleitni til að leggja mat á trúverð-
ugleika frásagnar meints brotaþola
til að meta hvort óhætt þyki að
leggja hana til grundvallar sakfell-
ingu, þótt við lítið annað sé að styðj-
ast.
Bakgrunnur þessa mats er oftar
en ekki sérfræðilegar álitsgerðir,
sem aftur byggjast á almennum
rannsóknum á trúverðugleika vitna,
einkum barna. Með þessari þekk-
ingu segir hún menn telja sig geta
metið betur en ella hvenær frásögn
er trúverðug og að með því að beita
henni sé ekki slakað á sönnunar-
kröfum. Dómarar virðist auk þess
mjög meðvitaðir um mikilvægi þess
að láta ekki undan þrýstingi um að
slakað verði á kröfum um sönnun
fyrir sekt sakbornings þótt þrýst-
ingur almennings og fjölmiðla reyn-
ist oft mikill. karen@frettabladid.iss
Barnaníðingar fá væga
dóma að mati dómara
Viðtöl sem sérfræðingur í refsirétti tók við sex starfandi dómara sýna að þeim
þykja dómar yfir þeim sem brjóta kynferðislega á börnum of vægir. Engar vís-
bendingar séu um að þrýstingur almennings og fjömiðla hafi áhrif á dóma.
SVALA
ÓLAFSDÓTTIR
EKKI SLAKAÐ Á SÖNNUNARKRÖFUM Svala segir að þótt frásögn barna ein og sér sé
oftar notuð til grundvallar sakfellingu sé það ekki vegna þrýstings almennings heldur
aukinnar þekkingar á brotunum og skýrslutöku af börnum.
DUBAI, AFP Yfirvöld í Dubai í
Sameinuðu arabísku furstadæm-
unum, þar sem brátt lýkur
byggingu á hæsta skýjakljúfi
heims, tilkynntu í gær að til
stæði að hefja byggingu enn
hærri skýjakljúfs.
Sá verður yfir kílómetri að
hæð. Það er hærra en sem nemur
lengd tíu amerískra fótbolta-
valla, og þrefaldrar Chrysler-
byggingar í New York.
Áætlanir gera ráð fyrir að
turninn verði yfir áratug í
byggingu. Honum er ætlað að
vera kjarninn í nýjum, ört
vaxandi borgarhluta sem
kallaður er Nýja-Dubai.
Turninn verður rúmlega tvö
hundruð hæðir og í honum verða
um 150 lyftur. - kg
Annar risaturn í Dubai:
Kílómetra hár
turn byggður
STÆRRI Nýji turninn sem fyrirhuguð er
bygging á í Dubai verður hærri en Burj-
Dubai turninn, sem hér sést.
NORDICPHOTOS/AFP
EFNAHAGSMÁL Íslensk stjórnvöld
eiga að leita eftir aðstoð Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins. Ekki er
einsdæmi að vestrænt ríki leiti til
sjóðsins eftir hjálp, til að mynda
gerðu Bretar það fyrir um
fjörutíu árum. Þetta var meðal
þess sem kom fram í máli
Þorvaldar Gylfasonar, prófessors
í hagfræði, í Silfri Egils í gær.
Að auki sagði hann að einnig
þyrfti að leita aðstoðar Svía og
Norðmanna auk Dana og Finna.
Furðaði hann sig á því að ekki
væri búið að leita í reynslubanka
Norðmanna. - kdk
Þorvaldur Gylfason:
Eigum að leita
í reynslubanka
Norðmanna
ALÞINGI Framlög til háskóla og rannsókna nema 21,4
milljörðum króna á næsta ári samkvæmt fjárlaga-
frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Er það hækkun um
20,6 prósent frá fjárlögum þessa árs. Framlög til
framhaldsskóla verða 19,7 milljarðar og hækka um
tæp þrettán prósent.
Háskóla Íslands eru ætlaðir tæpir ellefu milljarð-
ar króna á næsta ári. Er það talsverð hækkun á milli
ára og skýrist hún að stórum hluta af sameiningu
HÍ og Kennarasháskólans en einnig af auknum
framlögum til kennslu og rannsókna. Háskólinn í
Reykjavík fær 2,3 milljarða, Háskólinn á Akureyri
1,5 milljarða og Landbúnaðarháskólinn fær 540
milljarða. Þá fær Rannsóknasjóður 815 milljónir.
Framhaldsskólarnir fá samtals 19,7 milljarða.
Verkmenntaskólinn á Akureyri fær framhaldsskóla
mest; rúman milljarð, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
fær 940 milljónir, Borgarholtsskóli 880 milljónir og
Fjölbrautaskólinn í Ármúla fær 830 milljónir.
- bþs
Lagt til að framlög til háskóla og rannsókna hækki um rúmlega tuttugu prósent:
40 milljarðar í rannsóknir og skóla
HÁSKÓLI ÍSLANDS Fær tæpa ellefu milljarða króna á fjárlögum
næsta árs. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
KJÖRKASSINN