Fréttablaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 17
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég gerði dauðaleit að ódýrum antíksófa og fann loks í Antíkbúð- inni í Hafnarfirði á átján þúsund krónur,“ segir Eyjólfur sem und- anfarið hefur komið sér fyrir í hafnfirsku stúdíói. „Ég ætlaði fyrst að kaupa, en tók svo blessun- arlega íbúð á leigu; nú feginn og kátur í kreppunni,“ segir Eyjólfur og skellir upp úr. Í stofunni stendur virðulegt antíkborð frá afa Eyjólfs og á veggjum hanga málverk sem hann hefur fengið í arf. „Aðalatriðið er að hafa fallega hluti í kringum sig, sem helst hafa persónulegt gildi og sögu. Ég heillast af heimilisleg- um hobbitastíl þar sem öllu ægir saman á smekklegan hátt og margt er að skoða,“ segir Eyjólfur og lætur fara vel um sig í sófanum þar sem Ikea-kollur þjónar sem stofuborð. „Ég er hrifinn af íslenskri nytja- list og hef á kollinum íslenska olíu- lukt og leirskál, en í karöflunni eru nýútsprungnar pelargóníur frá ömmu,“ segir Eyjólfur sem fékk útsaumspakka úr Þjóðminja- safninu frá ömmu sinni um síð- ustu jól. „Mynstrið er Skaftafells- rósin, unnin upp úr Sjónabók Einars Jónssonar í Skaftafelli. Ég saumaði hana út á vordögum og fannst blátt áfram æðislegt, ekki síst að sitja að saumum og hlusta á útvarpið,“ segir Eyjólfur sem hyggst fylla nýja sófann með púðum úr íslenskum krosssaumi. „Það færir manni svo mikla gleði að dunda við eitthvað sem tengir mann við land sitt og sögu, svo ég tali ekki um eigið handverk þegar upp er staðið,“ segir Eyjólfur og hagræðir bústinni kú á sófanum. „Kýrin er mitt uppáhaldsdýr því hún er svo góð og merkileg skepna. Ég var fjögur sumur í sveit í Hraungerði í Flóa, þar sem ég fór í fjósið kvölds og morgna, en gæfasta kýrin hét Tá, af því hún var með litla tá fyrir ofan eina klaufina. Þetta er því Táin mín.“ thordis@frettabladid.is Heimilislegur hobbitastíll Það er sjálfstæði og karakter í heimilisbrag hafnfirska óperusöngvarans Eyjólfs Eyjólfssonar. Hver hlutur er valinn af kostgæfni og smekkvísi, en listamaðurinn dregst að heimilum þar sem öllu ægir saman. Lífið er ljúft í danska antíksófa Eyjólfs Eyjólfssonar óperusöngvara sem hér drekkur úr merkilegum antíkbolla frá Snape á Englandi. BLÓMAVASAR verða að vera hreinir þegar blóm eru sett í þá því lítils háttar óhreinindi geta stíflað rásirnar í blómaleggjunum svo blómin deyja strax. Blómin eru auk þess til mun meiri prýði í hreinum vösum en óhreinum. VERÐHRUN 4 m ismunan di áklæð iBjóðum 1 0 horns ófa landsins mesta úrval af sófasettum - yfir 200 tegundir Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 Patti lagersala verð áður 186.900 kr.99.900,- aðeins A T A R N A Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Alla þriðjudaga Alla miðvikudaga og laugardaga FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.