Fréttablaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 37
MÁNUDAGUR 6. október 2008 21 folk@frettabladid.is > SPEARS Í FÓTSPOR FONDA Ekki er öll vitleysan eins. Nú herma nýjustu fregnir af fyrr- verandi sukkpöddunni Britney Spears að hún ætli sér að gefa út líkamsræktarmyndband. Britney hefur óðum verið að ná fyrra flugi í einkalífinu og hyggst deila með heimsbyggðinni hvernig er hægt að fá kropp- inn í samt lag eftir áralangt sukk og svínarí. Leikarinn Russell Crowe segist hafa óttast mjög um vin sinn Leonard DiCaprio eftir að hann sló í gegn í stórmyndinni Titanic. Taldi hann miklar líkur á því að hann myndi ekki þola sviðsljósið sem fylgdi vin- sældum myndarinnar og myndi fara út af sporinu. Crowe kynntist DiCaprio snemma á tíunda áratugnum við tökur á vestranum The Quick and the Dead. Þá voru þeir enn tiltölulega óþekktir og urðu fljótt vinir á tökustað. Nokkru síðar átti DiCaprio eftir að leika í Titanic og Crowe í Gladiator og þá átti allt eftir að breytast. „Ég hafði dálitlar áhyggjur af honum eftir Titanic. Slík velgengni er ekki alltaf jákvæð, sérstaklega þegar maður er svona ungur,“ sagði Crowe. „Skyndilega eru komnar myndir af þér á nestis- box og inniskó. Það getur étið menn upp innan frá.“ Crowe óttaðist um DiCaprio RUSSELL CROWE Hjartaknúsarinn ástralski óttaðist um vin sinn Leonardo DiCaprio. LEONARDO DICAPRIO Svo virðist sem vinsældir Titanic hafi ekki stigið honum til höfuðs. Þú getur ráðstafað vöxtunum að vild Mx12-verðtryggður innlánsreikningur Þá er Mx12-verðtryggður fyrir þig! Lágmarksinnborgun við stofnun Mx12 reiknings er 1.000.000 kr 6,7-7,0%, Nýjung á Íslandi 444 7000 kaupthing.is Tökum er lokið á stórmynd- inni Valhalla Rising en meðal framleiðanda hennar er Þórir Snær Sigurjónsson. Valhalla er alvöru víkinga/ævin- týramynd sem segir frá kappanum One Eye en hann ferðast á framandi slóðir og berst við vætti og önnur ill öfl. Leikstjóri myndarinnar er Nicholas Winding-Refn, sá hinn sami og gerði Pusher-tríólógíuna sem naut töluverðra vinsælda hér á landi. Aðalleikarinn ætti einn- ig að vera Íslendingum að góðu kunnur en það er Mads Mikkel- sen, þrjóturinn úr síðustu Bond-mynd og einn aðalleikar- anna úr Rejseholdet-sjónvarps- þáttunum góðkunnu sem sýndir voru á RUV fyrir nokkrum árum. „Þetta gekk ágæt- lega. Reyndar lék veðrið í Skot- landi okkur grátt en þetta hafðist fyrir rest,“ segir Þórir en þótt aðal- leikarinn og leikstjórinn séu báðir frá Danmörku er myndin öll leikin á ensku. Þórir segir að því miður hljómi engin íslenska í myndinni, eitthvað sem mörgum þykir sjálf- sagður hlutur þegar víkingar eiga í hlut á annað borð. Þórir segir Mads í raun vera eina „nafntogaða“ leikarann í myndinni en fjöldi þekktra, skoskra leikara komi þó við sögu. Má þar helst nefna Gary Lewis sem lék í Niceland auk þess sem hann var pabbinn í balletmynd- inni Billy Elliot. - fgg Tökum lokið á stórmynd Þóris FRAMLEIÐIR ÆVINTÝRA- MYND Tökum á kvik- myndinni Valhalla Rising er lokið en hún er ævintýramynd með víkingablæ. ÞRJÓTUR ÚR BOND Mads Mikkelsen ættu flestir að þekkja sem La Chiffre úr Bond-myndinni Casino Royal. Hjörtu yngismeyja eiga eflaust eftir að bresta á næstu dögum því Sunday Mirror greindi frá því í gær að hjartaknúsarinn Justin Timberlake hefði beðið unnustu sinnar, leikkonunnar Jessicu Biel. Justin og Jessica hafa verið saman um árabil og hafa ljósmyndarar elt þau á röndum í Róm þar sem þau hafa varla getað slitið augun af hvort öðru. Samkvæmt Sunday Mirror mun Justin hafa skellt sér á skeljarnar á síðasta degi vikuferðar þeirra í höfuðborg Ítalíu og ku ekki hafa staðið á jákvæðu svari Jessicu. Skötuhjúin voru einmitt í Róm til að vera viðstödd brúðkaup sam- eiginlegra vina. Sunday Mirror heldur því fram að Jessica og Just- in ætli sér að giftast á næstu átján mánuðum. Justin og Jessica í það heilaga ÁSTFANGIN Justin og Jessica hafa verið ákaflega ástfangin í Róm og ljósmynd- arar getað fengið krassandi myndir af skötuhjúunum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.