Fréttablaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 38
22 6. október 2008 MÁNUDAGUR 2006 GÓÐÆRIS-BUBBI Bakhjarlar glæsilegra afmælistónleika Bubba, Bjarni Ármannsson hjá Glitni og Árni Pétur Jónsson hjá Voda- fone skrifa upp á dílinn. Svo sungu allir þrír saman Stál og hnífur. 2005 HUGVERKASJÓÐS-BUBBI Þorgils Óttar Mathiesen hjá Sjóvá, Bjarni Ármannsson hjá Íslandsbanka og Bubbi handsala samning um hugverkasjóð. Upphæðin sem Bubbi fékk fyrir viðvikið var aldrei gerð opinber en talað var um 70 milljónir. Samningurinn fól í sér „sanngjarna og örugga ávöxtun“ og „fjárhagsleg- ur grundvöllur Bubba“ var treystur. 1987 FJÖLSKYLDU-BUBBI Bubbi og Brynja gifta sig. Brynja, ég elska þig. Ástin spilar sífellt stærra hlutverk í textum Bubba. Ungi reiði mað- urinn er á hröðu undanhaldi. NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 14 14 16 16 16 L L L REYKJAVÍK-ROTTERDAM kl. 6 - 8 - 10 PINEAPPLE EXPRESS kl. 8 - 10 MAMMA MIA kl. 5.50 14 16 L REYKJAVÍK-ROTTERDAM kl. 5.50 - 8 - 10.10 REYKJAVÍK-ROTTERDAM LÚXUS kl. 5.50 - 8 - 10.10 BURN AFTER READING kl. 5.45 - 8 - 10.15 PINAPPLE EXPRESS D kl. 5.30 - 8 - 10.30 MIRRORS kl. 10.30 MAMMA MIA kl. 5.30 - 8 GRÍSIRNIR 3 kl. 3.45 LUKKU LÁKI OG DALTON BRÆÐUR kl. 4 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ KAUPIR BÍÓMIÐANN Á 14 16 L L REYKJAVÍK-ROTTERDAM kl. 6 - 8.20 - 10.30 BURN AFTER READING kl. 5.45 - 8 - 10.15 SVEITABRÚÐKAUP kl. 5.45 - 8 - 10.15 MAMMA MIA kl. 5.30 - 8 - 10.30 5% 5% SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000 16 16 12 16 L BURN AFTER READING kl. 5.45 - 8 - 10.15 PINAPPLE EXPRESS kl. 5.30 - 8 STEP BROTHERS kl. 5.45 - 8 - 10.15 MIRRORS kl. 5.40 - 8 - 10.20 RAFMÖGNUÐ REYKJAVÍK kl. 10.15 YFIR 100.000 MANNS 20% afsláttur af miðaverði sé greitt með greiðslukorti Vildarklúbbs Glitnis. “AFRAKSTURINN ER MÖGNUÐ MYND Í ALLT ÖÐRUM GÆÐAFLOKKI EN NOKKUR ÍSLENSK SPENNUMYND.” B. S. - FBL “REYKJAVÍK ROTTERDAM ER ÁVÍSUN UPP Á ÚRVALSSKEMMTUN” DÓRI DNA - DV “MÖGNUÐ MYND SEM HELDUR ÁHORFENDUM ALLAN TÍMANN” S. M. E. – MANNLÍF JÁKVÆÐASTA MYND ÁRSINS ÁLFABAKKA SELFOSS AKUREYRI KEFLAVÍK KRINGLUNNI DIGITAL-3D DIGITAL-3D BABYLON A.D. kl. 8 - 10 16 WILD CHILD kl. 8 L CHARLIE BARTLETT kl. 10 12 REYKJAVÍK ROTTERDAM kl. 8 - 10:10 14 WILD CHILD kl. 10:10 L UP THE YANGTZE kl. 8 RIFF KVIKMYNDAHÁTÍÐ PATHOLOGY kl. 5:50 - 8 - 10:10 16 PATHOLOGY kl. 8 - 10:10 VIP WILD CHILD kl. 5:50 - 8 - 10:10 L GEIMAPARNIR m/ísl. tali kl. 6 L CHARLIE BARTLETT kl. 8 - 10:10 12 JOURNEY 3D kl. 5:50 L DEATH RACE kl. 10:10 16 TROPIC THUNDER kl. 8 - 10:20 16 SVEITABRÚÐKAUP kl. 5:50 - 8 L SVEITABRÚÐKAUP kl. 5:50 VIP PATHOLOGY kl. 8 - 10:20 16 HAPPY GO LUCKY kl. 8 - 10:20 12 JOURNEY 3D kl. 8:10 L WILD CHILD kl. 6 L GEIMAPARNIR m/ísl. tali kl. 6 L SMART PEOPLE kl. 6 12 DARK KNIGHT kl. 10:10 12 REYKJAVÍK ROTTERDAM kl. 8 - 10:10 14 PINEAPPLE EXPRESS kl. 8 16 MIRRORS kl. 10:20 16 - bara lúxus Sími: 553 2075 REYKJAVÍK ROTTERDAM kl. 6, 8 og 10 12 BABYLON A.D. kl. 8 og 10 16 LUKKU LÁKI - Ísl. Tal kl. 6 (650 kr.) L JOURNEY 3D - DIGITAL 3D kl. 6 L MAMMA MIA kl. 8 og 10 L M Y N D O G H L J Ó Ð  S.V – MBL. TEKJUHÆSTA MYND ALLRA TÍIMA Á ÍSLANDI ATH! 650 kr. 68 kynslóðin tengist í hugum margra París, en eins og kemur fram í heimildarmyndinni var hún að mestu leyti bandarískt fyrir- bæri. Fólk mótmælti bandarískri hernaðarhyggju meðan það tók upp lifnarhátt hippa í San Francis- co, Bandaríkin voru eftir sem áður það sem allt kvarðaðist um. Myndin er ástarbréf til 68 kyn- slóðarinnar, þar sem fólk er óspart hvatt til þess að ganga í fótspor hennar í dag. Leikstjórinn tekur fram að hann var rétt að fæðast á þessum tíma, en meiri fjarlægð gagnvart efninu hefði þó verið æskileg. Það áhugaverðasta hér eru viðtöl við Havel og Milos For- man og samanburður á því sem var að gerast í Prag á sama tíma. Í París voru menn að mótmæla undir merkjum kommúnismans en í Prag voru menn að mótmæla gegn honum. Sá munur er þó ekki kruf- inn til mergjar, og í raun segir myndin lítið nýtt. Einungis fæðing er sú nýjasta í langri röð allt of langra mynda sem fjalla um daglegt líf einhvers ein- staklings. Hér er fjallað um Jóhann Eyfells sem býr til listaverk á naut- gripabýli í Texas. Sýndar eru svip- myndir úr lífi hans í bland við við- töl. Þar lýsir hann lífsspeki sinni sem er að mörgu leyti dulræn, án þess þó að hulunni sé almennilega svipt af. Þó er myndin um hálftíma of löng. Lagt er upp með áhuga- verða spurningu, „hvað fær níræð- an mann til þess að hefja nýtt líf á nýjum stað?“ Þeirri spurningu fæst þó ekki endilega svarað. Valur Gunnarsson Ástarbréf til 68 kynslóðarinnar KVIKMYNDIR 68 kynslóðin/Einungis fæðing Sýnd á RIFF. ★★ Mynd sem segir of lítið nýtt. Breski grínistinn Ricky Gervais ætlar ekki að snúa sér alfarið að leiklistinni, þrátt fyrir góða dóma fyrir nýjustu mynd sína Ghost Town. „Ég ætla ekki að helga líf mitt leiklistinni, alls ekki. Að leika eitt af aðalhlut- verkunum er mjög gaman og ég lít á það sem mikinn heiður en ég ætla ekki að sækjast eftir því,“ segir Gervais, sem sló í gegn í sjónvarpsþáttun- um The Office og Extras. „Mig hefur aldrei langað að vera leikari og ég aldrei litið á mig sem slíkan. Viðurkennum það, ég er ekki góður leikari en ég hef gaman af því að leika. Ég ætla frekar að halda áfram að skrifa og leikstýra,“ segir hann. Gervais vill hætta að leika RICKY GERVAIS Breski grínistinn ætlar ekki að einbeita sér að leiklist- inni í framtíðinni. Bubbi Morthens er hvatvís og er sjaldan orða vant. Þegar honum liggur eitthvað á hjarta segir hann hlutina umbúðalaust. Í meira en kvartöld hefur hann tjáð sig um alla skapaða hluti í íslensku þjóðfélagi og verið eins og hálfgerður hitamælir í rassi þjóðarinnar. Nú er Bubbi kominn hring- inn. Aftur í Kassagerðina og aftur orðinn hundfúll út í peningaöflin sem hann var svo hrifinn af fyrir nokkrum árum. Hér er Bubbi í sjö einföldum stikkorðum. Bubbi kominn hringinn 1980 GÚANÓ-BUBBI Gúanórokkarinn Bubbi og Pollock-bræður kynnast í Kassagerðinni. Boðið er upp á verkalýðspönk og sam- stöðu með þeim lægst settu. Pú á vondu kapítalistana! 2007 JEPPA-BUBBI „Ég endurnýja bílana mína á ellefu mánaða fresti og skipti alltaf um lit,“ segir Bubbi um nýja „arctic-frost“ litaða Land Roverinn sem kostaði 7,5 millur hjá umboðinu. Það var ekki hátt verð að mati Bubba. 2008 JAKKAFATA-BUBBI Geir H. Haarde lagði baráttu Bubba gegn kynþáttafordómum lið í upphafi þessa árs og söng Lóa litla á brú með honum á tónleik- um í Austurbæ. Skömmu áður hafði Bubbi sungið lögin sín klæddur í hvít jakka- föt ásamt Stórsveit Reykjavíkur á tvennum nýárstónleikum í Laugardalshöll. Hann hafði prufukeyrt Stórsveitar-prógrammið í fimmtugsafmæli Ólafs í Samskipum í byrjun árs 2007. Þar kom Elton John líka fram. 08.10.2008 KREPPU-BUBBI Bubbi segir kreppuna hafa bitnað illilega á sér. Hann vonast til að halda húsinu sínu í Kjósinni og ætlar að berjast. Hann mótmælir hruni þjóðarbúsins og heimtar svör á Austur- velli kl. 12 á hádegi miðvikudaginn 8. október og vonast eftir fjölmenni. Fyrir helgi var hann svo að spila klassíkerana í Kassagerðinni. Bubbi er kominn hringinn. Eins og við hin.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.