Fréttablaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 42
26 6. október 2008 MÁNUDAGUR Powerade-bikar karla úrslit KR-Grindavík 98-95 (51-51) Stig KR: Jason Dourisseau 29, Jón Arnór Stefánsson 18, Jakob Örn Sigurðarson 17, Helgi Már Magnússon 11, Darri Hilmarsson 11, Fannar Ólafsson 8, Skarphéðinn Ingason 4. Stig Grindavíkur: Brenton Birmingham 26, Páll Axel Vilbergsson 21, Damon Bailey 19, Helgi Jónas Guðfinnsson 11, Þorleifur Ólafsson 9, Páll Kristinsson 6, Guðlaugur Eyjólfsson 2, Arnar Freyr Jónsson 1. Powerade-bikar kvenna úrsl. Keflavík-KR 82-71 (46-38) Stig Keflavíkur: Birna Valgarðsdóttir 25, Pálína Gunnlaugsdóttir 15, Svava Ósk Stefánsdóttir 14, Takesha Watson 11, Rannveig Randversdóttir 7, Ingibjörg Vilbergsdóttir 6, Lóa Dís Másdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir 1. Stig KR: Hildur Sigurðardóttir19, Guðrún Ámundadóttir 18, Sigrún Ámundadóttir 17, Helga Einarsdóttir 6, Kristín Jónsdóttir 5, Rakel Viggós- dóttir 4, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 2 Enska úrvalsdeildin West Ham-Bolton 1-3 0-1 Kevin Davies (30.), 0-2 Gary Cahill (34.), 1-2 Carlton Cole (69.), 1-3 Matthew Taylor (86.). Chelsea-Aston Villa 2-0 1-0 Joe Cole (21.), 2-0 Nicolas Anelka (44.). Man. City-Liverpool 2-3 1-0 Stephen Ireland (19.), 2-0 Javier Carrido (41.), 2-1 Fernando Torres (55.), 2-2 Fernando Torres (73.), 1-3 Dirk Kuyt (90.). Portsmouth-Stoke 2-1 1-0 Peter Crouch (25.), 1-1 Ricardo Fuller (48.), 2-1 Jermain Defoe (51.). Tottenham-Hull 0-1 0-1 Geovanni (9.). Everton-Newcastle 2-2 1-0 Mikel Arteta(17.), 2-0 Marouane Fellaini(35.), 2-1 Steven Taylor (45.), 2-2 Damien Duff (47.). Spænska úrvalsdeildin Real Madrid-Espanyol 2-2 0-1 Tamudo (20.), 1-1 Raúl (24.), 1-2 Luis Garcia (31.), 2-2 Raúl (45.). Ítalska úrvalsdeildin Reggina-Catania 1-1 0-1 Michele Paolucci (68.), 1-1 Andrea Costa (80.). Emil Hallfreðsson sat allan leikinn á vara- mannabekk Reggina. Siena-Roma 1-0 1-0 Mario Frick (45.). Juventus-Palermo 1-2 0-1 Fabrizio Miccoli (24.), 1-1 Alessandro Del Piero (39.), 1-2 Levan McHedlidze (81.) Cagliari-AC Milan 0-0 Norska úrvalsdeildin Bödo/Glimt-Valerenga 1-2 Birkir Bjarnason lék í 80 mín. með Bödo/Glimt. Lilleström-Fredrikstad 1-2 Garðar Jóhannson seinna mark Fredrikstad. Lyn-Rosenborg 1-2 Theodór Elmar Bjarnason og Indriði Sigurðsson léku allan leikinn með Lyn. ÚRSLIT KÖRFUBOLTI Í gær fóru fram úrslita- leikirnir í Powerade-bikar kvenna og karla. Í kvennaflokki hafði Keflavík betur gegn KR en í karla- flokki fór KR hins vegar með sigur af hólmi gegn Grindavík. Leikur KR og Grindavíkur fór fjörlega af stað. Hraðinn var mikill og greinilegt að leikmenn ætluðu að skemmta þeim fjöl- mörgu áhorfendum sem mættir voru í Laugardalshöllina. Jafnt var á flestum tölum en Grindvík- ingar voru oftar yfir. Staðan í hálf- leik var 51-51. Í þriðja leikhluta náðu KR-ingar fljótt yfirhöndinni, komust mest í 12 stiga forskot og virtust ætla að taka leikinn í sínar hendur. En Grindvíkingar voru fljótir að átta sig, komust yfir og höfðu eins stigs forystu þegar síðasti leik- hlutinn hófst, 73-72. Síðasti leikhlutinn var svo æsi- spennandi. Hraðinn var mikill og mikið skorað. KR komst í 95-90 þegar tvær mínútur voru eftir, Grindavík minnkaði muninn í tvö stig og Páll Axel Vilbergsson jafn- aði í 95-95 með þriggja stiga körfu þegar 12 sekúndur voru eftir. KR fékk síðustu sóknina og Jason Dourisseau skoraði sigurkörfuna með glæsilegu þriggja stiga skoti um leið og tíminn var úti. Stór- skemmtilegur leikur á enda og KR-ingar fögnuðu gríðarlega. Benedikt Guðmundsson, þjálf- ari KR, var ánægður í leikslok. „Þetta er búin að vera flott keppni. Fín umfjöllun, fín mæting og KR er að vinna þennan bikar í fyrsta sinn í sögu félagsins þannig að við erum mjög sáttir. En fyrst og fremst er þetta flott fyrir íþróttina og hvetur fólk til að mæta í vetur,“ sagði Benedikt og bætti við: „Ég get ekki verið sátt- ur við að fá á mig 95 stig í einum leik en sóknarlega vorum við flott- ir. Við fundum aldrei taktinn í vörninni í dag en það verður ekki tekið af Grindvíkingum að þeir spiluðu frábæran sóknarleik.“ Keflavíkursigur hjá stelpunum KR-stúlkur hófu leikinn af krafti, settu þrjár þriggja stiga körfur í upphafi og staðan var orðin 16-21 í lok fyrsta leikhluta. KR byrjaði annan leikhluta af miklum krafti með Hildi Sigurðar- dóttur sem herforingja í sóknar- leiknum. En í stöðunni 33-21 fyrir KR þá fór Keflavíkurvörnin í gang, þær fengu auðveldar körfur og skoruðu 25 stig gegn aðeins 5 stigum KR. Staðan í hálfleik var 46-38. Í þriðja leikhluta hægðist tölu- vert á leiknum. KR náði að minnka muninn fljótlega en Keflavík hafði alltaf yfirhöndina. Fyrir síðasta leikhlutann var staðan 62-60 Kefla- vík í vil og spennan í hámarki. Keflavík hélt forystunni en í stöð- unni 72-66 skoraði Birna Valgarðs- dóttir góða þriggja stiga körfu, jók muninn í 9 stig og þann mun náði KR ekki að brúa. Lokatölur 82-71 og Keflavíkurstúlkur því Powerade-meistarar. Jón Halldór Eðvaldsson, þjálf- ari Keflavíkur, var sáttur í leiks- lok . „Mínar stelpur voru ekkert sér- staklega góðar í dag. KR-liðið spil- aði vel, betur en ég átti von á, en við vorum betri fyrst við unnum með 11 stigum.“ - sjj Keflavík og KR Powerade-meistarar Kvennalið Keflavíkur bætti enn einum titlinum í safnið eftir 82-71 sigur gegn KR í úrslitaleik Powerade- bikars kvenna í Laugardalshöll í gærdag. KR vann Grindavík, 98-95, í úrslitaleik hjá körlunum. SIGURGANGAN HELDUR ÁFRAM Íslandsmeistarar Keflavíkur héldu áfram á sigurbraut gegn KR-stúlkum í úrslitaleik Powerade-bikarsins í gær. Þær vörðu þar með titilinn sinn en þær unnu Powerade-bikarinn einnig í fyrra, þá gegn Haukastúlkum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Rick Parry, stjórnarfor- maður Liverpool, staðfesti í viðtali við BBC Sport í gær að framkvæmdum á nýjum leik- vangi félagsins, Stanley Park, yrði slegið á frest vegna óhag- stæðs efnahagsástands. Parry þverneitaði jafnframt orðrómi um að Liverpool væri að skoða möguleikann á því að deila heimavelli með erkifjendum sínum í Everton, en bláa félagið í Liverpoolborg er einnig að skoða möguleikann á að byggja nýjan leikvang. „Vegna yfirstandandi efnahags- ástands er ekki hagkvæmt að slá lán fyrir byggingu nýja leik- vangsins en það þýðir ekki að hann sé lengur á dagskrá, alls ekki. Aðeins er um seinkun á framkvæmdum að ræða og sögusagnir um að við séum að ræða við Everton um að deila leikvangi eru ekki á rökum reistar,“ segir Parry. Áætlað er að bygging Stanley Park muni kosta Liverpool um 350 milljónir punda en upphaf- lega var gert ráð fyrir því að leikvangurinn yrði tekinn í notkun í ágúst árið 2011. - óþ Stjórnarformaður Liverpool: Stanley Park verður að bíða ANFIELD Útlit er fyrir að Liverpool muni notast við Anfield-leikvanginn lengur en til stóð vegna frestunar á byggingu Stanley Park. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Chelsea og Liverpool tróna á toppi ensku úrvalsdeildar- innar eftir leiki gærdagsins og þar á eftir koma, merkilegt nokk, nýliðar Hull í þriðja sætinu. Chelsea átti ekki í erfiðleikum með Aston Villa á heimavelli sínum í gær og vann 2-0 með mörk- um Joe Cole og Nicolas Anelka. Sigurinn þýðir að Chelsea heldur toppsætinu og bætir enn frekar í sarpinn við þá leiki sem félag- ið hefur leikið á heima- velli sínum, Brúnni, án taps í ensku úrvalsdeild- inni. Sigurinn gegn Aston Villa var 85. leikurinn í röð án taps. „Miðað við að ég var án fimm byrjun- arliðsmanna þá myndi ég hik- laust segja að þetta hafi verið besta frammistaða Chelsea á þessari leik- tíð,“ segir Luiz Felipe Scolari, knattspyrnu- stjóri Chelsea. Liverpool hélt í við Chelsea í toppbar- áttunni með frábær- um sigri gegn Man. City á Borgarleik- vanginum í Manchester en stað- an var 2-0 fyrir City í hálfleik. Fernando Torres minnkaði mun- inn í 2-1 snemma í seinni hálfleik en stuttu síðar fékk Pablo Zaba- leta að líta rauða spjaldið fyrir tæklingu á Xabi Alonso. Torres jafnaði svo leikinn með skalla- marki áður en Hollendingurinn Dirk Kuyt skoraði sigurmarkið á lokaandartökum leiksins og þar við sat. Sigurinn var þó ekki tek- inn út með sældinni hjá Liverpool því varnarmaðurinn sterki Mart- in Skrtel var borinn af velli eftir að hafa meiðst illa en óvíst er hversu alvarleg meiðslin eru. Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, var sáttur í leikslok. „Við sýndum það í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn AC Milan að við gefumst aldrei upp sama hvort við erum 2-0 undir eða 3-0 undir. Það sem skiptir máli er að hafa trúna allt til leiks- loka og það skilaði nú þremur stigum,“ segir Benitez. Ramos kominn á endastöð? Hull hélt áfram að koma á óvart með 0-1 útisigri gegn Tottenham og nú hljóta dagar Juandes Ramos, knattspyrnustjóra Tottenham, í stjórastól Lundúnafélagsins senn að vera taldir. Brasilíumaðurinn Geovanni skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu á 8. mínútu. Grétar Rafn Steinsson átti góðan leik í 1-3 útisigri Bolton gegn West Ham en Heiðar Helgu- son var ekki í leikmannahópnum. Hermann Hreiðarsson kom inn á og lék lokamínúturnar í heima- sigri Portsmouth gegn Stoke. Þá skildu Everton og Newcastle jöfn, 2-2 á Goodison Park. - óþ Toppliðin Chelsea og Liverpool unnu bæði sína leiki í gærdag og Hull heldur áfram að koma á óvart: Ótrúlegur viðsnúningur hjá Liverpool SNILLINGUR Brasilíumað- urinn Geovanni hefur slegið í gegn með Hull. NORDIC PHOTOS/GETTY NEITUÐU AÐ GEFAST UPP Leikmenn Liverpool sýndu úr hverju þeir eru gerðir gegn Manchester City í gær þegar þeir unnu upp tveggja marka forskot og unnu að lokum frækinn sigur, 2-3. NORDIC PHOTOS/GETTY LAGT Á RÁÐIN Þjálfarinn Benedikt Guðmundsson hjá KR fer hér yfir málin með Jóni Arnóri Stefánssyni og Jakobi Erni Sigurðarsyni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /D A N ÍE L

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.