Fréttablaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR 6. október 2008 17 UMRÆÐAN Emil B. Karlsson skrifar um gjaldeyrismál Ef launþegar fara að fá laun sín greidd í evrum í auknum mæli færast um leið verslun og vöruviðskipti í sama mæli í evrur. Innflytj- endur vöru og þjónustu frá Evrópu þrýsta á um að fá greitt fyrir vörur sínar í evrum eða láta vöruverðið fylgja geng- isskráningu evru á hverjum tíma. Heildsalar, verslanir, iðn- fyrirtæki og aðrir sem flytja inn vörur til endursölu leitast við að færa gengisáhættuna yfir á næsta stig í virðiskeðjunni. Það sem helst stöðvar þessa evru- væðingu í vöruviðskiptum er að neytendur hafa tekjur sínar í íslenskum krónum og greiða því með krónum. En með auknum skuldum heimilanna í erlendri mynt, sem nú nema nálægt 30% af skuldum heimilanna, má gera ráð fyrir auknum kröfum um að fá laun greidd í evrum. Notkun erlendra gjaldmiðla Í rannsókn sem Rannsóknasetur verslunarinnar framkvæmdi fyrir viðskiptaráðuneytið nýlega kemur fram að sífellt algengara er að vöruverð endurspeglist í stundargengi evru á hverjum tíma og í einstaka tilvikum að verðmiðinn á vörunni sé beinlín- is í evrum. Auðvelt er að koma þessum viðskiptaháttum við þegar innlendir kaupendur vör- unnar hafa tekjur í evrum eða fallast á að taka á sig þá gengisá- hættu sem fylgir viðskiptunum. Þannig er algengt að vörur sem fluttar eru inn og seldar til ann- arra fyrirtækja eða til opinberra aðila séu verðlagðar samkvæmt gengi evru þegar innflytjandinn greiðir erlenda birgjanum vör- una. Þó eru dæmi um að bílaum- boð og aðilar í ferðaþjónustu verðleggi vöru og þjónustu til einstaklinga í evrum. Í rannsókninni var sjónum beint að notkun erlendra gjald- miðla í vöruviðskiptum hér á landi − einkum í verslun. Greini- lega kom fram að verslunarfyr- irtæki eru berskjölduð fyrir sveiflum í gengi sem valda því meðal annars að þau eiga erfitt með að gera greiðslusamninga við erlenda birgja eða skuld- binda sig til að halda ákveðnu verðlagi fram í tímann. Samn- ingar við banka um gengistrygg- ingar geta verið kostnaðarsamir, mikill tími og fyrirhöfn fer í að bregðast við óvæntum breyting- um á gengi, haldnir eru svokall- aðir krónufundir innanhúss í fyrirtækjunum þar sem rætt er hvernig skuli bregðast við stöðu gengisskráningar krónunnar hverju sinni. Of miklar verð- hækkanir geta leitt til minnkandi sölu og taki fyrirtækið á sig hækkanir getur það orðið fyrir- tækinu ofviða. Auk þess eru fyrirtækin venjulega skuldsett í erlendri mynt sem gerir reksturinn enn óvissari. Besti kosturinn er því fyrir fyrirtækið að það fái greitt fyrir vöruna í sama gjaldmiðli og varan er keypt í og losnar við óvissu og viðskiptakostn- að sem fylgir hefðbundn- um vöruviðskiptum í íslenskum krónum. Ljón á vegi evrunnar Meðal þess sem fyrirtækin telja að hindri þau í að eiga viðskipti í evrum er að þau eru skuldbundin til að gera upp virðisaukaskatt, vörugjöld og önnur opinber gjöld í íslenskum krónum, verðmerk- ingar verða að vera í íslenskum krónum og hæpið er að gera þá kröfu til neytenda að greitt sé í öðrum gjaldmiðli en lögeyri landsins. Þó hafa opnast nýir möguleik- ar til viðskipta í evrum. Meðal þeirra er notkun greiðslukorta sem gera innlendum seljendum kleift að fá uppgert í evrum, jafnframt því sem gera má ráð fyrir því að íslenskir neytendur geti gert upp kortareikninga sína í evrum ef þeir kjósa svo. Greiðslukortaviðskipti auðvelda þannig möguleika á aukinni notkun evru í vöruviðskiptum almennings. Kannaðar voru hvaða breyt- ingar í verslun þyrftu að eiga sér stað við upptöku annars gjald- miðils. Samdóma álit þeirra sem leitað var til var að þær væru sáralitlar. Nú þegar veita allar stærri verslanir viðtöku evru og öðrum algengustu gjaldmiðlum og kassakerfi verslananna hafa innbyggða möguleika á að umreikna verðlag í annarri mynt. Verðmerkingar eru í flestum til- vikum framkvæmdar á rafræn- an hátt og því einfalt að breyta þeim. Þá yrði allur verðsaman- burður við önnur lönd auðveldari bæði fyrir verslunina og neytendur. Aðal rannsóknamarkmið verk- efnisins var að skýra að hve miklu leyti erlend mynt er notuð á vörumarkaði hérlendis og hvaða áhrif sú fjölmyntavæð- ingu sem á sér stað á Íslandi hefur haft á innlenda verslun. Niðurstaðan er sú að Ísland er ekki orðið fjölmyntavætt samfé- lag en mikill þrýstingu er af hálfu fyrirtækjanna að leita leiða til að liðka fyrir notkun erlendrar myntar. Forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar við Háskólann á Bifröst. ÍS L E N S K A S IA .I S L Y F 4 38 47 1 0/ 08 www.apótekið.is • Í Hólagarði • Í Hagkaupum Skeifunni • Í Hagkaupum Akureyri Apótekið.is er nýr þjónustuvefur sem annast afgreiðslu og heimsendingu á lyfseðilsskyldum lyfjum um land allt. Einfalt og fljótlegt Til þess að njóta þjónustu á Apótekið.is með lyfseðilsskyld lyf þarf lyfseðill að berast okkur frá lækni, t.d. á rafrænan hátt. Þegar lyfseðill- inn hefur borist okkur hefst afgreiðsla lyfjanna. Greiða má lyfin í gegnum Apótekið.is og að því loknu færðu þau send heim með pósti. Gerðu verðsamanburð Apótekið.is er með mjög hagstætt verð á lyfseðilsskyldum lyfjum og við hvetjum sérstaklega elli- og örorkulífeyrisþega til þess að gera verðsamanburð. Hafðu samband við okkur í gegnum heimasíðuna Apótekið.is eða í síma 530 5888. Fáðu lyfin send heim ....................................... heimsending um land allt Lægra verð EMIL B. KARLSSON Vöruviðskipti í íslenskum evrum Kannaðar voru hvaða breyt- ingar í verslun þyrftu að eiga sér stað við upptöku annars gjaldmiðils. Samdóma álit þeirra sem leitað var til var að þær væru sáralitlar. Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn...

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.