Fréttablaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 34
18 6. október 2008 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. MERKISATBURÐIR 1659 Hollenskt kaupskip sekk- ur í höfninni í Flatey á Breiðafirði. 1863 Stofnað er félag til að byggja sjúkrahús í Reykja- vík. 1895 Samkomuhús Hjálpræðis- hersins í Reykjavík er vígt þar sem áður var gamli spítalinn við Aðalstræti. 1919 Lög um stofnun hæsta- réttar á Íslandi sett. 1942 Húsmæðrakennaraskóli Íslands tekur til starfa undir stjórn Helgu Sigurð- ardóttur. 1961 Minnst er hálfrar aldar af- mælis Háskóla Íslands og Háskólabíó vígt með stærsta bíótjald í Evrópu. 1980 Jarðstöðin Skyggnir er tekin í notkun og þar með kemst á gervihnattasam- band við útlönd. Á þessum degi árið 1979 varð Jóhannes Páll páfi II. fyrstur páfa til að stíga fæti inn í Hvíta húsið í Washington. Fundur hins 39. forseta og 264. rómverska páfa vakti nokkra athygli en í 200 ára sögu Bandaríkjanna höfðu fáir stjórnmálamenn viljað láta bendla sig við kaþólsku kirkjuna opin- berlega. Um 40 þúsund manns komu saman til að berja páfann augum þegar hann hélt messu fyrir um þúsund presta við dómkirkju heilags Matt- heusar áður en hann hélt til Hvíta hússins þar sem hann dvaldi síðasta daginn af ferðalagi sínu um sex bandarískar borgir. Carter forseti ávarpaði páfann á móðurmáli hans, pólsku. Þá biðluðu þeir til heimsins um kjarnorkuafvopnun og aukna hjálp til þróunar- landa. Athöfnin fór friðsamlega fram en hálfum tíma fyrir heimsókn páfa var maður handtekinn sem hafði í fórum sínum þrjár byssur og hníf. Páfinn hitti Carter forseta á ný ári síðar og það ár bauð hann Elísabetu Englandsdrottningu vel- komna í Vatíkanið. Árið 1998 hafði Jóhannes Páll páfi II. heimsótt yfir hundrað lönd og farið hring- inn í kringum hnöttinn 27 sinnum. Hann lést 2. apríl árið 2005. ÞETTA GERÐIST: 6. OKTÓBER 1979 Páfi heimsækir Hvíta húsið IOAN GRUFFUDD KVIK- MYNDALEIKARI FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1973. „Svo lengi sem menn átta sig á því að hamingjan fæst í gegnum fjölskyldu, vini og ást þá er peningur bara bónus þar ofan á.“ Ioan Gruffudd er velskur að uppruna. Hann hefur meðal annars leikið í King Arthur, Fantastic Four og Amazing Grace. 90 ára afmæli Lovísa Rut Bjargmundsdóttir er níræð í dag, 6. október. Hún tekur á móti gestum laugardaginn 11. október í safnaðar- heimilinu í Árbæjarkirkju á milli kl. 15.00 og 18.00. Blóm og g jafi r eru vinsamlegast afþakkaðar. Jóhanna S. Pálsdóttir Þórufelli 12 ( áður Tjarnargötu 39) Reykjavík, lést 22. september sl. Jarðarförin hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Bogi Agnarsson Þorgerður Jónsdóttir Páll Thorberg Agnarsson Sturla Agnarsson og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, stjúpfaðir, afi og langafi, Ásgeir Sverrisson hljómlistarmaður, Prestastíg 11,Reykjavík, andaðist á líknardeild Landakots, laugardaginn 27. september. Útförin fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 7. október kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á líknarstofnanir. Sigríður Maggý Magnúsdóttir Margrét Ásgeirsdóttir Marteinn Másson Ásgeir Ásgeirsson Vilborg Lofts Guðmundur Baldvinsson Helga Haraldsdóttir barnabörn og barnabarnabarn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, sonur, afi og bróðir, Guðmundur Birgisson Vesturbergi 30, sem lést á heimili sínu 30. september sl. verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju miðvikudaginn 8. október kl. 11.00. Gréta Vigfúsdóttir Birgir Kristján Guðmundsson Jóna Björg Ólafsdóttir Inga Vigdís Guðmundsdóttir Birgir Kristjánsson Elín Ellertsdóttir barnabörn og systkini hins látna. Endurmenntun Háskóla Íslands fagn- ar 25 ára afmæli sínu á þessu hausti og hélt af því tilefni veislu í hátíðasal HÍ sl. fimmtudag. Kristín Jónsdóttir end- urmenntunarstjóri var ánægð með dag- inn. „Þetta var ánægjuleg samkoma og skemmtileg dagskrá,“ segir hún glað- lega. „Eins og vænta má á svona tíma- mótum var sagan aðeins rifjuð upp. Árið 1983 þegar Endurmenntun var stofnuð voru haldin þrjú námskeið sem öll lutu að tölvutækni og nemendur voru 65. Á síðasta ári voru hins vegar haldin 245 námskeið og nemendafjöldi hátt í sjö þúsund, þannig að starfsemin hefur hefur vaxið og dafnað.“ Fornsögunámskeiðin eru þau sem best hafa verið sótt hjá Endurmenntun gegnum árin að sögn Kristínar. „Jón Bö sló öll met en nú er hann hættur. Magn- ús Jónsson er tekinn við og hann hefur slegið í gegn líka og er alger hástökk- vari í vinsældum. Hann er nú til dæmis með 130-140 manns á Eyrbyggjunám- skeiði,“ segir hún og heldur áfram. „Áhuginn á fornsögum okkar er alveg ótrúlegur, einkum meðal eldra fólks.“ Stoltust kveðst Kristín vera af sam- starfinu við ýmis fagfélög. „Það er okkar lífæð út í samfélagið,“ segir hún og nefnir framhaldsskólakenn- ara, hjúkrunarfræðinga og fleiri stétt- ir. „Við fundum reglulega með fulltrú- um fagfélaga og gerum jafnvel kannan- ir meðal félagsmanna. Þannig fáum við fram hver þörfin er fyrir námskeið og það hefur gefist mjög vel. Oft eru svo einhverjir úr háskólanum eða erlendis frá sem kenna.“ Kristín segir það einnig hafa aukist á allra síðustu árum að kúrsar innan há- skólans séu opnaðir almenningi. Flest- ir á meistarastigi. „Þetta eru ýmis nám- skeið sem fólki úti í samfélaginu þykir eftirsóknarverð. Þau koma sér vel fyrir þá sem vantar þekkingu á einu ákveðnu fagsviði og hjá sumum er þetta leið í frekara nám. Það gefur líka góða raun að fá fólk með starfsreynslu inn í kúr- sana með þeim yngri sem eru í fullu námi en skortir reynsluna. Úr verður skemmtileg blanda sem nýtist öllum.“ Meðal nýjunga í haust nefnir Krist- ín námsbrautina Markaðssamskipti − stefnumörkun og framkvæmd og aðra sem kallast Leiðsögunám á háskóla- stigi. „Leiðsögunámið tekur þrjú miss- eri og fólk getur tekið það sem aukafag í háskólanum til dæmis inn í hugvís- indadeild og ferðamálafræði. Það er engin bein leið í starf fyrir ferðamála- fræðinga og þá er þetta skemmtileg við- bót. Enda er mikill skortur á leiðsögu- mönnum. Það er til dæmis enn verið að hringja í mömmu mína sem er 78 ára þó að hún sé löngu hætt þannig að það vantar greinilega fólk í stéttina.“ Nám í verðbréfaviðskiptum er braut sem endurvakin var í haust eftir nokk- urt hlé að sögn Kristínar og aðsókn- in er góð. Kannski hefur heldur aldrei verið meiri þörf á vandvirkni í þeirri grein en nú. „Fjármálastofnanir senda hingað fólk og þó að fækkað hafi í fjár- málageiranum þá er ljóst að margir nota tækifærið og mennta sig í þessum fræðum.“ gun@frettabladid.is ENDURMENNTUN HÍ: TUTTUGU OG FIMM ÁRA Margir nota tækifærið og mennta sig í ýmsum fræðum ENDURMENNTUNARSTJÓRINN Kristín Jónsdóttir var hress í tuttugu og fimm ára afmælisteitinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Fræðslufundir eru nýjung í starfsemi Félagsmiðstöðvarinnar á Aflagranda 40. Þeir eru haldnir á miðvikudögum klukkan 14 og þar ber margt á góma. Nú á miðvikudaginn mun til dæmis Gunnlaugur A. Jónsson prófessor fjalla um trúarbrögð gyðinga og fram- undan eru fjölmörg fleiri áhugaverð erindi. Sem dæmi má nefna Örnefni á Ís- landi sem Svavar Sigmundsson flytur, SPES hjálparstarf í Afríku sem Njörð- ur P. Njarðvík heldur og Fransmenn á Íslandi sem Elín Pálmadóttir legg- ur til. Ættfræðinnar ýmsu hliðar er er- indi í umsjón Guðfinnu Ragnarsdóttur og kynningar á bókum um Harald Ní- elsson og Lárus Pálsson leikara verða á dagskránni. Kaffisopinn indæll er! verður síðan á dagskránni þann 10. desember og sér þá Kaffitár um fræðslu um kaffi og kaffiblöndur auk þess sem heitt verð- ur á könnunni. „Okkur langar að gæða starfið nýju lífi með þessum fræðslustundum og vonumst til að ná til nýs markhóps,“ segir forstöðumaður félagsmiðstöðv- arinnar, Jón Sævar Baldvinsson. - gun Fræðslustundir í félagsmiðstöð PRÓFESSOR GUNNLAUGUR A. JÓNSSON Mun fjalla um trúarbrögð gyðinga næsta miðvikudag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.