Fréttablaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 16
16 6. október 2008 MÁNUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is
ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI:
Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur
sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
Í
slendingar voru nú um helgina minntir með óþægilegum hætti
á ókostina sem fylgja því að búa á úthafseyju er forsvarsmað-
ur eins olíufélagsins greindi frá því að vegna gjaldeyrisskorts
í viðskiptabönkunum væri erfitt að fá keypt eldsneyti til
landsins og olíufélögin hefðu aðeins 30-40 daga birgðir.
Yfir 300.000 tonnum af innfluttu eldsneyti, bensíni og díselolíu, er
brennt í bílvélum Íslendinga á hverju ári. Eins og þróunin á heims-
markaðsverði olíu og gengi íslenzku krónunnar hefur verið þarf að
greiða tugi milljarða króna fyrir þennan innflutning. Það væri því
ekki lítil lyftistöng fyrir þjóðarbúið ef innlend raforka (og ræktað
eða tilbúið eldsneyti) kæmi að mestu í staðinn fyrir þessa innfluttu
orku, en á því er raunhæfur möguleiki ef alvara er gerð úr því að
flýta fyrir því að hér komist raf- og tengiltvinnbílar í umferð í stór-
um stíl. Til þess að það megi verða stendur það upp á ríkisvaldið að
skapa áþreifanlega hvata til að þannig bílar komist hér á göturnar
um leið og bílaframleiðendur bjóða upp á þá. Nýgerður samningur
iðnaðarráðuneytisins við Mitsubishi-iðnrisann japanska um próf-
anir á nýjum rafbíl og uppbyggingu þjónustunets við rafbíla hér-
lendis er skref í rétta átt. En betur má ef duga skal.
Geir H. Haarde forsætisráðherra lét þess getið í stefnuræðu
sinni á Alþingi síðastliðið fimmtudagskvöld að ríkisstjórnin hefði
ákveðið að breyta reglum um gjaldheimtu af ökutækjum og elds-
neyti þannig að hagrænir hvatar sköpuðust til að íslenzkur almenn-
ingur veldi sér vistvænni bíla. Þar hlýtur Geir að hafa verið að vísa
til tillagna sem lagðar voru fyrir ríkisstjórnina í vor og eru afrakst-
ur vinnu sérskipaðs starfshóps sem fulltrúar fjögurra ráðuneyta
áttu sæti í. Samkvæmt upplýsingum úr fjármálaráðuneytinu er
hins vegar vinna við gerð lagafrumvarps á grundvelli þessara til-
lagna ekki hafin þar sem ríkisstjórnin hefði enn ekki tekið ákvörð-
un um að það skyldi gert. Enda sér þess hvergi stað í nýframlögðu
fjárlagafrumvarpi að gert sé ráð fyrir nokkrum breytingum á því
fyrirkomulagi gjaldheimtu af bílum, eldsneyti og umferð sem nú
er við lýði.
Fréttirnar af því að til eldsneytisskorts gæti komið í landinu
voru reyndar líka áminning um að ríkisstjórnin sýndi ábyrgðar-
leysi þegar hún ákvað að selja eldsneytistankana í Hvalfirði, sem
ríkið erfði eftir Varnarliðið, til einkaaðila í stað þess að nýta þá til
að geyma varaeldsneytisbirgðir fyrir þessa bílaháðu eyþjóð. Það
sýnir sig nú í gjaldeyrisskortinum hve skynsamleg sú ráðstöfun
hefði verið − svo lengi sem bílar hinnar bílaháðu þjóðar ganga fyrir
innfluttu eldsneyti. Það er spurning um orkuöryggi.
En það eru fleiri aðilar sem þurfa að gera betur. Í greinaflokki
um „úreldingu olíunnar“ sem birtur hefur verið í Fréttablaðinu
undanfarna daga er minnzt á fordæmi sænsku borgarinnar Växjö,
sem með metnaðarfullri umhverfisstefnu hefur orðið sér úti um
nafnbótina „grænasta borg Evrópu“. Í ljósi þess að í orkubúskap
Reykvíkinga vegur endurnýjanleg orka enn þyngra en í „grænustu
borg Evrópu“ ætti það að vera Reykvíkingum hvatning til að setja
sér markmið sem gera myndu borginni kleift að gera tilkall til
þessa titils. Langstærsti mengunarvaldurinn í borginni er umferð-
in. Til að ná þessu marki þyrftu því bæði ríki og borg að taka saman
höndum um að stuðla að sjálfbærri samgöngubyltingu, þjóðarhag
og ímynd Íslands til framdráttar.
Vistvænni samgöngur:
Gera þarf betur
AUÐUNN ARNÓRSSON SKRIFAR
UMRÆÐAN
Gunnar Tómasson skrifar um efna-
hagsmál
Gengisvísitala Seðlabanka Íslands hækkaði um 53% frá upphafi árs til 27.
september 2008. Um ástæðu þessa gengis-
hruns er ýmist bent á breyttar aðstæður á
alþjóðamörkuðum eða ótilgreindan veikleika
krónunnar þar sem flestir aðrir gjaldmiðlar
hafa sloppið við svipaðar hrellingar.
Nýlega töldu Einar Benediktsson og Jónas H.
Haralz Ísland hafa tvo kosti: annaðhvort að fylgja
fram núverandi peningakerfi í endurbættri mynd,
eða eiga með einhverjum hætti aðild að myntbanda-
lagi Evrópu og Seðlabankinn gerði sjálfur grein
fyrir því hvernig endurbæta megi núverandi kerfi.
Hér er komið að kjarna málsins, því gengishrun
krónunnar er rökrétt afleiðing þess kerfis sem
Seðlabanki Íslands kom á fót 2001 og felst í því að
gefa lánastofnunum lausan tauminn varðandi
umfang og fjármögnun útlánaþenslu innanlands og
utan að forskrift þeirrar hugmyndafræði sem
kallast The Washington Consensus.
„Aukið frjálsræði er forsenda fyrir stöðugu
gengi“ er kennisetning hugmyndafræðinnar á sviði
gjaldeyrismála í framsetningu Jóns Sigurðssonar
viðskiptaráðherra/seðlabankastjóra á
Alþingi 1991. Þessi kennisetning er hins
vegar ekki gjaldgeng sem vegvísir við stjórn
gjaldeyrismála við þær aðstæður sem hafa
verið aðall íslenzkra peningamála. Því, eins
og höfundur lýsti yfir á fundi með forsætis-
ráðherra Steingrími Hermannssyni og
öðrum ráðherrum 1989, peningamálum
landsins hafði ekki verið stjórnað um langt
árabil, sbr. útlánaþenslu upp á 3450% (ekki
ritvilla!) á árunum 1980-1989. Á meðan svo
væri í pottinn búið væri algjör fásinna að
afnema öll höft á fjármagnsflutningum. Upp úr 1990
stefndu stjórnvöld að tengingu krónunnar við ECU
mynteiningu Evrópubandalagsins (síðar evru) með
samstilltri stjórn peninga- og ríkisfjármála en það
gekk ekki upp. Í kjölfar einkavæðingar bankanna
varð útlánaþensla aftur af þeirri stærðargráðu að
samrýmdist ekki 2,5% verðbólgumarkmiði Seðla-
bankans.
Svo lengi sem stjórn peningamála tekur ekki mið
af markmiðum stjórnvalda um verðbólgu og
greiðslujöfnuð við útlönd er tómt mál að tala um
upptöku evru hvort sem er utan eða innan ESB. Sú
tilgáta að peningalegt jafnvægi verði bezt tryggt
með því að gefa lánastofnunum lausan tauminn hefur
þegar orðið þjóðinni dýrkeypt rugl.
Höfundur er hagfræðingur.
Króna eða evra
GUNNAR
TÓMASSON
Þegar þetta er skrifað upp úr hádegi á sunnudegi fer vaxandi
sú nagandi tilfinning að beðið sé
eftir Godot. Algjört ráðleysið
endurspeglast í Pétri Blöndal að
tala um það í Silfrinu að selja
Þjórsá…
Þegar þetta er birt verður
vonandi búið að tilkynna eitthvað.
Varla þó að Davíð Oddsson muni að
eigin frumkvæði láta af störfum og
við taki Jón Sigurðsson eða annar
slíkur maður sem nýtur almenns
trausts innanlands sem utan, eins
og eðlilegast væri að gera eftir svo
afdráttarlaust skipbrot peninga-
stefnunnar; varla heldur að nú
verði fenginn til ráðgjafar
Þorvaldur Gylfason sem mánuðum
og árum saman hefur varað við
afleiðingum ríkjandi stefnu… og
varla er heldur að vænta yfirlýs-
ingar um aðildarumsókn að ESB og
evruupptöku – það er allt annað og
algjörlega óskylt mál að sögn
forsætisráðherrans. Varla er
nokkurs að vænta því að núverandi
ríkisstjórn er pattstjórn og
eingöngu við völd vegna þess að
engin önnur stjórn virðist möguleg.
En vonandi verður eitthvað um
risalán frá útlöndum.
Nei, þegar maður situr á
sunnudegi og bíður eftir efnahags-
ráðstöfunum, bíður og bíður en
ekkert gerist annað en að sjálf
biðin verður eins og inntak
tilverunnar – þá fer maður að
hugsa um skáldskap.
Þinn draumur býr þeim mikla
mætti yfir… Og hvað er nær-
tækara en að hugsa um Stein
Steinar á þessu afmælisári hans?
Skáldinu sem fyrst orti um
íslenska drauminn eins og hann
er, sagði okkur satt og verður því
aldrei heiðraður með styttu, þó að
reynt hafi verið að þagga niður í
honum með geðlurðulegum lögum.
Er ástandið ekki núna eins og í
ljóði eftir hann? Einhvern veginn
hroðalegt og ankannalegt, aumt og
hlálegt?
Og þá er ég ekki bara að tala um
þetta: „Það bjargast ekki neitt, það
ferst, það ferst. / Það fellur um sig
sjálft og er ei lengur.“
Nei – annað ljóð hefur leitað enn
meira á hugann undanfarna daga:
„Í draumi sérhvers manns.“ Svona
byrjar það: „Í draumi sérhvers
manns er fall hans falið. / Þú
ferðast gegnum dimman kynja-
skóg / af blekkingum, sem brjóst
þitt hefur alið / á bak við veruleik-
ans köldu ró.“
Þetta er einmitt ort um okkur.
Fyrst kemur staðhæfingin eins og
sleggja og svo er hún útskýrð
betur: Á bak við veruleikans köldu
ró – það er að segja hlutirnir eru
einhvern veginn í raun og veru –
hefur brjóst okkar alið blekkingar
í slíkum mæli að þær eru orðnar
að dimmum kynjaskógi.
Svo kemur næsta erindi og nú
er draumurinn tekinn að færa sig
upp á skaftið: „Þinn draumur býr
þeim mikla mætti yfir / að mynda
sjálfstætt líf, sem ógnar þér. /
Hann vex á milli þín og þess, sem
lifir, / og þó er engum ljóst hvað
milli ber.“
Draumurinn um yfirráðin
Hver er sá draumur sem Steinn
Steinarr orti hér um? Draumur-
inn sem varð okkur að falli?
Draumurinn sem óx okkur yfir
höfuð. Draumurinn sem „lykur
um þig löngum armi sínum, / og
loksins ert þú sjálfur draumur
hans.“
Það er sá draumur að vera
annar en maður er í raun og
veru. Og aðferðin við að gera
þennan draum að veruleika er að
fá lánaða peninga til að kaupa
dót sem láta mann líta einhvern
veginn öðruvísi út. Það er enginn
eðlismunur á einkaþotu útrásar-
gosans og pallbíl meðaljónsins.
Hvort tveggja er dýr leikmunur.
Aðstæður frá 2004 voru
þessari draumlyndu þjóð sérlega
hættulegar: nóg af ódýru lánsfé
um allan heim, og hægt að kaupa
og kaupa, því dýrara því meiri
maður var maður. Við skulum
ekki rifja upp öll þau ömurlega
dæmi sem við höfðum fyrir
augunum um framgöngu
auðmannanna.
En okkur dreymdi sennilega
um nútímann, að hafa hann á
valdi okkar. Við vildum eignast
hann, og eignast um leið Evrópu
og allt það sem hún hefur. Vera
menn með mönnum, umfram allt
þjóð meðal þjóða. Sá draumur
varð okkur að falli. Útrásin var
árás, lýsti sér í því að vilja
eignast það sem aðrir höfðu,
vera það sem aðrir voru; spila í
Albert Hall, leggja undir sig
stolt annarra þjóða eins og
vandalar að ráðast inn í Róm;
álengdar sátum við hin, við
þessir venjulegu Íslendingar, og
fórum hjá okkur. Allan tímann
hafði maður þessa nagandi
tilfinningu að þetta væri ekki í
alvörunni.
Enda var þetta bara draumur.
Og nú þegar við erum vöknuð
þurfum við að berjast gegnum
dimman kynjaskóg…
Gegnum dimman kynjaskóg
GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON
Í DAG | Meðan beðið er
Bara uppvaskið eftir
Nú er veislan búin á Íslandi, segir í
grein The Guardian í gær. Ekki nóg
með það, nú er kominn tími fyrir
„krúttkynslóðina“ svokölluðu að fara
að skíta út á sér hendurnar eða svo
segir Siggi Hall í þeirri sömu grein.
Síðan segir Siv Friðleifs í þættinum
Sprengisandi á Bylgjunni að þessar
þrengingar hafi það í för með
sér að hin kvenlegu gildi
munu eiga meira upp
á pallborðið eftirleiðis.
Einhverjir kynnu að
túlka þetta sem svo
að það stefni
bara í allsherjar
uppvask.
Engar klisjur á minni vakt
Stjórnmálamenn eiga það til að svara
í klisjum þegar umræðan er að fara á
hættulegar slóðir. Undanfarna daga
hafa margir stjórnarliðar sagt að nú
sé tími til að leita að lausnum en
ekki sökudólgum. Agli Helgassyni
var þó nóg boðið þegar hann fékk
að heyra rulluna margendurtekna í
þætti sínum í gær og brást ókvæða
við. „Þetta er búið að gerast á
ykkar vakt,“ sagði hann við
Pétur Blöndal og Ágúst Ólaf
Ágústsson. Það er ljóst að
nú eiga stjórnmálamenn
ekki að komast upp með
einhverjar klisjur; alltént
ekki á vaktinni hans Egils.
Söguleg seinheppni
Nýtt Mannlíf er komið út og kennir
þar margra grasa. Meðal þeirra sem
skrifa í nýja tölublaðið er sjálfur
Hannes Hólmsteinn Gissurarson.
Hannes er menntaður í stjórn-
málafræði og sagnfræði og nýtist
sú menntun honum áreiðanlega í
greininni, en hún ber titilinn Söguleg
seinheppni. Í henni er fjallar
Hannes um ótrúlegar yfirsjónir
og ranga spádóma.
Spennandi verður að sjá
hvort Hannes fjallar um
efnahagsstefnu síðustu ára
undir stjórn Davíðs Odds-
sonar og þá spádóma sem
stjórnarliðar hafa viðhaft.
jse@frettabladid.is
kolbeinn@frettabladid.is