Fréttablaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 18
Bílskúrinn – Hiti Lækkun á innihita: Algengur hiti í húsum hér á landi er 23- 25°C, en rannsóknir sýna að 20°C innihiti er kjörhiti, þ.e. með tilliti til loftgæða og líðan íbúa. Hafa ber í huga að hitakostnaður hækkar um 7 prósent ef hiti er hækkaður um eina gráðu. Það er til dæmis óþarfi að kynda mikið á sólríkum dögum og auðvelt að lækka hitann áður en farið er að heiman. Gott er að nýta affall heita vatnsins af íbúðar- húsinu til að hita bílskúr- inn. Athuga kælingu sem bílskúrshurðin veldur og þá sérstaklega þéttingu hurðarinnar með karm- inum. Þess vegna er til- gangslaust að hita hann mikið upp. Meira um alla hluti í bílskúrnum á: http://www.natturan.is/husid/1253/ GÓÐ RÁÐ fyrir þig og umhverfið Náttúran.is - vefur með umhverfisvitund Kampavínslitur er flottur á gestaklós- ettið. Nú hefur Gustavsberg fram- leitt nýja og litríka línu sem nefnist Coloric. Hún er í ýmsum útfærslum og getur hentað fyrir vaska, baðker og sturtur. Um fimm liti er að velja: rauð- an, bláan, svartan, silfurlitan og kampavínslitan. Liturinn er innbrenndur sem þýðir að yfir- borðið er sterkt og lítil hætta á rispum. Coloric-blöndunartækin frá Gustavsberg eru framleidd úr lituðu áli og því endurvinnan- leg. Þá er tæknileg útfærsla þeirra þannig að þau draga úr vatnsnotkun. Þannig standast Coloric-blöndunartækin kröfur um umhverfisvæn heimilis- tæki. Gustavsberg á sér langa sögu. Framleiðsla fyrirtækis- ins á postulíni hófst í Svíþjóð 1825. Hér á landi er merkið vel þekkt og fæst meðal annars hjá BYKO. - gun Litríkir kranar Ný blöndunartæki og kranar geta gerbreytt svip baðher- bergisins. Þetta bláa blöndunartæki gerir baðferðina enn skemmtilegri fyrir börnin. Rauður krani kætir. MÓSAÍKFLÍSAR eða aðrar flísar er sniðugt að leggja á borðplötur sem eru orðnar ónýtar. Ef sköpunar- gleðin er mikil getur útkoman orðið algjört listaverk. Hawa Junior 80 eru glæsilegar rennibrautir fyrir 8-10-12 mm hert gler eða timburhurðir. Útvegum hert gler eftir máli. Járn & Gler hf. - Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin. - 104 Reykjavík S: 58 58 900. www.jarngler.is Til leigu í Skútuvogi 1G Skrifstofuhúsnæði—187 fm Um er að ræða gott skrifstofurými sem er 187 fm að stærð. Góð lofthæð er í plássinu og í miðju rýminu eru þakgluggar sem gefa góða birtu. Góð eldhúsaðstaða vel búin tækjum. Miklir möguleikar. Ítarlegri upplýsingar liggja fyrir á skrifstofu Járn & glers hf - Skútuvogi 1 h– Barkarvogsmegin. Upplýsingar gefur Kjartan s: 585-8900 / 894-4711. e-mail : kjartan@jarngler.is Alla mmtudaga Alla mmtudaga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.