Fréttablaðið - 09.10.2008, Qupperneq 4
4 9. október 2008 FIMMTUDAGUR
Opinn fundur
um gjaldeyrismál
Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna í Kópavogi boðar
til opins fundar um gjaldeyrismál.
Staðsetning: Digranesvegi 12
Tímasetning: laugardaginn 11. október kl.11.00
Frummælandi: Jóhannes Geir Sigurgeirsson, fyrrverandi alþingismaður,
og formaður nefndar Framsóknarfl okksins um gjaldeyrismál.
Allir velkomnir
Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna í Kópavogi
VEÐURSPÁ
Kaupmannahöfn
Billund
Ósló
Stokkhólmur
Gautaborg
London
París
Frankfurt
Friedrichshafen
Berlín
Alicante
Mallorca
Basel
Eindhoven
Las Palmas
New York
Orlando
San Francisco
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
15°
15°
14°
11°
15°
18°
17°
17°
20°
18°
23°
25°
20°
18°
25°
23°
29°
19°
5
Á MORGUN
5-10 m/s
LAUGARDAGUR
3-8 m/s
7
6
6
6
8
10
11
10
10
9
13
9
6
10
8
8
13
10
15
18
13
7 7 4 4
5
86
HELGARHORFUR
Helgin verður
tvískipt. Á laugardag
verður minnkandi
norðanátt með
rigningu eða slyddu
norðan til á landinu
en syðra léttir
smám saman til
um og eftir hádegi.
Á sunnudag verður
suðaustan strekk-
ingur sunnan til og
vestan annars hæg-
ari. Einhver rigning
syðst en bjart með
köfl um norðan til og
austan. 8
108
Sigurður Þ.
Ragnarsson
veður-
fræðingur
EFNAHAGSMÁL „Ég held að flestir
Bretar geri sér grein fyrir því að
þetta vandamál er ekki sértækt
fyrir íslenska
banka. Fólk er
frekar pirrað út
í ófremdar-
ástand í
fjármálum
almennt en
Íslendinga
sérstaklega,“
segir Sindri
Traustason,
tölvunarfræð-
ingur og
forritari, sem býr í King´s Cross-
hverfinu í London.
Sindri segist verða var við
mikla umfjöllun um málefni
Icesave allt í kringum sig, en
enginn hafi komið að máli við
hann persónulega. „Ég held að
þetta mál breyti ekkert viðhorfi
Breta gagnvart Íslendingum,
hvorki ferðamönnum né öðrum,“
segir Sindri. - kg
Íslendingur í London:
Breytir ekki
viðhorfi Breta
SINDRI
TRAUSTASON
ALÞINGI „Ytri aðstæður valda því
að nýjar upplýsingar berast
daglega. Þar af leiðandi er
verklagið annað en venjulega,“
segir Gunnar Svavarsson,
formaður fjárlaganefndar, um
gerð fjárlaga næsta árs.
Fjárlagafrumvarpinu var vísað
til nefndarinnar á föstudag og
samkvæmt starfsáætlun fer önnur
umræða fram undir lok nóvember.
„Ég veit að þingið mun standa
undir nauðsynlegu vinnulagi,“
segir Gunnar en auk stöðugt nýrra
upplýsinga setja annir starfs-
manna fjármálaráðuneytisins
vegna efnahagsaðstæðna og -
aðgerða áætlanir úr skorðum. - bþs
Formaður fjárlaganefndar:
Nýjar upplýs-
ingar daglega
EFNAHAGSMÁL Reiði í garð Íslend-
inga braust út í Bretlandi í gær-
morgun eftir að Alistair Darling
fjármálaráðherra sagði að íslensk
stjórnvöld hygðust ekki standa við
skuldbindingar um að tryggja inni-
stæður Icesave-reikninga Lands-
bankans í Bretlandi. Gat hann þess
um leið að bresk stjórnvöld myndu
ábyrgjast sparnaðinn.
Skömmu síðar sagði Gordon
Brown forsætisráðherra að stæði
íslenska ríkið ekki við skuldbind-
ingarnar myndi breska ríkið höfða
mál gegn því íslenska til að leita
réttar síns.
Í kjölfar þessa hófust umleitanir
sem miðuðu að því að koma málinu
í vinsamlegri í farveg. Eftir hádegi
gekk Sverrir Haukur Gunnlaugs-
son sendiherra á fund háttsettra
embættismanna í forsætis- og fjár-
málaráðuneytum Bretlands þar
sem ákveðið var að taka upp form-
legar viðræður um samráð og
nauðsynlegar aðgerðir.
Samhliða gaf Geir H. Haarde
forsætisáðherra út yfirlýsingu þar
sem sagði að með breyttum lögum
yrðu innistæður forgangskröfur
ef til gjaldþrots kæmi. Góðar líkur
væru á að eignir Landsbankans
myndu standa undir stærstum
hluta innistæðna Icesave-reikn-
inganna. Var þess og getið að ríkis-
stjórn Íslands væri staðráðin í að
láta ekki núverandi stöðu á fjár-
málamörkuðum skyggja á ára-
langa vináttu ríkjanna.
Á blaðamannafundi síðdegis í
gær sagði Geir H. Haarde að
óvissa hefði komið upp í Bretlandi
þar sem málinu hafði ekki verið
komið í farveg. Um yfirlýsingar
Browns um málshöfðun sagði hann
í sjálfu sér ekkert athugavert við
að dómstólar leystu úr ágreiningi
ef ekki tækist að gera það í góðu
samkomulagi milli ríkjanna.
„Það verður að sjálfsögðu samið
við Bretana um þetta mál. Það
ætlar enginn að hlaupa frá einu
eða neinu, að sjálfsögðu ekki. Við
tökum á þessu máli eins og á öllum
öðrum vandamálum eins og siðað
samfélag,“ sagði Björgvin G. Sig-
urðsson viðskiptaráðherra.
Landsbankinn starfrækti líka
Icesave í Hollandi. Að sögn Geirs
eru viðræður um tryggingamál við
þarlend stjórnvöld ekki jafn langt
komnar og í tilviki Bretlands.
Á blaðamannafundinum gat Geir
þess að hann hefði talað við kol-
lega sína á hinum Norðurlöndun-
um og alls staðar mætt velvilja.
Hann hefði ekki leitað aðstoðar og
hún ekki boðin fram.
bjorn@frettabladid.is
Reynt að róa Bretana
Krísa kom upp í samskiptum Íslands og Bretlands í gær þegar óvissa ríkti um
tryggingar á innistæðum Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi. Lausna
var leitað eftir að forsætisráðherra Bretlands boðaði lögsókn vegna málsins.
MÁLIN SKÝRÐ Geir H. Haarde forsætisráðherra og Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra greindu frá nýjustu upplýsingum í
efnahags- og fjármálakrísunni og svörðu spurningum íslenskra og erlendra blaðamanna í Iðnó í gær. FRÉTTABLAÐIÐSTEFÁN
EFNAHAGSMÁL Góðgerðarsamtökin
Spes sem rekið hafa barnahjálp í
Afríku finna nú óþyrmilega fyrir
samdrættinum á Íslandi auk
ýmissa annarra samtaka sem
íslenskir bankar og almenningur
hafa styrkt í gegnum tíðina. Til-
gangur Spes er að byggja og reka
þorp fyrir foreldralaus börn og
hefur til að mynda verið útbúið
um hundrað barna heimili í Afr-
íkuríkinu Tógó.
Það hefur kostað í kringum 77
evrur á mánuði að styrkja eitt
barn þar í landi. Njörður P. Njarð-
vík, formaður samtakanna, segir
að þótt Spes sé starfrækt í fleiri
löndum en Íslandi hafi um það bil
70 prósent framlaga komið héðan.
Nú sé svo komið að útgjöld þeirra
Íslendinga sem vilji leggja málinu
lið hafi hækkað mjög vegna geng-
ishruns krónunnar auk þess sem
gengi hennar sé nú svo mjög á
reiki að mjög erfitt sé að eiga við
öll útgjöld.
Tógó er sárafátækt land. Þriðj-
ungur íbúa er undir fátæktar-
mörkum. Fátækt og eyðni leiða til
þess að fjölmörg börn fara for-
eldralaus á vergang en Njörður
segir heimilin hafa gefið þeim
von. „Við höfum nú þungar áhyggj-
ur af börnunum okkar,“ segir
hann.
- kdk
Samtök sem notið hafa góðs frá íslenskum almenningi og bönkum:
Óttast um hag barnanna
LÖGREGLUMÁL Ríkislögreglustjóra
er kunnugt um að almenningi hér
á landi hafi borist símtöl að utan
þar sem fólki er boðið að leggja
fjármuni sína inn á bankareikn-
inga í útlöndum.
Vitað er að í einu tilviki, hið
minnsta, barst símtalið frá
óskráðu GSM-símanúmeri í
Danmörku. Í því tilfelli kynnti
viðkomandi sig sem starfsmann
tiltekins banka í Danmörku,
kvaðst vita um bágt efnahags-
ástand á Íslandi og bauð viðmæl-
anda að flytja fjármuni sína á
reikning í bankanum.
Ríkislögreglustjóri hvetur fólk
til að vera á varðbergi berist því
slík símtöl. - jss
Embætti ríkislögreglustjóra:
Varar við gylli-
boðum í síma
TÓGÓ Njörður Njarðvík og eiginkona
hans, Bera Þórisdóttir með börnum í
Togo.
Fyrirhuguð lántaka:
Rætt við Rúss-
ana á þriðjudag
Vel má vera að gengið verði frá
lánveitingu Rússlands til Íslands á
fundi ytra á þriðjudag. Geir H.
Haarde forsætisráðherra greindi
frá þessu á blaðamannafundi í
gær. Sagðist hann telja rússneska
ríkið vel aflögufært vegna mikilla
tekna af olíusölu.
Spurður hvort aðkoma
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að
málefnum Íslands væri útilokuð
sagði hann svo ekki vera.
Geir var spurður hvort hann
teldi tímabært að Seðlabankinn
lækkaði stýrivexti og kvaðst hann
myndu koma því á framfæri
annars staðar þegar hann teldi
það tímabært. Gat hann þess
jafnframt að staða bankastjórnar
Seðlabankans væri óbreytt. - bþs
Björgvin G. Sigurðsson viðskipta-
ráðherra segir unnið að því að
tryggja „að minnsta kosti hluta“
inneigna í peningamarkaðssjóð-
um bankanna.
Slíkir sjóðir njóta ekki sömu
tryggingaverndar og hefðbundnar
innistæður. Helgast það af eðli
þeirra en þeir eru meðal annars
ávaxtaðir í hlutabréfum sem
rýrnað hafa að verðgildi. Eru sum
raunar algjörlega verðlaus.
Björgvin segir ekki hægt að
tryggja allar innistæður í peninga-
markaðssjóðum, „en það er hægt
að finna leiðir til að lágmarka
mjög skaðann.“ - bþs
Peningamarkaðssjóðir:
Reynt að lág-
marka skaðann
GENGIÐ 08.10.2008
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
230,0012
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
126,5 127,1
220,83 221,91
172,16 173,12
23,063 23,197
20,368 20,488
17,73 17,834
1,2667 1,2741
193,7 194,86
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR