Fréttablaðið - 09.10.2008, Síða 6
6 9. október 2008 FIMMTUDAGUR
OLÍS ÁLFHEIMUM, OLÍS GULLINBRÚ, HOLTAGÖRÐUM,
OLÍS MJÓDD, OLÍS NORÐLINGAHOLTI, NÝBÝLAVEGI,
SUÐURLANDSBRAUT, OLÍS AKRANESI, OLÍS AKUREYRI,
OLÍS BORGARNESI, OLÍS KEFLAVÍK, OLÍS REYÐARFIRÐI
12 STAÐIR
ostur.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
Ómissandi
í veisluna!
BÓKMENNTIR „Útrás, athafnir, átök og einkamál“ er
undirtitill bókar um Ólaf Ragnar Grímsson eftir
Guðjón Friðriksson, sagnfræðing og rithöfund, sem
JPV gefur út um næstu mánaðamót. Að sögn
höfundar var innihald bókarinnar í stöðugri endur-
skoðun fram í lok september vegna afdrifaríkra
atburða síðustu vikna í íslensku efnahagslífi.
Útgáfa á bókinni, sem ber titilinn „Saga af forseta
– forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar – Útrás,
athafnir, átök og einkamál“, var fyrirhuguð á síðasta
ári, en af ýmsum ástæðum var henni frestað um eitt
ár. Guðjón segir mikið vatn runnið til sjávar síðan og
hann hafi haft í nógu að snúast við að uppfæra
bókina. „Þjóðnýting Glitnis er það nýjasta sem náði
inn í bókina. Hún er nú komin í prentun. Það er
rosalega margt að gerast núna og ekki endalaust
hægt að bæta við,“ segir Guðjón.
Spurður hvort til tals hafi komið að breyta titli
bókarinnar eða endurskrifa kafla sem víkja að
aðkomu forsetans að íslensku útrásinni neitar
Guðjón því. „Ég er ekkert að falsa söguna. Ég hugsa
þessa bók sem innlegg í umræðuna um forsetaem-
bættið og forsetatíð Ólafs Ragnars,“ segir Guðjón. - kg
Íslenska útrásin áberandi í bók um forseta Íslands sem kemur út á næstunni:
Titli bókarinnar verður ekki breytt
ÓLAFUR RAGNAR „Útrás, athafnir, átök og einkamál“ er undir-
titill bókar um forsetatíð Ólafs Ragnars, sem hér sést ásamt
forkólfum íslensku útrásarinnar og forseta Finnlands.
LÖGREGLUMÁL Rúmlega þrítugur
maður var fluttur með alvarlega
höfuðáverka á Landspítalann í
Fossvogi síðdegis í gær eftir
harðan árekstur á Þorlákshafnar-
vegi.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni á Selfossi skullu tveir
bílar saman á veginum.
Ökumenn voru einir í bílunum
og þurfti að beita klippum til að
ná öðrum þeirra út. Sá var
alvarlega slasaður og var fluttur
með þyrlu Landhelgisgæslunnar
til Reykjavíkur.
Hinn var einnig fluttur á
sjúkrahús til skoðunar. Slysið er í
rannsókn. - sh
Árekstur á Þorlákshafnarvegi:
Hlaut alvarlega
höfuðáverka
EFNAHAGSMÁL Davíð Oddsson
seðlabankastjóri sagði í Kastljósi í
fyrradag að hann hefði aldrei lof-
samað útrásina þegar hann var
spurður um það hvort hann bæri
ekki nokkra ábyrgð á því hvernig
fyrir efnahag þjóðarinnar er
komið. „Ég söng aldrei þennan
útrásarsöng,“ sagði Davíð þá orð-
rétt.
„Ég veit ekki betur en Davíð
hafi verið einn fremsti talsmaður
útrásarinnar á árunum 2002 og
fram á seinni ár,“ segir Guðmund-
ur Ólafsson hagfræðingur.
Þegar litið er yfir ummæli Dav-
íðs við hin ýmsu tækifæri frá
árunum 2004 til 2007 má sjá að
hann fór lofsamlegum orðum um
útrás bankanna. Í nóvember 2007
fór hins vegar að kveða við nýjan
tón en þá sagði hann meðal ann-
ars að útrásin hefði
meðal annars í för með
sér að Ísland yrði
óþægilega skuldsett
erlendis.
jse@frettabladid.is
Davíð söng útrásinni
lof árum saman
Undanfarin ár hefur Davíð Oddsson lofsamað útrás bankanna við hin ýmsu
tækifæri. Davíð sagði í Kastljósi í fyrradag að hann hefði aldrei „sungið þennan
útrásarsöng.“ Tónninn breyttist hins vegar ekki fyrr en síðla árs 2007.
UMMÆLI DAVÍÐS UM ÚTRÁS BANKANNA
■ “Það er auðvitað fullkomlega eðlilegt að framsæknir bankar í örum vexti,
sem skynja að hinn smái íslenski markaður þrengir að þeim, leiti allfast eftir
erlendu fjármagni í viðleitni sinni til útrásar og ábata. Innri styrkur banka-
kerfisins og allar þær vísitölur sem eftirlitsstofnanir og matsfyrirtæki horfa
til eru meira en í góðu horfi.” Á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs Íslands í
desember 2005
(En vandinn er bara sá, að það er ekki endilega öruggt að á hverjum tíma
ráði þessar mikilvægu forsendur einar ferðinni).
■ “Þá hafa þeir með góðum árangri sótt á erlenda lánamarkaði að undan-
förnu og gert mun betur en að mæta fjárþörf sinni það sem af er ári. Staða
þeirra á markaði hefur því sannarlega styrkst á ný sem er fagnaðarefni. Bank-
arnir hafa farið mikinn í útrás sinni á undanförnum misserum. Seðlabankinn
telur að flest bendi til að vel hafi tekist til í fjárfestingum þeirra í útlöndum.”
Á ársfundi Landssambands lífeyrissjóða í maí 2006
■ („Banks are now more capable of backing Icelandic business
and have been expanding overseas on a growing scale. This is a
very positive development which shows beyond all doubt the
enormous force unleashed when the state entrusts individuals
with freedom of action.“)
■ „Bankarnir hafa verið í örum vexti á erlendri grundu og eru nú
betur í stakk búnir til að styðja við íslensk fyrirtæki. Þetta er jákvæð
þróun sem sýnir augljóslega þau miklu öfl sem leysast úr læðingi
þegar ríkið stendur ekki í vegi fyrir frelsi einstaklingsins.“ Á fundi í The
American Enterprise Institute í Washington janúar 2004
■ Öflugir lífeyrissjóðir og einkavæðing bankanna ásamt auknu
viðskiptafrelsi hafa skapað svigrúm til útrásar íslensks atvinnu-
lífs. Reistar hafa verið traustar stoðir undir sjávarútveginn. Með
kvótakerfinu er fiskur veiddur og seldur samkvæmt framboði
og eftirspurn á mörkuðum. Það leiðir til aukins aflaverðmætis.
Áhrif samdráttar í afla eru því minni en áður, þar sem stöðug-
leiki hefur tekið við af ringulreið.
Allir þessir þættir og reyndar mun fleiri hafa átt ríkan þátt í
að skapa grundvöll íslenskrar útrásar. Framleiðni hefur aukist
og fjölbreyttari störf orðið til í landinu. svo sem á hugbún-
aðarsviðinu, í lyfjageiranum, á fjármálamarkaðnum, í líftækni
og svo mætti áfram telja. Á sama tíma er atvinnuleysi með
því minnsta sem þekkist. Sókn íslenskra fyrirtækja erlendis
byggir því á traustum grunni og aðstæður þeirra hérlendis
eru með þeim bestu í heiminum.” Ræða utanríkisráðherra
á þingfundi um utanríkismál í apríl 2005
EFNAHAGSMÁL „Ég hef ekki reynt
Davíð Oddsson af því að fara með
rangt mál,“ segir Björn Bjarnason
dómsmálaráðherra aðspurður
hvort hann teldi Davíð fara með
rétt mál í Kastljósi á þriðjudags-
kvöld þegar hann sagði að hann
hefði varað ríkisstjórnina við því
að í óefni kynni að fara vegna skuld-
setningar bankanna.
„Seðlabankinn varaði við þessu
öllu saman, alla tíð,“ sagði Davíð.
„Ég gekk marg oft á fund forráða-
manna ríkisstjórnarinnar og lýsti
gríðarlegum áhyggjum og ég held
reyndar að margir hafi talið að ég
væri allt, alltof svartsýnn.“
Aðspurður hvort ríkisstjórnin hafi
ekki hlutað á seðlabankann svaraði
hann: „það er dálítið þannig, satt
best að segja.“
Geir H. Haarde forsætisráðherra
var einnig spurður af þessu á blaða-
mannafundi í gær. Þá sagði hann að
frá því í janúar hefði stjórnin haft
áhyggjur af þessu og gert það sem
hægt væri til að draga úr skuld-
setningu og umsvifum bankanna
erlendis. „Hinsvegar þá hafa menn
staðið í þeirri trú, alveg fram undir
það síðasta, að þeir myndu getað
bjargað sér með því að fá eðlilega
endurfjármögnun,“ sagði hann. „En
þegar fjármálaheimurinn allur í
útlöndum er botnfrosinn og enginn
banki vill lána öðrum, hvorki
erlendum né útlendum, þá kemur
upp þessi staða.“ - jse
Dómsmálaráðherra dregur orð seðlabankastjóra ekki í efa:
Stjórnin hundsaði viðvörun
BJÖRN BJARNASON Dómsmálaráðherra dregur ekki orð Davíðs Oddssonar í efa
þegar hann ásakar ríkisstjórnina um að hafa ekki hlýtt á varnaðarorð sín.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Á HRAÐFERÐ
Davíð Oddsson
hefur síðustu ár
verið forsætisráð-
herra, utanríkisráð-
herra og nú síðast
formaður Banka-
stjórnar Seðlabanka
Íslands.Í öllum
þessum hlutverkum
hefur hann fjallað
um útrásina.
Fermingarpeningarnir öruggir:
Ríkið ábyrgist
sparnað barna
í bönkunum
VIÐSKIPTI Reikningar ungra
barna og þeirra sem eru á
fermingaraldri þegar reikn-
ingarnir eru stofnaðir heyra
undir sparireikninga hjá
viðskiptabönkunum þremur.
Reikninga sem þessa
tryggir innistæðudeild
Tryggingasjóðs innistæðueig-
enda að fullu fari viðkomandi
banki í þrot. Ríkisstjórnin
hefur lagt ríka áherslu á slíka
tryggingu síðustu daga.
Reikningarnir eru af ýmsum
toga en eiga það flestir hverjir
sammerkt að vera bundnir þar
til reikningseigandi er orðinn
átján ára. - jab
KJÖRKASSINN
Telur þú að nú sé kominn
stöðugleiki í efnahagslífið á
Íslandi?
JÁ 19,0%
NEI 81,0%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Finnst þér sanngjarnt að kalla
forsvarsmenn bankanna óreiðu-
menn?
ALÞINGI Árni Johnsen, Sjálfstæðis-
flokki, hefur endurflutt tillögu um
að allt að 150 vefmyndavélum
verði komið upp á fögrum og
sérkennilegum stöðum á landinu.
Segir í tillögunni
að verkefnið
myndi skapa
óþrjótandi
möguleika á
landkynningu í
þágu ferðaþjón-
ustu, sögu,
menningar og
atvinnulífs og að
skoðun gæti kitlað taugar til
frekari kynna af landinu. Samtals
eiga myndavélarnar að kosta 225
milljónir króna.
Meðflutningsmenn eru sextán
úr öllum flokkum utan VG. - bþs
Árni Johnsen þingmaður:
Leggur til 250
milljóna útgjöld
ÁRNI JOHNSEN