Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.10.2008, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 09.10.2008, Qupperneq 14
14 9. október 2008 FIMMTUDAGUR PAKISTAN, AP Fjölmargir afganskir flóttamenn hafa farið frá átakasvæðum í Pakistan yfir landamærin til Afganistans í vikunni. Pakistönsk stjórnvöld höfðu sakað þá um tengsl við talibanahreyfinguna og skipaði þeim að hypja sig á brott. Stjórnarherinn í Pakistan hefur undanfarna tvo mánuði barist af hörku við uppreisnarmenn í Bajur-héraði. Pakistanski herinn segist hafa fellt þúsund uppreisn- armenn. Talið er að um 20 þúsund flóttamenn hafi snúið aftur til Afganistans, en þúsundir að auki hafa flutt sig til annarra svæða í Pakistan. - gb Átök í Pakistan: Afganir heim frá Pakistan HEILBRIGÐISMÁL „Rannsóknir hafa sýnt að fjórði hver einstaklingur fær geðsjúkdóm einhvern tímann á lífsleiðinni,“ segir Einar G. Kvaran, verkefnisstjóri í málefn- um ungs fólks hjá Geðhjálp. „Algengt er að þetta gerist þegar fólk er undir miklu álagi og því má leiða líkur að því að hlutfallslega fleiri veikist í óvissuástandi líkt og því sem er í þjóðfélaginu um þessar mundir. Það er hægt að gera ýmislegt til að minnka lík- urnar á að þetta gerist. Sjaldan hefur verið jafn mikilvægt að hlúa að því sem manni þykir vænt um.“ Alþjóðageðheilbrigðisdagurinn er á föstudag og af því tilefni verð- ur haldin dagskrá í Perlunni milli klukkan 16 og 18. Þar munu tón- listarmenn stíga á svið auk þess sem haldin verða erindi um mál- efni sem tengjast geðheilsu barna og ungs fólks. Í tengslum við þann dag var vefsíðan 10.okt.com opnuð formlega á blaðamannafundi í gær þar sem fulltrúar frá Geð- hjálp, Samtökum félagsmiðstöðva og Þjónustumiðstöðinni Vestur- garði auk lífsleiknikennara frá Hagaskóla kynntu framtakið. Kjörorð geðheilbrigðisdagsins er „Hlúðu að því sem þér þykir vænt um“. - jse Geðhjálp segir sjaldan jafn mikilvægt að hlúa að því sem fólki þykir vænst um: Óvissa ögrar geðheilsunni EINAR G. KVARAN Nú ríkja óvissutímar og því jafnvel enn mikilvægara en ella að huga að geðheilsunni. Hér er Einar á blaðamannafundi sem haldinn var í gær til að kynna geðheilsudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR HVERAGERÐI Bæjaryfirvöld í Hveragerði hafa samið við Heilbrigðisstofnun Suðurlands um trúnaðarlæknisþjónustu, bólusetningu, heilsufarsmæling- ar, heilsufarsmat og fræðslu til bæjarstarfsmanna. „Í boði verða valkvæðar heilsufarsmælingar og heilsu- farsmat en með þeim fær hver starfsmaður upplýsingar um eigið heilsufar sem vakið geta til meðvitundar um mikilvægi bættrar heilsu. Í boði verða nauðsynlegar bólusetningar,“ segir í fundargerð bæjarráðs þar sem einnig kemur fram að trúnaðarlæknir á vegum bæjarins verði „til ráðgjafar vegna fjarvista starfsmanna í veikinda- og slysatilfellum“. - gar Heilsuefling í Hveragerði: Starfsfólk fái bólusetningu BÓLUSETNING Hveragerðisbær býður bæjarstarfsmönnum bólusetningu og heilsufarsmælingar. Óperuhús í deiliskipulag Skipulagsnefnd Kópavogs hefur falið Teiknistofunni Arkþingi í samvinnu við skipulags- og umhverfissvið bæj- arins að vinna að deiliskipulagstillögu fyrir fyrirhugað óperuhús. KÓPAVOGUR Kristinn H. varaforseti Kristinn H. Gunnarsson er varaforseti Alþingis, ásamt Ástu R. Jóhannesdótt- ur, Þuríði Backman, Kjartani Ólafssyni, Einari Má Sigurðarsyni og Ragnheiði Ríkarðsdóttur. Magnús Stefánsson er áheyrnarfulltrúi í forsætisnefnd. Sturla Böðvarsson er áfram forseti þingsins. ALÞINGI ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 4 37 54 0 9/ 08 • Ráðstefnan er öllum opin – nánari upplýsingar á vefsíðu OR Að taka náttúruna með í reikninginn Ráðstefna á Háskólatorgi við Háskóla Íslands föstu- daginn 10. október 2008 frá kl. 8:30-17:00 Orkuveita Reykjavíkur, ásamt samstarfsaðilum, boðar til ráðstefnu um endurheimt staðargróðurs og frágang á gróðri og landslagi eftir rask vegna framkvæmda. Ráðstefnan er hugsuð sem vettvangur fyrir framkvæmdaraðila, sérfræðinga og eftirlitsaðila til þess að ræða lausnir á þessu sviði. Hún er þáttur í undirbúningi fyrir gerð verklagsreglna um umgengni og frágang vegna rasks við framkvæmdir, sem vonandi geta nýst sem flestum aðilum. Markmið ráðstefnunnar er að: • auka meðvitund um mikilvægi þess að taka tillit til náttúru og landslags allt frá hönnun til framkvæmdaloka. • stuðla að því að útfærsla og staðsetning mannvirkja séu með þeim hætti að áhrif þeirra á vistkerfi og landslag verði sem minnst. • finna leiðir til að lágmarka rask meðan á framkvæmdum stendur og haga frágangi þannig að hægt verði að endurheimta staðar- gróður á röskuðum svæðum og bæta virkni skemmdra vistkerfa svo fljótt sem kostur er. Þátttökugjald er 5.000 kr. Hádegisverður innifalinn. Háskólastúdentar greiða 1.500 kr. gegn framvísun skírteinis. www.or.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki SKRAUTLEGUR FUGL Hann ber fagurt höfuðskraut fuglinn sem unir sér vel í þjóðgarði í Naíróbí. Þessi trönutegund er algeng í Afríku. NORDICPHOTOS/AFP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.