Fréttablaðið - 09.10.2008, Page 24
9. október 2008 FIMMTU-
DAGUR
2
D-VÍTAMÍN stuðlar ásamt kalki að heilbrigði beina. Það er að finna
í mjólk, eggjarauðu og feitum fiski, svo sem lax, síld og lúðu. því er
bætt við smjörlíki, hveiti og sumar gerðir af brauði. D-vítamín mynd-
ast í húð við áhrif frá sólarljósi. Nánar á vefsíðunni www.islenskt.is.
„Þetta er ekki bara leikfimi fyrir
móður og barn, heldur einnig
pabba sem vilja gera eitthvað
skemmtilegt með barninu sínu.
Eða þá ömmur og afa, en nám-
skeiðið er í raun fyrir alla í kjarna-
fjölskyldunni á einu verði,“ segir
Hrafnhildur Sigurðardóttir, grunn-
skóla-, tónlistar- og STOTT-Pilat-
eskennari, sem fer af stað með
námskeiðið Gaman saman í Heilsu-
setrinu í Faxafeni í október.
„Ég hef áður kennt mæðrum
með ung börn STOTT Pilates, en
þetta er í fyrsta sinn sem það býðst
íslenskum börnum. Æfingakerfið
styrkir miðsvæði líkamans og auð-
velt að yfirfæra lærða líkamsbeit-
ingu yfir á daglegt líf,“ segir
Hrafnhildur sem kennir foreldr-
um með börn frá eins til tíu ára að
gera styrkjandi og liðkandi æfing-
ar saman.
„STOTT Pilates hentar fólki í
öllu líkamsformi. Ég mun leggja
áherslu á þær æfingar, en einnig
jógastöður, dans og gleði, því ég
spila út frá leikgleði og sakleysi
barna. Það er dásamlegt að kenna
litlum börnum, sem vitaskuld ná
ekki fullkomnum tökum á æfing-
um, en fá hjálp fullorðinna, og víst
að báðir aðilar læra mikið hvor af
öðrum,“ segir Hrafnhildur sem
kennir Gaman saman á þriðjudög-
um, sex vikur í röð.
„Margir trega að setja börn sín í
áframhaldandi pössun eftir langan
leikskóladag og vilja síður spilla
helgarfríi fjölskyldunnar með lík-
amsrækt fyrir sjálfa sig. Þannig
situr heilsurækt foreldra á hakan-
um vegna tímaleysis og samvisku-
bits. Hér er hins vegar hægt að slá
tvær flugur í einu höggi. Fara
saman í leikfimi og styrkja tengsl
milli barns og uppalenda um leið,“
segir Hrafnhildur. „Við munum
leika með stóra og litla bolta, teygj-
ur og hringi, og gnótt afþreyingar
fæst fyrir þau minnstu sem ekki
hafa eirð í sér til að gera æfingar.
Æfingar heita sniðugum nöfnum,
eins og sögin, planki og brú, og
rúlla eins og bolti. Svo dönsum við
saman og víst að frjálslegt dill
barna smitar þá fullorðnu og veld-
ur um leið andlegri upplyftingu.“
Nánari upplýsingar á www.med-
anotunum.is. thordis@frettabladid.is
Smitandi barnsleg gleði
Börnum finnst óborganlegt að sjá pabba rúlla um gólfin eins og bolta, mömmu breytast í sög og dilla
sér saman í sætum fjölskyldudansi, en þannig draumastundir bjóðast nú á haustlegum eftirmiðdögum.
Ekki er talið ráðlegt að borða stóra og þunga mál-
tíð rétt fyrir svefninn því það eykur líkur á meltingar-
truflunum og getur ruglað svefnmynstrið. Best er að
borða kvöldmat að minnsta kosti tveimur tímum
fyrir svefninn.
www.visindavefur.is
Ástæða fyrir of bráðu sáðláti er
talin vera af erfðafræðilegum
toga samkvæmt nýlegri rann-
sókn.
Einn þriðji karlmanna er talinn
þjást af of bráðu sáðláti, en niður-
stöður úr nýlegri rannsókn benda
til að orsökin sé fyrst og fremst af
erfðafræðilegum toga.
Hingað til hefur ástæðan meðal
annars verið rakin til andlegrar
líðanar en rannsóknin sem fram-
kvæmd var við Utrecht-háskóla í
Hollandi hrekur þá kenningu.
Samkvæmt niðurstöðum rann-
sóknarinnar tengist of brátt sáðlát
serótónframleiðslu við heilann.
Þannig virtist framleiðslan ekki
vera eins virk í heilastarfsemi
þeirra 89 karlmanna sem þjáðust
af of bráðu sáðláti miðað við hina
91 karlmanninn sem rannsóknin
tók mið af. Er talið að ástæðuna
megi rekja til sérstakrar útgáfu af
geni, sem stýrir framleiðslu á ser-
ótóni við heilann. Verið er að þróa
lyf sem vinnur bug á vandanum.
Frá þessu er greint á www.bbc.
co.uk.
- rve
Erfðafræði-
legur vandi
Einn þriðji karlmanna er talinn þjást af
of bráðu sáðláti. Ástæðan er hugsanlega
erfðafræðileg. NORDICPHOTOS/GETTY
Hrafnhildur Sigurðardóttir er kennari á mörgum sviðum og fjögurra barna móðir. Hér er hún í skemmtilegum leikfimiæfingum
með yngstu börnum sínum, Ásdísi, 4 ára og Theodóri Snorra, eins árs. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
• Hjarta og æðakerfi
• Kólesteról í blóði
• Blóðþrýsting
• Liði
• Orkuflæði líkamans
• Minni og andlega líðan
• Námsárangur
• Þroska heila og miðtaugakerfi
fósturs á meðgöngu
• Rakastig húðar
Í fitusýrum er að finna tvo
undirstöðuþætti sem eru
okkur lífsnauðsynlegir á
sama hátt og prótín, kolvetni,
vítamín og steinefni.
Omega fitusýrur byggja upp
ónæmiskerfið á marga vegu
og hafa jákvæð áhrif á:
Udo‘s Choice fæst í apótekum og heilsubúðum
Fullkomin
blanda!
Udo's choice 3•6•9 olíublandan
er fullkomin blanda af
lífsnauðsynlegum fitusýrum.
Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt
fram á jákvæða eiginleika
þeirra fyrir heilsu okkar. Udo’s
3•6•9 olíublandan er sérvalin
blanda náttúrulegra, óunninna,
lífsnauðsynlegra fitusýra.