Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.10.2008, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 09.10.2008, Qupperneq 25
„Mér fannst tískuvikan ekki eins spennandi og oft áður,“ segir Alex- andra Shulman, aðalritstjóri breska Vogue, í samtali við The Associated Press. „Á heildina litið virtust hönnuðirnir halda sig við hönnun sem þeir vita að þeir hafa á valdi sínu og fellur í kramið. Lítið var um djarfar tilraunir sem hugsanlega geta fælt viðskiptavini frá.“ Miu Miu-línan bar til að mynda vott um hugarfar hönnuða en flík- urnar voru líkt og stefnuyfir- lýsing gegn stjórnlausri eyðslu. Fyrir- sæturnar voru með hárið slétt og sleikt aftur, sniðin voru látlaus og litirnir fremur hlut- lausir. Hönnuðirn- ir virðast gera sér vonir um að slíkur fatnaður höfði betur til fólks sem stendur. Litadýrðin var þó víða mikil og voru flík- ur með prenti áber- andi. Þá var mikið um stutt pils og kjóla sem er and- stætt því sem hingað til hefur gerst á krepputímum. Kreppukjólar Laugavegi 63 • S: 551 4422 LÉTTAR HAUSTYFIRHAFNIR MEÐ HETTU KRINGLAN SMÁRALIND LAUGAVEGUR                                                     ! "# $ "% "&  ' (   " )$  *+, - " .   /-  "    - 0& %- " %  "       1    , T ískuvikunni lauk um helgina og verður meðal annars minnst fyrir fjörutíu ára afmæli tískuhúss Soniu Rykiel en það var tvímælalaust flottasta veislan á þessari tískuviku sem hófst á fjögur hundruð manna kvöldverði. Sonia Rykiel opnaði í St. Germain des Prés-hverfinu 5. maí 1968. Tískusýningin sem fylgdi á eftir var hin glæsileg- asta en gestirnir voru keyrðir í St. Cloud-garðinn í enskum leigubílum. Fyrir afmælið hafði dóttir Soniu og framkvæmda- stjóri tískuhússins, Nathalie, fengið stærstu hönnuði heims til að hanna einn kjól hver í anda Rykiel í tilefni af afmælinu. Þarna var því annars vegar sýnd sumartíska Soniu Rykiel og hins vegar þrjátíu kjólar meðal annars eftir Christian Lacroix, Jean-Paul Gaultier, Karl Lagerfeld og fleiri. Líklega sá frumlegasti þó frá Martin Margiela sem var innblásinn af rauðu hári Soniu sem hún er þekkt fyrir og var kjóllinn eingöngu úr hári. Einnig kjóll Gaultier sem sýndi fyrirsætu í hálfgegnæjum röndóttum kjól með prjóna í höndum og hnykil í eftirdragi því kjóllinn var ekki tilbúinn. Sonia Rykiel byrjaði í tískunni fyrir hreina tilviljun. Á uppvaxt- arárum hennar í seinna stríðinu kölluðu foreldrar Soniu hana Annie til fela að hún væri gyðingur. Í miðri óreiðunni og uppþotunum í kringum Sorbonne í maí ´68 varð Sonia Rykiel hluti af frelsisbaráttu sem konur tóku upp seint á því ári. Meðal annars byggðist hún á þægilegum prjónaefnum eins og hún gerir enn í dag sem hún notar í peysur, pils og kjóla. Einnig að snúa flíkum við og hafa saumana utan á, ranghverfan verður rétthverfa og öfugt, líklega mjög feminísk aðferð við að snúa umhverfinu við. Seinna varð eitt aðaleinkenni stílsins að nota semelíusteina og skreytti Rykiel gjarnan fatnaðinn með slaufum og munnum sem reyndar fleiri notuðu á þessum tíma eins og YSL sem tók þá upp úr málverkum Picassos. Flestir þekkja sömuleiðis rendurnar frægu í regnbogalitunum bæði í fatnaði og töskum. Sonia kom jersey-efninu rækilega aftur á kortið en áður höfðu Jeanne Lanvin og Coco Chanel notað jersey í hönnun sinni. Sonia Rykiel er eitt af örfáum tískuhúsum Parísar sem er enn fjölskyldufyrirtæki sem ekki tilheyrir stórri samsteypu líkt og svo mörg önnur sem hafa smám saman verið gleypt af risunum. Sonia Rykiel virðist enn í fullu fjöri þrátt fyrir töluverðan aldur sem er á huldu því ekki þykir til siðs að tala um aldur tískuhönn- uðar. Hún segist ekki vilja líta á það sem hefur verið gert á þessum fjörutíu árum heldur horfa til þess sem á eftir að gera.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.