Fréttablaðið - 09.10.2008, Side 32

Fréttablaðið - 09.10.2008, Side 32
 9. OKTÓBER 2008 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt Íslensk framleiðsla á skrif- stofuvörum fer fram á Múla- lundi sem er elsta og stærsta öryrkjavinnustofa landsins. Múlalundur hefur verið starf- ræktur frá árinu 1959 en þar fær fólk með skerta starfsorku endur- hæfingu. Múlalundur framleiðir og selur bréfabindi og lausblaða- bækur svo eitthvað sé nefnt. Um fimmtíu manns starfa nú hjá fyr- irtækinu. Meðal þess sem framleitt er á Múlalundi eru plast- og pappavör- ur fyrir skrifstofur en vélakostur verksmiðjunnar er mikið til ætl- aður til framleiðslu úr plasti. Má þar nefna glærar kápur og hulstur en einnig eru framleidd dagatöl, ráðstefnu- og fundarmöppur auk þess sem Múlalundur selur aðrar skrifstofuvörur svo sem heftara, gatara og ljósritunarpappír. „Vinnan við að útbúa möppur fyrir ráðstefnur og fundi hefur aukist,“ útskýrir Helgi Kristófers- son, framkvæmdastjóri Múlalund- ar. „Hér er raðað í möppurnar og jafnframt útbúin barmmerki. Við bjóðum einnig upp á margs konar sérvinnslu og oft koma hugmynd- ir frá kúnnunum sem við fram- leiðum og því hvetjum við alla til að kynna sér þá möguleika sem við getum boðið upp á.“ Hann segir markmið fram- leiðslunnar ekki vera peninga- legan hagnað heldur það að koma sem flestum til starfa aftur sem hafa orðið fyrir áföllum, til dæmis vegna veikinda eða slysa. „Að vera virkur samfélagsþegn er snar þáttur í lífi fólks, ekki síst atvinnuþátttaka og þessi starf- semi er að skila þjóðfélaginu arði sem er ómetanlegur,“ segir Helgi og bætir því við að á þessum síð- ustu og verstu tímum sé mikil- vægt að gleyma ekki stöðum eins og Múlalundi. „Þjóðfélagið þarf á þessum stöðum að halda og það er alltaf stöðug aðsókn í vinnu hér.“ - rat Þjóðfélagið þarf á Múlalundi að halda Margar gerðir af möppum og plastvösum eru framleiddar á Múlalundi, en vélakost- urinn er mikið til ætlaður til plastframleiðslu. Egla bréfabindin sem eru Íslendingum vel kunn eru framleidd hjá Múlalundi og draga nafn sitt af Agli Skallagrímssyni. Helgi Kristófersson framkvæmdastjóri segir mikilvægt að gleyma ekki stöðum eins og Múlalundi á tímum sem þessum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Álafossvegur 23, Mosfellsbær www.alafoss.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.