Fréttablaðið - 09.10.2008, Side 36

Fréttablaðið - 09.10.2008, Side 36
 9. OKTÓBER 2008 FIMMTUDAGUR10 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt Emmessísinn hefur fylgt þjóðinni lengi eða allt frá árinu 1954. Fyrst hét hann MS ís í höfuðið á Mjólkursamsölunni sem framleiddi hann. Það er á Bitruhálsi sem Emmess- ísinn er búinn til. Ilmurinn leynir sér ekki þegar komið er inn. Nett sambland af súkkulaði og kara- mellu. Þær bragðtegundir hafa haldið velli frá fyrstu tíð, ásamt jarðarberjabragði og hinni sí- vinsælu vanillu. „Vanilluísinn hefur alltaf verið undirstaðan og er enn,“ segir Leifur Grímsson markaðsstjóri. „Emmess grunnís- inn er alltaf eins en bragðtegund- unum hefur fjölgað hressilega frá því í öndverðu. Nú erum við með einhverjar 25 tegundir af kúlu- ís fyrir ísbúðirnar, sorbet og alls konar útgáfur svo þetta er orðið voðalega flókið,“ bætir hann við glaðlega. Svo aftur sé horfið til fortíðar þá var Emmessís til heimilisnota lengi vel í pappaumbúðum. Engin sýnishorn eru sjáanleg af þeim pökkum í höfuðstöðvunum í dag. Emmessís er einkarekið fyrir- tæki frá því á síðasta ári, er með 38 manns í vinnu og leigir húsnæði hjá Mjólkursamsölunni. Þaðan kemur líka lunginn af hráefninu í ísinn, mjólkin, undanrennuduft- ið, rjóminn og smjörið. „Þetta er mjög íslensk vara,“ segir Leif- ur. „Það er svo merkilegt að í ná- grannalöndunum og víða í Evrópu eru alþjóðleg ísmerki en á Íslandi eiga þau lítinn séns. Þjóðin vill ís- lenskan ís og Emmess og Kjörís eru sterk merki á markaðnum auk þess sem einstaka kúabú er komið með ísgerð. Allt sem þú færð úti í heimi geturðu fengið hér undir ís- lenskum merkjum. Okkar mjólk- urfræðingar fylgjast svo vel með. Þeir eru eins og bruggmeistarar, beita vissum aðferðum til að laða fram það besta.“ -gun Íslendingar velja helst íslenskan ís „Nú eru komnar ótal bragðtegundir,“ segir Leifur Grímsson sölu- og markaðsstjóri Emmessíss. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Vanilluísinn er alltaf sá vinsælasti. Toppísinn bráðnar í munni. Hnetutopp- urinn er sá elsti og salan á honum eykst ár frá ári. Slikkerí er lítið fjölskyldufyrir- tæki þar sem brjóstsykursgerð er höfð í heiðri. Á vefsíðunni slikkeri.is er að finna upplýsingar um allt það helsta er við kemur brjóstsyk- ursgerð en þar segir meðal ann- ars: „Slikkerí leiðir þig í allan sannleikann og upplýsir leyndar- dóminn um brjóstsykurinn...“ og að brjóstsykur sé „ætilegur gim- steinn.“ Ljóst er því að eigendurn- ir hafa mikla ástríðu til brjóstsyk- ursgerðar. „Ég byrjaði á að versla við danskar heimasíður og flutti þetta þá inn sjálf til einkanota. Þá tók bara svo langan tíma að fá efnin og við Íslendingar erum svo bráð- látir og viljum fá hlutina strax, þannig að ég ákvað að flytja þetta inn í meira magni í samstarfi við foreldra mína,“ segir Sigurbjörg Nilsdóttir, einn af eigendum fyr- irtækisins. „Það sem fyllti mæl- inn var þegar ég var eitt sinn að flytja inn lakkrísduft, sem er dýrasta efnið sem maður notar í þetta, og ég þurfti að bíða eftir því í einhverjar vikur, hringja og reka á eftir og allt það. Loks þegar ég fékk pakkann þá var hann tómur en hann ilmaði af lakkrísdufti þannig að einhver hafði tekið það á leiðinni,“ útskýrir Sigurbjörg og hlær. „Þá sá ég það að þessa þjón- ustu vantaði sárlega á Íslandi og fórum við að leita að birgjum. Efnin eru öll dönsk en áhöldin koma víðs vegar að. Við flytjum allt hráefni inn frá Danmörku en það má nota allt sem þú átt í skáp- unum og þolir hita. Má þar nefna kókosmjöl og kakó en þannig má gera ódýran brjóstsykur úr því sem er til. Þá vantar bara þrúgu- sykurinn.“ Fyrirtækið hóf starfsemi sína árið 2003 og hefur vaxið smám saman síðan. „Þetta er nú aðal- lega tómstundagaman en þegar ég fór að lesa mér til um af hverju Íslendingar hafa ekki vanist á að búa til brjóstsykur í heimahús- um þá var það vegna innflutnings- hafta. Við gátum ekki keypt þrúgu- sykur og er það eina ástæðan fyrir að íslensk börn hafa ekki búið til brjóstsykur heima eins og börn á Norðurlöndunum,“ segir Sigur- björg einlæg og bætir við að þess vegna þyki henni gaman að bæta þessu við íslenskan heimilisiðnað. „Við viljum breiða út þessa menn- ingu og þetta er mikil stemning. Lyktin er einstök og húsið ilmar af þessari sætu brjóstsykurslykt í tvo, þrjá daga á eftir.“ En er ekk- ert mál að gera brjóstsykur? „Þetta er hlægilega einfalt og miklu auðveldara en að búa til karamellur, en það kunna nú flestir að gera,“ segir Sigurbjörg kímin og svo vekur brjóstsykur- inn ávallt mikla lukku. „Krakk- ar elska brjóstsykur og maður verður eins og einhver töfrakona í þeirra augum. Síðan er kjörið að setja brjóstsykurinn í fallegar um- búðir og gefa sem gjafir, sérstak- lega á jólunum.“ -hs Gómsætur gimsteinn Kjörið er að setja brjóstsykurinn í fallegar umbúðir og gefa sem gjafir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sigurbjörg Nilsdóttir segir einfalt að búa til brjóstsykur. Súkkulaðiísinn brunar eftir bandinu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.