Fréttablaðið - 09.10.2008, Síða 45

Fréttablaðið - 09.10.2008, Síða 45
FIMMTUDAGUR 9. október 2008 25 SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn- orð. Ein göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein- ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt- inga og til að stytta efni. UMRÆÐAN Hannes Jónas Guðvarðsson skrifar um geðheilbrigði Til að skapa umgjörð um þessa grein vil ég byrja á að vitna í einn af frægari rithöfundum á sviði framkvæmdastjórnunar (management) sem uppi hefur verið, Peter Drucker (1909-2005). Fyrir tuttugu árum ritaði Drucker að fyrirtæki héldi tilvist sinni einungis þann tíma sem samfélagið og efnahagurinn teldi það nauðsynlegt, nothæft og skap- andi. Í þessari sömu bók kemur fram sú skoðun Druckers að ekki sé hægt að réttlæta tilvist fyrir- tækis í því að það sé gott fyrir viðskipti, eina réttlæting tilvistar fyrirtækis er að það sé gott fyrir samfélagið. Fyrirtæki verða að bera lífsgæði nútímamannsins og samfélagsins sem hann þrífst í fyrir brjósti, þar með talið and- legri vellíðan hans. Setjum þetta í stærra samhengi og lítum svo á að ríkið sé í raun ekkert annað en risastórt fyrir- tæki, fyrirtæki sem hefur laga- legar skyldur gagnvart þegnum sínum. Lítum svo til síðustu viku, þá sjáum við að ríkið rær lífróður til að halda lífinu í viðskiptalíf- inu, því það er nauðsynlegt fyrir samfélagið. Þurrð fjár- magns er yfirgnæfandi í fréttaflutningi, með til- heyrandi umræðu um kreppu og væntanlegar fjárhagslegar hamfarir. Í þessu flóði frétta kom stutt viðtal við Óttar Guð- mundsson geðlækni í ljósvakamiðlum þar sem fram kom að aukin ásókn er í þá þjónustu sem geð- geirinn veitir. Með öðrum orðum, andlegri heilsu þjóðarinnar fer hrakandi með versnandi sjólagi íslensku efnahagsskútunnar. Þetta eru staðreyndir sem þeir sem vinna í geðgeiranum þekkja. Hvað er til ráða? Fátt er verra en að vera ósjálfbjarga áhorf- andi. Í slíkum aðstæðum hafa margir tilhneigingu til að sjá verstu mögulegu útkomu sér og sínum til handa, oft kallað ham- farahugsun. Þetta er gríð- arlega eyðileggjandi fyrir andlega heilsu. Ríkið verður að huga að and- legri heilsu landsmanna. Hlúa að því sem því þykir vænt um: þegnana sína. Til að sýna það í verki er brýnt að forsvarsmenn ríkis- valdsins stígi fram og segi á mannamáli hvað kreppa sem þessi þýðir í raun fyrir almenn- ing. Mála verstu mögulegu útkomu á vegginn og leggja síðan línurnar um hvað við þegnar landsins getum gert til að fyrir- byggja slíkt. Ekki ósvipað því þegar það fraus í Flórída og yfir- völd sýndu fræðsluefni í sjón- varpi um það hvernig íbúarnir ættu að klæða sig miðað við veður. Nú þurfum við skýrar einfaldar reglur um hvernig best er fyrir okkur að haga okkur þannig að þungi þessarar kreppu verði við- ráðanlegur. Ríkið þarf að leggja okkur línurnar, gefa okkur hlut- verk og síðast en ekki síst sefa okkur. Með þessu móti hættir almenn- ingur að vera valda- og hlutverka- laus áhorfandi en fær í staðinn verk að vinna. Einn helsti ávinn- ingur fyrir okkur hinn almenna borgara er að andleg heilsa okkar rís úr öskustónni, við fáum von. Von um að framlag okkar megi verða til þess að innan fárra ára njótum við lífsins sem aldrei fyrr. Ef fulltrúar ríkisins geta ekki stigið fram fyrir skjöldu, sefað og sett hagsmuni þegna sinna í for- gang þá verðum við að spyrja okkur hvort tilvist ríkisins í óbreyttri mynd er réttlætanleg í ljósi orða Druckers hér að ofan. Höfundur er sálfræðingur og félagsráðgjafi hjá Geðhjálp. Geðheilbrigði á krepputímum – hvað er til ráða? HANNES JÓNAS EÐVARÐSSON Ríkið verður að huga að and- legri heilsu landsmanna. Hlúa að því sem því þykir vænt um: þegnunum sínum. www.takk. is Kíktu á heimasíðuna okkar

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.