Fréttablaðið - 09.10.2008, Side 62
42 9. október 2008 FIMMTUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
MORGUNMATURINN
LÁRÉTT
2. bauti, 6. kusk, 8. mjöl, 9. bókstafur,
11. leita að, 12. orðtak, 14. urga, 16.
rás, 17. ennþá, 18. óðagot, 20. tveir
eins, 21. auma.
LÓÐRÉTT
1. munnvatn, 3. kringum, 4. gróðra-
hyggja, 5. hamfletta, 7. ólaglegur, 10.
framkoma, 13. atvikast, 15. sál, 16.
þjálfa, 19. tvö þúsund.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. buff, 6. ló, 8. mél, 9. eff,
11. gá, 12. frasi, 14. ískra, 16. æð, 17.
enn, 18. fum, 20. dd, 21. arma.
LÓÐRÉTT: 1. slef, 3. um, 4. fégirnd,
5. flá, 7. ófríður, 10. fas, 13. ske, 15.
andi, 16. æfa, 19. mm.
Auglýsingasími
– Mest lesið
„Ásgeir Friðgeirsson, sem gegnir hlutverki
varaformanns West Ham, hefur verið persónu-
legur vinur minn í meira en tuttugu ár,“ segir
Egill Helgason sjónvarpsmaður og bloggari.
Hann kýs að tjá sig aðspurður í formi tölvu-
pósts.
Síða Egils hefur slegið algerlega í gegn nú á
þessum óvissutímum, hann færir inn hverja
færsluna á fætur annarri og athugasemdirnar
hrannast upp. Egill segir háðið eitt besta vopn-
ið til að lifa af og rifjar upp nokkur óborganleg
augnablik í góðærisæðinu svo sem „Hannes
Smárason og Jón Ásgeir í Gumball-kappakstr-
inum“, „Tom Jones að syngja fyrir veislu útrás-
arvíkinga um áramót í London“, „Elton John í
afmæli Ólafs Ólafssonar“ og þannig má áfram
telja. Ein táknmynd góðærisins er ferðir auð-
manna á leiki í ensku úrvalsdeildinni. Hinn 30.
ágúst fylgdist Egill með leik West Ham og
Blackburn úr heiðursstúkunni á Upton Park,
en West Ham er sem kunnugt er í eigu Björ-
gólfs Guðmundssonar.
Egill segir ekkert óeðlilegt við veru sína þar.
Hann sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu sem
hann birti síðar á bloggi sínu. „Hann [Ásgeir
Friðgeirsson] er fjölskylduvinur sem við hitt-
um oft, bæði í London og á Íslandi. Í haust var
ég staddur í einkaerindum í Lundúnum – var
um vikutíma í íbúð sem tilheyrir vinkonu okkar
hjóna. Í London hitti ég Ásgeir sem endranær
og hann bauð okkur að koma á umræddan fót-
boltaleik,“ segir í tilkynningu Egils. -fgg
Egill Helgason í heiðursstúku West Ham
MAGNAÐUR LEIKUR West Ham tók Blackburn í
kennslustund þennan laugardagseftirmiðdag og vann
leikinn með fjórum mörkum gegn einu. Egill Helgason
fylgdist með leiknum úr glæsistúku Björgólfs Guð-
mundssonar á Upton Park.
„Þetta var nú aðallega í gríni gert.
Enda veitir ekki af að reyna að sjá
fyndnu hliðarnar á þessu og reyna
að létta lund íslensku þjóðarinn-
ar,“ segir Jens Andersen, blaða-
maður vefsjónvarps danska dag-
blaðsins Ekstrabladet. Innslag
hans á vef blaðsins hefur vakið
mikla athygli hér á Íslandi og í
Danmörku.
Jens og samstarfsfélagi hans,
Lasse Sörensen, klæddust íslensk-
um lopapeysum og fóru á þriðju-
daginn með söfnunarbauka,
skreytta með íslenska fánanum,
stóðu við Magasin Du Nord og
söfnuðu peningum handa Íslend-
ingum. Ástæðan var auðvitað hið
skelfilega ástand sem ríkt hefur á
fjármálamörkuðum landsins og
stöðugur fréttaflutningur af bágri
stöðu íslenska þjóðarbúsins. Jens
segir að jafnvel þeim Íslendingum
sem þeir hafi hitt fyrir framan
dönsku verslunarmiðstöðina hafi
þótt þetta nokkuð skondið og bara
hlegið að góðu gríni frændþjóðar-
innar. Ekki safnaðist há fjárhæð,
rúmlega sex þúsund krónur
íslenskar, en þær voru afhentar
sendiherra Íslands í Kaupmanna-
höfn. Kristin Bond, starfsmaður
sendiráðsins, sagði í samtali við
þá félaga að þetta væri vissulega
ekki há fjárhæð en „það væri hug-
urinn sem skipti máli“.
Og þrátt fyrir að útrás íslensku
víkinganna hafi nú verið hrundið,
þar sem mörg af þekktustu vöru-
merkjum Danmerkur voru lögð
undir, ríkir engin Þórðargleði hjá
dönsku þjóðinni. „Nei, síður en
svo. Eiginlega allir sem við töluð-
um við tóku jákvætt í þetta og
voru reiðubúnir til að leggja sitt af
mörkum. Auðvitað var einhverj-
um sem fannst þið hafa kallað
þetta yfir ykkur sjálf en það var
mikill minnihluti,“ segir Jens.
„Fréttaflutningurinn af Íslandi
hefur hreyft við mörgum Dönum
enda eru margir sem annaðhvort
þekkja einhvern á Íslandi eða hafa
sterk tengsl við landið.“
Og Jens er þar engin undantekn-
ing því hann á vinkonu hér á landi
frá því hún nam sín fræði í Kaup-
mannahöfn. „Og mér er auðvitað
ekkert alveg sama um hana og
hennar fjölskyldu og hvernig hún
kemur út úr þessu.“ Blaðamaður-
inn danski er hins vegar ekki í
vafa um að íslenska þjóðin hafi
styrk til að rísa aftur upp. „Nei,
Íslendingar eru alveg rosaleg
sterk þjóð og maður trúir ekki
öðru en að þeir komi tvíefldir til
baka,“ segir Jens.
freyrgigja@frettabladid.is
JENS ANDERSEN: HEFUR ÁHYGGJUR AF ÍSLENSKRI VINKONU
Ekstrabladet reynir að
létta lund Íslendinga
SAFNAÐ FYRIR ÍSLANDI Blaðamenn Ekstrablaðsins stóðu fyrir framan Magasin Du
Nord og söfnuðu fé handa Íslendingum. Flestir tóku vel í þetta og lögðu sitt af
mörkum. Upphæðin reyndist heilar sex þúsund krónur. MYND:EKSTRABLADET
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á bls. 8
1 Icesave
2 Bubbi Morthens
3 Hlynur Bæringsson
„Ég fæ mér gjarnan múslí og
kaffi og jafnvel ávaxtasafa ef
vel viðrar. Þetta er kjarngóður
íslenskur morgunverður.“
Hilmar Jensson, gítarleikari.
Fimmtán af þekktustu fatahönn-
uðum Íslands taka þátt í sýning-
unni Jólakjólar sem verður opnuð
í Listasafni ASÍ 29. nóvember.
Hver hönnuður býr til einn kjól
fyrir sýninguna og er eina skilyrð-
ið að hann sé rauður á litinn.
„Mér datt í hug að þetta gæti
verið skemmtilegt,“ segir Stein-
unn Helgadóttir sýningarstjóri.
„Það er einhver gleði- og veislutil-
finning sem fylgir svona rauðum
kjólum og það er gaman að fá slíkt
fram í skammdeginu. Jólakjóllinn
hefur líka alltaf haft ákveðinn stað
í hugum fólks, sérstaklega hjá
stelpum.“
Á meðal hönnuðanna sem taka
þátt verða Birta Björnsdóttir,
Ásgrímur Friðriksson, María Lov-
ísa, Hildur Yeoman, Sara María
Eyþórsdóttir og Siggi Eggertsson.
„Þetta eru fimmtán hönnuðir
héðan og þaðan og af mjög ólíkum
stöðum á sínum ferli,“ segir Stein-
unn. „Þetta eru hönnuðir sem eru
nýbúnir að klára Listaháskólann
og hönnuðir sem eru búnir að
starfa í mörg ár, eiginlega þver-
skurður af íslenskum fatahönnuð-
um. Þetta eru ofsalega skemmti-
legir hönnuðir og það er mjög
skemmtilegt að íslensk hönnun
skuli vera í svona góðum gír
núna.“
Spurð hvort sýningin verði
árlegur viðburður segir Steinunn
að það verði að koma í ljós. „Við
hugsum ekki svo langt. Við ætlum
alla vega að njóta sýningarinnar
vel og gera hana að flottum við-
burði í myrkrinu.“ - fb
Frægir hönnuðir sýna jólakjóla
STEINUNN HELGADÓTTIR Sýningarstjóri
ASÍ segir að þverskurðurinn af íslensk-
um fatahönnuðum taki þátt í sýning-
unni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
BIRTA BJÖRNSDÓTTIR Birta Björnsdóttir
hjá Júníform verður meðal þeirra sem
hanna jólakjóla fyrir sýninguna.
Nokkuð fór fyrir alþingismönnum
á friðartónleikum Bubba við Aust-
urvöll í hádeginu í gær.
Grétar Mar Jónsson
frá Frjálslyndum mætti
og vakti athygli fyrir
glæsilegan klæðaburð.
Grétar var klæddur for-
láta bítlajakka sem
hann festi kaup
á í pílagrímsför
sem FTT stóð
fyrir til Liver-
pool á Bítla-
slóðir fyrir nokkrum mánuðum.
Samúel Örn Erlingsson, sem
flestir þekkja sem einn fremsta
íþróttafréttamann þjóðarinnar
til fjölda ára, kom nýverið inn á
alþingið á vegum Framsóknar-
flokksins sem varaþingmaður.
Samúel ætlaði að láta sig varða
ýmis smámál sem hann
hefur haft hug á að
taka á svo sem að
færa frídaga sem
lenda á fimmtudög-
um að helginni. En
það átti ekki
fyrir Samúel
að liggja því
hálftíma
eftir að
hann kom
á þingið var
hann drifinn á neyðarfund þar sem
tilkynnt var að þjóðin rambaði á
barmi gjaldþrots.
Einn besti vinur Bubba hlýtur að
teljast Ólafur Páll Gunnarsson
útvarpsmaður sem hefur nú skúbb-
að vinstri hægri um fyrirætlanir
og stöðu kóngsins. Bubbi var einu
sinni sem oftar í viðtali hjá Óla
Palla í gærmorgun og býsnaðist
mjög á að Georg Kári Hilmarsson
og félagar í Sprengjuhöllinni heyk-
tust á að koma fram á
tónleikunum. Ástæður
sem þeir báru við
voru ósannfærandi
að mati Bubba sem
kallaði þessar nýjustu
stórstjörnur í viðtalinu
„stelpurnar í Sprengi-
höllinni”. - jbg
FRÉTTIR AF FÓLKI