Fréttablaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 2
2 17. október 2008 FÖSTUDAGUR Þórhallur, rassskelltir þú Egil? „Nei. Ef einhvern ætti að rassskella þá væri það Ingvi Hrafn.“ Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri ÍNN, segir að ef hann væri yfirmaður Egils Helgasonar hefði hann rassskellt Egil eftir umdeilt viðtal við Jón Ásgeir Jóhannes- son. Þórhallur Gunnarsson er yfirmaður innlendrar dagskrárgerðar á RÚV. UTANRÍKISMÁL Afráðið verður í dag hvort Ísland fær sæti í öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna kjör- tímabilið 2009-2010. Að sögn Kristínar A. Árnadóttur, sérlegs erindreka utanríkisráðherra vegna öryggisráðsframboðsins, væntir hún og þeir aðrir sem stað- ið hafa að framboðinu að „við upp- skerum eins og við sáðum“ þegar fastafulltrúar hinna 192 aðildar- ríkja SÞ ganga til kosninga á alls- herjarþinginu í New York eftir hádegið í dag að íslenskum tíma. Eins og kunnugt er etur Ísland, með stuðningi hinna Norðurland- anna, kappi við Tyrkland og Aust- urríki um tvö laus sæti í öryggis- ráðinu fyrir hönd þess hóps aðildarríkja SÞ sem kenndur er við Vestur-Evrópu „og önnur ríki“. Kristín segir framboðið hafa skilað mjög umfangsmikilli og fjölbreyttri kynningu á Íslandi. „Ríki heimsins vita mjög vel fyrir hvað Ísland stendur. Við finnum að það er borið traust til Íslands, þrátt fyrir að við séum að ganga í gegnum þessar efnahagsþreng- ingar og Bretar hafi vegið að okkur. Það er áfram leitað til okkar sem góðrar fyrirmyndar og við finnum það hér á fundum okkar,“ segir hún og játar því að sérstaklega fulltrúar Afríkuríkja segi að þeir þekki bæði örðugt efnahagsástand og ósanngjarna meðferð af hendi stórveldis eins og Breta. Spurð hvort sú samkennd sem þetta skapi hjá fulltrúum Afríku- ríkja með Íslandi kunni að ráða úrslitum um að Ísland nái kjöri segist Kristín ekki vilja spá í það. Hvert framboðsríki þarf að fá stuðning að lágmarki 2/3 hluta þeirra sem greiða atkvæði til að ná kjöri. Greiði öll aðildarríkin 192 atkvæði þarf því að lágmarki stuðning 128 þeirra til að ná kjöri. Hægt verður að fylgjast með útsendingu frá kosningunni á vefnum http://un.org/webcast/. - aa Atkvæðagreiðsla um sæti í öryggisráði SÞ kjörtímabilið 2009-2010 fer fram í dag: Reynir á traust til Íslands GENGIÐ TIL ATKVÆÐA Gert verður upp á milli frambjóðenda í öryggisráð SÞ á allsherjarþinginu í dag. NORDICPHOTOS/AFP NÁM „Ég innréttaði litla kennslu- stofu heima hjá mér og held námskeið þar fyrir litla hópa. Það er gott fyrir nemendurna að vera í smærri hópum og auðveld- ara að læra tungumál þannig,“ segir Þuríður Björg Þorgríms- dóttir spænskukennari sem stofnaði tungumálaskólann Frú Mínervu ásamt vinkonu sinni, Sigríði Rögnu Birgisdóttur. „Síðan býð ég líka upp á að fara heim til fólks í vetur. Til dæmis ef fjölskyldan vill læra spænsku, þá kem ég bara til þeirra með mínar græjur,“ segir Þuríður. - eö / sjá Allt Málaskólinn Frú Mínerva: Spænska kennd heima í stofu Maðurinn sem lést í gær eftir vinnuslys á Ísafirði hét Steinþór Steinþórsson, 69 ára, til heimilis að Skógar- braut 3 á Ísa- firði. Hann lætur eftir sig eigin- konu og þrjú börn. Steinþór var við vinnu á hafn- arsvæðinu á Ísafirði um miðjan dag á miðvikudag þegar hann féll af vinnupalli úr mikilli hæð. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði og þaðan á sjúkrahús í Reykjavík þar sem hann lést í gær. Rannsókn á tildrögum slyssins er í höndum lögregl- unnar á Vestfjörðum og Vinnueftirlitsins. Lést eftir vinnuslys STEINÞÓR STEINÞÓRSSON LÖGREGLUMÁL „Það mikilvægasta í þessu öllu er að þarna er lögreglan að sýna hæfileika sína og getu og stöðva í fæðingu alvarlega aðför að æsku þessa lands.“ Þetta sagði Stefán Eiríks- son lögreglu- stjóri á höfuðborgar- svæðinu eftir að fréttamönn- um hafði verið gert kunnugt um töku afkastamikillar amfeta- mínverksmiðju í Hafnarfirði. Stefán segir að þarna hafi verið í uppsiglingu umtalsverð framleiðsla á fíkniefnum. Hefði það magn sem þarna hefði verið hægt að framleiða farið í umferð þá hefði það haft afar alvarleg- ar afleiðingar. - jss Stefán Eiríksson lögreglustjóri: Alvarleg aðför var stöðvuð STEFÁN EIRÍKSSON LÖGREGLUMÁL Fjórir menn, allir íslenskir, voru handteknir í gær eftir að lögreglan á höfuðborgar- svæðinu gerði upptæka öfluga fíkniefnaverksmiðju í iðnaðar- húsnæði við Rauðhellu í Hafnar- firði í gærmorgun. Einn þeirra er Jónas Ingi Ragnarsson, kenndur við líkfundarmálið á Neskaup- stað. Annar er rúmlega tvítugur piltur, Tindur Jónsson, sem hefur hlotið dóm fyrir sveðjuárás. Í húsnæðinu fannst fram- leiðslubúnaður, efni, sem talið er vera amfetamín, bæði á fram- leiðslustigi og svo fullunnið amf- etamín eða methamfetamín. Að auki fann lögregla 20 kíló af hassi í ferðatösku á staðnum. Síðdegis í gær var fjórði mað- urinn, einnig íslenskur, handtek- inn vegna málsins. Hann var tek- inn á Keflavíkurflugvelli við komu til landsins. Fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur unnið að rannsókn málsins undanfarna mánuði. Á þeim tíma höfðu menn- irnir flutt inn háþróaðan tækja- búnað fyrir fleiri milljónir króna til amfetamínframleiðslu. Í gærmorgun lét lögreglan svo til skarar skríða. Þrír menn voru handteknir, bæði í verksmiðju- húsnæðinu og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Gerðar voru húsleitir á tveimur stöðum í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði. Þar fundust svo tækin og fíkniefnin. Magn amfetamínsins lá ekki fyrir áður en blaðið fór í prentun, en ljóst er að um tugi kílóa er að ræða. Framleiðslugeta verk- smiðjunnar sést best á því að þeir sem handteknir voru fluttu nýlega inn eitt tonn af íblöndunarefni, sem notað er til að drýgja fíkni- efni. Ekki er talið að framleiðslan hafi verið lengi í gangi áður en lögreglan lét til skarar skríða. Jafnframt er talið að mennirnir hafi ekki verið farnir að koma fíkniefnum í umferð þegar þeir voru handteknir. Tveir mannanna voru úrskurð- aðir í gæsluvarðhald til 30. október. Maðurinn sem handtek- inn var á flugvellinum síðdegis hafði enn ekki verið yfirheyrður í gærkvöldi. Á fjórða tug lögreglumanna tók þátt í aðgerðunum í gærmorgun. Einnig voru þar menn frá toll- gæslunni, sérsveit ríkislögreglu- stjóra, tveir sérfræðingar frá Europol og slökkvilið höfuðborgar- svæðisins. jss@frettabladid.is Líkfundarmaður í eiturlyfjaframleiðslu Einn þeirra fjögurra sem sitja nú inni vegna rannsóknar á umfangsmikilli am fetamínframleiðslu hér á landi er Jónas Ingi Ragnarsson, sem þekktur varð í líkfundarmálinu í Neskaupstað, þar sem líki var sökkt við bryggju þar. LÖGREGLUMÁL Gríðarleg eld- og sprengihætta er samfara framleiðslu amfetamíns vegna þeirra eiturefna sem unnið er með. Þess vegna fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hingað til lands, með milligöngu tengslafull- trúa ríkislögreglustjóraembættis- ins hjá Europol, tvo lögreglumenn frá Europol sem eru sérfræðing- ar í því að taka niður verksmiðjur af þessu tagi. Þeir hófust þegar handa í gær við að fjarlæga efni og tæki úr húsnæðinu en talið er að það geti tekið tvo til þrjá daga. Vegna þessarar miklu hættu fékk lögreglan einnig aðstoð slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. - jss ELD- OG SRPENGIHÆTTA Svæðið við amfetamínverksmiðjuna var afgirt í gær. Amfetamínverksmiðjan: Mikil eld- og sprengihætta TÆKJABÚNAÐURINN Framleiðsla á amfetamíni stóð yfir í verksmiðjuhúsnæðinu við Rauðhellu og stafaði mikil eldhætta af búnaðinum. MYND/LÖGREGLAN LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Vestfjörðum lagði hald á tæplega 250 grömm af hassi, 44 e-töflur og tæpt gramm af amfetamíni aðfaranótt miðvikudags. Hluti efnanna fannst í bifreið sem tveir ungir menn höfðu komið akandi á frá Reykjavík. Meiri fíkniefni fundust svo falin utandyra á Ísafirði. Mennirnir tveir viðurkenndu að hafa ætlað að selja fíkniefnin á norðanverðum Vestfjörðum. Mönnunum var sleppt að yfirheyrslum loknum síðdegis í fyrradag. Þeir hafa báðir komið við sögu vegna fíkniefnamála áður. - jss Fíkniefnasalar á Vestfjörðum: Földu eiturlyf í bíl og utandyra KÓPAVOGUR Fjölda lóða hefur verið skilað inn til Kópavogsbæjar að undanförnu og nemur verðmæti lóðanna um fjórum til fimm millj- örðum króna. Tekjur sveitarfé- lagsins minnka sem því nemur. Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir reksturinn að öðru leyti vera góðan. „Við búum að því að vera vel rekið sveitarfé- lag, en þetta er mikið vandamál. Þær lóðir sem skilað hefur verið inn skipta hundruðum, bæði atvinnu- og íbúðarlóðir,“ segir Gunnar. Hann segir að bæjarfélagið muni leita til lífeyrissjóðanna eftir láni. „Við þurfum að taka lán sem nemur þessari upphæð og munum við leita þangað. Þá verðum við að skera niður framkvæmdir, líklega sem nemur um 1 til 1,5 milljörð- um. Það er þó ekki allt svart og við erum að úthluta einni og einni lóð aftur.“ Gunnar segir að þjónusta sveit- arfélagsins verði ekki skorin niður og þjónustugjöld ekki hækkuð. „Við erum alveg rólegir, en þetta er okkar eina vandamál. Einnig munum við reyna að færa til innan svæða eins og hægt er.“ Til stóð að kynna breyttar for- sendur fjárhagsáætlunar í bæjar- ráði í gær, en vegna veikinda frestast það um eina viku. - kóp Kostnaður við innskil lóða í Kópavogi er gríðarlegur: Þurfa nokkurra milljarða lán GUNNAR BIRGISSON Bæjarstjórinn segir að hundruðum lóða hafi verið skilað, bæði atvinnu- og íbúðarlóðum. FRÉTTABLAÐIБ/TEITUR SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.