Fréttablaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 6
6 17. október 2008 FÖSTUDAGUR EFNAHAGSMÁL „Ísland horfist í augu við hugsanlega og líklega óþarfa fjármála- og efnahags- kreppu,“ segir í inngangsorðum skýrslu Willems Buiter, prófess- ors við London School of Econom- ics, sem kynnt var í þröngum hópi manna hér á landi 11. júlí. Ástæðan, segir Buiter, er sú að Ísland á sinn eigin gjaldmiðil og stærð bankanna er meiri en þjóðarbúið ræður við. Seðlabank- inn hefði aldrei getað þjónað íslensku bönkunum sem lánveit- andi til þrautavara. Skýrslan kom aldrei fyrir almenningssjónir, en þar segir í helstu niðurstöðum að Ísland þurfi að gerast aðili að evrusvæðinu, ellegar að bankarnir fari annað. Enn fremur segir í niðurstöðum skýrslunnar að til skemmri tíma þurfi íslensku bankarnir að bregð- ast við hættulegri stöðu sinni með því að útvega dótturfélögum sínum á erlendri grundu lán frá viðkomandi seðlabönkum. Einnig þurfi stjórnvöld að nálgast tilfall- andi aðgang að töluverðu magni af erlendum gjaldeyri. Það mætti gera með lánalínum við erlenda seðlabanka eða semja við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn um tilfallandi aðgang að fé. Einnig mætti setja ýmislegt að veði fyrir markaðs- fjármögnun. Veð gætu verið eign- ir Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóð- anna og kröfur á framtíðartekjur af jarðhita og vatnsafli. Skýrslan var unnin að beiðni Landsbankans. Samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins voru það Landsbankamenn sjálfir sem ákváðu að skýrslan yrði ekki birt opinberlega. Einn heimildar- manna blaðsins innan bankans, segir að upplýsingar í skýrslunni hefðu getað gert vonda stöðu verri. Mikilvægast hafi verið talið að reyna að vinna að lausn þeirra vandamála sem tíunduð séu í skýrslunni. Þá er bent á að ýmsir hafi fengið kynningu á skýrslunni og því hefði efni hennar átt að vera þeim ljóst sem fjalla um efnahagsmál hérlendis. Enginn sem Fréttablaðið hefur náð tali af segir að nokkuð nýtt hafi í raun komið fram í skýrslu Buiters og bent er á að hún sé unnin úr opinberum gögnum. Samt vill enginn viðurkenna opinber- lega að hafa sótt kynningu á skýrslunni í sumar. Blaðið hefur heimildir fyrir því að þar hafi verið um 20 manns, þar á meðal starfsmenn viðskipta- og fjár- málaráðuneytis og Seðlabanka. ingimar@markadurinn.is Ertu bitur út í bresk stjórnvöld vegna ummæla þeirra um Ísland? Já 87,3% Nei 12,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlar þú til útlanda á næstunni? Segðu þína skoðun á vísir.is OLÍS ÁLFHEIMUM, OLÍS GULLINBRÚ, HOLTAGÖRÐUM, OLÍS MJÓDD, OLÍS NORÐLINGAHOLTI, NÝBÝLAVEGI, SUÐURLANDSBRAUT, OLÍS AKRANESI, OLÍS AKUREYRI, OLÍS BORGARNESI, OLÍS KEFLAVÍK, OLÍS REYÐARFIRÐI 12 STAÐIR Vildi að við færum til sjóðsins í sumar Þegar í sumar var lagt til að Íslendingar leituðu til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eftir lausu fé. Ellegar yrði leitað á markaði og eignir Íbúðalánasjóðs eða tekjur framtíðarinnar af orkulauðlindum yrðu settar að veði fyrir erlendan gjaldeyri. FUNDUR HJÁ IMF Frá fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) í byrjun þessarar viku. Í skýrslu sem unnin var síðasta vor og sumar fyrir Landsbankann segir prófessor við London School of Economics að stjórnvöld þyrftu að semja við sjóðinn um aðstoð áður en í óefni væri komið. NORDICPHOTOS/AFP SKIPULAGSMÁL „Útisundlaug við Sundhöllina myndi hafa marga góða kosti fyrir sundlaugargesti, íbúa hverfisins og rekstrargrundvöll Sundhallarinnar,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður skipulags- ráðs Reykjavíkur, um samþykkt ráðsins frá því á miðvikudag þess efnis að gert verði ráð fyrir sundlaug sunnan við Sundhöllina við Barónsstíg. Hann segir að auk sundlaugar geti margs konar starfsemi sem tengist hreyfingu og íþróttum verið hluti af slíkri uppbyggingu og nefnir í því sambandi tækjasal, heilsulind, baðstofu og jafnvel dansstúdíó. „Á þessu stigi er of snemmt að velta fyrir sér hvernig slík samsetning gæti orðið en það er ljóst að hugmyndir manna um útiveru, sundiðkun og mikilvægi hollrar hreyfingar hafa breyst mikið frá því Sundhöllin var byggð árið 1937.“ Júlíus Vífill segir að lengi hafi verið gert ráð fyrir möguleikanum á viðbyggingu við Sundhöllina án þess að henni hafi verið mörkuð lóð. „Það er þó mikilvægt að viðbyggingin sýni gömlu byggingunni fullan sóma enda er hún ein af perlum íslenskrar byggingarlistar.“ Hann telur of snemmt að tjá sig um rekstrarform en útilokar ekki aðkomu einkaaðila. „Í því efnahags- ástandi sem við búum við er erfitt að segja til um hvenær hægt verður að hefjast handa en þegar þar að kemur, sem vonandi verður ekki langt að bíða, mun afstaða skipulagsráðs til framkvæmdarinnar liggja fyrir.“ - ovd Formaður skipulagsráðs segir mikilvægt að sýna Sundhöllinni fullan sóma: Útisundlaug við Sundhöllina SUNDHÖLL REYKJAVÍKUR Guðjón Samúelsson, byggingameist- ari ríkisins, teiknaði Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg sem vígð var 23. mars 1937. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BANDARÍKIN, AP John McCain réðst af fullum þunga á Barack Obama í þriðju og síðustu kappræðum þeirra fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, sem haldnar verða 4. nóvember. Þetta virðist þó ekki hafa skilað McCain miklum árangri, því sam- kvæmt skoðanakönnunum telja flestir Bandaríkjamenn að Obama hafi staðið sig betur, rétt eins og í tveimur fyrri kappræðum þeirra. Skoðanakannanir sýna einnig að fylgi McCains virðist nú fyrst og fremst bundið við ríki, sem alla tíð hafa sýnt mikla tryggð við Repúblikanaflokkinn. Obama virð- ist jafnvel hafa náð yfirhöndinni í Virginíu, Colorado og Flórída, þar sem hingað til hefur verið talið nær öruggt að repúblikani ætti sigur vísan. Í kappræðunum reyndi McCain meðal annars að bendla Obama við William Ayers, gamlan róttæk- ling frá tímum Víetnamstríðsins. Obama vísaði því á bug, og sagði áherslu McCains á þetta atriði segja meira um kosningabaráttu McCains heldur en kosningabar- áttu hans sjálfs. Obama leggur nú alla áherslu á kosningabaráttuna í þessum ríkj- um, og hefur boðað komu sína til bæði Virginíu og Colorado. McCain virðist kominn í fjárþröng, en Obama á næga sjóði til að senda út sjónvarpsauglýsingar sem gætu ráðið úrslitum þegar kosið verður innan tæpra þriggja vikna. - gb Obama þótti standa sig betur í síðustu kappræðum forsetaframbjóðendanna: McCain á enn í vök að verjast MCCAIN OG OBAMA Þriðju og síðustu kappræður þeirra, sem haldnar voru í fyrrinótt, þóttu bæði fjörugri og betri en fyrri kappræðurnar tvær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP RÚSSLAND, AP Rússneski mannrétt- indalögfræðingurinn Karinna Moskalenko segir að eitrað hafi verið fyrir sér og fjölskyldu sinni. Hún og börn hennar hafi veikst heiftar- lega eftir að grunsamlegt efni fannst í bifreið hennar í Frakklandi. Moskalenko hefur meðal annars starfað fyrir fjölskyldu blaðakonunnar myrtu, Önnu Politkovskaya. Vegna veikindanna hefur hún ekki getað mætt til réttarhalda í Moskvu yfir fjórum mönnum, sem grunaðir eru um aðild að morðinu á Politkovskaya fyrir tveimur árum. - gb Karinna Moskalenko: Segir fjölskyld- unni hafa verið byrlað eitur KARINNA MOSKALENKO KAMBÓDÍA, AP Fulltrúar Taílands og Kambódíu hafa náð samkomu- lagi um að láta öll hernaðarátök eiga sig þrátt fyrir deilur og spennu vegna landamærasvæðis, sem bæði ríkin telja sig eiga tilkall til. Á svæðinu er gamalt musteri, sem hefur haft mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Átök brutust út skamma stund á miðvikudag og kostuðu þau tvo kambódíska hermenn lífið. Bæði ríkin hafa sent fjölmennt herlið að landamærunum, en hafa nú ákveðið að hafa sameiginlegt eftirlit til að koma í veg fyrir átök. - gb Taíland og Kambódía: Semja um að forðast átök NEYTENDUR Heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum hækkar um 10,39 prósent 1. nóvember næstkomandi samkvæmt ákvörð- un verðlagsnefndar búvara. Í tilkynningu frá nefndinni segir að á sama tíma hækki afurðastöðva- verð til bænda um 7,13 krónur á lítrann auk þess sem vinnslu- og dreifingarkostnaður mjólkur hækkar um 5,90 krónur á hvern lítra. Nefndin gerir því ráð fyrir að einn lítri af nýmjólk hækki um 10 krónur. Ástæður eru sagðar hækkanir í aðföngum í mjólkuriðn- aði og búvöru- framleiðslu. - ovd Verðlagsnefnd búvara: Mjólkurvörur hækka í verði EFNAHAGSMÁL Þjónusta Ráðgjafar- stofu um fjármál heimilanna hefur verið aukin vegna núver- andi aðstæðna í efnahagslífi þjóðarinnar samkvæmt tilkynn- ingu frá félags- og trygginga- málaráðuneytinu. Meðal verkefna Ráðgjafarstofu er að aðstoða þá sem eiga í greiðsluerfiðleikum og segir í tilkynningunni að verið sé að mæta aukinni eftirspurn eftir þjónustu hennar. Starfsmönnum verður fjölgað af þessu tilefni og afgreiðslutími lengdur. Þá verður samstarf við velferðarsvið Reykjavíkurborgar eflt og í framhaldinu frekari leiðir til að efla og styrkja þjónustuna kannaðar. - ovd Mæta aukinni eftirspurn: Ráðgjafarstofa um fjármál efld EFNAHAGSMÁL Efnt verður til upplýsingafundar í Jónshúsi um efnahagsmál fyrir Íslendinga í Danmörku næstkomandi miðviku- dag.Í tilkynningu frá Sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn segir að á fundinum muni Svavar Gests- son, sendiherra fara yfir það sem gerst hefur í efnahagsmálum á Íslandi auk þess sem rætt verður um hagsmuni fólks. Þá verður einstaklingum sem eiga við sérstaka erfiðleika að stríða vegna efnahagssviftinganna að undan- förnu boðið upp á viðtöl. Húsið verður opið frá klukkan 14 til 19 en fundurinn hefst klukkan 16. - ovd Upplýsingafundur í Jónshúsi: Samstöðukaffi í Jónshúsi KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.