Fréttablaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 49
FÖSTUDAGUR 17. október 2008 29 Rottweilerhundar eru ósátt- ir við lýðskrum Gordons Brown, forsætisráðherra Breta. Þeir láta skoðanir sínar í ljós á stutterma- bolum. „Skilaboðin eru einföld. Í sínu lýðskrumi ræðst Gordon Brown á dvergríkið Ísland. Maðurinn hljómar eins og hann sé með skoska blóðpylsu, vel mörbland- aða, á heilaberkinum,“ segir Erpur Eyvindarson forsprakki rappsveitarinnar Rottweiler- hunda. Þeir Rottweiler-drengir hafa nú látið framleiða fyrir sig boli þar sem má sjá Gordon Brown for- sætisráðherra Englands og áletr- unina: „This is your brain on haggis!“ Haggis er skoskt slátur en Brown á ættir að rekja til Skot- lands. Erpur segir áletrunina vísun til frægrar auglýsingar gegn eiturlyfjum. Þar sem segir: „This is your brain on drugs!“ og með er mynd af eggi sem er að steikjast á pönnu. „Við erum samviska þjóðarinn- ar, menn fólksins og raunsæis- menn. Við sjúgum í okkur áhrifin. Og kvittum upp á það sem við erum sammála. Af nógu er að taka,“ segir Erpur. Þó að Brown sé í skotlínu hinna samfélagslegu Rottweiler-hunda þýðir það ekki að ráðamenn íslenskir séu ein- hverjir augnakarlar í herbúðum rapparanna nema síður sé. Erpur fordæmir sofandahátt þeirra í aðdraganda hruns á fjármála- markaði sem og í samskiptum þeirra við Breta. „Það eru algjör- ir sauðir sem stjórna landinu. Á bullandi slátri. Það er mör á heila- berki þeirra. Ég keypti slátur í gær og sá þá eitthvað ægilegt mördrasl. Og það fyrsta sem mér datt í hug voru þeir Geir Haarde og Davíð. Í alvöru,“ segir Erpur rappari. jakob@frettabladid.is Brown fær á bauk- inn hjá Rottweiler ROTTWEILER-HUNDAR Á NÝJUM BOLUM Rappararnir segja Gordon Brown mann sem hljóti að vera með vel mörblandaðan haggis á heilaberkinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Forsala á nýjustu James Bond- myndina, Quantum of Solace, er hafin hér á landi á heimasíðunni midi.is. Myndin verður frumsýnd 7. nóvember og bíða hennar margir með mikilli eftirvæntingu. Alls sáu 55 þúsund Íslendingar síðustu Bond-mynd, Casino Royale. Quantum of Solace er beint framhald af Casino Royale og er þetta í fyrsta sinn sem sá háttur er hafður á hjá framleiðendum seríunnar. Hefst myndin örfáum mínútum eftir að Casino Royale lýkur, með yfirheyrslu Bond og M á Mr. White. - fb Forsala hafin á James BondHljómsveitin Singapore Sling býður í dag til hlustunarteitis á nýju plötu sinni „Perversion, Desperation and Death“ í Gallery Lost Horse, Skólastræti, á milli kl. 18-20. Einnig verður sýnt myndband Þjóðverjans Uli Schu- eppel við lagið „Godman“, en það var bannað á MTV-Europe. Myndbandið hafði verið valið ásamt öðrum íslenskum mynd- böndum til að vera sýnt í þættin- um 120 minutes á MTV en féll á svokölluðu Harding-prófi sem ætlað er til að vernda flogaveika frá því að skaðast af sjónvarps- efni. Leikstjórinn hreifst af hljóm- sveitinni og bauðst til að vinna að myndbandinu frítt. Hann kom því til Íslands á seinasta ári og tók myndbandið við Þingvalla- vatn. Singapore Sling spilar svo á Nasa kl. 21.30 á laugardagskvöld- ið. - drg Sling veldur flogaveiki FLOGAVEIKT ROKK Meðlimir Singapore Sling kynna nýja plötu sína í dag. Sveitin spilar á Airwaves á laugardagskvöldið. Alþjóðleg glæpasaga með sögumiðju í sjálfu Reykholti í Borgarfirði. „Óviðjafnanlegt ævintýri, spennusaga þar sem farið er út fyrir ystu mörk.“ denver post hvað faldi snorri á þingvöllu m? Fyrsta afrek dagsins er góður morgunverður Til að eiga möguleika á góðum árangri, jafnt í námi sem íþróttum, verð ég ávallt að hefja daginn með næringarríkum morgunverði. Ég ætla mér að halda áfram að keppa að góðum árangri. Þess vegna fæ ég mér Kellogg’s Special K í morgunverð til að tryggja að ég fái orku, góða næringu og auðvitað lífsnauðsynleg vítamín og steinefni. Ég mæli með því að þú gerir það líka. Ég hlakka til … …haustsins þegar lífið kemst í fastar skorður á ný. Ég sest á skólabekk og nýr kafli tekur við hjá mér. En eitt breytist ekki – ég fæ mér alltaf Kellogg’s Special K á morgnana. Erla Dögg Haraldsdóttir, nemi og sundkona F í t o n / S Í A F I 0 2 4 2 9 1 specialk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.