Fréttablaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 16
 17. október 2008 FÖSTUDAGUR KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 42 644 -2,24% Velta: 34 milljónir MESTA HÆKKUN NÝHERJI 2,69% MESTA LÆKKUN ALFESCA 11,11% BAKKAVÖR 10,87% ATORKA 10,00% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 4,00 -11,11% ... Atorka 0,90 -10,00% ... Bakkavör 5,00 -10,87% ... Eimskipafélagið 0,60 +0,00% ... Exista 4,62 +0,00% ... Icelandair Group 14,70 -1,67% ... Kaupþing 0,00 +0,00% ... Marel Food Systems 70,00 +0,00% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 7,08 +0,00% ... Össur 82,70 -2,13% GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR: 199,9 -0,01% Þýðingafyrirtæki í Reykja- vík segir Spron halda tug- þúsundum evra í gíslingu. Forstjóri sparisjóðsins telur málið orka tvímælis. „Í mínum huga stal Spron fjár- munum frá Skjali og gerir því aðför að rekstrinum,“ segir Bogi Örn Emilsson, framkvæmdastjóri þýðingafyrirtækisins Skjals. Fyrirtækið, sem er með um sex- tíu prósent tekna sinna í erlendri mynt, var með gjaldeyrisreikning hjá SPRON en lokaði honum þegar ljóst var hvert stefndi í gjaldeyr- ismálum hér í síðustu viku. Skjal er með tuttugu manna fyrirtæki hér á landi en með aðskil- ið fyrirtæki í sama rekstri í Portú- gal. Bogi stofnaði reikning þar og beindi viðskiptum fyrirtækisins þangað. Jafnframt fór hann fram á að Spron tæki ekki við innborgun- um frá erlendum aðilum á reikn- inginn hér auk þess sem erlendir viðskiptavinir Skjals voru beðnir um að greiða inn á portúgalska reikninginn. Skjali barst bréf frá Spron í fyrradag. Þar sagði að sparisjóðn- um hefði borist erlend greiðsla og var spurt inn á hvaða reikning ætti að millifæra upphæðina. Tut- tugu þúsund evrur eru nú inni á reikningnum en líkur á að þrjátíu þúsund bætist við innan tíðar. Spron gaf fjárhæðina upp í krón- um. „Við sögðum sparisjóðnum að hann hefði aldrei átt að taka við greiðslunni en flytja ætti upphæð- ina á reikninginn okkar í Portú- gal,“ segir Bogi. Í svari spari- sjóðsins kom fram að ómögulegt væri að millifæra fjárhæðina þar sem gjaldeyrisþurrð sé í landinu. „Þetta er fáránlegt mál,“ segir Bogi og bendir á að Spron haldi fjármununum í gíslingu. Skjal geti ekki ráðstafað þeim í Portúgal og varla flutt þá inn á krónureikning hér vegna rangrar gengisskrán- ingar. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa önnur fyrirtæki hafi lent í viðlíka málum í millilanda- viðskiptum sínum við aðra banka. „Ég get ekki tjáð mig um ein- stök mál,“ segir Guðmundur Hauksson, forstjóri Spron. Hann telur málið orka tvímælis en bætir við að gjaldeyrisþurrð sé í landinu. jonab@markadurinn.is GUÐMUNDUR HAUKSSON Þýðingafyrir- tækið Skjal segir Spron ekki geta millifært erlendar greiðslur inn á reikning í Portúgal FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Spron sakað um stuld Breska fyrirtækið Equity Special Situations (ESS) hefur fengið lögbann á sölu hlutabréfa í eigu fyrir- tækisins sem liggur inni hjá Landsbankanum í Bret- landi. ESS er til húsa á Guernsey og skráð á AIM-hliðar- markaðinn í bresku kauphöllinni. Fyrirtækið er með langtímalán hjá Landsbankanum og hafði lagt inn bréf sín í eignastýringarfyrirtækinu Syndicate Asset Management sem veð. Þegar Landsbankinn taldi ESS ekki standa við skuldbindingar sínar hóf það sölu á bréfum Syndicate Asset Management með þeim afleiðingum að markaðsverðmæti fyrir- tækisins hrundi. Um svipað leyti fór Landsbankinn í þrot. Í tilkynningu ESS til kauphallarinnar bresku segir að sýnt hafi verið fram á að félagið standi í skilum og sala Landsbankans því ólögmæt. Á mánudag í síðustu viku stóð gengi bréfa í Syndicate Assets Management í 89 pensum á hlut. Það var komið undir tólf pens á hlut í gær. Það jafn- gildir 87 prósenta hruni á viku. - jab Lögbann á sölu bréfa Rekstur lyfjafyrirtækisins Acta- vis hefur ekki orðið fyrir barðinu á yfirstandandi hremmingum íslensks efnahagslífs, samkvæmt tilkynningu sem félagið sendi frá sér í gær. Þá kemur fram að ein- ungis eitt pró- sent af tekjum Actavis verði til hér á landi og eigi fyrir- tækið engar ábyrgðir inni hjá íslensku bönkunum. Þá gerir félagið upp í evrum og er því sagt varið gegn falli krón- unnar. Novator, félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, stjórnarfor- manns Actavis, keypti meirihluta bréfa í fyrirtækinu í fyrrasumar fyrir 182 milljarða króna. - jab Actavis í vari BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON Eignarhaldsfélagið Fons á enn 29,26 prósenta hlut í Ticket Travel Group samkvæmt áréttingu sem Ticket sendi frá sér í gær. Hluturinn var keyptur af Northern Tra- vel Holding í ágúst síðast- liðnum. Félagið sendi frá sér tilkynninguna til að bregðast við rangfærsl- um sem borið hefur á í fréttum. Ticket er ein af stærstu ferða- skrifstofum á Norðurlöndunum með um 470 starfsmenn og árlega veltu upp á um 76 milljarða króna. - óká MATTHÍAS IMSLAND Matthias er stjórnar- formaður Ticket. Fons á enn 29 prósent í Ticket Umsjón: nánar á visir.is DeCode, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, vinnur að viða- mikilli endurskipulagningu með sölu eigna og fleiri breytingum. Haft er eftir Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagrein- ingar, í tilkynningu að horft sé til þess að minnka umfang DeCode og breyta áherslum í rekstrinum. Hann gat ekki tjáð sig um málið þegar eftir því var leitað í gær. Breytingarnar munu ekki langt á veg komnar. Uppsagnir 60 starfs- manna í byrjun árs og sala á dótt- urfyrirtækinu Encode í sumar eru liður í endurskipulagningunni. Fjallað verður nánar um skipu- lagsbreytingarnar á uppgjörs- fundi DeCode 6. nóvember næst- komandi. DeCode tapaði 45 milljónum dala á fyrri hluta árs sem er tæp- lega sextán prósenta aukning á milli ára. Á móti tvöfölduðust tekjurnar. Þá gerir félagið upp í Bandaríkjadölum en greiðir um helmingi starfsmanna sinna laun í íslenskum krónum. Handbært fé DeCode nam 49,4 milljónum dala í lok júní sem er um 50 prósenta lækkun frá ára- mótum. - jab STARFSMAÐUR ÍE DeCode vinnur nú að því að selja eignir og minnka umfang rekstursins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DeCode stokkað upp Kaupþing hefur ráðið alþjóðlegu lögmannsstofuna Grundberg Mocatta Rakison til að kanna grundvöll fyrir lögsókn bankans á hendur breska ríkinu vegna hugs- anlegrar aðfarar yfirvalda þar gegn Kaupþingi í Bretlandi fyrir viku. Þá hefur lögmaðurinn John Jar- vis, sem er einn helsti sérfræðing- ur í bankalöggjöf Bretlands, verið ráðinn sem ráðgjafi. Lögfræðistofan mun meðal ann- ars kanna eignafærslu Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, til breska bankans ING Direct. ING hefur flaggað því að það ætli að kaupa breska sparir- eikninginn Kaupthing Edge og Heritable Bank, sem var í eigu Landsbankans. Bresku lögfræðingarnir munu vinna að málinu ásamt Lögmönn- um Reykjavíkur og ráðgjafar- fyrirtækinu Reykjavík Economics ehf. Ekki náðist í bresku lögfræðing- ana sem funduðu um málið hér í fyrradag þegar eftir því var leitað í gær. - jab KAUPÞING Breskir lögmenn kanna grundvöll lögsóknar Kaupþings gegn breskum yfirvöldum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Kaupþing skoðar lög- sókn á hendur Bretum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.