Fréttablaðið - 17.10.2008, Side 10
10 17. október 2008 FÖSTUDAGUR
WWW.N1.ISN1 HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
Ekki bíða
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Komdu við hjá næstu hjólbarðaþjónustu N1.
Þannig sleppur þú við allar biðraðir þegar
snjórinn kemur.
BJÖRGUN Starfsmaður kvikmynda-
framleiðslufyrirtækisins True
North slapp með rifbeinsbrot
þegar hann féll ofan í sprungu á
Langjökli í fyrradag. Maðurinn
fór á vélsleða á undan halarófu
jeppa sem á eftir kom. Hann steig
af sleðanum til að kanna hvort
ísinn væri traustur, fór skrefi of
langt og féll.
Fallið var um fimm metrar og
því mikil lukka að maðurinn
skyldi ekki slasast alvarlega.
Hann er vanur fjallamaður og
kippti sér ekki mikið upp við
óhappið, að sögn Rafns Her-
mannssonar, fjölmiðlafulltrúa
True North, sem var á staðnum.
„Hann var stífur og stirður og
aumur í kviðnum svo við keyrðum
hann heim. En hann vildi reyndar
ekki fara, heldur bara halda áfram
að vinna.“
Óskað var eftir aðstoð björgun-
arsveita og voru tvær þeirra
komnar í viðbragðsstöðu. Áður en
þær fóru af stað var beiðnin þó
afturkölluð. Vanir jöklamenn voru
í hópnum sem höfðu slakað til
hans belti og híft hann upp úr
sprungunni.
Fimmtíu manna hópur fólks er á
vegum True North á Langjökli við
tökur á breskri sjónvarpsauglýs-
ingu. Áætlað er að tökunum ljúki
um helgina haldist veður gott. - hhs
Starfsmaður True North var hætt kominn við tökur á auglýsingu:
Féll ofan í sprungu á Langjökli
FRÁ LANGJÖKLI Starfsmaður True North
slapp með rifbeinsbrot þegar hann féll
ofan í sprungu á Langjökli í fyrradag.
Myndin er frá ótengdri jeppaferð.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ALÞINGI Gestkvæmt verður á fundi
viðskiptanefndar í dag þar sem
staðan á fjármálamarkaði verður
rædd. Fulltrúar Fjármálaeftirlits-
ins, Kauphallarinnar, viðskipta-
ráðuneytisins og fleiri aðila koma
fyrir nefndina.
Þingmenn Framsóknarflokksins
óskuðu eftir að breskir lögmenn
sem kanna grundvöll málaferla á
hendur breskum stjórnvöldum
fyrir Kaupþing kæmu á fundinn.
Ágúst Ólafur Ágústsson, for-
maður nefndarinnar, segir að því
miður geti ekki orðið af því nú þar
sem lögmennirnir séu farnir til
síns heima. Reynt verði að fá þá á
fund í næstu viku. - bþs
Viðskiptanefnd Alþingis:
Bankamálin
rædd í dag
AUSTURRÍKI Talið er að tugir
þúsunda manna leggi leið sína að
kistu Jörgs Haiders, þar sem hún
stendur frammi í ráðhúsi
Kärnten-héraðs í Austurríki í dag
og í gær.
Haider fórst í bílslysi á
laugardaginn var og verður
jarðsunginn á morgun. Hann var
einn umdeildasti stjórnmálamað-
ur Austurríkis, hægri sinnaður
þjóðernissinni sem fyrir nokkrum
árum fór ekki dult með andúð
sína á útlendingum og aðdáun
sína á þýskum nasistum.
Hann var með 1,8 prómill af
áfengi í blóði sínu þegar hann ók
á ofsahraða á þjóðvegi með
fyrrgreindum afleiðingum. - gb
Líkvaka í Austurríki:
Tugir þúsunda
syrgja Haider
SYRGJENDUR Fjöldi manns hefur vottað
Haider hinstu virðingu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SKIPULAGSMÁL Sjóstangveiðifyrir-
tækið Kjarnabúð fær ekki úthlut-
að lóð við hafnarsvæði Bolungar-
víkur til að reisa 20 burstabæi
fyrir sjóstangveiðimenn sam-
kvæmt skipulagstillögum
umhverfisráðs. Tillagan var sam-
þykkt í ráðinu í síðustu viku og
verður tekin fyrir í bæjarstjórn
næsta fimmtudag.
Auður Hanna
Ragnarsdóttir
og Jóhann
Hannibalsson,
sem sitja í
umhverfismála-
ráði fyrir minni-
hlutann, eru
afar ósátt við
þessa niður-
stöðu og segja
meirihlutann
vera að vinna gegn atvinnuupp-
byggingu fólks í bænum og saka
Katrínu Gunnarsdóttur, fulltrúa
meirihlutans og varaformann
ráðsins, um persónulega óvild í
garð forsvarsmanna Kjarnabúðar.
Kjarnabúð hefur gert 400 millj-
ón króna samning við þýsku ferða-
skrifstofuna Kingfischer Reisen
þar sem gert er ráð fyrir uppbygg-
ingu burstabæjanna.
Fréttablaðið hefur heimildir
fyrir því að Teiknistofan Tröð sem
vann að málinu með umhverfis-
ráði hafi lagt upp með tillögur sem
miðuðu við það að burstabæirnir
yrðu reistir en síðan hafi verið
tekin pólitísk ákvörðun um að falla
frá þeim tillögum.
Aðspurður hvort óvild fulltrúa
meirihlutans í garð forsvars-
manna Kjarnabúðar hafi ráðið för
segir Elías Jónatansson bæjar-
stjóri ekki telja svo vera. „Maður
spyr sig hins vegar hvort það sé
einhver óvild í minnihlutanum
sem fái menn til að vilja hrista
svolítið upp í hlutunum,“ segir
hann. Hann segir að lóðin við höfn-
ina sem Kjarnabúð hafi sótt um sé
ekki hæf til úthlutunar að svo
stöddu því þar eigi eftir að leggja
fráveitulagnir, brú og veg en und-
irstaðan í honum fellur til við upp-
gröft í höfninni sem farið verði í á
næstu misserum. „Hins vegar er í
deiliskipulaginu gert ráð fyrir
lóðum fyrir hús eins og Kjarnabúð
hyggst byggja á árbökkum Hólsár
um 100 metrum ofar en umræddar
lóðir.“
Hrólfur Vagnsson, einn eigenda
Kjarnabúðar, segist ekki vilja tjá
sig um viðbrögð Þjóðverjanna að
svo stöddu en hann segir að tilboð
hafi borist frá öðru sveitarfélagi
um að færa starfsemina þangað.
„Við viljum þó helst vera í Bolung-
arvík en ef menn vilja ekki fá
starfsemina þangað þá náttúru-
lega endurskoðum við það,“ segir
hann.
Í vor slitnaði upp úr meirihluta-
starfi A og K lista sem nú deila í
umhverfismálaráði. Elías kemur
frá D lista. jse@frettabladid.is
Segja ferða-
frömuði líða
fyrir óvild
Svo virðist sem ekki verði af byggingu 20 burstabæja
sem átti að reisa við höfnina í Bolungarvík. Fulltrú-
ar minnihlutans í umhverfismálaráði segja í fundar-
bókunum að óvild meirihlutans ráði för.
FRÁ BOLUNGARVÍK Hart er deilt um skipulagsmál í Bolungarvík enda er 400 milljóna
króna samningur í húfi.
HRÓLFUR
VAGNSSON
Við viljum helst vera í
Bolungarvík en ef menn
vilja ekki fá starfsemina þangað
þá náttúrlega endurskoðum við
það.
HRÓLFUR VAGNSSON
EINN EIGENDA KJARNABÚÐAR
FÖGNUÐUR Gríðarlegur fögnuður var á
Trafalgar-torginu í gær þegar fólk fagn-
aði bresku keppendunum sem stóðu
sig með eindæmum vel á Ólympíu-
leikum fatlaðra í Peking.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP